Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16
11% 39,9 412Stýrivextir í Suður-Afríku. Randið og krónan hafa sveiflast í takt undan-farnar vikur. milljarðar. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári. milljónir. Árslaun Williams Fall, forstjóra Straums, árið 2007. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Heyrst hefur af manni sem svar- ið hefur þess dýran eið að eiga hvorki viðskipti við Lyf og heilsu né Betra bak fyrr en hann heyrir í útvarpi auglýsingu þar sem heiti verslananna eru rétt fall- beygð. Sami maður kveðst ekki heldur geta hlustað á morgun- útvarp Bylgjunnar þessa dagana út af síendurteknum ambögum í auglýsingu Lyfja og heilsu sem reglulega heyrist í tengslum við þáttinn og særir málvitund hans í hvert sinn. „Lyf og heilsa, um Lyf og heilsu, frá Lyfjum og heilsu, til Lyfja og heilsu!“ heyrðist hann hrópa á bílútvarp- ið sitt í gærmorgun, áður en hann skipti yfir á Gest Einar á Rás tvö. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri fyrirtæki séu á svörtum lista þessa manns. Málvitund og viðskipti Hart var barist á knattspyrnu- móti fjármálafyrirtækja sem fram fór á Akureyri um síð- ustu helgi. Eftir langt og strangt mót, þar sem margir enduðu með brostnar vonir og marða leggi, stóðu liðsmenn Icebank uppi sem sigurvegarar. Icebank- liðar vöktu þó ekki einungis athygli fyrir vaska framgöngu inni á vellinum, heldur skörtuðu þeir búningum í anda einkennis- klæðnaðar bankamanna. Alls skráðu tuttugu og tvö lið sig til leiks, þar af eitt kvennalið sem lék undir merkjum Straums fjárfestingarbanka. Kvennaliðið þótti standa sig vel inni á vellin- um þótt allir leikirnir töpuðust. Liðið skoraði tvö mörk og upp- skar hver liðsmaður að launum tvo Mojito-kokkteila í boði FL Group, en FL-liðar höfðu heitið stúlkunum slíkum drykk fyrir hvert skorað mark. Mojito á mark Mikið var lagt í nýtt útibú SPRON í Borgartúni og engu til sparað. Í útibúinu ægir saman listmunum og hönnunarhús- gögnum af dýrustu gerð svo sumum þykir frekar minna á listmunaverslun en fjármála- stofnun. Nú rétt fyrir áramót var ákveðið að bjóða nemendum við Listaháskóla Íslands til svo- kallaðrar vísindaferðar, þar sem bera átti dýrðina á borð og drekka dýrar veigar. Listnemarnir voru þó ekki upprifnir af sýningunni og töldu skorta festu í innkaupa- stefnuna. „Þarna hafa greinilega verið til peningar til að innrétta. Útkoman er samt eins og illa hannaðar innréttingar í leik- skóla,“ sagði einn. Leikskóla- innréttingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.