Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G Þ eir dagar eru liðnir að krónan sveiflist eftir innlendum þáttum á borð við fiskaflann og iðnaðarframkvæmdir segir Jón Bjarki Bentsson, sér- fræðingur greiningar Glitnis. Hann telur krónuna einkum drifna áfram af tveimur kröftum: annars vegar vaxtamun við út- lönd og hins vegar áhættusækni, eða eftir atvikum áhættufælni, fjárfesta. „Þessir kraftar togast á um gengi krónunnar frá degi til dags. Báðir kraftarnir eru mjög sterkir þessa dagana, og það á ekki bara við um krónuna heldur einnig aðrar hávaxtamyntir.“ Þetta veldur því síðan að krón- an sveiflast í takt við aðrar há- vaxtamyntir á borð við tyrknesku líruna, suðurafríska randið og ný- sjálenska dalinn. Um er að ræða tiltölulega nýlega þróun að sögn Jóns Bjarka, enda hafa þeir grunn- þættir sem nauðsynlegir eru virk- um gjaldeyrismarkaði ekki verið til staðar hér á landi fyrr en allra síðustu ár. Fyrsti þátturinn hafi verið opnun íslenska hagkerfis- ins með frjálsum fjármagnsflutn- ingum og flotgengi. Í kjölfarið hafi síðan orðið til alvöru, öfl- ugur fjármálageiri hér á landi, sem sé nauðsynlegur þáttur eigi vaxtamunaviðskipti að þrífast. „Það nægir ekki bara að vera með háa vexti, heldur þurfa að vera til staðar alvöru fjármálakerfi og stofnanir sem virka eins og ætlast er til. Við sjáum að það dettur til að mynda engum í hug að standa í vaxtamunaviðskiptum í Simbab- ve þótt líklega séu hvergi hærri vextir en einmitt þar. Í Suður-Afr- íku sem einmitt á landamæri að Simbabve eru hins vegar vextir ellefu prósent og blómleg vaxta- munaviðskipti, þar eru enda stoð- ir fjármálakerfisins traustar.“ Jón Bjarki segir gjaldeyris- markaðinn hafa þroskast í stór- um skrefum eftir að þessir grund- vallarþættir komu til. Þá þróun megi sjá á krónubréfa útgáfunni svokölluðu, auk þess sem hér hafi orðið til virkur markaður með gjaldeyrisskiptasamninga á síðustu árum. „Dýpt markaðar- ins hefur stóraukist þessi síðustu ár og veltir nú tugum milljarða á dag.“ FER EFTIR VINDUM Á ALÞJÓÐAMÖRKUÐUM Gengisvísitala krónunnar stend- ur nú í um 126 stigum og hefur gefið eftir um fimm prósent frá áramótum. Fást nú rétt rúmir 65 Bandaríkjadalir fyrir hverja krónu, tæplega 96 evrur og rétt rúmlega 129 pund. Greining Glitnis hefur spáð því að gengi krónunnar komi til með að lækka um átta prósent á árinu; evran standi þá í 98 krónum og Bandaríkjadalur í 67,5 krónum við lok þessa árs. Samkvæmt því verður gengisvísitalan í kring- um 130 stig. „Við komum til með að sjá áfram miklar skammtíma- sveiflur á krónunni, eftir því hvernig vindar blása erlendis. Meðan óróinn heldur áfram á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sveiflast krónan mikið dag frá degi,“ segir Jón Bjarki. Greiningin hefur jafnframt spáð því að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í maí, með 0,25 prósentustigalækkun og að stýrivextir standi þá í 12,5 pró- sentum. Stýrivextir verði tólf prósent í árslok og verði komnir niður í níu prósent við lok ársins 2009. Jón Bjarki tekur þó fram að taka verði mið af nokkrum óvissu- þáttum. „Óvissan um gengisþróun krónunnar lýtur að því hvort verð- ur á undan að gefa eftir; hræðsla fjárfesta vegna óróa á mörkuð- um, eða vaxtamunurinn. Ef vextir verða áfram tiltölulega háir hérna og óróinn á alþjóðamörkuðum fer að sjatna, þá getur vel verið að krónan sæki töluvert í sig veðrið með vorinu. Við sjáum að hlutirn- ir eru gríðarlega fljótir að breyt- ast þegar skiptir um vindátt á alþjóðamörkuðum.“ LÍTIL HÆTTA Á KOLLSTEYPU Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir krónuna hafa veikst hratt það sem af er ári og raunar hafi hún nú þegar náð því gildi sem greiningardeildin hafi spáð henni í árslok. „Við erum að sjá það að hreyfingar í krónunni fylgja hræringum á alþjóðleg- um mörkuðum fast á hæla. Þegar hlutabréfamarkaðurinn er veik- ur kemur það niður á krónunni“, segir Björn Rúnar. Samkvæmt spá Landsbankans mun gengis- vísitala krónunnar standa í 130 stigum í árslok 2009. Hann telur að óvissuástand ríki um gengi krónunnar þar til vinda fer að lægja á alþjóðlegum mörk- uðum. „Að því gefnu að stöðug- leiki komist á getur krónan átt eftir að ganga eitthvað til baka. Við teljum hins vegar að til lengri tíma litið sé hún að veikjast. Þótt við búumst heldur ekki við neinni kollsteypu.“ Í spá Landsbankans frá því nú rétt fyrir áramót var gert ráð fyrir því að gengisvísitala krón- unnar yrði kringum 125 stig um áramótin 2008 til 2009. Krónan hefur nú þegar náð því gildi, en Björn Rúnar telur þrátt fyrir það enga ástæðu til að endurskoða spána. „Það hefur ekkert breyst frá því við gerðum þá spá. Við gerðum ráð fyrir miklum sveifl- um og sú hefur orðið raunin. Hins vegar er rétt að leggja áherslu á það að þau gildi sem við sjáum nú eru nær því að vera raungildi krónunnar heldur en þau sem við sáum fyrir nokkrum vikum.“ Landsbankinn hefur spáð því að stýrivaxtalækkunarferlið hefj ist um mitt næsta ár. Björn Rúnar telur þó enga ástæðu til að óttast að krónan lendi í frjálsu falli í kjölfarið, enda þurfi vaxta- stigið að fara töluvert lægra en það er núna til að vaxtamunur- inn dragist áþreifanlega saman. „Bæði er það þannig að menn hafa nú þegar verðlagt inn slík- ar vaxtalækkanir, auk þess sem við teljum að krónan þoli tals- vert minni vaxtamun en nú er án þess að veikjast. Þess utan ber að hafa í huga að vaxtalækkanir er- lendis vega þarna á móti. Við telj- um því að krónan sé ekki sérlega viðkvæm fyrir vaxtalækkunum,“ segir Björn Rúnar. Hann telur krónuna þrátt fyrir allt hafa staðið ólgusjóinn nokkuð vel af sér. Miðað við þær miklu sveiflur sem orðið hafi á mörk- uðum í kringum okkur, þá megi segja að krónan hafi sýnt tölu- verðan styrk. „Krónan er enn sem komið er réttum megin við jafnaðarmerkið.“ Krónan heldur sjó í alþjóðlegu ölduróti Þrátt fyrir fimm prósenta veikingu frá áramótum hefur krónan þrátt fyrir allt sýnt nokkurn styrk í ölduróti síðustu vikna. Að sögn sérfræðinga lýtur krónan nú nánast eingöngu erlendum kröftum, og ekki er ástæða til að óttast gengishrun þótt stýrivaxtalækkunarferli sé handan við hornið. Jón Skaftason ræddi við þá Jón Bjarka Bentsson hjá Glitni og Björn Rúnar Guðmundsson hjá Landsbankanum. LÍFLEGUR GJALDEYRISMARKAÐUR Frjálsir fjármagnsflutningar og öflugt fjár- málakerfi voru grunnforsendur þess að hér myndaðist öflugur gjaldeyrismarkað- ur. Sérfræðingar eru á einu máli um að gengi krónunnar lúti erlendum kröftum, á meðan innlendir þættir á borð við sjávarútveg og iðnaðarframkvæmdir skipta minna máli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON JÓN BJARKI BENTSSON Óvissan um gengis- þróun krónunnar lýtur að því hvort verður á undan að gefa eftir; hræðsla fjárfesta vegna óróa á mörkuðum, eða vaxtamunur- inn. Ef vextir verða áfram tiltölulega háir hérna og óró- inn á alþjóðamörk- uðum fer að sjatna, þá getur vel verið að krónan sæki töluvert í sig veðrið með vorinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.