Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 15
H A U S MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 F Y R S T O G Í Ð A S T „Ég á mér eitt mjög stórt hobbí sem er golf, líkt og um það bil 30 þúsund aðrir sem þá íþrótt stunda hér á landi. Og svo hef ég gaman af tónlist og hef reynt að sinna hvoru tveggja síðustu árin,“ segir Þórður Hilmarsson, forstöðumað- ur Fjárfestingarstofu Íslands, en hann er félagi í golfklúbbnum Keili og syngur í Selkórnum á Sel- tjarnarnesi. „Og þó bý ég í Hafn- arfirði,“ segir hann og hlær. „Hér áður fyrr stundaði ég líka hestamennsku, en það var allt of bindandi. Ég gafst því upp á því þegar ég var búinn að moka skít í hesthúsinu í heilt ár. Þá seldi ég bara,“ játar Þórður og kveðst hafa verið með eina sex hesta og hest- húsalengju á svæði Hestamanna- félagsins Fáks. „Golfið er hins vegar fíkn á háu stigi er mér sagt. Alla jafna förum við hjónin einu sinni til tvisvar á ári í stuttar ferðir, viku eða tíu daga, og þá gjarnan til Spánar, bæði vor og haust. Og svo reyn- um við að stunda þetta um helg- ar og kannski einu sinni til tvisv- ar í viku yfir sumartímann.“ Þórð- ur bætir um leið við að algjör forsenda golfiðkunarinnar sé að þau hjónin stundi hana bæði. „Við byrjuðum á sama tíma, vorum þó raunar komin nálægt fimmtugu þegar við byrjuðum,“ segir hann, en synir þeirra hjóna stunduðu báðir golfið af krafti og komu for- eldrum sínum á bragðið. „Þetta er áttunda árið sem við stundum þetta og er ofboðslega gaman. Það má vel stunda þetta sér til ánægju þótt framfarirnar verði svo sem hægari þegar fram líða stundir.“ Í þeirri tíð sem gengið hefur yfir landið síðustu daga segir Þórð- ur hins vegar lítið hægt að stunda golfið. „Þá verður maður bara að fara í ræktina. Annars er hægt að spila þetta svona sjö til átta mán- uði á ári. Vertíðin byrjar gjarnan í byrjun apríl. En svo er náttúr- lega öll aðstaða orðin þannig núna að hægt er að stunda þetta nán- ast allt árið. Í Keili, þar sem ég er, er til dæmis toppaðstaða við að æfa sveifluna, púttin og allt þetta. Enda eru þarna tugir manna um hverja einustu helgi að æfa.“ Þórður segist hins vegar stunda sönginn án konunnar. „En ég hef raunar lítið getað stundað hann undanfarið vegna tíðra ferða til útlanda. En á því ætla ég að taka aftur í febrúar,“ segir hann og vílar ekki fyrir sér að renna úr Hafnarfirðinum yfir á Seltjarnar- nes á kóræfingar, þótt um langan veg sé að fara. Skipti út hrossunum fyrir golfið Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu Íslands, hefur síðustu ár stundað golf af kappi, allt frá því hann gafst upp á puðinu við að halda hross. Forsendu golfiðkunarinnar segir hann vera að hafa konuna með. SVEIFLAN Í SKAFLINUM Þórður H. Hilmarsson hóf fyrir um átta árum að stunda golf með konu sinni og hefur bakterían ekki sleppt af þeim hjónum takinu síðan. Hann lét sig ekki muna um að bregða á leik fyrir ljós- myndara þrátt fyrir fannfergi og taka æfinga- sveiflu í garðinum heima. MARKAÐURINN/VALLI F R Í S T U N D I N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.