Tíminn - 30.06.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.06.1981, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. júnf 1981. 17 iþróttir jion, Heimir Karlsson og Magnús Þorvaldsson Tímámynd Ella. nnudagskvöldið Börkur Ingvarsson átti hörkuskot i varnarmann Vikings og vildu margir fá vitaspyrnu, töldu að boltinn hefði farið í hendi eins Víkingsins, en ómögulegt var að greina það Ur stúku blaðamanna hvort svo hefði verið. KR-ingar mega heldur betur fara að taka sig saman i andlitinu og fara að fiska stig ef þeir eiga ekki að falla. Vörnin virkar oft mjög þung og Btil vinnsla kemur Ut Ur miðju- mönnunum og þar af leiðandi fá sóknarmennirnir úr litlu aö moða. Vikingarnir eru með mjög jafnt lið og þar er varla veikan hlekk að finna. Þeir þurftu ekki að leika stórleik til þess aö fara með bæði stigin af velli. Lárus Guðmundsson er nú markhæsti , maðurinn i 1. deild, hefur gert átta mörk og mörgum liðum hef- ur reynst erfitt að stöðva hann. Engan einn leikmann er hægt aö taka fram yfir annan i Vikingslið- inu. Dómari var Þorvarður Björnsson. rop.- | Staðan | Valur-Þór 6-1 FH-Akranes 0-4 ÍBV-Breiðablik 1-2 KR-Vikingur 1-2 KA-Fram 0-1 Vikingur .9711 14:5 15 Breiöablik .9 4 5 0 11:4 13 Valur .9 4 3 2 19:8 11 Akranes .9 3 4 2 8:5 10 Fram .9 2 5 2 7:9 9 tBV .8 3 2 3 10:9 8 KA .7 2 1 4 7:8 5 KR .9 1 3 5 5:12 5 FH .9 2 1 6 10:19 5 Þór .8 1 3 4 4:15 5 Markhæstu menn: Lárus Guðmundsson Vikingi 8 Þorsteinn Sigurðsson Val 7 Guömundur Torfason Fram 4 Kári Þorleifsson IBV 4 Sigurjón Kristjánsson UBK 4 Bikarkeppni ■ Tveir leikir verða i 16 liða úr- slitum Bikarkeppni KSl i kvöld, fylkir og Breiðablik leika á Laugardalsvellinum og á Lauga- landsvelli leika Arroðinn og FH. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Noregur átti ekkert svar . -. X. / • ■■ við stórgödum leik landsliðsins í golfi á Evrópumeistaramótinu I golfi á St. Andrews í Skotlandi - ísland í 12. sæti ■ tslendingar unnu öruggan sig- ur yfir Norðmönnum á Evrópu- meistaramótinu i golfi sem haldið var á St. Andrews golfvellinum i Skotlandi um helgina. Norðmenn áttu ekkert svar við stórgóðum leik landans og er staðan var 5:0 fyrir ísland gátu þeir leyft sér að slaka örlitið á þvi fyrir dyrum stóö viðureign gegn Hollending- um. Lokatölur leiksins gegn Nor- egivarð 5:2,Björgvin og Sigurður unnu sina tvíliðaleiki. Einnig fengust sigrar hjá þeim Ragnari og Geir og i einliðaleiknum feng- ust þrir sigrar, hjá Ragnari, Hannesi og Óskari Sæmundssyni, Sigurður og Geir Svansson töpuðu sinum leikjum. Keppnin gegn Hollandi var mjög jöfn og skemmtileg og var jafnt 3:3 á tima, Ragnar lék siö- | asta hringinn sem var æöi spenn- andi en tapaöi naumlega. Hol- lendingar fóru þvi meö 5:3 sigur af hólmi. t keppninni um ellefta I sætiö lentu tslendingar á móti Austurrikismönnum og máttu þola tap 2:5 og hlutu þvi 12 sæti sem samt verður að teljast mjög góöur árangur, alls tóku 19 þjóðir þátt i mótinu. Islenska landsliðið i golfi skaut aftur fyrir sig ekki lakari þjóöum en ttölum og Spánverjum, að ógleymdum Norðmönnum, og veröur þaö að teljast mjög gott ef litið er á þær mismunandi aö- stæður sem þjóöirnar eiga viö aö búa. röp—. Loksins er ÍA tókst að skora þá urðu mörkin fjögur og FH var fórnarlambið ■ Langþráöur draumur Skaga- manna rættist er þeir léku gegn FH-ingum en draumurinn sá var að geta skorað mark eða mörk, en það hefur þeim ekki tekist i undanförnum leikjum. Loksins er þeir fóru af stað urðu mörkin fjögur og fórnarlömbin voru eins og áður sagði lið FH en leikurinn sem leikinn var á laugardaginn endaði 4-0. Það var Július Ingólfsson sem kom Skagamönnum á bragðið er hann skoraði fyrsta markið um miðjan fyrri hálfleik. Július var siðan aftur á ferðinni tveimur min. siöar er dæmd var vita- spyrna á FH-inga. Július þurfti að þritaka vitaspyrnuna áður en Þóroddur Hjaltalin dómari var ánægður og dæmdi markið gilt. Litlu munaði að FH-ingum tækist að minnka muninn er Ingi Björn komst einn inn fyrir vörn tA en Bjarni Sigurðsson varði skot hans vel. Sigurður Lárusson skoraði þriðja markið með skalla og þannig var staðan i hálfleik. FH- ingar komu ákveðnir til leiks i siðari hálfleik og áttu þá nokkrar hættulegar sóknarlotur en án árangurs. Um miðjan sinni hálf leik bættu Skagamenn siðan fjórða marki sinu við, Gunnar Bjarnason varnarmaður ætlaöi að hreinsa frá markinu en tókst ekki betur til en svo að hann skaut i stöng á eigin marki og þaðan fór boltinn út og Kristján Olgeirsson var á réttum stað og skallaði i markið. Framarar sóttu tvö stig norður sýnt i leikjum sinum að það getur mun meira en það sýndi að þessu sinni. Hinsvegar er það forsenda fyrir liðið ef það ætlar sér ekki fall i 2. deild að ná inn stigum á heimavelli, en það hefur gengið erfiðlega til þessa. Leikurinn á sunnudagskvöldið var leikinn á blautum og þungum vellinum og var slakur. Hann ein- kenndist af miðjuþófi og baráttu og aðalsmerki leikmanna virtist vera að sparka boltanum sem hæst og lengst, enda hlutu þeir mest hrós félaga sinna sem það gerðu. Fátt var um marktæki- færi, og hefði jafntefli gefið besta mynd af þvi sem fram fór og ver- ið sanngjarnast. Segja má að varla hafi verið um marktækifæri að ræða fyrr en á 75. minútu er Gunnar Blöndal skaut yfir rétt við markteig Fram. Þar fór gott tækifæri forgörðum og rétt á eftir skoraðiFram. Albert Jónsson gaf fyrir markið og Guðmundur Torfason náöi boltanum og skor- aði. Ódýrt mark sem reyndist sigurmark leiksins. Eftir markið sótti KA ákaft og skall þá oft hurð nærri hælum við mark Fram, en inn vildi boltinn ekki og Framarar fögnuðu ákaft i leikslok. Slakur leikur, og varia að hægt sé að nefna einn leik- mann öðrum fremri. Liöin hrein- . lega verða að gera betur i næstu leikjum ef þau ætla sér einhvern hlut, miðjuþófið og kýlingarnar ganga ekki og áhorfendur hlýtur að fækka. Fyrir leikinn voru þeim Haraldi Haraldssyni og Steinþóri Þórarinssyni afhentir blómvendir og styttur i tilefni þess að þeir hafa leikið yfir 150 leiki með meistaraflokki KA. gk-Akureyri. ■ ,,Ég er að sjálfsögöu mjög ánægður með sigurinn, en ég er hinsvegar óánægður með það hversu illa viö nýtum þau mark- tækifæri sem gefast eins og gerð- ist f þessum leik, þetta eru tæki- færi sem margir menn i öðrum liðum myndu þakka fyrir að fá og nýta þau” sagði Marteinn Geirs- son fyrirliöi Fram eftir að lið hans hafði sigraö KA á Akur- eyrarvelli á sunnudagskvöldið með einu marki gegn engu. „Okkur vantar alveg einhvern grimman mann i framlinuna, mann eins og Kristin Jörunds- son var sem alltaf var á ferðinni i markteignum, grimmur og ágengur. Þetta er það sem aðal- lega háir okkur. Annars held ég að þessi sigur komi bara of seint”. — Marteinn var spurður að þvi hvort Akureyrarliðið hon- um fyndist vera betra og sagði hann að KA-liðiö væri sterkara að sinu mati en hefði þó ekki verið eins sterkt gegn Fram og hann hefði átt von á. Með þessum sigri sinum hafa Framarar bjargað sér af fall- hættusvæði 1. deildarinnar i bili a.m.k. En leikur liðsins er þess eðlis að þeir gætu alveg eins lent inn á þvi aftur ef ekki rætist úr fyrir þeim. KA liðið er nú hins- vegar i hópi neðstu liða deildar- innar sem öll hafa 5 stig og senni- lega er mikil og erfið barátta framundan. En KA-liðið hefur ■ Hurð skall oft nærri hælum við mark Fram undir lok leiksins. Hér sækja KA-menn stift en Guðmundur Baldursson markvörður Fram bægir hættunni frá. ljósmynd GK-Akureyri. Elías sigradi ■ Elias Sveinsson Armanni var tslandsmeistari i tugþraut á Laugardalsvellinum á sunnudag- inn. Elias hlaut 6341 stig en annar varð Stefán Stefánsson, IR, sem hlaut 5538 stig. I sjöþraut kvenna sigraöi Helga Halldórsdóttir KR, hlaut 4646 stig en þetta er i fyrsta skipti sem keppt er i þessari grein. Steinunn Sæmundsdóttir. Timamynd Ella. Gylfi sigradi ■ Unglingameistaramót tslands i golfi var haldið á Grafarholts- veilinum um helgina, keppt var I þremur flokkum, yngri og eldri flokki drengja og stdlknaflokki. Stánunn Sæmundsdóttir fór meö sigur af hólmi i stúlknaflokknum hún lék 72 holurnar á 328 höggum (80, 82 , 79 , 87) og I öðru sæti varö Sólveig Þorsteinsdóttir GR á 335 höggum (82, 86, 82, 85). Suður- nesjamenn voru mjög sigursælir á mótinu þeir áttu þrjá fyrstu menn I eldri flokknum, Gylfi Kristinsson GSsigraði á 310högg- um (82, 75, 79, 74) Magnús Jóns- son varð annar á 319 (78, 81, 83, 77) og Siguröur Sigurðsson varð i þriðja sætiá 321 höggi (83 , 77, 78, 83), eftir að hafa sigrað Eirik Þ. Jónsson f bráðabana. Karl ó. Jónsson GR sigraði i yngri flokknum. Karl lék 72 holurnar á 320 höggum eða 11 höggum betur en næsti maöur sem var Arnar Ólafsson GK og Kristján Hjálm- arsson GH varö þriðji á 336 högg- um. röp—. Marka- laust jafntefli ■ Þrdttur og Völsungur léku I 2. deild Islandsmótsins I knatt- spyrnu á Laugardalsvellinum á laugardaginn og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þróttarar voru mun betri aðil- inn i leiknum, mest allt spiliö i leiknum kom frá þeim, en það sem vantaði var að þeir náðu ekki að skapa sér nein marktækifæri. Þaö var ljóst strax i leiknum að Völsungar ætluöu sér að halda hreinu og fara með annaö stigið með sér norður og það tókst þeim. Samt er ekki hægt að segja að Völsungar hafi „pakkaö” i vörn- ina, heldur var það illa aö ráöi fariö hjá Þrótturum aö þeir skylduekki reyna að sækja meira upp kantana en þeir gerðu. Þróttarar féllu I þá gryfju aö sækja ávallt upp miðjuna og þar stöövaöi Jón Gunnlaugsson flest- ar sóknir þeirra. röp—.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.