Tíminn - 30.06.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikið úrval
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sfmi (91) 7 - 75 - 51, (91) 7-80-30.
HEDD HF. Skemmuvegi 20 HEDD HF.'
Kopavogi
Opið virka daga
9-19 • Laugar-
daga 10-16
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynniö ykkur verö og kosti
BELARUS
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn
sjötugur f dag:
Þriðjudagur 30. júní 1981.
SUHIT HEFIIR RÆSTOGANN-
AÐ EKKl EINS OG GENGUR”
■ Biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einars-
son, er sjötugur i dag. Við blaðamaður og ljósmynd-
ari Timans fengum að lita við á heimili hans að
Bergstaðastræti 75 i gær og bera upp fáeinar
spurningar i tilefni dagsins.
Hverjar voru þær vonir, sem
yður langaði til að sjá rætast i tlð
yöar sem biskup og hverjar
þeirra hafa helst ræst?
„bað var auðvitað margt sem
bjó i draumum minumþegar ég
tók við þessu og sumt af þvi hefur
ræst og annað ekki, eins og geng-
ur. Ég hafði haft Skálholt ákaf-
lega mikið á minni dagskrá i
nokkur ár og ég er glaður yfir þvi
að þeim málum hefur þokað fram
i iáinni tið. Lögin um Skálholt frá
1963 eru mjög mikilvæg og margt
af þvi sem sii.jii hefur gerst tel ég
vera merk.iegan áfanga i sögu
kirkjunnar. Ef ég má svo nefna
annað, sem mér var hugleikið og
bar nokkuð óvænt að, þá vil ég
minnast á skólann á Löngumýri,
sem Ingibjörg Jóhannsdóttir
stofnandi hans, gaf kirkjunni.
Það var dálitið áhættusamt að
taka við þeirri gjöf, en henni
fylgdi sú kvöð ein að reka þarna
áfram stofnun, sem væri i anda
Ingibjargar. Þetta gerðist og sú
stofnun hefur gengið vel og það er
mjög jákvætt að eiga hana, enda
hefur hún notið ágætrar forsjár
þeirra, sem hafa stýrt þar starf-
inu.
Nú, ýmislegt hef ég glimt við i
sambandi við prestaköll og
prestafjölgun. Það hefur veruleg
fjölgun á starfsmannaliði kirkj-
unnar, komnir tuttugu og fjórir
nýir starfsmenn að öllu samtöldu
og þar af sextán prestar, ef ég
man rétt. Þetta hefur ekki gengið
eins greiðlega fram og ég hefði
kosið og einkum er mikið ógert i
Reykjavik, eða miður gert en
skyldi. Þessu hefur þó þokað
nokkuð fram.
Hvað löggjöf snertir tel ég að
lögin um Kristnisjóð hafi lika ver-
ið mjög mikilvæg, en þau gengu
fram 1970.
Samband kirkjunnar við um-
heiminn hefur aukist geysilega
mikiö á þessum tima og ég tel að
það hafi verið frjóvgandi fyrir
okkar kirkju og þótt það hefði
mátt enn meira vera er þó mjög
um skipt frá þvi sem áður var.
Ég hef glaðst yfir þvi að marg-
ar nýjar kirkjur hafa komið i
gagnið á minni tið og i sambandi
við það hef ,ég lifað margar hátið-
isstundir með söfnuðum landsins.
Ef ég á enn að nefna eitthvað
sem gerst hefur i minni tið, þá vil
ég nefna Hjálparstofnun kirkjun-
nar og ég er glaður yfir þvi að sú
stofnun og starfsemi komst á flot
og hvað hún hefur getað þróast og
látið til sin taka, þau ár sem hún
hefur verið við lýði”.
Teljið þér að tiðarandinn nú sé
kirkjunni andsnúnari, en þegar
þér tókuð við prestskap?
„Það held ég ekki. Ég man vel
hvernig tiðarandinn var á milli
1930 og 1940, þegar ég var að und-
irbúa mig undir prestskap og eins
þegar ég byrjaöi 1938 og ég held
ekki að það andi kaldara að kirkj-
unni núna en þá, þvert á móti.
Hitt er annað að það er margt i
tiðarandanum og háttum sam-
timans, sem gerir kirkjunni dálit-
iðerfitt fyrir. Það kvarta til dæm-
is allir yfir þvi að það sé erfitt
fyrir hugsjónafélög eöa hugsjóna-
starfsemi aö ná fólki til sin, fá það
til liðs, og áheyrn virðist nokkuð
sljó nú á dögum, vegna þess hve
mikið berst að. Kirkjan byggir
einmitt mikið á þvi að ná áheyrn
fólks, —hún boðar oghefur erindi
að flytja og þarf opin eyru. En
timarnir eru umsvifamiklir og
nokkuðmikil ærusta og viða að er
kallað á athygli fólks og oft með
aðferðum sem kirkjan getur ekki
beitt. Þetta veldur að sjálfsögðu
vissum erfiðleikum, en ég held að
við höfum nú ákveðna þróun að
baki að þvi leyti að fólk sé nú að
byrja að átta sig á þvi að hin
stóru, — ég vil segja eilifu lifs-
verðmæti, eru hin raunverulegu
verðmæti. Nútiminn hefur miklar
freistingar i frammi i þá veru að
umbúðir lifsins verði allt og þá
gleyma menn þvi sem skiptir
raunverulegu máli. Og það sem
y*\
Herra Sigurbjörn Einarsson.
skiptir raunverulega öllu máli er
kristinn skilningur og sáluhjálp
og það er viðtækt hugtak, — þvi
hvað vinnur maður með umsvif-
um og þvi að eignast fé, ef menn
hafa ekki sálarró og sálarfrið og
enga fullnægju i lifinu. Þetta fer
fólk að skilja i vaxandi mæli nú og
lærir að átta sig á þeim einföldu
sannindum sem Sigurður Breið-
fjörð hefur orðað á svo einfaldan
og meistaralegan hátt:
„Hamingjan býr i hjarta manns,
höpp eru ytri gæði”.
Þetta er i samræmi við það sem
Jesús sagði: „Guðsriki er hið
innra með yður”.
Hver verða stærstu viðfangs-
efni eftirmanns yðar?
„Þau verða ákaflega fjölbreyti-
leg. Hann tekur á sig ábyrgð á
kirkjulegum stofnunum að veru-
legu leyti, honum er ætlað að vera
I forsæti á Kirkjuþingi, f Kirkju-
ráði og á prestastefnu. Þetta eru
skyldur sem hann verður að taka
á sig og skiptir miklu hvernig til
tekst. Hins vegar er það ævinlega
svo að menn verða sjálfir að finna
sina leið. Ég geri ekki ráð fyrir að
neinir tveir biskupar, sem komið
hafa hvor á eftir öðrum, hafi haft
sömuáhugamál, þótt i grund-
vallaratriðum hafi stefnan verið
sú sama.
Nú er kristniboðsár og það
verður mjög brýnt á næstu árum
að halda þeirri stefnu, sem tekin
er á þessu ári, þvi kristniboðsaf-
mælið leggur mjög svo nærgöng-
ular spurningar fyrir kirkjuna, —
hvernigerum við staddir i þjóðlif-
inu, gegnir kirkjan hlutverki sinu
með þessari þjóð, eins og hún ætti
að gera og efni standa til? Hvern-
ig er háttað trúarviðhorfi, trúar-
uppeldi og trúarþroska islensku
þjóðarinnar? Um þetta hljótum
við að spyrja á næstu árum. Það
eru 19 ár til 2000 ára afmælis
kristninnar i landinu og þessar
spurningar verða á dagskrá fram
að þeim tima. I þessu efni hlýtur
viðtakandi biskup að hafa for-
ystu”.
Hverjar óskir eigiö þér nýjum
biskupi til handa og jafnframt
þjóöinni á þessum timamótum?
„Eftirmanni minum óska ég
þess að hann megi njóta tiltrúar
og vináttu og bróðurlegs stuðn-
ings, eins og ég hef fengið að
njóta, bæði af hálfu starfsbræðra,
— prestanna, og eins hjá söfnuð-
um og þjóðinni. Biskupar koma
og fara eins og aðrir menn og
fylking þeirra er orðin löng og
stór i þúsund ára sögu kirkjunnar
i þessu landi. Ég veit að kirkjan
hefur á að skipa mörgum hæfum
og ágætum mönnum til að skipa
þetta sæti og ég er áhyggjulaus
um framtiðina”.
— AM
Sídustu
fréttir
Leysist lækna-
deilan á Akureyri
í dag?
■ „Ég hef trú á þvi aö
við leysum þetta mál á
morgun, sagði Gunnar
Ragnars formaður
sjúkrahússtjórnarinn-
ar á Akureyri i sam-
tali við Timann er við
ræddum við hann seint
i gærkvöldi en þá var
fundarhlé á samn-
ingafundi i læknadeil-
unni sem hafist hafði
fyrr um daginn.
„Við förum okkur
hægt þvi við viljum
láta ýmsa aðila fylgj-
ast með þvi sem við
erum að gera en segja
má að við séum aðal-
lega aö ræða atriði
sem snerta Akureyri
sérstaklega þvi við
viljum ekki og getum
ekki farið út fyrir
þann ramma sem
sniðinn var með
kjarasamningunum
fyrir sunnan”
Ovenjuleg þróun
á Kröflusvæðinu.
■ „Þetta er oröin
óvenjuleg þróun hér á
Kröflusvæðinu og svo
virðist sem hræring-
arnar séu að fara úr
þeim farvegi sem þær
hafa veriö i undanfar-
in 3 ár, sagði Svein-
björn Björnsson jarö-
fræðingur á. skjálfta-
vaktinni við Kröflu i
gærkvöldi er við höfð-
um samband við hann.
Hægt hefur veriö að
nota hallamælinn i
stöðvarhúsinu viö
Kröflu sem nokkuö
góðann mælikvarða á
það sem veriö hefur að
gerast þe. þróun land-
risins, en nú segir
hann ekki eins mikiö
um ástandiö og verið
hefur og þvi er taliö að
landiö lyfti sér nú á
öörum stöðum en
venjulega.
Aö öðru leyti er
ástandið rólegt viö
Kröflu.
ropar
Rándýr
tokkarska
■ Búiö er að veita styrki
úr Visindasjóði fyrir áriö
1981 og kennir þar
margra grasa eins og
venjulega. Meðal þess
sem Dropar ráku augun I
að þessu sinni var að ein-
um ágætum mag. art.
voru fengnar 30 þúsund
spánnýjar krónur tii að
rannsaka tokkörsku, —
já, þiö lásuö rétt, tokk-
örsku.
Nú biöum viö bara eftir
þviað einhver fái styrk tii
þess aö gefa út orðaskýr-
ingar með styrkveiting-
um Visindasjóðs.
Ögmundur
og kjara-
baráttan
■ Eins og fram hefur
komið er nú i burðariiðn-
um stofnun félags frétta-
manna hjá rikiskjölmiðl-
unum, og mun ástæðan
fyrir þvl framtaki vera
sú, að rikisfréttamenn
telja sig komna nokkuð
aftarlega á merina i sam-
bandi við kjaramáiin.
Telja þeir BSRB hafa
borið hlut þeirra fyrir
borð og ætia nú að freista
þess að fá inngöngu i
BHM.
Ekki eru þó ailir i hópi
fréttamannanna sem
telja að þeim beri hærri
laun en þeir hafa nú þeg-
ar. Fyrir nokkru var
haldin undirbúningsfund-
ur fyrír stofnun félagsins,
og ásamt öðrum, sem þar
kvöddu sér hljóðs, var
ögmundur Jónasson,
fréttamaður sjónvarps,
en ræða hans var nokkuö
frábrugðin ræðum hinna.
ögmundur viidi nefnilega
ekki að féiagið berðist
fyrir hærri iaunum, held-
ur þvert á móti heimtaöi
ögmundur haidbær rök
fyrir því aö fréttamenn
ættu aö fá launahækkun.
Og ekki nóg með það, —
ögmundur spurði líka
hvað réttlætti það að
fréttamenn hefðu nú þeg-
ar hærri laun en ýmsir
aðrir starfsmenn sjón-
varpsins, eins og til dæm-
is ræstingafólk.
Nú er þess að geta aö
ögmundur ku vera for-
maður Starfsmannafé-
lags sjónvarpsins og gæti
hugsast að með þessu
væri hann að reka áróður
fyrir jafnlaunastefnu inn-
an stofnunarinnar. Ljóst
er þó að ögmund>ur verður
ekki kosinn i launamáia-
nefnd nýja fréttamanna-
féiagsins.
Krummi ...
... las það f Visi i gær að I
Argentínu væri „Evita
Peron enn fyrir rétti”!
Dómstólarnir nota senni-
iega miðia þar I iandi, þar
sem Evita hefur veriö lát-
in i nokkra áratugi!