Tíminn - 15.07.1981, Side 8
8
MiOvikudagur 15. jiili 1981
utgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af-
greiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins-
son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson.
Fréttastjöri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi
Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdóttir, Egiil Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Otlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 80.00 — Prentun: Blaöaprent h.f.
Viðskiptin
við álhringinn
■ Það er komið greinilega i ljós, að Hjörleifur
Guttormsson ráðherra mátti ekki draga að láta
fara fram itarlega athugun á viðskiptum sviss-
neska álhringsins, Alusuisse, við dótturfyrirtæki
þess hér, Islenska álfélagið hf.
Þær niðurstöður, sem nú liggja fyrir, virðast
gefa ótvirætt til kynna, að þessi viðskipti hafi að
ýmsu leyti farið fram á annan hátt en samræmist
þeim samningum, sem gerðir voru við þessa að-
ila á árinu 1966. Enn er þó ekki hægt að staðhæfa
hversu mikið frávikið kann að vera frá samning-
um. Fullnaðarsvör Alusuisse liggja enn ekki fyr-
ir, en sennilega telur það sig geta gert einhverjar
athugasemdir við umræddar skýrslur. Svar
Alusuisse mun þó ekki geta hnekkt þvi, að samn-
ingar hafa verið vanefndir.
Vegna þess að umræður hljóta að verða miklar
um þetta mál, er mikilvægt, að þær byggist ekki á
sögusögnum, sem geta verið rangar. Það er þvi
eðlileg krafa, að umræddar skýrslur verði birtar
eða fullnægjandi útdráttur úr þeim. Almenning-
ur verður þannig að geta gert sér nokkurn veginn
ljóst um hvað málið snýst.
Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem það kemur i
ljós, að viðskipti Alusuisse og Álfélagsins reynast
önnur en samningar gera ráð fyrir. Þetta varð
einnig uppvist við endurskoðun, sem var gerð ár-
ið 1975. Alusuisse féllst þá á leiðréttingu og ýms-
ar lagfæringar.
Siðan mun athugun á viðskiptum Alusuisse og
Álfélagsins ekki hafa farið fram fyrr en nú, enda
þótt íslendingar geti óskað eftir árlegri endur-
skoðun samkvæmt álsamningunum. Reynslan
sýnir, að ekki hefði verið vanþörf á árlegri endur-
skoðun.
1 framhaldi af endurskoðuninni nú munu að
sjálfsögðu hefjast viðræður við Alusuisse og is-
lensk stjórnarvöld um leiðréttingu á skattgreiðsl-
um i samræmi við fengnar upplýsingar. Miklu
skiptir, eins og iðnaðarmálaráðherra hefur tekið
fram, að i þessu máli náist sem viðtækust islensk
samstaða.
Viðræðurnar við Alusuisse þurfa að snúast um
fleira en skattgreiðslurnar. Þær breytingar, sem
orðið hafa á orkumálum heimsins siðan 1966,
þegar álsamningurinn var gerður, eru slikar, að
það er eðlileg islensk krafa, að hækkun verði á
orkuverðinu, sem Álfélagið greiðir. Þess verður
að vænta,aðAlusuisseviðurkenni þessa staðreynd
og leiðréttingar fáist fram i samræmi við það.
Af hálfu íslendinga hefur það dregist óeðlilega
lengi að taka orkuverðsmálið upp. Alusuisse hef-
ur notið góðs hagnaðar vegna þess.
Það má læra af þessum málum öllum að gæta
þarf mikillar varúðar i samningum og skiptum
við erlenda auðhringi. íslendingar eru hér
reynslunni rikari. Það verður að vera stefna Is-
lendinga að eiga sjálfir þau fyrirtæki, sem starfa
i landinu. Þ.Þ.
Jón Helgason,
ritstjóri
Ég hitti hann fyrst fyrir riím-
um þrjátíu árum á blaði sínu
Timanum. A þeim dögum gekk ég
þar stundum um garða sem
hlaupastrákur einhvers konar
hugsjóna. Ég held að hann hafi
talið sig þar verkamann í vfn-
garði svipaðra skoðana.
Ég minnist þess ekki frá þess-
um árum að þeir islenskir blaöa-
menn, sem ég þá kynntist, væru
biinir að uppgötva það aö starf
þeirra væri i sjálfu sér hugsjón
list eða vfsindi, heldur litu þeir á
blaðamennskuna sem tæki er
unnt væri að beita i þágu hug-
sjóna.
Ég held að við tveir, sem þarna
hittumst, höfum þá átt svipaðan
draum. Var það ekki draumurinn
um fegurra mannlif? Hann reis af
þeirri skoðun að maðurinn væri
þess megnugur að móta örlög sin
— breyta heiminum til hins betra.
Ég held að viö höfum trúað á rétt
allra manna til hamingju, friðar
og farsældar — á samvinnu, jöfn-
uð og réttlæti.
Ég man ekki hvort við ræddum
nokkurn tfma, hvað væri góö
blaðamennska. Ég held við höf-
um tníað því að það væri góð
blaðamennska að reyna að stuðla
að sköpun heims þar sem þessi
lifsgildi væru f heiðri höfð.
f tfma skildi okkur aö hálfur
mannsaldur — i rilmi ein heiði.
Þó var það vi'st þessi heiði —
Botnsheiðin — sem tengdi okkur
fyrstog sibar. Hann ólst upp und-
ir suöurbrekkum hennar, ég
norðurbrekkum . Við þekktum
hana báðir sem smalastrákar: i
frosti og frerum, i þoku og silld, i
sólglóð bjartra morgna er dögg
skeiná stráum og ljós störin i fló-
um hennar sveigðist fyrir and-
vara af Súlum eða kælu norðan af
Oki.
Hann ólst upp i Stóra-Botni
sunnan heiðar, ai var i móðurætt
frá Efstabæ iSkorradal, af Efsta-
bæjarætt, óbrigöulustu gáfu-
mannaætt Borgarf jarðardala
sem alið hefur þessum sveitum
fremsta orðlistarmenn I ljóðum
og iausu máli, heimsfræga stærð-
fræöinga, visindamenn ýmissa
greina, lækna og þingskörunga.
Þegar ég lit á lifshlaup hans sé
ég að ungur hefur hann fariö á al-
þýðuskóla Þingeyinga aö Laug-
um i Reykjadal og siðan I Sam-
vinnuskólann. RUmlega tvi'tugur
gerist hann blaðamaður og var
það æ siðan, ritstjóri tveggja
blaða, Frjálsrar þjóðar og Tlm-
ans, og ritstjóri a.m.k. tveggja
tímarita, Dvalar og Sunnudags-
blaös Tímans, er hann mótaöi
mjög að si'num smekk meðan það
var og hét. Svo erilssöm ritstörf
og ritstjóm væru ærið ævistarf en
þó er minnst talið af verkum
Jóns.
Ef blaðið er i bókaskrám sést
nafn hans sem þýðanda 38 bóka
og kynni þó eitthvað að vera van-
talið.
Sumar þessara báka — einkum
frá fyrstu árunum — eru skáld-
sögur, sem nU eru kenndar viö af-
þreyingu, aðrar eru eftir merkis-
höfunda evrópskrar og skandí-
naviskrar sagnageröar eins og
Alexandre Dumas, Leo Tolstoj,
Alberto Moravia, Nordahl Grieg
og Vilhelm Moberg. Sérstaka at-
hygli mega vekja þýðingar Jóns á
bókum manna af gerð hanssjálfs,
ritfærra garpa og náttUruskoðara
eins og Knud Rasmussens, Peter
Freuchens og Thor Heyerdahls.
NU mætti ætla að drepið hefði
veriö á sem næst tvigilt dagsverk
skrifandi manns. Enég hef fýrir
satt að Jón væri alla ævi mesti
nátthrafn. Ég hygg aö frum-
samdar bækur sinar hafi hann
einatt fest á blaö meðan aðrir
sváfu, ýmist nær óttu meöan
þetta sandkorn, sem viö byggj-
um, geystist gegnum skammdeg-
ismyrkrið eða það laugaðist
heimsskautaljósi vornátta.
Efnislega mætti skipta frum-
sömdum verkum Jóns i' þrjá
flokka og þeir gætu haft að yfir-
skrift helga þrenning hvers góðs
Islendings: land, þjóö og tunga.
Hann samdi ritið Borgarfjarð-
arsýsla sunnan Skarðsheiðar,
lands- og náttUrulýsingu fóstur-
byggða sinna er kom Ut sem Ar-
bók Ferðafélags tsiands (1950).
Um sögu íslenskrar þjóðar hef-
ur hann margt skrifað.
Alkunn og vinsæl eru rit hans
öldin átjánda I - II (1960 - 61),
öldin sautjánda (1966) og öldin
sextánda (1980), þar sem frá at-
burðum þessara tima er sagt svo
sem vænta mætti að þeir hefðu
komið fyrir sjónir blaðamanni
með reynslu og áhugasvið Jóns.
önnur sagnfræöileg rit hans eru
Tyrkjaránið (1963) og Hundrað
ár i Borgarnesi (1967).
A mörkum sagnfræöi og skáld-
skapar standa þær bækur sem
hann hefur e.t.v. orðið frægastur
fyrirog þar sem list hans kann að
risa hæst: íslenskt mannlifl - IV
(1958 - 62) og Vér islands börn I -
III (1968 - 70).
Sagt hefur verið um þessi rit aö
efnisöflun til þeirra væri að hætti
vísindamanns en Urvinnslan
listamanns. Aðdáunarvert er um
þessa þætti Jöns hversu skáldleg
sýn hans og listræn tök gæöa
mannleg örlög frá liðinni tið lifi
og lit, holdi og blóði, án þess hug-
arflug ofbjóði staðreyndum. Það
lýsir lfka höfundi þáttanna að oft
eru viðfangsefni þeirra lif og ör-
lög olnbogabarna og smælingja
ellegar manna er striddu gegn
straumi og frásögnin ávallt yljuð
þeirri mennsku og réttlætiskennd
er voru aðal hans.
Nærri þessum þáttum að frá-
sagnaraðferð og byggingu eru
heimildasögurnar Orð skulu
standa (1971) og Þrettán rifur of-
an I hvatt (1972).
Loks liggjasvo eftir Jón fjögur
smásagnasöfn: Maðkar I mys-
unni (1970), Steinar I brauðinu
(1975), Orðspor á götu (1977) og
Rautt i sárið (1978).
Það er athyglisvert um þessar
sögur Jóns, sem áður haföi i
skáldlegri sagnfræði iðkað breið-
an epfskan stil og seint tekið að
senda frá sér smásögur, hversu
honum lánast æ betur að temja
sér hið knappa form þessarar
bókm enntagreinar.
1 fyrsta safninu er frásagnarað-
ferðin breiöust og skáldsöguleg-
ust en f hinu síðasta birtust t.a.m.
sögur eins og „Bréf frá Bœton”
og „PUpa i' sálinni” þar sem hon-
um tekst að hlita þeirri listrænu
kröfu er gamli Goethe orðaði efn-
islega á þá leið að i góðri smásögu
bæri höfundi að láta einn óheyrð-
an atburðvarpa ljósiá vitt svið og
mikil örlög.
Þegar við skoðum þetta fjöl-
þætta æviverk sjáum við að Jón
var a.m.k. þriggja manna maki:
orðslyngur blaðamaður — glögg-
skyggn sagnfræðingur — listfeng-
ur rithöfundur.
t öllum þessum greinum náði
hann langt og stóð sums staðar i
fremstu röð.
Hefði slikur maður átt að ein-
beita sér meir að einu efni i þeim
vændum að ná þar enn lengra?
Sjálf sköpum við okkur örlög.
Við erum það sem við gerum. At-
hafnir okkar og verk eru lif okk-
ar. í þeim einum lifum við.
1 verkum Jóns birtist okkur
óvenjulega fjölhæfur, listfengur
og mennskur höfundur, gæddur
drengilegri réttlætiskennd, einatt
yljaðri launkárri kimni. Þannig
þekktiég hann b'ka sem mann. Ég
á honum að þakka langa vináttu,
hlýhug og örvun við ýmis tæki-
færi.
Samkenni verka hans allra er
ást hans og valdá islenskri tungu.
Á þessari tið bögubósaháttar og
flatneskju i rithætti og framsetn-
ingu gerði hann sér einn fárra
ljósa grein fyrir ábyrgð sinni sem
blaðamanns og rithöfundar i mót-
un málkenndar almennings.
Hann vissi að iðkun máls verð-
ur aldrei visindi heldur er komin
í undir nenningu, smekkvlsi og
listfengi. Þar ber hann hátt i stil
sinum, máli sinu, ritverkum sin-
um, sem eru hann sjálfur.
Enn ris græn heiðin við Stóra-
Botn slungin hreinni dögg á björt-
um nóttum, en sá, sem þar nam
mál móður sinnar og festi sfðar i
ljósi þeirra á blað af meiri list en
flestir menn, er horfinn inn i þá
mildu, draumlausu nótt er allra
bföur. gygjjjH skorri Höskuldsson
t
Ég var staddur á þeim stað
austanfjalls, þar sem þjóðin fórn-
aði á altari framfara og hagsæld-
ar mikilli náttúrufegurð og stór-
söngvurum bernsku minnar,
þremur unaöslegum fossum.
Tindrandi bjartur og hlýr sumar-
dagur var að kvöldi kominn. Ég
sat við glugga og virti fyrir mér
uppblástur og ömurleg rofabörð i
hliðum jarðar einnar, þar sem
fjölmenn æskulýðssamtök hafa
ráðið rikjum og leikið sér á
hverju sumri nær þvi hálfan
fimmta tug ára. Hefði veriö kapp-
kostaö þar á bæ aö innræta ungu
fólki ættjarðarást i verki, mundu
hliðarnar þær arna hafa boriö
fyrir löngu samfelldan skrúöa
fjölbreytilegs gróöurs með lauf-
þyt og angan i staö blásinna mela
og siminnkandi baröa. En sem ég
hugleiddi þetta viö gluggann,
barst mér skyndilega sú harma-
fregn að Jón Helgason ritstjóri
væri látinn. Þegar við ræddumst
við siðast fyrir nokkrum vikum,
kvaðst hann hafa veriö aö gróöur-
setja trjáplöntur i æskustöðvum
sinum i Borgarfiröi, en þar átti
hann ibúðarhús I smiðum og gerði
ráð fyrir að flytjast þangað á
miðju sumri og hætta ritstjórnar-
störfum að fullu. Ég samgladdist
honum, baö hann fyrir hvern mun
að snúa sér einvörðungu að djúp-
rættustu hugðarefnum sinum,
honum væri mál að hætta að
vinna nótt sem nýtan dag, enda
heföi hann um þessar mundir
byrjað að klifrast á sextugasta og
áttunda aldursáriö. Nú heyri ég i
útvarpsfréttum, aö hann sé allur.
Og mig setur hljóðan.
I daglegu tali var starfsheiti
einatt látiö fylgja nafni Jóns