Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 9

Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 9
Miövikudagur '15. júli 1981 9 Helgasonar, aö hann væri blaöa- maður eöa ritstjóri, til þess aö greina hann frá alnöfnum hans hér og þar. Blaðamennskuferill hans var oröinn langur, hófst áriö 1937, en ekki er ofmælt aö allt til hinzta dags hafi hann verið sómi þeirrar stéttar, virtur jafnt af andstæðingum sem samherjum. Til þess bar einkum tvennt: I fyrsta lagi ritleikni hans og skil- yröislausa viröingu fyrir fslenzkri tungu og menningararfi þjóöar- innar, en i annan staö duldist öngvum sem greinar hans lásu, að þar stýrði penna drengskapar- maöur, i senn hreinskiptinn, ein- aröur og prúöur, sem seint mundi láta sér til hugar koma aö mæla eöa skrifa gegn sannfæringu sinni eöa betrivitund. Enmeö þvi aö Jón Helgason blaðamaður og rit- stjóri hvildist ekki aö loknum þvargsömum og lýjandi starfs- degi, heldur tók jafnan að sinna þeim efnum, sem honum voru hugfólgnust, kanna heimildir af ýmsu tagi frá liðnum öldum, bera þær saman og vinza úr þeim, draga að sér föng i bækur og þvi- næst semja þær á siðkvöldum og nóttum, þá hafði starfsheiti hans breytzt i hugum fjölmargra les- enda hans: Hann var framar öllu rithöfundur, meira aö segja gagnmerkur rithöfundur. Aö baki fimmtán bindum af fræöiritum hans, ævisögum og þáttum um is- lenzkt mannlif og islenzk örlög liggur feiknarleg vinna, þrotlaus eljusemi, sifelld ögun og sókn máls og stils. bar aö auki var hann prýðilegur þýöandi, sneri mörgum viöfrægum skáldritum, til aö mynda eftir Leo Tolstoj, Nordahl Grieg, Vilhelm Moberg og Sally Salminen, svo og ferða- bókum eftir Peter Freuchen, Knud Rasmussen, Thor Heyer- dahl o.fl. En nú er komið aö sjálfu ævintýrinu á ritferli Jóns Helga- sonar: A árunum 1970-1978 gefur hann út fjögur bindi af frum- sömdum smásögum, sem öll eru meö þeim hætti, aö þvllik afköst veröur aö telja afrek. Ég leyfi mér aö halda þvi fram, aö torfundin muni sú saga i þessum fjórum bindum, sem ekki búi yfir miklum veröleikum: römmum tengslum viö islenzkt þjóölif, þann jaröveg sem þær eru sprottnar úr, lifandi persónulýs- ingum, auðugu málfari og á stundum rikulegri kimni. Sumar sögurnar eru samdar af slikri hind, aö þær skipa höfundi sinum á bekk með snjöllustu smásagna- skáldum okkar á þessari öld. Og þá er ég illa svikinn, ef þær eiga ekki i vændum margháttaðan viö- gang og gerast ekki viöförlar um það er lýkur. Fundum okkar Jóns Helga- sonar bar fyrst saman i Reykja- vik á kreppuárunum, sem svo eru nefnd, likast til 1936. Báöir vorum viö heldur en ekki félitlir sveita- piltar, en báðir lumuöum viö þó á ósýnilegu nesti að heiman. Kynni okkar uröu aldrei mjög náin, en viö vorum ávallt góöir kunn- ingjar, ræddumst jafnan viö þegar viö hittumst á förnum vegi og stöku sinnum yfir kaffibolla I veitingahúsum eöa heimahúsum. Jón var maöur hlýr i viömóti og öldungis laus viö nagg og nudd, vil og vol. Ég varö þess snemma var, aö hann lét sér annt um mig og vitneskjan um góðvild hans og alúð var mér ósmár styrkur, ekki sizt á þvi skeiöi ævi minnar þegar þyngst var á fótinn. Um sjálfan sig var hann oröfár og gersneydd- ur hverskyns yfirlæti, en lagði þeim mun haröar aö sér til aö yrkja þann akur sem viö eigum dýrmætastan i viösjálum heimi. 1 vor skýröi hann mér frá þvi, aö hann hefði nýja bók i smlðum, all- langa skáldsögu, og byggi jafn- framt vel aö efniviöi i smásögur, sem hann hlakkaði til .aö semja þegar hann heföi lokiö viö bókina i nýja húsinu á æskustöðvum sinum. Nú hefur hann allt I einu veriö kvaddur brott i miðjum önnum, ferjaður meö skjótum hætti langt úr augsýn. Minning hans lifir, orðstir hans lifir, beztu ritverk hans eiga langt lif fyrir höndum. Og hrislurnar sem hann var aö enda viö aö gróöursetja, munu halda áfram að vaxa og dafna. A fljótsbakkanum horfi ég meö trega á eftir Jóni Helgasyni og votta fjölskyldu hans dýpstu samúö mina á skilnaðarstund. Ólafur Jóhann Sigurðsson Mikill hæfileikamaöur er fall- inn frá um aldur fram, Jón Helgason ritstjóri og rithöfundur. Hann var fæddur á Akranesi 27. maí 1914 en varð bráökvaddur við laxveiöi i' Svartá i HUnaþingi 4. þ.m. og varð þvi aðeins 67 ára gamall. Foreldrar Jóns voru hjónin Oddný Siguröardóttir og Helgi Jónsson, en Helgi var sonur sira Jóns Benediktssonar i Saurbæ. Þau Oddný og Helgi bjuggu alla sina búskapartiö i Stóra-Botni i Hvalfiröi. 1 þessum vinalega skógivaxna gróöurreit ólst Jón upp viö venjuleg sveitastörf. Siö- an stundaði hann nám i skóla Þingeyinga aö Laugum og siöar I Samvinnuskólanum. Námið i þessum skólumhefir orðið honum notadrjúgt eins og fleirum. En skólanám er engum einhlitt ef skortir nám i skóla lifsins, en sá skóli dugði Jóni best til þessa árangurserhann náði og þjóöinni er löngu kunnur. Jón Helgason hóf blaða- mennsku 22 ára gamall og svo mikið álit og traust ávann hann sér sem blaðamaður aö ritstjóra- starfið varö hans aðalstarf til æviloka. Hann liföi og hræröist á þjóömálasviðinu sem blaöamaö- ur og skrifaöi mikinn fjölda blaöagreina. Hann var ritfær svo að af bar og hefir þvi unnið Is- lensku máli mikiö gagn. En þótt Jón Helgason ynni lengi við blaðamennsku eða i 45 ár, haföi hann þó fleiri járn i eldin- um. Hann gerðist afkastamikill og þjóökunnur rithöfundur. Frá honum hafa komið um 20 frum- samdar bækur sem náö hafa miklum vinsældum, auk fjöl- margra þýddra bóka. Hér skal ekki lagöur dómur á hver bóka hans ber hæst, en ætla má að Is- lensktmannlif, erútkom í fjórum bindum 1958 til 1962 sýni best frá- bæra ritsnilld hans. Jón Helgason var enginn mál- skrafsmaöur. Hann var dulur og blandaði ekki geöi viö hvern sem var að óþörfu. Hann var vina- vandur en einlægur vinur vina sinna. Ihugull hlustaöi hann á viömælendur sina en sagöi fátt um sinn, en þaö sem hann lagði til málanna var á hugviti og rökum byggt. Hann var heill og hiklaus I hverju máli og sannfæringu sinni trúr og traustur. Ættjörðin og þjóöin var honum allt. Hann var sannur íslendingur sem unni full- veldi þjóöarinnar og fann sárt til þeirrar skerðingar fullveldisins sem orðin er og hann fór ekki með það i neina launkofa. Jón Helgason giftist 1942 Mar- gréti Pétursdóttur frá Skaga- strönd. Þau eignuðust þrjil börn. Þau eru Helgi Hörður fréttamað- ur RikisUtvarþsins, Pétur Már lögfræðingur og Sturla viöskipta- fræöingur. Jón haföi lagt siöustu hönd á sumarbUstað á æskuslóöum sin- um í Hvalfjaröarbotni og hlakk- aöi mjög til dvalar þar við ritstörf i góöu næöi. Þar átti hann sina æskudrauma og þar þroskuðust hæfileikar hans er slðan báru þjóðinni góöan ávöxt. En örlögin eru miskunnarlaus og eftir stend- ur JónshUs sem minnisvarði. Margréti Pétursdóttur og börn- um hennar sendi ég samUðar- kveðjur. Sigurvin Einarsson + Fregnin um hiö sviplega fráfall Jóns Helgasonar kom eins og reiöarslag yfir fjölskyldu hans, ættingja og vini. Nýlega höfðu þau Margrét kona hans fest kaup á landspildu i Botnsdal, á æsku- stöðvum Jóns, og þar var veriö aö fullgera sumarbústaö. Jón hugöi gott til aö dvelja þar, og vafalaust hefur hann, hinn mikli iöjumaður, hugsaö sér aö sinna þar ýmsum verkefnum. En enginn veit, hvenær kalliö kemur. Minningin lifir um afreksmann og góöan dreng. Ég kynntist Jóni fyrst, þegar ég var unglingur, en þeir faöir minn voru systkinasynir og meö þeim góö vinátta. Eftir aö ég komst á fullorðinsár, uröu kynnin meiri. A námsárum minum réö Jón mig til starfa tvö sumur viö Sunnudags- blaö Timans, sem hann ritstýröi, og bjó ég þá á heimili þeirra hjóna. Siöar lá leiö min oft aö Miötúni 60. Þar var alltaf gott aö koma. Sveitalif átti ávallt rik Itök I Jóni, og viöhorf hans mótuöust alla tiö af áhrifum uppvaxtarár- anna. A æskudögum hans var ekki sjálfgefið, aö sveitapiltar legöu stund á langskólanám, þótt þeir sýndu framúrskarandi námsgáfur. Jón naut ekki ýkja langrar skólagöngu, en nýtti sér hana vel og aflaöi sér þá og siöar staögóörar þekkingar á mörgum sviðum. Hann var t.d. ágætur tungumálamaöur, og rit hans bera vott um geysiviötæka þekk- ingu hans á sögu Islands. Listatök Jóns á islenzku máli eru of kunn lesendum ritverka hans, til þess aö um þau þurfi aö fjölyrða. Hann var jafnan talinn I hópi ritfærustu manna sinnar samtiöar. Hann var snjall blaöa- maöur, fljótvirkur, velvirkur og fjölfróöur. Jón gat setzt niöur og skrifaö alllanga blaöagrein i striklotu, aö þvi er virtist fyrir- hafnarlaust, og litlu sem engu breytt viö yfirlestur, og var þó hvergi hvikaö frá ströngustu kröfum um búning málsins. Skáldgáfa Jóns kom fram I rit- smiöum hans, þar sem viðfangs- efniö leyföi slikt. Hann fékkst og nokkuð viö skáldskap, ljóöagerö á æskuárum, en smásagnagerö á siöari árum, og hlutu smásagna- söfn þau, sem hann gaf út, góöar viötökur. Ef til vill ris þó ritlist Jóns hæst I sagnaþáttum hans, og má nefna ritsöfnin tslenzkt mannlif og Vér islands börn. Hann vandaöi vel til allrar heim- ildaleitar og vildi byggja þætti sina á sem traustustum söguleg- um grunni, og slik var frásagnar- gáfa hans og innsæi i örlög sögu- persónanna, aö lesandanum fannst hann gjörþekkja þær. Þessir hæfileikar koma einnig vel fram I yfirlitsritum Jóns um söguleg efni. Jón var hreinskiptinn og skap- mikiil maöur. Vinnukappiö var rikur þáttur I fari hans. Hann geröi miklar kröfur til sjálfs sin og annarra, var oft fálátur hversdagslega og gat veriö óvæg- inn I dómum. Hins vegar var hann mjög nærgætinn, ef hann vissi, að eitthvaö bjátaöi á, enda viðkvæmur I lund og þaö meir en flesta grunaöi. Þegar tækifæri gafst til spjalls I góöu tómi, var hann hinn ræönasti og brá stund- um á gamanmál. Jón var einstak- ur rausnarmaöur, og ekki dró ör- læti og góövild Margrétar úr höföingsskap hans. Hann var afar tryggur þeim, sem hann batt vin- áttu við. Mjög lét hann sér annt um fjölskyldu sina, og sérlega ættrækinn var hann. Ég minnist þess, aö oft spuröi hann mig frétta af sameiginlegu frændfólki okkar, sem hann var litt kunnug- ur persdnulega. Honum var kært aö greiöa götu skyldfólks sins og vina á ýmsan veg, en vildi sem minnst um slikt tala. Sjálfur á ég honum margt aö þakka, og ég veit, að fjölmargir hafa sömu sögu aö segja. Ahugamál Jóns voru fjölþætt. Hann fylgdist vel meö þjóömálum og tók sjálfur þátt i stjórnmála- starfi. Hann var mjög þjóöræk- inn, og kom þaö fram á ýmsum sviðum. Jóni þótti mikils um þaö vert, sem til batnaöar haföi breytzt á ævidögum hans, og hann gladdist yfir þvi, sem hon- um fannst vel gert I samtiöinni, en hann hafði þungar áhyggjur af þvi, að gömul þjóöleg gildi týnd- ust I holskeflu nútimans. Gætir þessa I mörgum ritsmiöum hans. Jón ferðaðist mikiö um landið, og náttúruvernd var honum sérstakt áhugamál, svo og skógrækt; hafði hann þegar byrjað aö planta skógi I spildu sina I landi Litla-Botns, sem er næsti bær viö Stóra-Botn, æskuheimili hans. A siðari árum var það honum á- nægja að geta á ný dvalið lang- dvölum i sveit. Fyrir nokkrum árum keyptu þau Margrét jaröar- part i Köldukinn og dvöldu Jiar löngum á sumrum, unz þeim gafst kostur á aö eignast land I Botnsdal. Æskustöövarnar voru Jóni afar kærar. En þeim dómi veröur aö hllta, aö leiö hans liggi ekki framar þangaö, heldur yfir móöuna miklu. Margréti, sonum þeirra Jóns, tengdadætrum og barnabörnum votta ég hluttekningu. IngiSigurðsson. „Viltu ekki aö ég bjóöi Jóni Heígasyni þetta I Lesbókina?” spuröi Andrés Kristjánsson þegar ég haföi gerst svo djarfur aö senda Timanum fyrstu blaöa- greinar minar um bókmenntir. Ekki þótti mér verra ef kostur væri aö vista greinarnar i sliku riti, og Jón fékk þær i hendur. Litlu siöar gekk ég á fund hans I fyrsta sinn til aö forvitnast um hversu ritverkunum heföi reitt af. Ég man aö Jón sat viö ritvélina, leit til mln gegnum gleraugun undan silfurgráum makka. Hann var ekki margoröur og fremur stuttur i spuna svo aö litt reyndum og óframfærnum höfundi leist ekki meira en svo á blikuna. — Jú, greinarnar skyldi hann birta. Og upp frá þvi kom ég ætiö til hans meö Timagreinar minar meöan ég skrifaöi aö staö- aldri i blaöiö, fyrst Sunnudags- blaöiö (Lesbókina) og siöan aöal- blaöiö eftir að Jón færöi sig þang- aö. Samskipti okkar uröu sifellt betri, ég komst fljótt aö þvi aö dá- litiö þurrt og önuglegt viömót sem aö ókunnugum sneri var ekki annaö en hjúpur. Jón Helgason reyndist hlýr i þeli, glettinn og spaugsamur I viöræöu og alúöleg- um i fasi. Slikur var hann mér alla tiö. Þegar ég hitti Jón fyrst þekkti ég nokkuö til hans sem blaöa- manns og rithöfundar. Timann hafði ég lesiö frá bernskudög- um og eitthvaö gluggaö i þátta- safniö Islenskt mannlif. Og eftir aö kynni tókust af manninum sjálfum hef ég fylgst með þvi sem frá honum kom I bókum. Alltaf var gaman að lesa rit Jóns, sniö- fastan frásagnarstilinn, litrikt hljómmikiö og auöugt mál hans, texta sem var svo vönduglegur og vel formaður aö annaö eins ber manni sjaldan fyrir augu. — Slðustu árin hefur það veriö starf mitt aö lesa yfir handrit, frum- samin og þýdd, og éinatt til blend- innar ánægju, þegar subbu- skapur, vanþekking og ruglandi setja mark á framsetninguna. Þá var þaö fagnaörrík hressing aö fá i hendur handrit frá Jóni Helga- syni. Siöast fyrir fáum vikum var ég aö fara yfir seinni hluta Aldar- innar sextándu sem nú er I prent- smiðju. Enn á ný dáöist ég aö þvi hver tök þessi höfundur haföi á máli og frásögn. Og svo er ritstill hans persónulegur að ég held ég myndi þekkja hann á svipstundu þótt ekkert höfundarnafn fylgdi. Frá ungum aldri til dauðadags var Jón Helgason blaöamaöur aö atvinnu. I hjáverkum vannst hon- um aö þýöa og semja fjölda bóka, slik var eljusemin. Eftir að hann sneri sér aö þvi fyrir rúmum tveimur áratugum aö gefa út frumsamin rit, hafa komið frá honum ekki færri en tuttugu bækur, aö meötöldum tveimur sem nú eru i prentun. Kunnastir uröu sagnaþættirnir, langir og skammir, sem hlutu strax ágætar móttökur, og „Aldirnar”, hin sautjánda og átjánda og nú siðast siðskiptaöldin. Seinni ár tók Jón aö leggja verulega rækt viö smá- sagnagerö og gaf út fjögur sagna- söfn. Sýndi hann þar aö hann kunni prýðileg tök á þeirri vanda- sömu bókmenntagrein. Isögunum nýtur sin frásagnarlist hans, glöggt auga fyrir sérkennilegum manngerðum og kimilegum at- vikum, og einnig samúöar- skilningur á meinlegum mannanna örlögum. Ailt þetta bera söguþættirnir raunar lika vitni um. Siöustu ár var þaö glöggt aö Jón var tekinn aö lýjast á argaþrasi blaöamennskunnar sem vonlegt var. Hann haföi eignast land á æskustöövum sinum i Hvalfirði, reist sér þar hús og hugðist nú setjast um kyrrt i góöu næöi og snúa sér aö ritstörfum. Þetta var mér gleðiefni þegar ég frétti þaö, bæöi vegna Jóns sjálfs sem nú fengi betra tóm en nokkru sinni fyrr til aö sinna hugöarefnum sin- um — og ekki siöur vegna is- lenskrar ritmenningar sem gæti betur en áöur notiö einstæðra hæfileika hans. Ég vissi aö Jón hlakkaöi til þessara umskipta. Hann haföi margt á prjónunum og starfsþrekið virtist enn mikiö. Sviplega eru nú þessar vonir aö engu orönar. Jón Helgason var ungur maöur á mótunarskeiöi þegar sóknar- alda stórhuga framtaks i félags- og menntamálum reis hátt meö þjóöinni. Þetta var uppskerutimi aldamótakynslóöarinnar sem setti sér aö kjöroröi og hugsjón „ræktun lands og lýös”. Alla tfö bar Jón svip þess vorhugar sem þá greip æskumenn landsins. Hann unni landi sinu og lifi þjóðarinnar og menningu hennar aö fornu og nýju. Hann var áhugamaöur um ræktun, ekki síst trjárækt, vildi hlynna aö gróöri landsins, eins og hann hlúöi aö arfi genginna kynslóöa i sögnum og minnum og vildi gera hann lif- andi í vitund samtiöarinnar. 1 siöustu sögu siöustu smá- sagnabókar sinnar, „Alparós- um”, segir Jón Helgason frá Sig- valda garömeistara, hinum hæg- láta og skilningsrika hjálpar- manni gróandans, og aöstoöar- pilti hans sem ástin hefur snortiö og setur út af laginu um stund. Sigvaldi horfir á allt sköpunar- verkiö „meö hugarfari þess sem veit aö þessi grænu strá og þessar mjóu renglur eru lifiö, sem hefur unniö allar styrjaldir og sigraö allar borgir og reist aörar nýjar á rústum þeirra...” og sögunni lýkur á þessum oröum garö- meistarans: „Miklir viöir verða þessir álmar, sem viö settum þarna, þegar okkar dagar eru allir...” í þessum anda þykir mér best hæfa aö kveöja Jón Helgason um leiö og ég þakka honum samfylgd og vináttu og votta fjölskyldu hans samúö okkar hjóna. Vissu- lega er þaö saknaöarefni aö hon- um skyldu ekki auönast lengri lif- dagar til aö helga sig þeim störf- um sem hugur hans stóö til. Sú umbrotaöld sem viö lifum þarf á slikum ræktunarmönnum aö halda. En rikast I huga hlýtur okkur þó aö vera þakklæti fyrir þaö sem hann var og vann. Verk hans munu lengi halda á lofti nafni hans og minningu og vaxa aö gildi er stundir liöa ef lands- menn vilja vita skil á lifsstrlði fyrri kynslóöa i landinu. Þess er gott aö minnast aö leiöarlokum. Gunnar Stefánsson t Kynni min af Jóni Helgasyni uröu þvi miður ekki ýkja löng, en hins vegar þeim mun áhrifameiri og afdrifarikari fyrir mig. Það var fyrir þessi kynni, umfram annað, aö ég lagði fyrir mig frétta- og blaöamennsku, en þaö var undir handleiðslu Jóns Helga- sonar, sem ég steig min fyrstu spor á þeirri braut. Jón Helgason var merkilegur maður og góöur húsbóndi, raunar sá besti sem ég hef starfað hjá. Leiðsögn hans fólst ekki i fyrir- skipunum um aö gera þetta eða hitt á þennan eða hinn mátann. Meö eigin áhuga og eldmóði mót- aöi hann afstööu manns til blaða- meniiskunnar. Hann leiöbeindi — ef til vill fyrst og fremst meö þvi að sýna þvi áhuga sem starfs- mennimir voru að fást viö. Hann hvatti þannig til dáða með óbein- um hætti fremur en með skipun- um, sem oft vill verða ill gjörlegt eöa ómögulegt aö uppfylla. Hvatningar hans fólust ekki i beinu hrósi fyrir það sem vel var gertog ávitum fyrir þaö sem miö- ur fdr, heldur auösýndi hann þeim sem það veröskulduðu aukið traust og meiri ábyrgð. Jón Helgason var meiri persóna en svo, aö hann þyrfti aö gefa skip- anir og sýna vald. Hann kom til móts við starfsmenn sina og ávann sér traust þeirra og virö- ingu. Hann var mannþekkjari og náöi þvi besta út Ur mönnum meö jákvæöri og uppbyggjandi fram- komu. Það er þakkarvert aö fá aö kynnast slikum snillingi til orðs og æöis, sem Jón Helgason var. Frá fyrstu kynnum og ávallt siö- an reyndist hann mér sem vinur og velunnari. Minningin um siik- an mann vekur gleði. Eftirlifandi eiginkonu Jóns, sonum hans og öðrum aöstand- endum og vinum votta ég samúö mina. Hermann Sveinbjörnsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.