Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 13
Mi&vikudagur 15. júli 1981
Evrópumótið í golfi í Grafarholti:
„Völlurirm
ekki eins og
á Spáni”
„en við gerum það sem f okkar valdi er, til
að bjóða þeim upp á það besta’% segir
Gunnar Torfason framkvæmdastj. mótsins
■ E vrópumeistaramót unglinga
i golfi veröur haldið á Grafar-
holtsvellinum i næstu viku og er
þetta í fyrsta skipti sem slikt mót
er haldið hér á landi. Tíminn
ræddi i gær við Gunnar Torfason
sem er framkvæ mdastjóri móts-
ins og spurði hann fyrst hvernig
undirbdningur gengi.
„Við verðum að segja það að
við erum á þessari breiddargráðu
veraldarinnar, og völlurinn er
náttUrlega ekki eins og golfvöll-
ur á Spáni. Völlurinn I Grafarholti
hefur aldrei verið eins góður og
hann er nUna og ég held að við
komum til með að halda ágætis
mót á honum, og við gerum það
sem í okkar valdi stendur til þess
að bjóða þeim upp á það besta
sem hægt er við þessar aðstæð-
ur.”
Hvað eru margar þjóðir sem
taka þátt í Evrópumótinu?
„Það eru 14 þjóðir sem mæta til
leiks, langflestar þjóðirnar koma
til landsins á laugardaginn og
sunnudaginn. Mótið sjálft byrjar
á miðvikudaginn i næstu viku, en
mánudagurinn og þriðjudagurinn
eru æfingadagar.”
Hvernig er fyrirkomuiagið á
þessu móti?
„Tvo fyrstu dagana er keppt f
svokölluðum höggleik, liðunum er
raðað i tvo riðla eftir það sem
siðan keppa innbyrðis i holu-
keppni, þannig fást úrslitin i mót-
inu ekki fyrr en á sunnudegin-
um.”
Hvernig hefur okkur gengið I
Evrópumótunum ?
„Siðasta ár-var mótið haldið i
Dusseldorf i Þýskalandi og þar
lentum við i 11. sæti, þá kepptu
einnig 14 þjóðir. Evrópumótið
hefur verið haldið árlega en i
Skotlandi i siðasta mánuði var
ákveðið að framvegis skyldi mót-
ið verða haldið annað hvert ár.
Sigurvegararnir á Evrópumótinu
i Diisseldorf voru Sviar.”
Hverjir heldur þú að möguleik-
ar okkar séu á þessu móti?
„Við erum með svipað lið og á
mótinu i fyrra, en við erum óneit-
anlega að keppa á heimavelli, við
reiknum máj þvi að strákarnir
njóti þess i einhverju að viö
þekkjum betur aðstæður hérna á
vellinum. Af unglingaliðum að
vera þá er þaö alls ekki slæmt að
vera i kringum tiunda sæti, við
getum ekki farið fram á meira,
eins litið og við höfum getað gert
fyrir unglingana. Það er mikill
kostnaður að halda svona mót, þó
við sleppum vel vegna þess að
þjóðirnar borga sitt ippihald
sjálfar en i staðinn greiöa þjóð-
imar engin þátttökugjöld á mót-
inu. Þaö hefur verið unnið mikið
starf að undirbúa slikt mót, þetta
erfyrstaEvrópumótið sem haldið
er hérna, þó þetta sé kallað ung-
lingamót þá eru þetta fullorðnir
menn allt að 22 ára. Okkur finnst
gaman að þvi að það skuli koma i
hlut golfiþróttarinnar að halda
fyrsta E vrópumótið sem haldið er
hér á landi.” röp—.
Dýri leikur að nýju með Vai f kvöld.
Valur
KR?
Dýri og
Guðmundur
leika ad
nýju með Val
á Laugardals-
velli í kvöld
■ 1. deildarkeppnin hefst
að nýju með leik KR og
Valsá Laugardalsvellinum
í kvöld/ og hefst leikurinn
kl. 20. Ekkert hefur verið
leikið í deildinni í rúma
viku og ættu félögin því að
koma hress til leiks að
nýju.
Leikurinn ikvöld verður örugg-
lega hörkuleikur þó staða félag-
anna i deildinni ætti að benda til
annars. Valsmenn eru i fjórða
sæti með 11 stig og eigi þeir að
eiga möguleika á að verja ís-
landsmeistaratitilinn þá mega
þeir vart við þvi að tapa i kvöld.
Jafnmikið er I húfi fyrir KR-inga,
en þvi miður þá er staöa þeirra
öfugu megin við Val en þeir eru i
bullandi fallhættu. KR hefur aö-
eins hlotiö 6 stig og er i næst
neösta sæti i deildinni og tap i
kvöld þýöir að ennfærastdökk ský
yfir vesturbæinn. Óvist er hvort
Elias Guðmundsson og Börkur
leiki með KR i kvöld, en þeir hafa
verið meiddir, en Valsmenn
mæta að öllum likindum meö sitt
sterkasta lið. Dýri Guömundsson
og Guðmundur Þorbjörnsson
munu vera búnir að ná sér eftir
meiðslin og leika þvi með I kvöld.
röp—.
IGyifi Kristinsson ungiingalandsliðsmaður I golfi.
Tfmamynd EHa.
Stórsigur
hjá Fylki
sigruðu Hauka 4-1 í 2. deild
í gærkvöldi
■ „Þessi leikur var ekkert
sérstakur knattspyrnulega
séð. Okkur tókst að komast
yfir 2-0 og þannig stóð i
hálfleik. En Haukarnir ná
að skora strax á fyrstu
minútum síðari hálfleiks
og þá gerðu Fylkismenn
sig seka um mikil mistök
„sagði Lárus Loftsson
þjálfari Fylkis eftir að
Fylkir hafði sigrað Hauka
4-1 í 2. deild íslandsmótsins
í knattspyrnu á Laugar-
dalsvelli i gærkvöld.
Haukarnir sóttu stift eftir að
þeir höfðu náð að minnka muninn
en tókst ekki að bæta við marki.
Ómar Egilsson skoraði siðan
þriðja mark Fylkis og þá var eins
og allur vindur væri úr Haukun-
um og Ómar bætti siðan fjórða
markinu við úr vitaspyrnu rétt
fyrir leikslok. ómar skoraði
einnig fyrsta mark Fylkis og
skoraöi Ómar þvi „hat trick”, en
Anton Jakobsson skoraði annað
mark Fylkis. Það var Björn Jóns-
son sem skoraði mark Hauka.
Grótta sterkari
sigrudu Óðin 2-1 í 3. deild í gær
■ óðinn og Grótta léku f a-riðli 3.
deildar i gærkvöldi og lauk leikn-
um með 2-1 sigri Gróttu. Þrátt
fyrir það voru það ÓðinsmHin
sem skoruðu fyrsta mark leiksins
og var Björn Björnsson þar að
verki meö þrumuskoti utan úr
vltateig. Stuttu siðar fengu
Gróttumenn vítaspyrnu, en Axel
Friðriksson skaut framhjá. Axel
bætti siðan fyrir vitið er hann
skoraöi rétt undir lok fyrri hálf-
leiks. Það var ekki fyrr en um
n iöjan seinni hálfleik að sigur-
m.irk Gróttu kom. Varnarmaður
Óðms ætlaði að gefa á markvörð-
inn »n svo illa tókst til aö hann
skaut i eigið mark og Grótta stóð
uppi sem sigurvegari.