Tíminn - 21.07.1981, Síða 3

Tíminn - 21.07.1981, Síða 3
Þriöjudagur 21. júli 1981 ■ Frá blaðamannafundistarfsfólks aöalskrifstofu OLtS i gærkveldi. Viö háboröiösitja taliö frá vinstri: Halldór Viihjálmsson, aöaibókari, Kristján Óskarsson, deildarstjóri, Viihjáimur ólafsson, sölustjóri, Sigriöur Bergmann, bókari og örn Guömundsson, skrifstofustjóri. í baksýn er annaö starfsfólk á skrif- stofu OLIS. Allt skrifstofufólkOLISsegir upp störfum: ÖNUNDUR ENDURRÁÐ- INN SVAN REKINN — eru kröfur starfsfólks til stjórnarinnar ® Allt starfsfólk á aöalskrifstofu Oliuverslunar islands I Hafnar- stræti hefur ákveöiö aö segja upp störfum hjá fyrirtækinu, veröi ekki breyting á afstööu stjórnar til brottvikningar önundar As- geirssonar, fyrrverandi forstjóra, og eins veröi krafa þeirra um uppsögn Svans Friðgeirssonar, stöövarstjóra, ekki tekin til greina. Fyrrnefndar upplýsingar komu fram á fundi sem starfsfólk OLÍS á aðalskrifstofu hélt með frétta- mönnum i gærkveldi. ,,Það er von okkar að þessar aðgerðir leiði til þess að réttlætið sigri að lokum. Við höfum reynt að koma vitinu fyrirstjórn fyrirtækisins sl. þrjár vikur, en það hefur ekki tekist, enda hafa þeir haft mikið að gera við laxveiðar undanfarna daga”, sagði Halldór Vilhjálmsson, aðal- bókari, á blaðamannafundinum i gærkveldi. Það eru á milli 30-40 starfs- menn á aðalskrifstofu OLÍS er standa fyrir þessum aðgerðum, en alls munu starfa um 220 manns hjá fyrirtækinu. Sagði örn Guð- mundsson, skrifstofustjóri, að lang flestir starfsmenn fyrirtæk- isins væru undrandi og hneyksl- aðir á vinnubrögðum stjórnarinn- ar i þessu máli, eins og flestir landsmenn. Tildrög þessa máls eru þau, eins og öllum lesendum Timans er kunnugt, að þann 1. júli sl. er öllu starfsfólki tilkynnt að önund- ur Ásgeirsson, þáverandi for- stjóri OLIS hætti störfum hjá fyr- irtækinu þann dag fyrirvaralaust. Er látið að þvi liggja að önundur hafi hætt af sjálfsdáðum, en hins vegar fór það ekki framhjá nein- um starfsmanni að stjórnin „hafi þvingað önund til að segja af sér.” Að sögn starfsfólksins var Önundi ekki gefin önnur ástæða fyrir uppsögn sinni en sú „að hann hefði fjarlægst stjórnina.” Undi það illa þessu ráðabruggi og sendi stjórninni yfirlýsingu, sem undirrituð var af 36 starfsmönn- um á aðalskrifstofu, þar sem lýst er „undrun og megnustu van- þóknun á þeim aðgerðum stjórn- ar félagsins sem leitt hafa til fyr- irvaralausrar brottfarar önund- ar Asgeirssonai, íorsijora. Stjórninhafði samþykkt að örn Guðmundsson, skrifstofustjóri, og Svan Friðgeirsson, stöðvar- stjóri, færu sameiginlega með stjórn fyrirtækisins þar til nýr forstjóri tæki við störfum. 3. júli tilkynnti örn að hann treysti sér ekki til að vinna með Svan á þeim grundvelli sem ákveðinn hafði verið. Daginn eftir samþykkti siðan stjórnin að Svan myndi ekki koma niður á aðalskrifstofu fyrst um sinn, og málið yrði i biðstöðu fram til 16. júli. 1 millitiðinni fara hins vegar fram viðræður um ráðningu nýs forstjóra. Hinn 8. júli er sam- þykkt samhljóða i stjórninni að ráða Þórð Ásgeirsson forstjóra fyrirtækisins frá og með 1. ágúst nk. Jafnframt var ákveðið að fresta formlegri ráðningu hans til 16. júli. Deginum áður, þ.e. 7. júli hafði örn Guðmundsson sett fram þær kröfur við stjórn OLIS að önund- ur fengi uppreist æru, „að svo miklu leyti sem unnt væri”, og jafnframtbauð hann upp á það að „annað hvort myndi hann hætta störfum hjá fyrirtækinu eða Svan Friðgeirsson hætti störfum, þ.e. stjórnin hafði völ á þvi hvorn starfsmanninn hún vildi hafa áfram i fyrirtækinu.” Ekkert gerist i málinu fram til 16. júli þar sem öll stjórnin, að undanskildum Ingvari Vilhjálms-" syni, var i veiðiferð. Hinn 16. júli undirrita 26 starfs- emnn á aðalskrifstofu yfirlýsingu þar sem þeir segjast ætla að segja upp störfum nái kröfur Arnar Guðmundssonar, sem fyrr eru nefndar, ekki fram að ganga Reynt var að ná samkomulagi með aðilum. Stjórnin var beðin að fresta tilkynningu ráðningu nýs forstjóra fram yfir helgina, en varð ekki við þeirri ósk. Jafn- framt tilkynnti stjórnin aö hún sæi ekki ástæðu til þess að Svan Friðgeirsson léti af störfum hjá félaginu. Viðsvobúiðstendur enn, og allt bendir til þess að svo fari að starfsmennirnir segi störfum sin- um lausum, enda engan bilbug á stjórninni að finna. Starfsfólkið krefst þess að önundur verði ráðinn á ný sem forstjóri um tima, jafnframt þvi sem Svan verði vikið frá störfum, og segi sig úr stjórn félagsins. Svan hefur itrekað lýst þvi yfir við stjórnina að hann sé reiðubú- inn að hætta störfum hjá félaginu. Stjórn félagsins hefur hinsvegar ekki getað fallist á þá lausn máls- ins. Segir starfsfólkið um Svan, að hann hafi oddastöðu i stjórn fyrir- tækisins, og i krafti þess, grafið undan stöðu forstjóra og ekki sinnt fyrirmælum hans. Nánar verður sagt frá þessu máli i Timanum á morgun, en fyrir liggja tvær miklar greina- gerðir, önnur frá stjórn félagsins, en hin frá starfsmönnum, þar sem atvikum er nákvæmlega lýst, sin frá hvorum sjónarhóln- um. (Kás B Skrifstofur OLIS i Hafnarstræti voru auðar i gær, eins og sl. tvo vinnudaga. Timamyndir: Ella. Súra mjólkin: Heilbrigdiseftir- litið kærir Mjólk ursamsöluna ® H eilbrigðisefti rlit rikisins hefur kært Mjölkursamsölu Reykjavikur og fleiri mjólkur- samlög til Rikissaksóknara vegna meints brols á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Er samlögunum gefið að sök að hafa ekki fyigt þeim reglum sem cru I gildi um meðferð mjólkurinnar, þ.m.t. ekki fylgt reglum um rétta stimplun siðasta söludags, og einnig forhitaða mjólk sem ekki er heimilt samkvæmt reglugerð- inni. Kæran er fram komin vegna kvartana frá neytendum undan- farna daga og vikur um skemmda mjólk, jafnvel áður en komið er að stimpluðum siðasta söludegi. 1 frétt frá Mjólkursamsölunni i Reykjavik vegna þessa máls segir að augljóst sé að stór hluti þeirrar mjólkur sem settur var i umbúðir i' Mjólkurstööinni i Reykjavik dagana 2., 3. og 9. júli hafi haft mjög skert geymsluþol. „Hefurkomiö Iljós, að hér var að hluta til um mannleg mistök að ræða við afgreiðslu mjólkur til Reykjavikur, að hluta til veila i eftirlitskerfinu og að hluta til bil- un i gerilsneyðingartæki I Mjólkurstöðinni i Reykjavik, án þess þó að gerilsneyöingu hafi verið áfátt.” Tekur Mjólkursamsalan fram að þegar hafi verið gerðar ráð- stafanir tii aö ráða bót i þessu efni. —Kás Treg veiði í Hofsá og Laxá í Aðaldal ■ Veiðini Hofsá i Vopnafiröi hef- ur verið óvenjudræm þessar þrjár vikur siðan að áin opnaði og i lær voru aðeins komnir þar á land tæpir 30 laxar sem er mun minna en á sama tima i fyrra. Stærsta laxinn 18 pund hefur Pétur Ingólfsson fengið en 6 stengur eru leyfðar i ánni. fiOO úr Laxá I Aðaldal NU eru komnir á land 600 laxar úr Laxá i Aðaldal en veiðin þar hefur verið léleg undanfarna daga eftir ágæta byrjun þar. Lax- veiðim enn i' hollinu sem er þar nú eru samt bjartsýnir á að eitthvað fari að rætast úr þeim málum. Merkur og pund örn Sævar er veiðieftirlits- maður með iaxveiðiánum i Húna- vatnssýslum og hefur sem slikur i nógu að vasast. Segja má að veiðimálin taki hug hans allan og sem dæmi um það heyrði Veiðu- hornið eftirfarandi sögu. örn eignaðist barnabarn ný- lega. Erverið var að segja honum frá barnsburðinum gekk eitthvað erfiðlega fyrir hann að setja sig inn i þau mál þangað til einhverj- um hugkvæmdist að segja honum frá þessu á laxveiðimannamáli eöa „Þetta var 33 cm 4 punda hrygna”. NU bíður örn eftir þvi að það hrökkvi upp úr honum i samtali við einhvern veiðimanninn „Þetta er fallegur 18 marka lax sem þU hefur þarna”. —FRI Sjálfstædisflokkurinn vill stofna nefnd allra þingflokkanna í álmálinu: „Undir forystu sem þeir sætta sig vid” ■ „Flokkurinn er fds (il sam- starfs um málefni álversins i Straumsvik, enda veröi rikis- stjórnin reiöubúin til samvinnu á þeim grundvelli sem nauösynleg- ur er”, segir m.a. I ályktun þing- flokks Sjálfstæöisflokksins um sdrálsmáliö svokallaöa. Þar kemur fram að þing- flokkurinn telur aö fyrsta skrefiö sé að ljUka alhliða athugun máls- ins. Segir þar að endurskoða verði álsamninginn vegna breyttra aðstæðna frá 1975, og inn i endurskoöunina verði að koma viöræður við Alusuisse um hækk- un raforkuverðs og skattgreiðslur fyrirtækisins. Nefnd er stækkun álversins og eignaraðild Islend- inga. „Til að vinna aö framangreind- um verkefnum telur þingflokkur- inn nauðsynlegt að sett verði á stofn fagleg nefnd með aöild allra þingflokka undir forystu, sem þeir geta sætt sig við”, er niður- lag ályktunar þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. 1 gærkveldi þegar blaðamaður Timans hafði samband við Hjör- leif Guttormsson iðnaöarráö- herra, hafði honum enn ekki gef- ist tóm til þess að kynna sér ályktun þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, þannig aö hann vildi ekki tjá sig um innihald hennar að svo stöddu. Hjörleifur var um leið spurður hvaöa mat hann legöi á ályktun þingflokks Alþýðuflokksins varö- andi sUrálsmálið frá þvi s.l. fimmtudag og sagöi hann: „Þeir t^ka að athuguðu máli, greinilega mark á niðurstöðunum, og telja að það eigi að bregðast hart við”. —AB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.