Tíminn - 21.07.1981, Qupperneq 5

Tíminn - 21.07.1981, Qupperneq 5
Þriftjudagur 21. jiili 1981 &jmhm Bandarískt flugfélag, Flying fish, vill hefja reglulegt Islandsflug: MEÐ FISK TIL KAUFORNIU OG GRÆNMETI TIL ÍSLANDS! • Bandariskt flugfélag Flying Fish, hefur hug á að hefja reglu- legt flug milli tslands og Kali- forniu í Bandarikjunum, og yrði flutt grænmeti frá Kaliforniu ti! tslands, en ferskur fiskur frá ís- landi til Kalifornfu. Flying Fish hefur verið i sam- bandi við Irwing Newman, i New York, sem hefur staðið að flutn- ingum á ferskum fiski héðan til Bandarikjanna undanfarin ár, og telja aðilar að um töluverða flutn- inga gæti orðið að ræða mest allt árið, þótt eitthvert hlé yrði að gera yfir sumartimann, vegna þrengsla á grænmetismarkaði ■ Flying FLsh er staðsett i Sant: Barbara í Kaliforniu, sem ei skammt norðan við Los Angeles hér, svo og erfiðleika vegna hita i Bandarikjunum. Ólafur Ólafsson, forstjóri út- gerðarfyrirtækisins Miðness h.f. i Sandgerði, sem hefur selt töluvert af ferskum fiski til flutnings i flugi til Bandarikjanna, sagði i viðtali við Timann i gær, að fersk- fiskmarkaður i Bandarikjunum væri ákaflega stór og vel þess virði að kanna hann nánar. Verð það sem fengist fyrir ferskan fisk þar væri allt að þriðjungi hærra, en annars staðar og sem dæmi mætti nefna að fyrir pundið af ferskum karfaflökum með roði feigist nú $1.40 CIF i New York. Flying Fish h.f. er nú aðeins með eina flugvél, af gerðinni Con- vair 880 Airlifter, sem hefur tuttugu i'g fimm tonna burðarþol. Fyrirtækið er i sumar algerlega bundið i f'utningaflugi með fisk á milli Alaska og Los Angeles, en forráðamenn þess hafa mikinn hug á íslandsflugi og hyggst fé- lagið festa kaup á tveim Boeing 707 þotum, sem standa þvi til boða, ef af samningum verður. bær vélar geta flogið i einum áfanga milli Los Angeles og Keflavikur, en Convair vélin verður að millilenda. HV Ólafur og Pétur tveir um hituna í seinni umferð biskupskjörs: Arngrímur dreg ur sig til baka ® ,,Það er augljóst mál, að i sið- ari umferð biskupskjörs kem ég alls ekki tilgreina, þótt einhverjir ættingjar og vinir vildu greiða mér atkvæði, og því tel ég rétt að draga migihléá þennan hátt, svo það fari engin atkvæði til spillis I kjörinu. Með þessu móti verður aðeins kosið á milli tveggja manna og þá er tryggt að kjörinn biskup verður með meirihluta greiddra atkvæða á bak við sig, i stað þess að hafa aðeins flest at- kvæði þriggja manna”, sagði séra Arngrimur Jónsson, sóknar- prestur i Háteigsprestakalli, i viðtali við Timann i gær, en séra Arngrimur hefur ákveðið að draga nafn sitt til baka úr biskupskjöri. Séra Amgrimur hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Um leið og ég þakka þá miklu vinsemd og traust, sem þeir sýndu mér, sem veittu mér brautargengi i fyrri umferð biskupskjörs, óska ég þess, að þeir verji atkvæðum sinum með öCrum hætti við síðari umferð og sinni því ekki, þótt nafn mitt sé á kjörseðli lögum samkvæmt.” Það verða því i raun aðeins þeir séra Ólafur Skúlason og séra Pétur Sigurgeirsson, sem i kjöri verða i sfðari umferð biskups- kjörs, þótt nöfnin á seðlunum verði þrjú. Séra Amgrimur var að þvi spurður hvort hann mæltist til þess við stuðningsmenn sina, að þeir greiddu atkvæði á einhvern sérstakan máta, en hann svaraði þvi alfarið neitandi. „Það væri óheiðarlegt af mér að taka slika afstöðu”, sagði séra Amgrimur, „sérstaklega ef ég gerði það á opinberum vettvangi. Astæðan til þessarar ákvörðunar minnar er sú að ég tel að atkvæði mér greidd fæm til spillisi, þar sem ég hef augljóslega enga möguleika til þess að hljóta flest atkvæði, og þvi verður kosningin réttari með þessu móti. Það er allt og sumt.” HV Var vísad úr gleðskap íTunguseli: Talinn hafa kveikt í útidyrahurðinni! ■ Slökkviliftið i Reykjavík var kallaft Ut aft Tunguseli 8 aftfarar- nótt laugardagsins en þá logafti þari útidyrahurð. Greiftlega gekk aft slökkva eldinn en hann var ekki mikill og skemmdir af hon- um litlar Nær fullvist er talið að um ikveikju hafi verið að ræða og beindist grunur að ungum manni sem var staddur þarna áður en eldurinn braust út. Gleðskapur mun hafa verið i ibúðinni á þessum tima og var manninum visað úr henni af ein- hverjum orsökum. Skömmu seinna varð fólkið i ibúðinni svo vart eldsins. Við yfiriieyrslur um helgina mun maðurinn hafa borið við minnisleysi er hann var spurður um málið. —FRI ■ Convair 880 Airlifter þota Flying Fish. Þotan var smiðuft fyrir tuttugu árum, fyrir auftkýfinginn og sérvitringinn Howard Hughes. Þrátt fyrir árin tuttugu hefur þotan afteins um þrettán þúsund flugtima aft baki. Fyrstu tvær sendingarnar uppseldar. Nokkrir bilar lausir úr þriðju og síðustu. Við höfum fest kaup á örfáum DODGE RAMCHARGER jeppum 1979 á ótrúlega hagstæðu jeppaveröi. Þetta eru glæsileg torfærutröll. Bilarnir eru deluxe útgáfur: tvílitir, með sjálfskiptingu, vökvastýri, afl- hemlum, læstu mismunadrifi, 8 cyl. vél og ýmsum öðrum eftirsóttum aukabúnaði, sem enginn ætti án að vera. Þeir sem þegar eru búnir að leggja inn gott orð hjá okkur eru beðnir að staðfesta pöntun sina strax og hinir sem sváfu á verðinum eru beðnir að flýta sér, þvi á morgun getur það orðið of seint. DODGE RAMCHARGER á aldeilis ótrúlegu verði. Þaðverðurerfitt að endurtaka þetta jeppatilboð árs- ins — nú er annað hvort að duga eða drepast. DODGE RAMCHARGER er billinn sem þolir, ef þú þorir. OVökull hff. Ármúla 36 Sími: 84366

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.