Tíminn - 21.07.1981, Page 6

Tíminn - 21.07.1981, Page 6
stuttar fréttir Flugvöllur tekinn í notkun VIK í MVRDAL: Nú hefur verið tekinn i notkun nýr flug völlur við Vik i Mýrdal. 1 vor var geröur flugvöllur um sex kilömetra austan við Vik á svokölluðum Höfðabrekku- jökli. Er hann ein flugbraut sem er rúmir 800 metrar að lengd. Flugmálastjórn hefur nú valtað völlinn og merkt og hefur hann verið tekinn i notk- un nýveriö, aö þvi er Jón Ingi Einarsson, oddviti, i Vik i Mýrdal, sagði i samtali við Timann. „1 sumar var hafist handa við að Utbúa ný tjaidstæði austan Vikurkauptúns, Hreppsbúar lögðu á sig mikla sjálfboðaliðsvinnu og voru allt að fimmti'u manns að störfum ieinu”, sagði Jón Ingi. „Eng- an óraði fyrir þvi i upphafi að svo vel tækist til að breyta gömlu sandnámi I fagurgrænt ákjósanlegt tjaldsvæði eins og raun ber vitni. Fyrstu gestirn- irtjölduðuá tjaldstæðunum að kvöldi 10. jUli i bliðskapar veðri." Franikvæmdir. ,,1 lok þessa mánaðar ætlar Vegagerðin að leggja klæön- ingu á veginn frá Vik austur að Kerlingardalsá eða um fimm ki'lómetra. A vegum Hvammshrepps verður um leið lagt á þann hluta þjóðveg- arins i' gegnum þorpið sem ekki hefur þegar verið sett oliumöl á, og einnig á hluta af gatnakerfi þorpsins. Á vegum hreppsins hefur einnig verið talsvertunnið að gatnagerð og skolplögnum að undanförnu. NU í sumar er mikið um ibUðarhUsbyggingar i Vik. Alls var byrjað á sjö ibúðum i vor, þar af eru fjórar i Verka- mannabústöðum. Fyrir voru fimm fbúðir i byggingu svo alls eru 12 ibUðir i smiðum um þessar mundir og þar að auki er unnið af fullum krafti að byggingu ibUða fyrir aldraða, en þær eru fjórar i einu húsi og hefur það þegar verið steypt upp”, sagði Jón Ingi Einars- son, oddviti. Fjölbrauta- skólinn tekur til starfa T haust SELFOSS: 1 haust tekur til starfa fjölbrautaskóli á Sel- fossi undirstjórn hins nýráðna skólameistara, Heimis Páls- sonar. Skólinn tekur við af framhaldsdeild gagnfræða- skólans og iönskólanum á Sel- fossi. Einnig er I athugun að starfrækja öldungadeild við skólann. Innritun nemenda er að mestu lokið, og stendur hönn- un skólamannvirkja yfir. Þar er ráögert að taka megi í notk- un 1. áfanga skólahúss haustið 1983. Fyrirsjáanleg eru þvi mikil þrengsli næstu tvö árin. Á aðalfundi Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga var sér- staklega fagnað þeim áfanga sem náðst hefur á Selfossi og i Vestmannaeyjum með stofn- un framhalösskóla, en jafn- framt var minnst á að hús- næðisekla megi ekki standa eölilegri þróun þessara mála fyrir þrifum. Skoraði aðalfundurinn á þingmoin að samþykkja hið allra fyrsta lög um framhalds- skóla og skólakostnaðarlög, þar sem þau séu algjör for- senda fyrir eölilegri uppbygg- ingu framhaldsmenntunar i landinu. Nú er auðvelt að komast Fjallabaksleið og dveljast < dagstund í Þórsmörk ÞÓRSMÖRK Fremst I Húsa- dal i Þórsmörk er risinn af grunni fallegur finnskur bjálkabyggður fjallaskáli með svefnlofti. Austurleiðamenn eiga þennan skála. Aður not- uðu þeir skála sem var innar i skóginum i Húsadal og nefnd- ist Merkursel. Nú hefur Austurleið hafið daglegar ferðir i Þórsmörk og geta menn nú dvaliö þar dagstund og komið heim aö kveldi, hvort sem þeir fara i rúturnar i Reykjavfk, Selfossi, Hellu, eða á Hvolsvelli. Að sjálfsögðu geta menn dvalið lengur i dýrð merkur- innar ef þeir óska þess. Allar upplýsingar um þessar ferðir og Fjallabaksferðirnar er aö fá i' Umferðarmiðstöðinni, en i Fjallabaksferðunum er gist á Kirkjubæjarklaustri. Fyrsta Fjallabaksferöin á þessu sumri var farin sl. mánudag. Þessar sumarferðir hafa verið mjög vinsælar. Skaftfellingar, Rangæingar og Arnesingar hafa notið traustr- ar og stundvisrar þjónustu Austurleiöar i meira en tvo áratugi. Austurleiðamenn eru þekkt- ir fyrir að bjóða upp á myndarleg farartæki og örugga bilstjóra bæði á vegum og vegleysum. PE/Hellu Minnst 90 ára afmælis Staðarfells- kirkju FELLASTRÖND: A þessu ári eru liðin 90 ár frá þvi að Staðarfellskirkja á Fells- strönd iDalasýslu var vigð, en vigsla hennar fór fram siðla árs 1891. Afmælisins verður minnst með hátfðaguðsþjónustu i kirkjunni sunnudaginn 23. ágúst n.k. kl. 2 e.h., þar mun biskupinn, hr. Sigurbjörn Ein- arsson, prédika og sóknar- presturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, þjóna fyrir altari. Að guös- þjónustu lokinni verða veit- ingar fram bomar i sam- komuhúsinu á Staðarfelli i boði sóknarfendar. Þar mun Einar G. Pétursson, cand. mag. segja sögu kirkjunnar. Er vonast til þess, aö sóknarfólk fjölmenni við þessa athöfn, og aö brottfluttir Fellsstrendingar og aðrir vel- unnarar kirkjunnar sjái sér fsert að koma og eiga góða stund I sinni gömlu og kæru kirkju. 1 tilefni afmælisins hefur verið gefinn út veggskjöldur með mynd af kirkjunni i 400 tölusettum eintökum, og verð- ur hægt að fá hann keyptan þennan dag — og framvegis meðan birgðir endast. All miklar umbætur hafa að undanförnu farið fram á kirkj- unni og umhverfi hennar, og er þess vænst, að þeim verði senn lokið. Kás Þriðjudagur 21. júll 1981 Ifréttir Breytingar í sambandi við G-lán Húsnæðismálastjórnar EKKI &JÁLFGEFK) AÐ MENN FÁI MU um við heimild til að skerða lán, þegar áhvilandi lán á ibúðum nema orðið eins hárri upphæð — uppfærðri og nemur nýju láni. Þessu ákvæði verður sennilega farið að beitasvona á næsta ári”, sagði Ölafur. Aftur á móti benti hann á, að eftir þvi sem áhvilandi lán hækk- andi á ibúðum ætti útborgunar- hlutfall þeirra að lækka. —HEI ■ Svo virðist sem ibuðakaup- endur megi áður en langt um lið- ur fara að vara sig á að reikna með G-lánum Byggingarsjóðs rikisins (til kaupa á notuðum ibiíðum ) sem gefnum hlut, þrátt fvrir að þeir uppfylli öll skilyrði. En til þessa hafa þeir sem eru að kaupa íbiíðir i fyrsta sinn nánast getað reiknað með þessum lánum sem vísum. Þetta hefur leitt til þess að mörg sli'k lán hvila nú orðið á sumum ibúðum — sérstaklega litlum Ibúðum, sem ganga oft kaupum og sölum ár eftir ár. ,,Ég held að þessar lánveit- ingar séu nú varla komnar út i öfgar ennþá, þar sem þau hafa aðeins verið að hluta visitölu- tryggð þar til á allra siðustu árum . En úr þessu förum við að gá að okkur”, sagði Ólafur Jóns- son, stjórnarformaður Húsnæðis- málastjórnar. „1 lögum og reglugerðum höf- Nýr áfangi hjá IBM á íslandi: I beint samband vid tölvubanka í Englandi BIBM á íslandi hefur nú náð nýjum stóráfanga i tölvuþjónustu hér á landi, sem að sögn forráða- manna fyrirtækisins mun styrkja verulega þjónustukerfi fyrir- tækisins við notendur IBM tölva. Hér er um að ræða beinan að- gang að alþjóðlegum upplýsinga- banka IBM, þar sem nyjustu upp- lýsingar um bilanir og viðgerðar- aðferðir eru sifellt til reiðu. Nú geta starfsmenn tæknideildar IBM á Islandi náð beinu sam- bandi gegnum simalinu við áður- nefndan tölvubanka i Hampshire i Englandi og fengið þaðan upp- lýsingar, sem birtast á svip- stundu á skjá hjá þeim i Reykja- vik. Starfsmenn IBM á tslandi geta nú með þessa tölvubanka sem bakhjarl notfært sér reynslu starfsbræðra sinna á tæknisvið- inu um allan heim. Á tæki sin i Reykjavik skrá þeir lýsingu á vandamálinu eða biluninni i stuttu máli, tölvan i Englandi meðtekur skilaboðin og andartaki siðar birtast á skjánum hér upp- lýsingar um sams konar tilvik, öðru landi og lýsing á þvi, kvernig sem skráð hefur verið i einhverju málið hefur verið leyst þar. ■ Sérfræöingar tæknideildar IBM á islandi i beinu sambandi viö móöurtölvuna i Englandi. Sitjandi eru Pétur Ragnarsson og Þorsteinn Þorsteinsson en hjá þeim stendur Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri. Atvinnuleysið á fslandi 0,2% f sfðasta mánuði: Mesta atvirmuleys id er á Akureyri ■ Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu i' júni s.l. voru samtals 4.438. Þetta svarar til þess að 205 ■ A fyrra helmingi þessa árs voru samtals 4.391 ný fólksbifreiö flutttil landsins. Eru það um sjö hundruð færri bifreiöar en fluttar voru inn á sama timabili i fyrra. Athygli vekur að japanskar bif- reiðar eru samtals 2.205, eöa 50,2% af þeim sem fluttar voru inn á ári. Næstar i röðinni eru sovéskar bifreiðar. manns hafi veriö skráðir atvinnu- lausir allan mánuðinn, en það þýðir 0,2% atvinnuleysi, miðað Mazda er mestinnflutta tegund- in, meö 732 bifreiðar, næst kemur Lada, meö 624, og siöan Mitsubishi meö 429 bifreiðar. Samtals voru fluttar til landsins á ti'mabilinu janúar til júni 5.147 bifreiðar bæöi nýjar og notaðar. Tilsamanburðar voru 5.752 bif- reiðar fluttar inn I fyrra. —JSG. við áætlaöan mannafla á vinnu- markaði. Samkvæmt þessu hefur at- vinnuleysisdögum fækkað um 1.252 frá þvi'i maimánuði. Þá var atvinnuleysi 0,3%. Hins vegar hefur atvinnuleysisdögum fjölgað um 969 miðaö við júnimánuö i fyrra. Þegar litið er á atvinnuástandið i landinu á fyrri helmingi þessa árs, þá hefur það verið m jög svip- að og undanfarin ár. Þannig voru að meðaltali 489 manns skráöir atvinnulausir á fyrstu sex mán- uðanuðunum i ár, samanboriö við 327 I fyrra, en 517 árið 1979. Sá staður sem sker sig úr með atvinnuleysi i ár miðað við fyrri ár, er Akureyri. Þar voru að með- altali 84 manns veriö á atvinnu- leysisskrá fyrstu sex mánuöi árs- ins. —JSG. 4.391 fólksbifreíð flutt til landsins fyrstusexmánudi ársins: Meira en helming- urinn frá Japan

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.