Tíminn - 21.07.1981, Síða 7
Þriðjudagur 21. júli 1981
■ AUKAÞINGI pólska kommún-
istaflokksins, sem sett var slðast-
liðinn þriðjudag, lauk i gær.
Margt bendir til að rétt sé að
kalla það tímamótaþing. Þingið
staðfesti þá þróun i átt til frjálsari
stjórnarhátta, sem hófst 1. jiili i
fyrra, þegar hækkun kjötverðsins
varð upphaf þeirra margháttuðu
breytinga, sem siðan hafa verið
að gerast.
SU spurning er á margra vör-
um, hvort þessi þröun fái að hald-
ast. Þora RUssar og fylgismenn
þeirra austantjalds að gefa Pól-
verjum þannig lausan tauminn?
Reyna þeir ekki að stöðva þetta
með valdi?
Þessari spurningu verður að
sjálfeögðu ekki svarað með neinni
vissu, en likur benda þó til, að
RUssar beiti Pólverja ekki valdi
að sinni fyrst þeir gripu ekki i
taumana fyrir flokksþingið. Þeir
ætli sér a.m.k. að biða um sinn og
sjá hver framvindan verður.
Frá sjónarmiði RUssa hlýtur
þessi afstaða að teljast hyggileg.
Innrás i' Pólland myndi geta haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
þá sjálfa. HUn gæti kostað þá
blóðug átök, bæði við pólska her-
inn og pólskan almenning. HUn
myndi leggja þeim á herðar
■ Kania býður Viktor Grishin, fulltrúa rússneska Kommúnista-
flokksins, velkominn til þingsins.
Tfmamótaþingi
lokið íVarsjá
Efnahagsöngþveitid er mesta hættan
mikla efnahagslega byrði, sem
þeir eru illa færir um að bæta á
sig. Spennuslökun yrði endanlega
Ur sögunni og vigbUnaðarkapp-
hlaupið myndi magnast meira en
nokkru sinni fyrr.
RUssar vinna hins vegar margt
með þvi' að sitja hjá og biða. Tak-
ist hinar stjórnarfarslegu breyt-
ingar i Póllandi, án þess að
tengslin milli Póllands og Sovét-
rikjanna rofni, getur sambUð
landanna orðið traustari en fyrr.
HUn byggist þá á landfræðilegum
og efnahagslegum forsendum, en
ekki þvingun, eins og nU. Það er
vafalftið vilji þeirra, sem fara
með völdin i Póllandi nU, að rjUfa
ekki þessi tengsli, enda samrým-
ast þau hagsmunum Pólverja af
mörgum ástæðum.
Þá myndi það gefa spennuslök-
un i Evrópu nýtt lif, ef stjórnar-
hættir fengju að þróast i frjáls-
lyndari átt i Póllandi án þess að
RUssar gripu til valdbeitingar.
Likur fyrir samdrætti vigbUnaðar
myndu aukast. RUssar gætusnUið
sér að þvi af meira kappi að bæta
lifskjörin heima fyrir, en kröfur
um það aukast ekki siður i Sovét-
rikjunum en annars staðar.
En óttast ekki RUssar, að Pól-
verjar veiti öðrum austantjalds
þjóðum fordæmi og svipuð þróun
gerist hjá þeim? Margir frétta-
skýrendur telja þetta ástæðulaust
að sinni. Meðan Pólverjar hafi
ekki náð tökum á efnahagsmálum
sinum, muni aðrar austantjalds-
þjóðir ricki sækjast eftir að fylgja
islóð þeirra. Þetta gætihins veg-
ar breytzt eftir 4-5 ár, ef Pólverj-
ar réttu við á efnahagssviðinu.
EN ÞÓTT Pólverjar þurfi
sennilega ekki að óttast rUss-
neska innrás að sinni, vofir mikil
hætta yfir þeim. HUn stafar frá
þvi efnahagsöngþveiti, sem rikir i
landinu.
Matvælaskortur er mikill i Pól-
landi og fer vaxandi. Biðraðir
laigjast dag frá degi við mat-
vörubUðir. Margvislegar nauð-
synjar aðrar skortir, t.d. hrein-
lætisvörur. Úr þessum skorti
verður ekki bætt fyrst um sinn.
Til viðbótar þessu, boðaði Kania á
fldiksþinginu að verulegar verð-
hækkanir á neyzluvörum væru
óhjákvæmilegar. Hjá þvi yrði
ekki komizt að rýra h'fskjörin,
a.m.k. hjá þeim, sem teldust bet-
ur settir.
Tæplega þriggja klukkustunda
ræða, sem Kania hélt við setningu
þingsins, var hreinn raunalestur.
Þjóðarframleiðslan hefði farið
stórminnkandi 1979 og 1980 og
myndi enn minnka á þessu ári.
HUn yrði nU svipið og hUn var
1975. Björtustu vonir væru þær,
að vænta mætti nokkurs bata eftir
3-4 ár.
Kania sagöi að alger endurnýj-
un atvinnulifsins yrði að eiga sér
stað. Margar verksmiðjur kynni
að þurfa að leggja niður. Endur-
skipulagning og hagræðing iðnað
arfyrirtækja gætu leitt til aukins
atvinnuleysis um stundarsakir.
Mestu áherzlu yrði að leggja á
eflingu landbUnaðar, neyzluvöru-
iðnaðar og kolaframíeiðslu. Þetta
yrði hægara sagt en gert, þvi að
f járfesting yrði að dragast saman
á yfirstandandi ári sökum af-
borgana á skuldum, sem hefði
verið stofnað til i stjórnartfð
Giereks.
Bersýnilegt er af þessu öllu, að
Pólverjar þurfa á mikilli hjálp að
haida, ef þeir eiga að rétta Ur
kUtnum.
EN HAFA þeir þrek og þolin-
mæði til þess að rétta við efna-
haginn? I þessu sambandi beinist
athygli einkum að fyrsta lands-
fundi óháðu verkalýðssamtak-
anna, Samstöðu, sem kemur
saman i Gdansk 31. ágUst. Þar
verður landssamband þeirra
formlega stofnað.
Innan Samstöðu gætir nU vax-
andi ágreinings. Lech Walesa og
fylgismenn hans vilja fara gætj-
lega I sakimar og taka tillit til
ástandsins. Aðrir vilja gripa til
róttækari aðgerða og beita verk-
fallsvopninu i tima og ótima.
Þegar formannskjör fór nýlega
fram i félagi Samstöðu i Gdansk
fékk Lech Walesa mótframbjóð-
anda. Walesa fékk 362 atkvæði, en
keppinautur hans 183.
Þetta þykir sýna, að andstaða
gegn stefnu Walesa er að magn-
ast. Af þvi' getur leitt, að ekki
verði ráðið við efnahagsöngþveit-
ið og RUssar kunni af þeirri
ástæðu að hlutast meira til um
pólsk málefni en ella.
Það erdæmi um breytingarnar,
sem eru orðnar innan KommUn-
istaflokksins, að um 80% fulltrU-
anna, sem voru alls 1955, höfðu
ekki átt sæti á flokksþingi áður.
Milli 70-80% af hinum gömlu mið-
stjórnarmönnum féllu við full-
trUakjörið. Mikill meirihluti
þeirra, sem eiga sæti i hinni nýju
miðstjórn, hafa ekki átt þar sæti
áður. Bæði féllu hinir fyrri mið-
stjórnarmenn og auk þess var
fjölgað imiðstjórninni Ur 144i 200.
Meirihluti miðstjórnarmanna eru
verkamenn og bændur.
I hinni nýju framkvæmda-
stjórn, sem mestu ræður i flokkn-
um, eiga 15 fulltrUar sætii stað 11
áður. Aðeins fjórirþeirra áttu áð-
ur sæti i framkvæmdastjórninni.
Þrirþeirra eru Kania, Jaruzalski
og Olszowski.
Við formannskjörið á þinginu
fékk Kania rUmlega 2/3 hluta at-
kvæða. Hann hafði einn kepp-
anda, en sá var fylgismaður hans.
Stungið var upp á mönnum Ur
vinstri armi og hægri armi
flokksins til að gefa kost á sér, en
þeir skoruðust undan.
Flokksþingið þykir sigur fyrir
Kania og stefnu hans. Þó þótti
miðstjórnarkjörið sýna, að Jaru-
zelski nýtur meira fylgis. Hann
fékk þá 1615 atkvæði en Kania
1355.
Þórarinn Þórarínsson,
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttirl
Israelsmenn réðust
inn í Libanon í gær
■ ísraelski herinn réðist i
gær inn i Libanon, jafnframt
þvi að israelskir fallbyssubát-
ar héldu uppi skothrið á stöðv-
ar Palestinumanna i sunnnan-
verðu landinu. 1 fréttum frá
Libanon i gær sagði að harðir
bardagar hefðu staðið milli
israelsku hersveitanna og
Palestinumanna og hefði
mannfall orðið á báða bóga.
Araíat, leiðtogi Frelsis-
hreyfingar Palestinu, PLO,
sagði i gær að styrjöld væri
hafin á milli Israela og
Palestinumanna og að
Palestinumenn myndu verjast
árásum tsraela af hörku, þvi
þeir væru ekki reiðubUnir að
gefast upp.
tsraelar hafa undanfarna
daga undirbUið innrás sina i
sunnanvert Libanon og i loft-
árásum i siðustu viku eyði-
lögðu þeir margar brýr sem
birgðaflutningaleiðir
Palestinumanna iiggja um.
Palestinumenn og hersveitir
vinstri manna i Libanon áttu i
gær i bardögum við sveitir
tsraelsmanna, sem reyndu að
ganga á land i Libanon, en
fregnir herma að tsraels-
mennirnir hafi orðið að hverfa
frá.
Arafat sakaöi i gær Banda-
rikjamenn um að hafa hvatt
tsraelsmenn til árása á stöðv-
ar Palestinumanna i Libanon
að undanförnu.
Palestinumönnum hefur
þegar borist stuðningur frá
stjórnvöldum i ýmsum araba-
rikjum. Meðal annars hefur
konungur Saudi-Arabiu sent
þeim tuttugu milljónir banda-
rikjadala að gjöf og lagði
rikisstjórn Libanon þeim til
jafnháa upphæð. Þá hafa Alsir
og fleiri arabariki heitið að
koma Palestinumönnum til
aðstoðar.
Philip Habib, sérlegur
sendimaður Reagans Banda-
rikjaforseta i Mið-Austurlönd-
um, sagði i gær að vissulega
væri ástandið þar á svæðinu
mjög uggvænlegt, en engu að
siður hefði hann góðar vonir
um að takast mætti að koma á
vopnahléi.
Annar bandariskur em-
bættismaður sagði i gær, að
bandarisk stjórnvöld væru
vongóð um að unnt reyndist að
semja um vopnahlé þegar i
dag.
Jafnframt átökunum við
Palestinumenn héldu Israelar
áfram ioftárásum sinum á
Libanon i gær og vörpuðu þá
meðal annars sprengjum á
stöðvar i landinu sem
Palestinumenn hafa notað til
að skjóta eldflaugum frá á
skotmörk i lsrael.
■ Þrátt fyrir dökkt útlit virtust menn bjartsýnir á að vopnahlé
næði fram að ganga i dag.
Flokksþinginu
í Póllandi lokið
■ Einhverju sérkennilegasta
þingi kommUnistaflokks i
Austur Evrópu, sérstöku
aukaþingi pólska kommUn-
istaflokksins, sem staðið hefur
undanfarið i Varsjá, lauk i
gær.
A þinginu kusu þingfulltrUar
nýja miðstjórn flokksins, svo
og formann, samkvæmt nýj-
um reglum um leynilegar
kosningar, sem ekki eiga sér
hliðstæðu austantjalds. Hin
nýja miðstjórn flokksins kaus
sér siðan fimmtán manna
framkvæmdaráð, einnig með
leynilegum kosningum, og
voru aðeins sex þeirra, sem
áður áttu sæti i nefndinni,
endurkjörnir. Hið sama hafði
þegar gerst i kosningum tii
miðstjórnar, að aðeins fáeinir
meðlimir fyrri miðstjórnar
voru endurkjörnir.
Kania, formaður pólska
kommUnistaflokksins, var
endurkjörinn leiðtogi hans,
með yfirgnæfandi meirihluta,
þrátt fyrir mörg mótframboð.
A þessu þingi flokksins voru
afgreiddar nýjar tillögur að
stjórnarskrá flokksins, sem
sendar verða miðstjórn hans
til umfjöllunar og samþykkt-
ar. Þessi nýja stjórnarskrá
mun meðal annars fela i sér
mun sterkari ákvæði um
heimildir hennar til einhliða
ákvarðanatöku.
Nokkurrar gagnrýni hefur
orðið vart á störf þingsins,
bæði frá þeim sem þykir þing-
ið ekki hafa afgreitt ályktanir
um efnahagsmál og önnur
vandamál Pólverja, sem lik-
legar væru til að stuðla að
lausn vandamálanna.
BRETLAND Umhverfismálaráðherra bresku rikisstjórnarinn-
ar hélt i gær til Liverpool, til að reyna að kanna ástand efnahags-
mála og hUsnæðismála i fátækrahverfum þar, en slæmt ástand
þeirra mála er talið eiga stóran þátt i óeirðunum á Bretlandi
undanfarið.
SVISS:Sprengja sprakk i járnbrautastöð við alþjóðaflugvöllinn I
Zurich i gær. Nokkrir særðust i sprengingunni, en enginn týndi
lifi.
ÍTALÍA: Mehmet Ali Agca, Tyrkinn, sem reyndi að ráða
Jóhannes Pál páfa II. af dögum i maimánuði siðastliðnum, kom
fyrir rétt i gær. Verjandi Agca reyndi að fá dómstólinn Urskurð-
aðan óhæfan til að fjalla um mál skjólstæðings sins, þar sem
hann gætiekki fjallað um glæpi framda i Vatikaninu, en þvl var
hafnað.
BRETLAND: Þriðjungur þess fisks sem Bretar neyta er i dag
seldur i „Fish and chips” matsölustöðum.