Tíminn - 21.07.1981, Side 8
8
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grímur Gislason. Skritstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af-
greiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins-
son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson.
Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi
Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdottir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (iþróttir). Otlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Áskriftargjaldá mánuði: kr. 80.00— Prentun: Blaðaprent h.f.
Á að stytta út-
sendingu útvarps
og sjónvarps?
eftir Kristján Jónsson, Snorrastöðum
Forkastanleg
sértrúarstefna
Baráttan fyrir jafnrétti allra einstaklinga er
ein af göfugustu hugsjónum mannanna, sem
margir hafa fórnað öllu, jafnvel lifi sinu, fyrir.
Fullkomið jafnrétti er að visu draumur, sem
virðist mjög fjarlægur þeim veruleika sem blasir
við þegar litast er um i heiminum i dag. Engu að
siður er jafnrétti það markmið, sem stefna verð-
ur að — draumur sem hlýtur að knýja menn
áfram til að ná árangri.
Misrétti i einni aða annarri mynd er að finna i
flestum löndum heims. Fólk er ofsótt m.a. vegna
hörundslitar, trúar og pólitiskra skoðana. Um-
burðarlyndi er oft af skornum skammti hjá þeim
sem völdin hafa. Og það hefur margsannast i
skóla reynslunnar, að hatur elur af sér hatur, of-
beldi leiðir til frekara ofbeldis.
I hugum flestra íslendinga er hatur og ofbeldi
af þvi tagi, sem er daglegt brauð viða i hinum
svokallaða þriðja heimi, sem lagði fátækrahverfi
bandariskra stórborga i rúst i reiðiöldunni miklu
fyrir einum og hálfum áratug, og sem nú veldur
þvi að borgir brenna á Bretlandi, fjarlæg mar-
tröð, sem aðeins er lesið um i blöðum.
íslendingar eru lausir við slikt ástand fyrst og
fremst vegna þess, að hér á landi rikir almenn
velmegun og meira efnahagslegt jafnrétti en við-
ast hvar annars staðar. Efnahagslegt misrétti,
þar sem sumar stéttir vaða i peningum á sama
tima og aðrir hópar draga fram lifið þegar best
lætur á atvinnuleysisstyrkjum, er meginorsök
þeirra ofbeldisverka, sem fréttir berast nú af
m.a. frá Bretlandi.
Það er svo auðvitað ekkert nýtt, að ómerkilegri
stjórnmálamenn nýti sér örvæntingar- og reiði-
aðgerðir fátæklinga i Bretlandi til þess að koma
ofstækisfullum meinlokum sinum á framfæri.
Einn slikur er Enoch Powell, sem vitnað var til i
forystugrein Visis um daginn. Sá maður hefur i
mörg ár barist gegn dvöl umtalsverðs hluta
breskra þegna i Bretlandi á þeirri forsendu, að
litarháttur þeirra er dekkri en hans sjálfs. Powell
hefur reynt að gera þeldökkt fólk i Bretlandi að
sökudólgi fyrir flestu þvi, sem miður fer þar i
landi. Áróður hans minnir óneitanlega á það,
hvernig Gyðingar voru gerðir að sökudólgi i
Þýskalandi og fólk af indverskum ættum i Ug-
anda.
Slik vinnubrögð hljóta allir að fordæma og
beina spjótum sinum að hinum eiginlega söku-
dólg, sem i Bretlandi er sú ihaldsstjórn, sem læt-
ur sig meiru skipta kennisetningar úr bókum
kreddutrúarmanna en mannlega velferð. Þar
hefur verið framkvæmmd leiftursókn gegn lifs-
kjörum þeirra, sem lakar eru settir i þjóðfélag-
inu, undir merki ofstækisfullrar efnahagsmála-
stefnu, sem hlýtur að leiða af sér hörmungar eins
og allar slikar sértrúarstefnur hafa gert.
Gegn slikum öfgastefnum hljóta allir réttsýnir
menn að snúast. Og sömuleiðis gegn þeim póli-
tisku glæframönnum, eins og Enoch Powell, sem
reyna að nota örvæntingarverk fátæklinga til að
afla forkastanlegum kynþáttaskoðunum sinum
fylgis. Eða hvað?
—ESJ.
NU er töluvert rætt um stytt-
ingu Utvarpsdagskrárinnar og
mjög á einn veg. Útvarpsráð lýsti
yfir harmi sinum með þá
ákvörðun, þ.e.a.s. sá hlutinn sem
tók þann kostinn. Nokkur hluti
þess ágæta ráðs vildi ekki tengja
nöfn sin þeirri skipan og sat hjá.
Mikið er haft á oddinum að hlutur
aldraðs fólks sé óheppilega fyrir
borð borinn með þessari breyt-
ihgu þvi' það hafi að jafnaði ekki
mikil tök á að afla sér annars
fróðleikseða skemmtunar, margt
svo að segja bundið sinu sæti.
Af þvi að ég er nU mjög nálægt
hinum miðja tug hins niræða
aldurs hlýt ég að mega leggja hér
orð i belg. Já, hUn riður ekki veið
einteyming umhyggjan fyrir
okkur gamla fólkinu, þvi þing-
flokkur heils stjórnmálaflokks —
Alþýðuflokksins — gerði sam-
þykktir hér um. Sögðu þeir þing-
menn að með styttingunni væri
hrapalega svikin þjónustan við
gamalmennin. Meira að segja
birti sjónvarpið mynd af öllum
þingm annahópnum.
Það er mála sannast að mig
kámaði uppi, eins og fólk sagði
gjarnan i gamla daga þegar það
hlýddi á takmarkalaust oflof um
sjálft sig eða yfirlýsingu um
óverðskuldaðan velvilja I sinn
garð. Það bjargaði nokkru aö i
yfirlýsingunni voru fólgin dálitil
hnjóðsyrði í garð hinnar ótuktar-
legu rikisstjórar sem hafði mesta
menningartæki þjóðarinnar i
fjársvelti. Það læddist sá grunur
að mér að leikurinn væri aö sumu
leyti gerður til aö klekkja á þess-
ari stjórn. Svo höfum við gamla
fólkið atkvæðisrétt ef við tórum
til kosninga.
Stytta ber dagskrána
Enþað er best að hætta þessum
vangaveltum og láta i ljós mina
skoöun á málinu og hiín er sil að
biöjaUtvarpsráð að fýllast ekki af
neinum trega þö stytta þurfi bæði
hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá
og ég myndi hiklaust leggja til að
svo væri gert þó að engin fjár-
hagsvandræði væru. Það stappar
nærri að segja megi með réttu að
það sé fáránleg fjarstæða aö telja
það nauðsynlega og heilbrigða
þjónustu við fólkið að Utsendingar
séu í sibylju sem allra lengstar.
En leyfið mér áður en lengra er
haldið að dvelja smá stund við
þetta orð — þjónusta. NU heyrist
aldrei talað um hjálp, aðstoð,
fyrirgreiðslu eða uppfylling óska.
Allt er þjónusta. Það er dálitið
kaldhæðnislegt að klæmast svona
heiftariega á þessu eina orði nU á
dögum, þegar við borð liggur að
enginn vilji neinu þjóna nema
sjálfum sér og mistakist það
hremmiiega mörgum hverjum.
Höfum bara gott af
hleum
En vikjum aftur að Utvarpinu
og gamla fólkinu. Það fólk sem er
sjUkt eða sljótt hefir ekkert með
sifellda sýningu, hljómlist eða
orðræður að gera. Má vera að það
veiti fró litla stund en alls ekki
lengi. Hittsem er nokkurnveginn
bratt andlega og likamlega hefur
bara gottaf hléunum. Það er bæði
ungum og öldnum hollt að lifa
svolitið með sjálfum sér án þess
að liggja undir sifelldri utanað-
komandi mötun. Og ekki spillir
það að hlakka til þegar Utsending
hefst.
Allir vita hve börnum er öhollt
að ofmatast af sælgæti, það
verður þeim varla neitt gómsætt
og þau fara að fUlsa viö sumu og
heimta það sem ekki er til staðar
þá stundina. Ég held að fólki sé
ekki ólikt farið viðvikjandi öllu
útvarpi aö það fái einhvern
matarleiða ef mikið er á það
boriö. ,,Það verður að hafa i þvi
sáran sult”, sagði gamli bóndinn
um hrUta og annan innigjafa-
fenað sem fóðraðist stundum hálf
illa ef trað gefið var. Hætti það þá
aðéta nemalungann Ur heyinu og
þaö með ólyst. En þessi bóndi var
ekki i vandræðum með fóðrunina.
Ég held að njótendum sjónvarps
og hljóðvarps væri bara hollt aö
finna svolitiö til svengdar. Mér er
heldur i' nöp við sjónvarpslausan
dag og langt hlé að sumrinu, þó
sjálfeagt sé að þola skynsamlegt
sumarfri, þvi eflaust er vand-
kvæðum bundið að fá gott afleys-
ingarfólk. En dagleg stytting er
sjálfsögö. Ærið mörgu gömlu
fólki er fátt ver gert en að halda
þvi vakandi framundir og stund-
um framyfir miðnætti. A.m.k.
sjónvarp ætti þvi aldrei að standa
fram yfir kl. ellefu á kvöldin.
NU munu menn e.t.v. halda að
hér skrifi maður sem yfirleitt
snUi baki við þessum fjölmiðlum
og hafi litinn áhuga á þvi sem þar
erflutt Þaðeræðilangt frá þvi að
svo sé. Ég er óbetranlegur sjón-
varpsglápari og vil helst ekki af
neinu missa. Tapa ég þvi oft
ágætu efni i hljóðvarpinu sem
mig fýsir lika að heyra, en skert
heyrn og förluð eftirtekt koma i
sameiningu i veg fyrir að ég geti
notið hvoru tveggja i senn. Ekki
er fyrir það að synja að eftir á
finnst mér stundum að betur hefði
verið óglápt.
,.Svo margt sinnið sem
skinnið”
Heyrt hef ég fólk, sem hefir
mikinn áhuga á að fylgjast með
öllu er sýnt er og sagt i þessum
fjölmiðlum, segja að réttast væri
að hafa ekki nema annað i gangi i
einu. Loka beinlinis fyrir hljóð-
varpið meðan sýnt er i sjónvarpi.
Ég býst nU við að þessi uppá-
stunga fái ekki mikinn hljóm-
grunn en engin fjarstæða finnst
mér það vera.
Astæðulaust finnst mér þó að
áfellast Utvarpsráð eða dagskrár-
gerðarmenn. Oðrum kann að
hafa þótt gaman. „Það er svo
margt sinnið sem skinnið”.
Og ekki get ég bUist við að
öllum þætti vel valið ef ég væri
dagskrárstjóri i klukkustund.
Ómögulega get ég þó sætt mig við
að óbrjáluðu fólki skuli hafa verið
ætlað að horfa á diskókeppnina
sér til ánægju. Og sjálfsagt hefir
setið þarna á bak við hópur
manna — dómararnir — til að
dæma um verðlaunin, rétt eins og
um væri að ræöa listhlaup á
skautum eða kvennafimleika sem
ereitthiö fegursta sem maður sér
i mannlegum hreyfingum.
Minna má á það að með sifelld-
um utan að komandi són i eyrum
ogsýningum fyrir augum er nær
þviloku fyrirþað skotið aö sá sem
áhlýðir og horfir geti fest nokkra
Moldarfélag
utanbæjarmanna
eftir Jónas Guðmundsson, rithöfund
Eitt vinsælasta félags-
málastúss er menn taka
sér nú fyrir hendur, er
stofnun sérstakra moldar-
félaga. Hámenntaöir
menn, menningarfrömuðir
og heildsalar, taka höndum
saman, og stofna moldar-
félög, sem ýmist vilja enga
mold, eða vilja hafa alla
mold kjura á sínum stað,
rétt eins og það sé nú nýr
siður i landinu að færa eitt
og eitt moldareyki úr stað,
til hægðarauka.
Fyrra moldarfélagið var
stofnað í vor, vegna þess að
nokkrir menn höfðu fengið út-
mældar byggingarlóöir, þar sem
fimm til átta mannhæðir voru
ofan á fast. Þessir menn stóðu i
dæluvatni upp i háls og hrópuðu á
yfirvöld sér til hjálpar, til að
losna við moldarfjöllin, sem hlað-
ist höfðu upp kringum mógröfina,
sem átti einhvern tima að verða
húsagrunnar.
Þeir voru sumir löngu komnir
niður fyrir stórstraumsfjöruborð,
i greftrinum óg þar eftir höfðu
þeir að sjalfsögðu, eignast alveg
nýjan andstæöing, sem sé sjálft
Atlantshafið, sem streymdi inn á
gröf þeirra og þjáningu.
Andaöi það þunglega með hás-
um sogum á flóði og fjöru, og á
ögurstund fjörunnar, reyndu
menn að krafla upp fáeinar fötur
af mold, sem svo aö sjálfsögðu
bættust við fjallið, og leit nú Eiðs-
grandadælan út eins og þar hefðu
fallið atómsprengjur frá Kóla
skaganum, eða hvað það nú heit-
ir, sem Rússar nefna sinn hluta
Norðurlanda, ef frá er talin her-
stöðin i Keflavik.
Borgaryfirvöld voru vist ekkert
sérlega fljót til að koma þessum
votu gröfurum til hjálpar, en sáu
i