Tíminn - 21.07.1981, Page 12
Barby—dúkkur—föt—bilar—húsgögn
Fisher-Price leikföng
Gangan upp á Snækoll getur reynt á þolrifin, enda oft erfitt aö sækja á brattann
W& i \ mm j
jK1:"
Skfbaskólinn i Kerlingafjöllum. Timamyndir Kás og MGÞ
\ stærðir
Brúðuvagnar
Póstsendum
Leikfanga
húsið Simi 14806
SkólavöróustíglO
KRAFT
V<ftAFTj
tw ----4
tchui
mato
er grunnvara
^ Kaupfélagið
■ — Orillur mun hann heita klettadrangurinn sem áö er við, áöur en
lagt er á siöasta brattann upp á Snækoll.
• bað er varla fyrr en á allra
siðustu árum aö hægt er að fara
að tala um þaö sem áráttu hjá ts-
lendingum að renna sér á tveimur
jafnlöngum spitum niöur brekkur
þegar snjór leyfir. t dag er þessi
árátta hins vegar komin á það
stig, og orðin það almenn, að þeir
sem ekki eru haldnir henni á
einn eða annan hátt fara senn að
flokkast til undantekninga.
M.ö.o. ekki fer á milli mála að
skiöaáhugi mörlandans hefur vax
iö upp úr öllu valdi á hinum sið-
ustu og verstu timum, með þeim
afleiðingum að við sem áður und-
um okkur vel, og hæfilega mörg, i
skfðabrekkunum komumst þar
varla lengur fyrir, fyrir áhuga
annarra skiöamanna. bað mál
stendur hins vegar til bóta, þar
sem töluverðu fé er varið árlega
til að bæta og fullkomna aöstöö-
una á helstu skiðastöðunum. Mið-
ar allt að því að sem flestir geti
unað sem glaðastir viö sitt, án
langra lyftubiöraða, i skiða-
brekkum við sitt hæfi.
Hitt er öllu meira vandamál,
sem ekki er fyrirséð aö leysist al-
veg i bráð, sem eru þeir duttlung-
ar snjókornanna aö láta fyrst sjá
sig um miöjan vetur. Og það sem
verra er. Hafa þar aðeins stutta
viödvöl i brekkunum eða tæplega
fram á mitt vor, og stundum
skemur, áður en þau ganga á vit
lausnara sins i formi leysinga.
Meö útsjónarsemi má þó sjá viö
þessum duttlungum. bvi er nefni-
lega þannig háttað, ekki spyrja
mig hvers vegna, að sumstaðar
eru snjókornin meö rólegra móti
en annars staðar, þannig að þau
gleyma þvi að þeirra vitjunartimi
erá vorin. Á þeim stöðum raskast
ró þeirra ekki fyrr en vel er liðið
að hausti. A enn öðrum stöðum,
likast til snjókornaskaparans út-
völdu löndum, ræður gleymskan
rikjum hjá snjókornunum og þau
færa sig ekki um hænufet, þegar
þau eru á annað borð þangað
komin.
Slikir staðir eru sem Eden-
lundir snjóþyrstra skiðamanna á
sumrin, sem ellegar þurfa að biða
heilu og hálfu árin milli þess sem
þeir fá svalað skiðaútþrá sinni.
A.m.k. tveir staðir eru þessu
marki brenndir hér á landi og
hafa nýtst islenskum skiðamönn-
um sem aldeilis frábær skiðalönd
yfir hásumarið. betta eru skiða-
svæðin i Langjökli og svo Kerl-
ingafjöll.
bað er siðarnefndi staðurinn
sem ætlunin er að gera einhver
skil, ekki rækileg, hér á eftir.
betta er sjálfsagt eini staöurinn
i hérlendis sem hægt er aö kalla
meö góðri samvisku skiðaparadis
yfir sumarið.
Aðstaöan hefur farið árbatn-
andi á þvi tuttugu ára timabili
sem liðið er siðan aö Kerlinga-
fjallaævintýrið hófst. Nú er svo
komið að þar er nánast ekki hægt
aö kvarta yfir neinum hlut a.m.k.
ekki svo heitið geti.
Kerlingafjöllum hefur á sinum
tima veriö komið fyrir hér um bil
upp á miðju hálendiúu, nánar til-
tekið á Kili vestan Hofsjökuls, og
þar standa þau enn. Snækollur
skagar þeirra sinu hæst upp i loft-
ið, eöa næstum þvi einn og hálfan •
kilómeter aö þvi er landabréfið
segir. Næstur honum að hæð
kemur Loðmundur, og munar þar
ekki á nema tæpum fimmtiu
metrum. Aðrir tindar i fjallaklas-
anum eru þaðan af lægri.
baö er misskilningur ef einhver
heldur að lengur en drykklanga
stund taki að aka þarna upp eftir,
þó fjöllin séu að visu nokkuð úr
venjulegri alfaraleið. Keyrslan
tekur aðeins örfáa tima, eða 3—4
klukkustundir, allt eftir þvi
hvernig liggur á ökumanninum,
og ekki siður hvernig bifreiðin
liggur á veginum.
Undirritaöur hefur haft það
fyrir venju undanfarin ár að fara
með friðu föruneyti a.m.k. einu
sinni á sumri upp i Kerlingafjöll.
Ekki var brugðið út af þeirri
venju i ár frekar en hin fyrri.
Fyrsta helgin i júli verður ávallt
fyrir valinu til slikra feröalaga.
Aö venju. Enda ólygin reynsla
leitt það i ljós að veðurfar er með
eindæmum gott þá daga, aö þvi er
viröist óháö æðri máttarvöldum
og veðurfræöingum. Nema þá
þessi fyrirbæri séu með i plottinu.
En þetta er auðvitað leyndamál,
sem ekki eru ætlast til aö fari
lengra.
Hekla gamla geröi Kerlinga-
fjöllum og skiðaiðkendum þar
mikinn grikk sl. sumar, meö þvi
aö taka upp á þvi aö gjósa, svona
óforvandis. Askan sem þá lagðist
yfir svæðið varð til þess aö óvænt-
ur endir var settur á skiðatima-
biliö, nema fyrir allra hörðustu
skiðamennina.
Sem betur fer gætir áhrifa ösk-
unnar litiö nú i sumar I Kerlinga-
fjöllum. Að visu bregður svartri
slikju fyrir i snjónum sumsstaðar
en hún hefur engin áhrif á skiða-
færið i fjöllunum sem er með
besta móti. Hins vegar mun þetta
verða til þess að snjórinn bráðnar
hraðar en ella, en það á ekki að
koma að sök þar sem hann er yf-
irdrifinn þar uppfrá.
Nú eru þrjár skiðalyftur upp-
settar i skiðabrekkunum. Eru
þær yfirleitt flestar i gangi yfir
háannatimann. bá er ekki heldur
úr vegi að bregða sér i göngutúr
upp á Snækoll, sem nefndur var
hér að framan. Af honum sést vitt
tilallraátta.Skemmtilegaster þó
að renna sérniöur að „kollnum”.
Á kvöldin i Kerlingafjöllum er
ýmislegt gert sér til dundurs. Yf-
irleitt eru haldnar kvöldvökur þar
hvert einasta kvöld, og um helgar
er slegið upp sveitaballi. Eftir
balliö er ágætt aö bregða sér sem
leið liggur norður á Hveravelli.
Liggja þar i lauginni heitu um
tima, og láta þreytu dagsins liöa
úr sér. Ekki sakar að hafa með | — Að & leiðinni upp á Snækoll.
sér dálitið af hóstamixtúru i laug-
ina, svo ferðalöngunum verði
ekki meint af striplinu.
Aö sögn Valdimars örnólfsson-
ar, eins af forsprökkunum i Kerl-
ingafjöllum, er nú nær uppselt i
allar ferðir i Kerlingafjöll i sum-
ar. bó mun vanta nokkuð upp á að
fullt sé i allar helgarferðirnar.
Um helgar er upplagt fyrir skiöa-
menn að aka upp eftir á eigin bif-
reiðum, og notfæra sér þá aðstöðu
sem þar er fyrir hendi. Betra er
aö vera á fyrri skipunum i þvi
efni, þar sem skiðatimabilinu i
fjöllunum lýkur i lok næsta mán-
aðar. _ Kás
■ — Aleiöuppilyftunni.Þettaerlengstaskiöalyfta i Kerlingafjöllum.
■ — Eftir ball er oft gott aö brenna noröur á Hveravelli og fá sér gott ■ — Hvers virði væri landsiag ef þaö héti ekki neitt? Kári Jónasson, fréttamaöur á útvarpinu, bendir
heitt bað. hvað hann getur á örnefni, enda viðsýnt til allra átta upp á Snækoll i
■ — Valdimar örnólfsson i óða önn að kvikmynda
uppgönguna á Snækoll.