Tíminn - 30.07.1981, Side 4

Tíminn - 30.07.1981, Side 4
4 qerðum at gos- jöi. SODA-MAT idist auöveldust löskur eöa aðra ví okkar reynsla líkum flöskum. beint í 9'asl0 a Umboðsmenn Tímans Vesturland Staður: Nafn og heimili: Simi: Akranes: Guðmundur Björnsson, Jaðarsbraut 9, 93-1771 Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, Þórólfsgötu 12 93-7211 Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 93-6629' Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurösson, Engihliö 8 93-6234 Grundarf jörður: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15 Stykkishólmur: Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 ) Fimmtudagur 30. júli 1981 .■ Edouard Saouma heimsótti Rannsóknastofnun landbiinaöarins i gærmorgun. Hér kemur hann upp stigann i fylgd Dr. Björns Sigurbjörnssonar forstjóra Rannsóknastofnunarinnar, en Björn er einmitt formaður FAO nefndarinnar i islandi. — Timamynd — Ella. Edouard Saouma, adalforstjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna: „500 MILUÓNIR MANNA SVELTA” ,,Hægt að sjá þeim fjölda fyrir nægum kornmat fyrir 1% af því f jármagni sem varið er til vígbúnaðar á ári hverju” ■ „Af viðræðum minum við is- lensk stjórnvöld, viröist mér sem þau hafi skilning á vandamálum okkar og vilji styðja við starfsemi okkar”, sagði Edouard Saouma, aðalforstjóri FAO (Matvæla- og landbúnaöarstofnun Sameinuöu þjóðanna) á fundi með frétta- mönnum i gær. Saouma er hingað kominn i opinbera heimsókn i boði Pálma Jónssonar landbúnaöarráöherra, en þá heimsókn tengdi hann fundi með FAO-nefndum Noröurland- anna, sem haldinn var I fyrradag, að Hótel Sögu. Með Saouma i förinni eru fjórir aörir háttsettir starfsmenn FAO. Evrópuþing FAO hér á landi 1984 Saouma sagðist hafa þegiö boð islenskra stjórnvalda þess efnis aö halda hér á landi Evrópuþing FAO, og verður þaö haldiö hér 1984. í gærmorgun ræddi hann viö Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, Claf Jóhannesson utan- rikisráðherra og Pálma Jónsson landbúnaðarráðherra. Kynnti hann landbúnaðarráðherra svo kallaöan viðlagasjóð FAO, sem er sjóður sem i neyöartilvikum veit- ir rikisstjómum aðstoö. Mæltist hann til þessvið Pálma að Islend- ingar styrktu þennan sjóðá sama hátt og hin Norðurlöndin gera, þ.e. með matvælaframlögum. Pálmi mun hafa tekið málaleitan Saouma vel, og mun hann kynna sér máliö nánar. Við Islendingar höfum ekki styrkt þennan viðlagasjóð sér- staklega, en framlag okkar til FAO var á s.l. ári 55 þúsund doll- arar og á þessu ári verður það 80 þdsund dollarar. Norðurlöndin eru stærstu styðjendur FAO og fjármagniö sem frá þeim kemur til starfsemi FAO nemur 25% og allt upp i 80% ieinu tilviki, af fénu sem veitt er í hin ýmsu verkefni. Sagöi Saouma að þeir hjá FAO gerðu sér vel grein fyrir þvi að tsland eins og svo mörg önnur lönd ætti við efnahagsvanda að striöa nú, en hann benti einnig á að það væri ekki mikið sem FAO færi fram á, heldur aöeins það að allir legðu eitthvað af mörkunum, til þess að taka þátt i baráttunni gegn hungursneyðog vannæringu sem hrjáirnæstumfimm hundruð milljónir manns. 140 milljónir dollarar á ári Stofnunin hefur yfir að ráða fyrir árin 1980 og 1981 tæpum 280 milljónum bandarikjadala, en það hrekkur hvergi til. FAO fær þetta fjármagn frá þeim 147 lönd- um sem eru aðildarlönd aö FAO svo og fær stofnunin fjármagn frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóö- anna. Saouma gerði afskaplega áhrifarikan samanburð fyrir fréttamenn igær, þegar hann var aö dásama Island fyrir það aö vera ekki með her. Sagði hann þá: ,,Hugsið ykkur, að aö hægt væri að sjá þeim 500 milljónum manns.sem þjástaf vannæringu I heiminum, fyrir nægum kornmat allt árið, fyrir 1% þess fjármagns sem notað er til vigbúnaðar á ári hverju, en upphæðin er 5000 milljónir dollara.” > Þriðji heimurinn aðalathafnasvæðið Saouma kom inn á það hvernig starfsvið FAO hefur breyst siðan stofnuninvarsettá fót 1945. Sagði hann að fyrstu starfsárin hefði aðallega verið glimt við vanda- mál eftirstriðsáranna i Evrópu, en starfið hefði siðan smám saman, og eftir þvi sem þörfin jókstbeinst gegn hungursneyð og vannæringu Þriðja heimsins. Sagði hann að ástandið væri viða hörmulegt, en verst væri það þó i Afriku. Greindi hann frá þvi' að kornframleiðsla i 30 löndum Afriku væri i dag minni, en hún var áriö 1979. Saouma lýsti yfir ánægju sinni með heimsókn sina hingaö, og sagðist vænta mikils af Islandi i framtiðinni. Nefndi hann góö störf þeirra 19 tslenóinga, sem starfa á vegum FAO i mörgum þróunarlandanna, og sagði þá hugmynd hafa komið upp aö þjálfa hér á landi menn frá þro- unarlöndunum i sjómennsku og útgerðastörfum. Dagskrá Saouma er mjög stíf á meðan á heimsókninni stendur, en henni lýkur I kvöld meö kvöld- verðarboði Steingrims Her- mannssonar sjávarútvegsráð- herra aö Þingvöllum. —AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.