Tíminn - 30.07.1981, Side 6

Tíminn - 30.07.1981, Side 6
Fimmtudagur 30. júll 1981 stuttar fréttir Frá Súgandafirði: Þar hafa tilraunir með hafbeit á laxi gefist vel. Hafbeitin aldrei gengiö betur SÚGANDAFJÖRDUR: ■ Tilraunir með hafbeit á lax hafa staðið yfir um margra ára skeiöi botni Súgandafjarð- ar á Vestfjörðum. Undanfarin ár hafa þessar tilraunir verið geröar í samvinnu við Veiði- málastofnunina. „Þetta litur nú miklu betur út en áður”, sagði Einar Guðnason, á Suðureyri, einn þeirra sem stendur i þessum tilraunum, i samtali við Tim- ann. Nú eru gengnir um hundrað laxar á þessu sumri, en á sama tima i fyrra voru þeir taldir á fingrum manns. Á öllu sumrinu i fyrra heimtust um 130 laxar, en aðal endur- heimtutiminn er i ágúst og september, þannig að byrjun- in lofar góöu i ár. Um 7-8 ár eru siðan lón var búið til i botni Súgandafjarð- ar. 1 upphafi voru seiðin höfð i aðlögunartjörniþvi, en nú sið- ustu árin hafa þau verið geymd i flotbúrum, og hefur sú framkvæmd gefið mun betri raun en sú fyrri. Er seið- unum sleppt i þremur,hollum‘* með hálfsmánaðar millibili. Oftast hefur verið sleppt um 6 þús. sjógönguseiðum. 1 ár er hins vegar meiningin að sleppa um 9 þús. seiðum. „Það hefur komið í ljós við þessar tilraunir að sleppingar úr búrum hafa gefist miklu betur, en þegar seiðin voru höfð i aðlögunartjörn úti við ána. Það hefurkomið á daginn að skilin eru um helmingi betri úr búrum en úr tjörn- inni”, sagði Einar Guönason. „Ég er gallharður á þvi að ég tel aö þetta hafi verið I si- felldri framför hjá okkur undanfarin ár, enda erum viö nú farnir að sleppa seiðunum með meira öryggi en áður, og nú gerum við okkur betur grein fyrir þvi hverjar lik- urnar eru á að við fáum þau aftur til baka.” Meirihlutinn af þeim löxum sem fengist hafa i ár eru 2 ára og eldri, en einnig hefur nokkuð borið á fiski eftir árs- dvöl i sjó. —Kás. Ferðamanna- straumurinn með mesta móti MÝVATNSSVEIT: ■ Ferðamannastraumurinn er nú með mesta móti við Mý- vatn. Að sögn Jóns Illuga- sonar, fréttaritara Timans i Mývatnssveit, þá hafa ferða- menn, bæöi innlendir og erlendir tjaldaö mjög mikið á tjaldstæöunum við Mývatn og að undanförnu hafa bæði hótelin við Mývatn verið full- bókuð. Þrir landverðir starfa við vatnið og annast þar eftirlits- störf. Þeir munu hafa nægan starfa vegna þess hve mikill fjöldi ferðamannanna er. Aberandi er hvað fjöldi breskra og svissneskra ferða- manna hefur aukist við Mý- vatn. Þá er alltaf mikiö um franska og þýska ferðamenn við Mývatn, og að sögn Jóns er svo einnig nú í sumar. AB Mikil vinna og mikill afli STÖÐVARFJ ÖRÐUR: ■ Mikil vinna hefur veriö á Stöðvarfirði að undanförnu, þvi skuttogari þeirra Stöðv- firðinga Kambaröst hefur aflað mjög vel. Kambaröst landar nær ein- göngu á Stöðvarfirði, en nú um daginn landaði skipið i Fær- eyjum vegna þess að Stöðv- firðingar höfðu ekki undan að vinna aflann. Þrátt fyrir miklar annir viö fiskvinnsluna, þá vinna Stöðv- firðingar ekki langan vinnu- dag. Þeir vinna yfirleitt ekki framyfirkl.5 ieftirmiðdaginn i frystihúsinu, en þeir vinna bónusvinnuog gengur hún svo vel aö ekki þarf að vinna fram eftir á kvöldin. AB Hótel Reyni- hlíð staekkaö MÝVATNSSVEIT: ■ Nú er verið að stækka Hótel Reynihlíð við Mývatn, og er viðbótarálman um það bil að verða fokheld. I þessari álmu veröa 18 tveggja manna herbergi og litill veitingasalur. Reiknað er með því að þessi viðbótar- bygging verði tilbúin til notk- unar næsta sumar. Þá eru Mývetningar að reisa sérsundlaug og búnings- aðstöðu við hana. Laugin er tref japlastlaug framleidd aö Skagaströnd og verður hún 11 sinnum 25 metrar og er verið að vinna við uppsetningu hennar þessa dagana og von- ast Mývetningar eftir þvi að geta tekið hana i notkun eftir mánuðeða svo. Framkvæmd- um við búningsaðstöðuna er lokið, þannig að Mývetningar og gestir Mývatnssveitar þurfa ekki að biða þess lengi að geta fengið sér sundsprett við Mývatn. AB fréttir Fasteignamarkaðurinn: „MIKUR PENING- AR Nð í IIMFERD” I „Það sem mér finnst alltaf áberandi er hve miklir peningar eru i umferð og, það sem alltaf gerist þegar framboðið svarar ekki til eftirspurnar, er aö veröið hækkar”, sagði Jón Guömunds- son, einn af fasteignasölum borg- arinnar. Timinn hafði samband við nokkra fasteignasala til að leita álits þeirra á orörómi um miklar verðhækkanir á ibúöum að undanförnu. Jón sagði sérstaklega hafa bor- ið á hækkunum 4—5 herbergja eigna. Áberandi væri, hve litið sé núá markaðinum af þvi sem kall- aðar eru góðar eignir, sem þýði aftur að góðar eignir hafi að undanförnu selst á hærra verði en þær komi jafnvel til með að gera eftir einn til tvo mánuði, ef fram- boð skyldi aukast að marki á þeim tima. Fleiri fasteignasalar voru svip- aðrar skoðunar. Verðið hafi þok- ast upp á við upp úr áramótunum og siöan komið nokkurt stökk i júnímánuði vegna mikillar spennu á markaðinum. Jafnframt voru fleiri þeirrar skoðunar að verulega hafi ræst úr fjárráðum fólks. Siðari hluta s.l. árs hafi orðið vart mikillar tregðu, svo og þess að fólk hafi átt erfitt með að standa i skilum. Þetta sé nú gjörbreytt. —HEI ■ „Sögunætur”, skemmtikvöld hvert föstudagskvöld í Súlna- sal Hótel Sögu, eru sannkölluð sælkera- kvöld sem eiga fullt eins mikið erindi til islend- inga sem erlendra ferðamanna. Sá sem á heiðurinn af fjöl- breyttum og nýstárlegum mat- seðli þessara kvölda er yfirkokk- urinn Sveinbjörn Friðjónsson, og er skemmst frá þvi að segja, að honum tekst frábærlega vel upp. Um það bil 30 réttir á fagurlega skreyttu hlaðborði eru matseðill kvöldsins auk fjölda osta og skyr- rétta i ábæti. Allir eru réttirnir úr islensku hráefni og i kjötréttun- um er lambakjötið okkar góða uppistaðan. Sérstaklega ljúffengt var innbakað, fyllt lambalæri. Þá var mikið nýnæmi i þvi aö bragða hrátt hangikjöt, sneitt örfint og borið fram með eggjahræru. Köldu fiskréttirnir og djúpsteikta ýsan smökkuðust einnig svo vel, ■ Birna Bjarnadóttir leiöbeinir gestum Sögunótta varðandi veislu- borðið og I baksýn má sjá matreiðslumeistarann Sveinbjörn Friðjóns- son. Sögunaetur — sann- kölluð sælkerakvöld að ástæða er til að nefna þá sér- staklega Fyrir borðhald kynnir Birna Bjarnadóttir réttina og bendir á þá rétti sem matreiðslumeistar- inn mælir sérstaklega með. ® Fllkurnar úr íslenskri ull, sem kynntar voru á Sögunótt eru margar hinar fallegustu. Timamyndir — V.Á. Kynning Birnu er einkar við- kunnanleg og þjóðleg i senn, þvi hún klæðist islenskum búningi. Mátti heyra á máli þeirra erlendu ferðamanna sem voru staddir i Súlnasal þetta kvöld, aö þeir voru afar ánægðir með leiðsögn þá sem þeir fengu, við samval rétta sinna, enda sögðu þeir að ekki veitti af, þegar slikt gnægtaborð væri annars vegar. Gestum á Sögunótt gefst kostur á að kitla bragðlauka sina með gómsætum réttunum, þar til þeir bókstaflega geta ekki meira, og virtist raunin sú, að flestir nýttu sér þetta út i ystu æsar. Þvi er það mjög þægilegt að geta að borðhaldi loknu „hvilst” við að fylgjast með tiskusýningu á rammislenskum fatnaði, þar sem ullin er að sjálfsögöu alls ráðandi, áður en dansinn er stiginn fram á nótt. Það er hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar sem sér gestum fyrir danstónlist, eins og undanfarin sumur i Súlnasal, og er lagaval hljómsveitarinnar slikt að allir ættu að finna lög við sitt hæfi. Að visu eru margir nokkuð fram- þungir þegar dansinn hefst, en að nokkrum lögum liönum er sveifl- an komin i lag. ■ llljómsveit Birgis Gunnlaugssonar kom öllum i hið besta dansstuö.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.