Tíminn - 30.07.1981, Síða 8
8
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af-
greiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins-
son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson.
' Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi
Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Otlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00—Prentun: Blaöaprent h.f.
Vörn fyrir Jón
Baldvinsson
■ Það hefur verið höggvið i ýmsar áttir i Al-
þýðublaðinu siðustu daga. Ekki aðeins hefur
höggunum verið beint að Jóhönnu Sigurðardóttur
og fleiri leiðtogum Alþýðuflokksins innan laun-
þegasamtakanna.
í siðasta þriðjudagsblaði Alþýðublaðsins er
röðin komin að Jóni Baldvinssyni og samherjum
hans, sem ekki vildu sameinast kommúnistum á
sinni tið.
í grein eftir Vilmund Gylfason sem birtist i Al-
þýðublaðinu á þriðjudaginn, sagði m.a. á þessa
leið um deilur þeirra Héðins Valdimarssonar og
Jóns Baldvinssonar á sinni tið:
,,Og er það endilega rétt söguskoðUn, að Héðinn
hafi gert rangt? Gerðu þeir ekki einmitt rangt,
sem voru svo litlir kallar að fylgja honum ekki?
Hefði ekki Islandssagan orðið öðruvisi, kjörin
jafnari og betri, ef Alþýðuflokksforingjarnir á ár-
unum fyrir strið hefðu haft vit á að fylgja Héðni,
mynda stóran vinstri flokk, þar sem lýðræðis-
jafnaðarmenn hlutu að verða i meirihluta, og fá-
mennur kommúniskur og heiðarlegur minni-
hlutahópur hefði fengið að ráða i hlutfalli við
höfðatölu?”
Þessi ummæli Vilmundar Gylfasonar hafa
þann svip, að það hafi strandað á Alþýðuflokkn-
um, að sameining hans og Kommúnistaflokksins
tókst ekki á þessum tima.
Þetta er alrangt. Á árinu 1938 fóru fram viðtæk-
ar viðræður um sameiningu flokkanna og náðist
fullt samkomulag um öll atriði, nema eitt.
Þetta atriði, sem samkomulag náðist ekki um,
var afstaðan til lýðræðis og þingræðis. Fulltrúar
Alþýðuflokksins vildu fá skýlausa yfirlýsingu
um, að hinn sameinaði flokkur starfaði á lýðræð-
is- og þingræðisgrundvelli, en hafnaði byltingu.
Fulltrúar Kommúnistaflokksins vildu hins vegar
halda byltingarleiðinni opinni. Á þessu strandaði
sameining flokkanna.
Þótt margt sé ólikt með Alþýðubandalaginu og
Kommúnistaflokknum, þótt það sé arftaki hans,
heldur það enn i það stefnuatriði Kommúnista-
flokksins, sem stóð i vegi sameiningar Alþýðu-
flokksins og Kommúnistaflokksins á sinni tið.
í stefnuskrá Alþýðubandalagsins segir, að hin
sósialiska hreyfing (Alþýðubandalagið) verði að
vera þess albúin að ná helztu valdamiðstöðvum
þjóðfélagsins úr höndum borgarastéttanna á
annan hátt en friðsamlegan, ef nauðsyn þykir
krefja. Þannig heldur Alþýðubandalagið bylting-
arleiðinni opinni, þótt það telji sig heldur kjósa
lýðræðislegu leiðina.
Undir slikt ákvæði vildi Alþýðuflokkurinn ekki
gangast 1938 og fylgdi þar ráðum Jóns Baldvins-
sonar.
Er Alþýðuflokkurinn reiðubúinn til að gangast
undir slikt skilyrði nú og sameinast Alþýðu-
bandalaginu á þeim grundvelli? Helzt verður það
skilið á þeim ummælum Vilmundar Gylfasonar,
að Jón Baldvinsson og félagar hans hafi haft
rangt fyrir sér.
Þ.Þ.
Fimmtudagur 30. júli 1981
NORSKAR
BÓKMENNTIR
MILLI HEFÐAR
OG BYLTINGAR
eftir Knut Faldbakken
I i eftirfarandi grein rekur Knut
Faldbakken þróun siðustu ára i
norskum bókmenntum.
Faldbakken f. 1941 er sjálfur
meðal fremstu rithöfunda
Noregs. Hann hefur gefið út átta
skáldsögur, sem margar hverjar
hafa verið kvikmyndaðar, smá-
sagnasafn og eitt leikrit. Hann
hefur starfað sem blaðamaður,
veriðritstjóri bókm enntatimarita
og er fastráðinn bókm enntagagn-
rynandi eins af stærstu dagblöð-
um Noregs. Að loknu námi i sál-
arfræði dvaldist Faldbakken f 10
ár I útiöndum áður en hann héit
aftur til Noregs 1975.
Pólitisku stóratburðimir, sem
áttu se'r stað á árunum 1960—’70,
Víetnamstriðið, sjálfstæðistaka
fyrrum breskra og franskra ný-
lendna, menningarbyltingin i
Kina, hin svokallaða „uppreisn
æskunnar”, settu svip á hugsun-
arhátt heillar kynslóðar á Vestur-
löndum og áhrif þeirra komu
glöggt I ljós i menningarllfi
þeirra. Svo varð einnig i Noregi.
Ásama tlmaog ný kynslóð rithöf-
unda kom fram um miðjan ára-
tuginn, var skyndilega tekið upp
nýtt verðmætamat og hefðbundin
yfirvöld, sem verið höfðu óum-
deild, sættu vaxandi gagnrýni.
Nýjar hugmyndir um
form
t fyrstu kom þetta fram i þvi að
nýjar hugmyndir ruddu sér rúms
hvað form varðar. Það hafði tekið
„modernismann” langan tima að
hljdta viðurkenningu i landinu.
Ljöðskáld, eins ogPaalBrekke og
Gunvor Hofmo, höfðu mætt mik-
illi andstöðu, þegar þau kynntu
tilraunir sinar með form á 6. ára-
tugnum.
Tíu árum siðar kom fram heill
hópur ungra ljóðskálda, sem
gleypti ákaft við þessum nýju
hugmyndum, ljóðskáld, eins og
Jan Eri'k Vold, Einar Okland, Ge-
org Johannesen, Stein Mehren,
Kjell Heggelund, Kate Næss,
Paal Helge Haugen, voru nú i ess-
inu si'nu í myndmáli, sem var I al-
gerri andstæðuvið hiðheföbundna
ljóðræna. Og kenning
„modernismans” um nánari
tengsl milli forms og innihalds,
hafði lika áhrif á fjölda ungra
prósahöfunda, sem leituðu leiða
til að sniðganga þá sálfræðilegu-
raunsæju skáldsagnahefð, sem
hafði verið rikjandi i Noregi.
Þessi unga bókmennta „upp-
reisnarhreyfing” átti sér fyrst og
fremst samastað við tlmaritið
„Profil”, sem á árunum
1965—1968 birti verk margra
þeirra rithöfunda, sem siðar gáfu
tóninn i' nýjum norskum bók-
menntum i ýmsum greinum og
stílstefnum. Jan Erik Vold, Einar
ökland og Helge Rykkja, og
prdsahöfundar, eins og Tor Obre-
stad, Dag Solstad, Espen
Haavardsholm og Olav Angell,
voru allir félagar I þessum fjöl-
breytilega og hvatvisa höpi.
Áhugi á pólitik og þjóð-
félagsvandamálum
evkst.
En hrun hefðbundinna yfir-
valda eftir pólitlskt. gjaldþrot
stórveldanna I gömlu nýlendun-
um (Afri'ku, Indókina) og auknar
efasemdir um óskeikulleik sósial-
demókrati'smans að afloknum
fyrstu miklu vinnudeilunum eftir
striðið (Kiruna, Sauda), leiddi
lika til annarrar þróunar á bók-
menntasviðinu. Pólitiskar um-
ræður voru upp teknar af miklu
kappi og hinn nývaknaði áhugi á
öllum samfélagsvandamálum
settu lfka sinn svip á val rithöf-
undanna á þemum og áróðurs-
brögðum. Síðan á miðjum 7. ára-
tugnum hefur brennidepill bók-
menntanna færst til. Þó að norsk-
ur skáldskapur hafi aldrei ein-
göngu fjallað um almenn mann-
leg vandamál frá sjónarhóli
eilifðarinnar, og alltaf hafi verið
litið á þær norsku bókmenntir,
sem hæst hefur borið hverju
sinni, sem á undan sinni samtíð
(Ibsen, Kielland, Björnson, Hoel,
överland, Grieg) var það ný-
lunda, hversu uppteknir rithöf-
undarnir voru af mikilvægi og
þýðingu samfélagsins eins og það
er á Uðandi stund, og hversu
sólgnir þeir voru i að viða að sér
staðreyndum, skjölum og
vitneskjuum pólitiska starfsemii
lck áratugarins. Með tið og tima
fór þessi greining öll að ógna hin-
umhefðbundnu lýsingum ámönn-
um og málefnum þar sem al-
rnennineur gat sett sig I spor
sóiyhetjanna. Og öðru hverju leit
út fyrir, að öll þessi þjóðfélags-
umræða ætlaði að útrýma sköp-
unarþörfinni. Georg Johannesen
kemur e.t.v. til með að veröa það
skáld 7. áratugarins, sem á mest
sannfærandi hátt tókst að bræða
saman róttæka pólitiska starf-
semi og skapandi leit að nýjum
ljóðrænum formum, sem stæðust
timans tönn, á samatima og ung-
ir prösamenn, s.s. Espen naa-
vardsholm, Tor Obrestad og Dag
Solstad gerðu sér nokkurs konar
formúlu um þjóðfélagsumræðu i
bókum sinum, þar sem slfellt var
lögð meiriog meiri áhersla á hug- ■"
myndakerfi og pólitiska stefnu-
mörkun I lok 7. áratugarins og
uphafi þess 8.
Þetta var I augljósu samræmi
við þá nýju þróun rithöfunda, að
leita sjálfþekkingar, sem varð
vopn. Samhliða hinum aukna og
sivaxandi áhuga á brennandi
spurningum samtimans fór einn-
ig fram áköf umræða um hlutverk
listam annsins i þjóðfélaginu. Þeir
framsæknu héldu þvi fram, að
hlutverk skáldsins hefði til þessa
tima verið of afskiptalaust, að
bókmenntimar héðan i frá yrði að
nota til að upplýsa og hafa áhrif á
valda hdpa lesenda, með áþreif-
anlegar þjóðfélagsbreytingar
fyrir augum. Mikill meirihluti
norskra rithöfunda sem bar meiri
bökmenntalega virðingu fyrir
sinu starfi, var án efa þessu ákaf-
legaósammála — ogerþaðenn.
Andstæðurnar milli
ungra og rótgróinna
bókmennta ekki fyrir
hendi
Skýringuna á þvi að tiltölulega
fámennur hópur ungra ljóðskálda
náði á tiltölulega skömmum tima
slíkum áhrifum á opinberum
vettvangi með þessi óvenjulegu
sjónarmið, er kannski að finna I
þeirri staðreynd, að kynslóða-
andstæðurnarmilli ungra og rót-
gróinna bdkmennta er ekki að
finna á árunum 1960—’80. Bók-
menntarisar millistriðsáranna
voru horfnir fyrir 1960, sá síðasti
þeirra, Tarjei Vesas, dó 1970, og
eini eftirlifandi rithöfundurinn af
eldri kynslóðinni, Johan Borgen
(d. 1979) var alla sina ævi fram-
sækinn mjög i allri sinni afstöðu.
Sama hefur orðið uppi á teningn-
um hvað varðar merkustu
höfunda millikynslóðarinnar, an-
arkistann Jens Björneboe,
vinstrisósialistann Sigbjörn
Hölmebakk og sósialistademd-
kratann Korne Holt, sem ásamt
mörgum öðrum, Finn Carling,
Simen Skjönsberg, Ebba Has-
lund, Carl Fredrik, Engeistad og
fleiri, hafa allir einbeitt sér að
þjóðfélagsumræðu, gagnrýnni og
andsnúinni rikjandi þjóðskipu-
lagi.
Sama skortinn á djúpstæðum
á vettvangi dagsins
Ferðamanria-
þjónusta í
Mývatnssveit
eftir Sólveigu Jónsdóttur
■ Tilefni þessara skrifa er grein
Halldórs K. Valdimarssonar sem
birtist i blaðauka Timans 14. júli
s.l. og fjallarum Mývatnssveitog
ferðamannaþjónustu þar. Undir-
fyrirsögn greinarinnar „Mývetn-
ingar taka ferðamálin i sínar
hendur” gefur til kynna að til-
gangur hennar sé m.a. sá að
fjalla um þá þjónustu sem Mý-
vetningar veita ferðamönnum.
Við lestur greinarinnar kemur
hins vegar iljósað þar er aö finna
itarlegar upplýsingar um ferða-
þjónustu sem eitt fyrirtæki sveit-
arinnar, Eldá hf., býöur upp á en
ekki er minnst á aðra aðila sem
sllka þjónustu veita. Greinin er
þvi villandi og samsvarar inni-
hald hennar engan veginn fyrir-
sögninni.
Halldór segir i grein sinni að
Eldá hf. hafi meö höndum mikinn
hluta ferðamannaþjónustu við
Mývatn. Hann sér ekki ástæðu til
að nefna nokkuð af þeirri ferða-
mannaþjónustu sem aðrir Isveit-
inni sjá um.
Til að fólk fái réttari hugmynd-
irum þessi mál skal hér minnst á
nokkur atriði.
Fleiri ferðamöguleikar
í Mývatnssveit eru fleiri ferða-
möguleikar en þeir sem Eldá hf.
býður og nefndir eru I grein Hall-
dórs. Þetta erannað sumarið sem
Jón Arni Sigfússon býður upp á
fastarferðirfrá Mývatnssveitsex
sinnum I viku. Ferðir þessar eru
tvenns konar. Annars vegar eru
ferðir i Herðubreiðarlindir og
Oskju. Þetta eru dagsferðir, farn-
ar þrisvar iviku og eru helstu án-
ingarstaðir Grafarlönd, Herðu-
breiðarlindir, Jökulsárgljúfur
efri, Drekagil og Askja.
Hins vegar eru ferðir að Detti-
“fossi og i Ásbyrgi farnar þrisvar i
viku. Fariðer niður með Jökulsá
að austan, aö Dettifossi og að
Hafragilsfossi sem er á einum
fegursta stað i Jökulsárgljúfrum.
Siðan er farið i Ásbyrgi, um Tjör-
nes (þar sem hin frægu skeljalög
eru skoðuð) og síöasti viökomu-
staður er HUsavik.