Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
í spegli tímaras
ERFITT
AÐ LEIKA
VÉLBRÚÐU
segir Lindsay Wagner
■ Þegar Lindsay Wagner hafði leikið i þrjú ár i ameriskum
sjónvarpsþáttum, sem nefnast ,,The Bionic Woman” og eru
um nokkurs konar kven-Superman var hún alveg uppgefin á
sál og likama. Annað hjónaband hennar var farið út um þúfur
og hún var blóðlitil og skapvond, alltaf þreytt og siðast en
ekki sist — hún var farin að missa hárið.
■ Það varð reyndar til
þess, að hún fór til læknis,
og hann sagði lienni, að
hárlosið væri til komið
vegna getnaðarvarnapill-
unnar, sem hún þyldi
ekki. Síðan gekk Lindsay
að þvi með oddi og egg, að
byggja upp þrek sitt að
nýju-
Hún var orðin lang-
þreytt á þvi að leika þessa
vélbrúðu, sem allt gat
gert. Lindsay var mikil i-
■ Nú er fallega hárið hennar Lindsay aftur orðið eins
og það á að sér en á timabili datt hárið af henni I
flygsum, en það lagaðist, þegar hún hætti að taka pill-
una.
þróttakona, og fékk yfir-
leitt ekki neinn staðgengil
i hættuleg atriði, en
þreytan safnaðist fyrir.
Vélbrúðan heitir Jaime
Sommers, og hún lenti i
mörgum ævintýrum, i
Bionic YVoman. Jaime
hékk utan á þyrlunum
(þaö var leikið af Lindsay
sjálfri) hún gat lyft upp
heilum bil (það var gert
með tæknibrellu) og
margt fleira afreka vann
hún í sjónvarpsþáttunum.
— Nú vil ég alveg losna
við þessa vélbrúðurullu,
segir Lindsay. Hana
langar til að leika venju-
lega og hressa unga konu.
Nú leikur Lindsay
stúlku, sem heitir Billy
Ikehorn. Billy er aðalper-
sónan i sögu eftir Judith
Krantz, og heitir bókin
„Scruples” á ensku. Jud-
ith þessari er oft likt við
rithöfundinn H a rold
Kobbins, sem hefur skrif-
að ótal skáldsögur, sem
renna út eins og lieitar
lummur, en i þeim er
mikiö sagt frá ástamál-
um og „rúmsenuin".
Lindsay segist svo sann-
arlega vera hress og
bráðlifandi kvenmaður i
þessari mynd og engin
vélbrúða.
Lindsay i hlutverki Jaime Sommers i „The Bionic YVoman”.
Það Ijómar af
Liberace
I Þarna er Lindsay með Jack Haley jr. á fótboltakappleik. Haley kvikmynda-
framleiðandi var áður kvæntur Lizu Minelii, en þau skildu. Lindsay og Jack Haley
eru óaðskiljanleg um þessar mundir.
■ „Margir halda að ég
fjárfesti i demöntum”,
sagði Liberace við ljós-
myndarann, sem fékk
leyfi til að taka mynd af
höndum hans skreyttum
mörgum og stórum
demantshringum. „En
sannleikurinn er, að ég
hef litiö sem ekkert keypt
sjálfur af þessum fallegu
skartgripum minum,
þetta er flest allt gjafir
frá vinum minum eða
samstarfsmönnum”.
Liberace er nú 61 árs,
en liann þeytist um heim-
inn til að leika á pianó á
skemmtistöðum. Hann
spilar ljúf lög og kemur
skemmtilega fyrir á sviði
og segir brandara, en
einkum og sér i lagi vekur
hann á sér athygli fyrir
skrautlegan klæðnað og
skartgripi. Segja má að
ljómi af honum, svo fólk
fær glýju i augu frá
glampandi gimsteinum
og gulli. Hann segist bú-
ast við að andvirði skart-
gripanna, sem hann notar
þegar hann kemur fram,
séu ekki undir 7 millj. kr.
að verðmæti.
Fyrsti dýrmæti hring-
urinn, sem Liberace fékk
að gjöf frá veitingahúsa-
eiganda, var guilhringur i
liki litils kertastjaka, og
voru agnarlitil kerti úr
platinu, en Ijósin á þeim
demantar. Ari seinna
fékk hanu ermahnappa
frá sama manni i stil við
hringinn. En uppáhalds-
hringurinn hans er þó
pianó-hringurinn svokall-
aði. Hann er skreyttur 260
demöntum, sem inynda
litið píanó. Það hvarflar
að manni, að það hljóti að
vera erfitt að hafa alla
þessa hringa á höndun-
um, þegar á að spila lið-
lega á hljóðfæri. Liklega
tekur Liberace þá allra-
stærstu hringana af sér
og lætur þá skrölta á
pianóinu á meðan hann
skemintir fólkinu.
■ Liberace með tvö
demantsúr og sex skraut-'
hringa — en hann er þó
ekki með eyrnalokka!