Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
5'
Í'fmitm
fréttir
stuttar fréttir
Albert Gudmundsson, formadur bankaráds
Útvegsbankans, um hækkun á bindiskyldu
viðskiptabankanna:
.STEFNfl SEÐLA-
BANKANS ER RÖNG
7
■ ,,Eins og þessi fréttatil-
kynning Seðlabankans kemur
mér fyrir sjónir, þá er það min
skoðun nú, eins og hefur alltaf
verið, að þessi sihækkandi bindi-
skylda viðskiptabankanna sé
slæm og röng stefni,” sagði Al-
bert G uðm undsson, formaður
bankaráðs Útvegsbankans i við-
tali við Timann um þá ákvörðun
Seðlabanka islands að auka bind-
ingu innlánsfjár.
„Þessi bindiskylda gerirekkert
annað en að þrengja peninga-
markaðinn fyrir hinum almenna
borgara og auka möguleika
Seðlabankans á aðsetja meira fé
i fjárfestingarprógramm rikis-
stjómarinnar,” sagði Albert.
,,Það segir sig sjálft,” sagði Al-
bert, ennfremur ,,að svo lengi
sem ráðamenn peningamála
skilja ekki að peningar eru ekkert
annað en vinnutæki þjóöarinnar,
og bankarnir eru nokkurs konar
útleigustofnanir á þessum vinnu-
tækjum, þá erum við á rangri
leið. Það má imynda sér að þegar
að verkfæri er tekið af iðnaðar-
manni, þá getur hann ekki unnið.
Sama gerist þegar peningamir
em teknir frá athafnalifinu, þá
gerist ekkert, nema hjá þvi opin-
bera sem safnar peningunum
saman i Seðlabanka. Þetta er al-
röng stefna sem heftir athafna-
frelsi einstaklingsins og fyrir-
tækjanna.”
—AB
1 11 s
® Gamli og nýi timinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar svifur þarna yfir gömlu kirkjunni i Papey, en eyjan
er n« komin i eyði að heita má. Timamynd: Trausti
5% lækkun á sparneytnari bílum:
Nær til 80% af þeim
bílum sem fluttir eru
til landsins
■ ,,Að sjálfsögðu eru allar lækk-
anir á hinum gifurlegu toilum af
bifreiðum hér á landi vel
þegnar”, sagði Hafsteinn Vil-
helmsson, fram kvæ mdast jöri
FIB er rætt var við hann vegna
tilkynningar frá f jármálaráðu-
neytinu um lækkun innflutnings-
gjalds af sparneytnum bifreiðum
úr 50% í 35%. En þaðlækkar verð
þeirra bifreiða um rúmlega 5%.
1 reglugerð eru mörkin dregin
við bifreiðar sem knúnar eru afl-
vélum með 2200 rúmsentimetra
sprengirými. Það sagöi Hafsteinn
nokkuð stóra bila, næði jafnvel
upp í sumar gerðir af Volvo svo
dæmi sé tekið. Lada 1600 þýðir
t.d. að sprengirými hans er 1600
rúmsentimetrar. All flestir, eða
allar meðalstærðirnar af
japönsku bilunum hafa sprengi-
rými innan fyrrnefndra marka,
aö sögn Hafsteins. Giskar hann
þvi á að þessi lækkun nái t il allt að
75-80% afþeim bilum sem fluttir
eru til landsins.
—HEI
■ Frá Skagaströnd: Agælur rækjuafli, en illa gengur að selja.
Ófremdarástand
hjá rækjuvinnslu-
stöðvum
SKAGASTRÖND: Þrir bátar
leggja upp hjá Rækjuvinnsl-
unni á Skagaströnd, og hafa
þeir aflað ágætlega nú i sum-
ar. Það gengur hins vegar
mjög illa aö selja rækjuna.
Aö sögn Jóns Jónssonar
framkvæmdastjóra Rækju-
vinnslunnar þá fer ástandið
varðandi sölu á rækjunni stöð-
ugt versnandi, og afkoman
versnar, vegna þess aödollar-
inn fer stöðugt hækkandi, en
rækjan er seld á Evrópugjald-
eyri sem fer jafnan lækkandi.
Aukþessa fer islenska krónan
sem Rækjuvinnslan þarf að
greiða meö fyrir hráefnið
hækkandi með dollaranum,
þannig að stöðugt syrtir i álinn
hjá rækjuvinnslum. Þar að
auki sagði Jón að rækjuvinnsl-
ur þyrftu að greiða af afurða-
lánunum, sem aö meiri hluta
væru i dollurum, og þyrftu
rækjuvinnslurnar að greiða
gengismun af þeim miðaö við
dollara, á sama tima og þeir
seldu sinar vörur fyrir
Evrópugjaldeyri sem færi
lækkandi. Sagði Jón að þetta
væri orðið svo óhagstætt að
nær útilokaö væri að standa i
þessum rekstri lengur.
Það er sama sagan hjá
Rækjuvinnslunni á Skaga-
strönd og mörgum öðrum
rækjuvinnslum á landinu:
Hún liggur með m jög m ikið af
óseldri rækju.
—AB
Ferdamanna-
straumurinn
með mesta
móti
VÍK 1 MÝRDAL: t sumar
hefur ferðamannastraumur-
inn um Vik i Mýrdal verið með
almesta móti. Segjast Vikur-
búar varla muna eftir ööru
eins ferðamannasumri.
VikurbúarUtbjuggu nú i vor
hið myndarlegasta tjaldstæði
fyrir ferðamenn, sem stendur
austan viö Vikurranann.
Vinnan við þetta tjaldstæöi
var unnin af velflestum ibúum
Vikurkauptúnsins, eða af öll-
um þeim sem vettlingi geta
valdið og var hún öll unnin i
sjálfboðavinnu. Nota þurfti
vinnuvélar við ruðning og
undirbúningsstörfýmis konar,
en sfðan var svæöiö tyrft.
Reistu ibúarnir einnig hina
myndarlegustu snyrtiaðstöðu,
þannig að nú er hin ágætasta
aðstaöa á þessu tjaldstæði
fyrir ferðamenn. Svæði þetta
hefurveriðm jög mikið nýttnU
i sumar, en þama geta verið
hátt 1 70 tjöld.
B —AB
Fá skut-
bátinn í
byrjun
september
DJÚPIVOGUR: Atvinnuá-
stand á DjUpavogi hefur verið
mjög þokkalegt. Bæði hefur
veriö unnið við fiskverkun á
færafiski af trillum og svo
hefur verið talsverö vinna við
að ganga frá skreið og salt-
fiski frá i vetur.
Eins og kunnugt er var at-
vinnuástand á Djúpavogi sl.
vetur mjög ótryggt og voru
margir atvinnulausir langtim-
um saman. Djúpavogsbúar
vænta þess að atvinnuöryggi
þeirra verði verulega miklu
tryggara næsta vetur, ai þeir
eiga von á þvi að fá til Djúpa-
vogs i byrjun næsta mánaöar
tæplega 300 tonna skutbát
sem mun sjá þeim fyrir hrá-
efni ivetur. Það var hráefnis-
skortursem orsakaði atvinnu-
leysið á Djúpavogi sl. vetur,
enþarvartekiðinotkun mjög
fullkomið frystihús sl. haust,
Búlandstindur, sem stöðugt
vantaði verkefni. Með tilkomu
þessa báts, sem er fimm ára
gamall, færeyskur skutbátur
verður atvinnuöryggi á
Djúpavogi nú tryggt.
—AB
■
Spretta meiri
en í meðallagi
BARDARDALUR: Heyskap-
ur i Bárðardal er vel á veg
kominn. Að sögn Baldurs
Vagnssonar á Eyjadalsá, þá
hefur spretta i Bárðardal
verið ágæt, jafnvel meiri en i
meðallagi.
Baldur sagði þó að spretta
væri misjöfn i sveitum Suður-
Þingeyjasýslu. Sagði hann að
spretta væri verulega lakari
þegar nær drægi sjónum og
þar væri einnig talsvert kal,
sem varla heföiorðið vart við i
Bárðardal.
Bændur i Bárðardal eru
meira en hálfnaðir með hey-
skapinn þó að ekki sé nema
um það bil hálfur mánuöur
siðan að sláttur hófst. Sagðist
Baldur eiga von á þvi að ef
þessi ágæta tiö héldist þá yröi
heyönnum lokið innan tveggja
vikna i Bárðardal.
_ —AB
Slitlag
VtK ÍMÝRDAL: Nú er veriö
að leggja varanlegt slitlag á
veginn i gegn um Vikurkaup-
túnið i Mýrdal og allt austur
að Kerlingardalsá, en það eru
um fimm kilómetrar.
Undirbyggingu vegarins er
nú lokið og verður I þessari
viku byrjað að leggja oliumöl-
ina á veginn. Það er vega-
vinnuflokkur sem unnið hefur
viö þessar framkvæmdir nú i
sumar.
Mikil uppbygging á ibúöar-
húsum fer nú fram i Vik, en i
sumar munu vera um átta i-
búöarhús i byggingu i kaup-
túninu.
—AB