Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 12
16 Fimmtudagur 6. ágúst 1981 VERKFÆRATOSKUR meö og án verkfæra. ÞYRILUA Hverflsgötu 84 Simi29080 Eftirtalin ráðuneyti Stjórnarráðsins verða lokuð eftir kl. 14.00 6. ágúst vegna jarðar- farar Magnúsar Kjartanssonar, fyrrv. ráðherra. Félagsmálaráðuneyti Iðnaðarráðuneyti Fjármálaráðuneyti Fjárlaga- og hagsýslustofnun Rikisendurskoðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Tveir Zetor árg. '71 og '79 4ra stjörnu snúningsvél, Fella. Bindivél I.H. ’7(>. Heyvagn á fjöðrum. Hestakerra fyrir tvo hesta. Hagstæð kaup ef samið er strax. Upplýsingar i sima 99-3621 og 99-3979. íbúð óskast Aburðarverksmiðja rikisins óskar að taka á leigu 3-4 herbergja ibúð frá 1. september n.k. Tilboð ásamt viðeigandi upplýsingum leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 11. ágúst. Aburðarverksmiðja rikisins Sjúkrahús Akraness — Staða yfirlæknis Staða yfirlæknis við fæðinga- og kvensjúk- dómadeild Sjúkrahúss Akraness er laus umsóknar Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsi Akraness. Allar nánari upplýsingar veitir fram- kvæmdastjóri Sjúkarhússins simi 93-2311 Sjúkrahús Akraness íþróttir ■ Þátttakendurnir sem taka þátt í mótinu á Bretlandi f.v. Margrét Snæbjörnsdóttir, Asdls Gisiadóttir, Jóhann Magnússon Guöny ólafsdóttir, Siguröur Pétursson, Siguröur Axelsson og Gestur Guöjónsson. 1 aftari röö eru þjálfarar og fararstjórn, Hlynur Guömundsson, Agústa Ólsen og Bjarki Bjarnason Fötluð börn á mót í Bretlandi Iþróttasamband fatlaðra sendir 7 börn á alþjóðlegt mót fatlaðra ■ Iþróttasamband fatlaöra sendi fyrirstuttu7 böm til þátttöku f al- þjóðlegu íþróttamóti fatlaðra barna sem haldiö er um þessar mundir i Newcastle i Bretlandi. Islenska iþróttafólkiö keppir þar i sundi og frjálsum iþróttum en börnin eru úr röðum hreyfihaml- aðra og þroskaheftra. Um 30 þjóðirsenda fötluð börn til þessa móts og eru þau hvaðanæfa að úr heiminum. Mótið hófst á mánu- daginn og stendur það fram að næstu helgi. Útimótið í handknatt- leik byrjar á morgun Islandsmeistaramótið i hand- knattleik utanhúss hefst á morg- un og verður leikið á grasinu á milli sundlaugarinnar og Laugar- dalsvallarins. Alls verður keppt á þremur völlum i einu og mun mótinu ljúka um næstu helgi. Keppt verður i meistaraflokki karla og kvenna og i 2. flokki kvenna. Sjö félög keppa i meist- araflokki karla og er þeim skipt i tvo riðla, i A-riðli leika Þróttur, - FH, Valur og 1R, en i B-riðli leika Fylkir, HK og KR. Fimm lið eru i meistaraflokki kvenna og er leik- ið i einum riðli, þar keppa Þrótt- ur, Vikingur, FH, Fram og 1R. Sama fyrirkomulag er á 2. flokki þar eru einnig fimm lið i einum riðli, Reynir, Sandgerði, Viking- ir, FH, Fram og IR. röp-. ■ AAikill mannf jöldi fagnaöi leikmönnum Aston Villa er þeir komutil ráðhústorgsins og var taliö að um 75 þúsund manns hefðu hyllt þá. Hér látum við fylgja með nokkrar myndir af hinum stóra degi i Birm- ingham. röp-. Enska meistarafélagið Aston Villa leikur eins og kunnugt er við Val i Evrópukeppni meist- araliða og verður fyrri leikurinn i Birmingham 16. september en siðari leikurinn á Laugardals- — vellinum 30. september Astoni Villa vann i vor enska meistara- W titilinn i sjöunda skiptið a sinum ferli en 71 ár var siðan titillinn vannst siðast. Það er sjálfsagt sjaldan sem fé- lag hefur verið eins mikið hyllt eftir að hafa tapað leik eins og Villa eftir 0-2 tapið fyrir Arsenal i mai i vor. En þá voru úrsiitin lika ljós i viðureign Ips- wich og Middlesbrough en Ipswich var eina félag- ið sem komið gat i veg fyrir sigur Villa i ensku 1. deildinni. Ipswich tapaði leiknum 1-2 og gifurleg fagnaðarlæti brutust út á Highbury er þau úrslit fréttust. Talið var að um 15 þúsund áhangendur Villa hefðu fylgt félaginu til Highbury en daginn eftir er Aston Villa kom heim til Birmingham var áætlað að um 75 þúsund manns hafi verið á ráð- hústorginu til þess að fagna leikmönnum og forráðamönnum Aston Villa er þeir komu heim með hinn eftirsótta bikar. Ekki er nú búist vió þvi aö um 15 þúsund áhangend- ur Villa komi hingað til lands en Valsmenn hafa ‘ verið beðnir um að taka frá á annað þúsund miða á leikinn á Laugardals- velli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.