Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 15 byggt og búið ■ Jens Bang steinhús i Alaborg 1980. Byggt 1624 B Róörarferja við Vildslund Mors 16. júii 1905. Liklega sföasta feröin: tók þá gufuvélknúin ferja viö. Jens Bang steinhús ■ Ferja hér og ferja þar! Margt roskið fólk man eftir stórum ferjum á Héraðsvötn- um, Þjórsá, Olfusá og viðar. Hafa verið birtar islenskar ferjumyndir i þáttunum. Hér kemur, til fróðleiks og saman- burðar, mynd af stórri danskri róðrarferju með miklum flutningi — stórum hestum, vöruvagni o.fl. Þessi ferja annaðist samgöngur yfir Vild- sund, þ.e. milli stóru Lima- fjarðareyjarinnar Mors og Thy á Jótlandi. Myndin var tekin 16. júli 1905 og mun þetta hafa verið siðasta för róðrar- ferjunnar. Tók þá gufuferja við og nú er komin brú yfir sundið, mikið mannvirki. Þessar stóru ferjur þóttu æði þungar undir árum og voru tvær hinar dönsku fyrr á tið kallaðar „Pinen og Plagen”. Hverfum aftur i aldir og lit- um á gamalt hús, virðulegt skrauthýsi i Alaborg, stolt og stöðutákn voldugs kaupmanns og útgerðarmanns snemma á 17. öld. Þetta hús kallað Jens Bangs steinhús, prýðir enn borgina. Það var reist árið 1624, eða þremur árum fyrir Tyrkjaránið, svo miöaö sé við eitthvað i islenskri sögu. Hall- grimur Pétursson hefur verið 10 ára þegar byggingamenn i Alaborg lögðu múrstein á múrstein ofan i veggina og listamenn tóku á honum stóra sinum við skreytingar! Jens Bang, auöugur og metnaðar- gjarn, lét reisa þessa bvgg- ingu i endurreisnarstil, bæði til að sýna veldi sitt öllum lýð, og til að storka aöalsmönnun- um: sanna að fleiri gætu nokk- uð en þeir! Aðalsættir voru voldugar á þeim tima. Jens Bang haföi mörg járn i eldin- um, rak m.a. sjóverslun við Noreg og átti mörg skip i för- um. Hann lét reisa þessa fögru fimm hæða múrsteinsbygg- ingu við Austurgötu (Oster- gade), sem þá lá fram með miklu skipgengu siki. Jens Bang var riklundaður og meinstriðinn herra, sem lét glettnina m.a. koma fram i skreytingu hússins. Þar kom fram andlitsgrimur margar, sem taldar eru grinmyndir af fjandmönnum hans. Eitt and- litið rekur út úr sér tunguna i átt til gamla ráðhússins rétt hjá. Jens mun hafa langað til að vera borgarráðsmaður, en tókst það ekki! Kristján konungur fjórði hafði mætur á Jens Bang. Héldu konungsmenn oft fundi i félagslegum efnum, m.a. góðgerðastarfsemi, i kjallara hússins. Komið hefur undir- ritaður i kjallara þann! Kjallarinn er fornlegur og mikilfenglegur með steingólfi og stórum múrhvelfingum. Þægilegur svali þar inni um hásumarið. Bornir eru á borð smáréttir ýmsir og rabbað saman yfir kaffi, öli eða vin- glasi. Olið er jafnóðum tappað af stórum, gömlum vinámum. Uppi i húsinu eru verslanir, ibúðir, skrifstofur o.s.frv. 1 hinum enda hússins er gamla Svana-apótekið og hefur verið þar siðan 1663, undir stjórn sömu lyfsalaætt- ar. Eru enn notaðir sumir tveggja eða þriggja alda gömlu lyfjaskáparnir. Þess má geta til saman- burðar að árið 1760 var hér á landi stofnað landlæknisem- bætti og lyfjabúð, hvort tveggja i Nesi við Seltjörn. Húsið (Nesstofa), þar sem landlæknir og lyfsali höfðu að- setur, stendur enn og er meðal elstu húsa landsins. Nú friðað. Skömmu eftir 1830 fluttust landlæknir og lyfjabúð inn til Reykjavikur. Ingólfur Davídsson skrifar menningartnál Guðmundur Björgvins- son í Djúpinu Guðmundur Björgvinsson Djúpið Haf narstræti Myndlistarsýning 51 mynd. Fyrirburðir i Djúpinu ■ Það erdálitið óvenjulegt að oln- boga sig framhjá fólki sem borðar ragú, og aðra einkennj- lega matarretti, til að komast að bröttum stiganum i Djúpið i myndlistarsalinn þar sem Ellingsen áður geymdi tjöru, hamp og seglgarn, ásamt sjó- klæðum og i hugann kemur hákarlavisupartur eftir Jónas Amason: „Hann sem var áöur et- inn hrár /uppúr gömlum skrfnum. Hann er nú snæddur á Hótei borg /með hvitum og rauðum vinum.” En ég vona að ég muni visuna rétt, og eins að setjarinn setji ekki jet- inn i staðinn fyrir etinn, eins og seinast þegar ég notaði þess visu i skrifum minum. Þá lá nú viö vin- slitum, þvi Jónas vill hafa sinn skáldskap rétt skrifaðan. Ég hefi áður lýst Djúpinu nokkuð, þessum tjörukjallara, sem nú er oröinn að myndlistar- athvarfi fyrir smærri sýningar, og hefur að voru mati staðið uppúr, fremur en hitt, ef unnt er að nota það orð yfir djúpa kjall- ara. Lýsing er mild og þögnin er djúp. Guðmundur Björvinsson sýnir þar nú 51 mynd. Hann er starfs- samur myndlistarmaður þvi ekki er svo langt siðan hann sýndi margar myndir á Kjarvals- stöðum, þar sem hann gjörði mannslikamanum rækileg skil og hafði menn með græna beltið til að leika si'nar myndir upp aftur og aftur á sérstökum uppákomu- kvöldum.Þá var hann einnig með prentliti, sem eru oft notaðir i myndir, enda sömuættar og aðrir oliulitir. En hversvegna hann kýs að fá efni frá prentiðnaðinum, er annars li'tt skiljanlegt mál, þvi prentlitir geta verið ljósfælnir mjög, og má visa til dagblaöanna i þvi efni, sem ekki eru einasta ljósfælin andlega, sum að minnsta kosti, heldur einnig efnislega og þau verða ljósinu að bráð á fáeinum vikum. Það etur þau upp til agna. Nýjar myndir Það er alltaf álitamál, hversu oft sami málari á að sýna i sömu borg. Er það þegar menn hafa eitthvað alveg sérstakt að segja, eða þegar þeir eiga myndir? Um það er örðugt að segja, en ég hygg að sýning Guðmundar Björgvins- sonar á Kjarvalsstöðum sé enn of nálægt, til þess að menn geti greint eitthvaö spánýtt, eða að- kallandi, nema manneskjan er ekki lengur allsráðandi i' þessum myndum, heldur eru abstrakt- sjónirnar frá Kjarvalsstöðum rikjandi. Guðmundur Björgvinsson er þarna á vandrataðri leið. A þessu sviði myndlistarinnar hafa margirhaslað sér völl. En þó held ég að þessi vinna risti dýpra, sem myndlist, en vandlega unnir likamar, án alls skáldskapar, ef nota má þaö orð. Á sýningunni eru margar ágætar myndir, en no. 8. 15. 16.17. og 18. þóttu mér áhugaverðastar. Sagt er að hver myndlistar- maður eigi sér sina sérstöku liti, sem eru inngrónir i vitund hans, og þessu sé ekki unnt að breyta nema með uppgerö, eða tilgerð. Sumir li'kja þessu við hljóðfæri, að hljóðfæraleikarar hallast að ákveðnu instrumenti, fiðlu, lúðri, eða pianói. En allt tilheyrir þó sömu tónlist, eða getur gjört það. Ég held að Guðmundur ætti að gaumgæfa litsinn betur, gá hvort meiri dirfska i lit, gæfi ekki meiri uppskeru. Sýningunni lýkur 12. ágúst. næstkomandi. Jónas Guð- munds' son skrifar um myndlist ■ Guðmundur Björgvinsson við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum í fy rra. m^^m^^m^mmmmmmmmmmm^mm^m^^^mmmm^mmm^^^mm^^m Dr. Siguröur Þórarinsson i Norræna húsinu ■ OPIÐ HUS i Norræna húsinu verður i næst siðasta skipti á þessu sumri, fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 20:30. Þá mun dr. Sigurður Þórarinsson prófessor flytja erindi með litskyggnum um eldvirkni á Islandi.Hann flytur það á sænsku og nefnir „Islands vulkaner”. Eftir kaffihlé verður sýnd kvik- mynd Osvaldar Knudsens „Surt- ur fer sunnan”, sem tekin var 1963 á timabilinu þegar Surtsey var að myndast. Kaffistofa og bókasafn verða opin. I anddyri er ennþá sýning á islenskum steinum, sem Náttúru- fræðistofnun tslands hefur sett upp. Sumarsýningin i sýningarsöl- um er opin daglega kl. 14-19. og fer senn að ljúka, en siðasta sýn- ingarhelgin er 15 — 16. ágúst. Astríður Guðrún Eggertsdóttir Fædd 24. nóvember 1894 Dáin 29. júli 1981 ■ Stórbrotin kona hefur kvatt þessa jörð eftir langan og við- burðarikan lifsferil. Margs er að minnast frá samvistunum við hana og mikið að þakka. Okkur sem tengdumst henni á einhvern hátt og nutum hennar við er hollt að ihuga hve ótal margt hún gaf af andlegum þrótti sinuro og þroska. Hún var sannfærð um já- kvæðan tilgang lifsins og guð- spekin var hugðarefni hennar. Svo mikil var sjálfsstjórn Ástriðar að aldrei sá ég hana reiðast. Enginn þurfti að biðjast fyrirgefningar. Hún gerði kröfur til sjálfrar sin og þá'um leið til þeirra sem meira máttu sin. Hin- um sem erfiðlega gekk á lifs- brautinni reyndi hún að leiöbeina og hjálpa. Þau voru mörg hvatningarorðin hennar ömmu. Svo rik af visku, samúð og skiln- ingi. Bréf hennar til min skrifuð frá annari heimsálfu, skilja eftir óendanlega mikinn fjársjóð fyrir unga sonardóttur hennar i fram- tiðinni. Við mæðgurnar sendum elskulegri ömmu blessunaróskir yfir móðuna miklu og minnumst hennar með virðingu og þökk. Ragnheiður Pálsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.