Tíminn - 06.08.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
Umboðsmenn Tímans
IMorðurland
Staður: Nafn og heimili: Sim i:
Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson 95-1384
Blönduós: Olga Óla Bjarnadóttir. Árbraut 10 95-4178
Skagaströnd: Arnar Arnarson SunnuvegiS 95-4646
Sauðárkrókur: Guttormur Óskarsson, 95-5200
Skagfirðingabr. 25 95-5144
Siglufjörður: Friðfinna Simonardóttir, Aðalgötu 21 95-71208
Ólafsf jörður: Skúli Friðfinnsson, Aðalgötu 48 96-62251
Dalvik: Brvnjar Friðleifsson, Asvegi 9 96-61214
Akureyri: Viðar Garðarsson, Kambagerði 2 96-24393
H úsavik: Hafliöi Jósteinsson, Garöarsbraut 53 96-41444
Raufarhöfn: Arni Heiðar Gylfason, Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson. AusturveCi 1 »6-81157
Umboðsmenn Tímans
Vesturland
Staður: Nafn og heimili: Simi:
Akranes: Guðmundur Björnsson, Jaöarsbraut 9, 93-1771
Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, Þórólfsgötu 12 93-7211
Kif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 * 93-6629
Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurðsson, Fngihlið 8 93-6234
Grundarfjörður: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15
Stykkishólmur: Estlier Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 »
Umboðsmenn Tímans Suðurnes
Staður: Nafn og heimili: Simi:
Grinda vík: Ólina Ragnarsdóttir, Asabraut 7 92-8207
Sandgerði: Kristján Kristmannsson, Suðurgötu 18 92-7455
Kefla vik: Eygló Kristjánsdóttir, Dvergasteini Erla Guðmundsdóttir, Greniteig 45 92-1458 92-1165
Vtri-Njarðvik: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Brekkustig 29 92-3424
Hafnarfjörður: Hulda Sigurðardóttir, Klettshrauni 4 91-50981
Garðabær: Ilelena Jónasdóttir, Holtsbúð 12 91-44584
Til sölu
42 stykki rafmagns þilofnar
2 stykki oliufilter rafmagnsofnar
3 stykki rafmagns hitakútar
Selst allt i einu lagi.
Mjög ódýrt.
Upplý-singar gefnar i sima 92-1553
Kennarar
Kennara vantar að grunnskóla Eskifjarð-
ar. Æskilegar kennslugreinar. Stærðfræði,
ungbarnakennsla, leikfimi stúlkna og um-
sjón með bókasafni skólans. Nánari upp-
lýsingar hjá skólastjóra i sima 97-6182 og
hjá formanni skólanefndar i sima 97-6239.
Auglýs
endur
ÞEGAR KOMIÐ
ER AF VEGUM
MEÐ BUNDNU
SLITLAGI . . .
FÖRUM VARLEGA!
Er öryggi þitt ekki
hjólbarða virði?
yUMFERÐAR
RÁÐ
Á vegi
án gangstéttar
gengur fólk
vinstra megin
-ÁMÓTI
AKANDI
UMFERÐ
UMFERDAR
RÁD
í RYKI, ÞOKU
OG REGNI —
ERHÆPINN
SPARNAÐUR
... að kveikja
ekki ökuljósin.
ÞAU KOSTA LÍTIÐ.
||UMFERÐAR
- - - ___________23
skrifaÖ og skrafadg^^^SIs^^jl
Á að draga úr
irmflutningi
ferdamanna?
■ Timaritið „Áfangar” hóf
göngu sina á siðastliðnu ári,
og f jallar um útiveru og ferða-
lög á Islandi, og um ýmsa feg-
urstu staði landsins, i máli og
myndum.
Nú á dögunum kom út þriðja
tölublað þessa árgangs og
kennir þar margra grasa að
vanda. Ritstjóri og útgefandi
blaðsins, Sigurður Sigurðar-
son, skrifar þar athyglisverða
grein, sem hann neínir ,,ls-
land, fyrir hverja?”, og er þar
ómyrkur i máli að vanda.
1 grein sinni segir Sigurður
m.a.:
„Náttúruverndarmál hafa
skyndilega fengið itarlega
umræðu á þessu sumri og það
ekki að ástæðulausu. Fjöl-
margir vinsælir ferðamanna-
staðir á hálendi landsins eru
ofsetnir ferðainönnum. Meng-
un er viða talsverð og gróður-
eyðing er greinileg.
Rætt hefur verið um spili-
ingu á lifriki lslands, stuld út-
lendinga og margra Islend-
inga á fágætum fuglategund-
um og eggjum þeirra. Sömu-
leiðis hefur borið á góma
steinatökur ferðamanna, rask
á hverasvæðum sem friðar
eiga að njóta, og fieira mætti
nefna.
Á undanförnum árum hefur
æ meira borið á þvi að útlend-
ingum séu leigðar heilu lax-
veiðiárnar og hel'ur islenskum
laxveiðimönnum gramist
þetta mjög. Nú steðjar sami
vandi að skotveiðimönnum.
Ýmsir landeigendur hafa lok-
að löndum sinum fyrir íslend-
ingum og aðeins heimilað út-
lendingum veiöar og þá gegn
háu gjaldi.
Innlendir aðilar hala aug-
lýst skotveiðiferðir um island
erlendis og meira að segja
tengt saman skotveiði .og lax-
veiði.
Mikill fjöldi útlendinga
kemur árlega til landsins til
skotveiða og komast þeir yfir-
leitt mjög auðveldlega inn i
landiðmeðbyssur sinar, sem i
mörgum tilfellum eru mun
sterkari skotvopn en þau sem
leyfilegt er að selja hér á
landi. Einhvern veginn virðist
svo vera að yfirvöld lögreglu-
mála i ýmsum sýslum og
kaupstöðum séu frekar illa að
sér um þá reglur sem i gildi
eru um meðferð útlendinga á
skotvopnum.”
Að vekja til um-
hugsunar.
„Hér er ekki ætlunin að gera
neina úttekt á þeim vanda-
málum sem fylgja stefnu-
lausri landkynningu erlendis
og ásókn útlendinga hingað til
lands. Frekar er tilgangurinn
sá að að vekja fólk til umhugs-
unar. Hvers vegna viljum við
fá útlendinga lil landsins.
Vafalaust skiptir mestu máli
gjaldeyrisöflun rikisins og er
það gott og gilt mál. Hins veg-
ar er ekki úr vegi að gera sér
grein fyrir þvi hvað þessi
gjaldeyrirkostar þjóðina, ekki
i auglýsingum erlendis eða
landkynningarstarfsemi. Er
það réttlætanlegt að greiða
fyrir gjaiaeyrinn meo þvi að
fá svo mikinn fjölda ferða-
manna á fegurstu vinjar há-
lendisins eða annars staðar að
við gróðureyðingu og mengun
liggur? Er nægileg greiðsla að
Islendingum sé meinaður að-
gangur að helstu laxveiðiám
landsins og þeim stöðum sem
hvaö vænlegastir eru til skot-
veiða? Kostar gjaldeyrir
erlendu ferðamannanna það,
að fálkanum verði útrymt og
ýmsum öðrum sjaldgæfum
fuglategundum, sem við siðar
kaupum uppstoppaða á upp-
boðum erlendis? Nægir
kannski að greiða fyrir gjald-
eyrinn með grjóti, fallegum
steinum, hrúðri af fallegum
hverasvæðum eða varpi
algengra fugla sé spillt?
Það kann að vera að hér séu
hlutirnir málaöir of sterkum
litum, en tekið skal fram að
hér er ekki um neinar öfgar að
ræða, þótt fullyrt sé að viö
■ Úr blaðinu „Afangar"
allsherjar eyðileggingu liggi
vegna útlendra ferðamanna
sem bætast i sistækkandi hóp
Islendinga sem áhuga hafa á
ferðalögum hér innanlands.”
Hvað þolir landið
marga ferðamenn?
Loks segir Sigurður i grein
sinni:
„90.000 ferðamenn sem spáð
er að sæki Island heim eftir
nokkur ár. Hversu mikla
átroðslu þolir landiö? Hversu
langi á að ganga i landkynn-
ingarstarfi erlendis? Hvað
þolir landið i viðbót við 220.000
tslendinga að öllu öðru
óbreyttu.
Égstórefa það að landið þoli
90.000' ferðamenn og þess
vegna tel ég aö við þurfum að
draga úr innflutningi ferða-
manna, einbeita okkur frekar
að islenskum ferðamönnum.
Þeir hljóta að eiga forgang að
auðlindum landsins.”
Vafalaust eru ekki allir
sammála þessari niðurstöðu
Sigurðar, en á hinn bóginn er
hún vel þess virði, að umræða
fari fram um hana.
—ESJ.
Elías Snæland O
Jónsson JkrfjSl
ritstjóri, skrifar