Tíminn - 07.08.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1981, Blaðsíða 1
hljóðvarps og sjónvarps — 11, 12, 13 og 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRETT ABLAÐ! Föstudagur 7. ágúst 1981 175. tölublað — 65. árgangur Sölusamningur við Sovétmenn: KAUPfl UM 100 ÞðSUND TUNNUR AF SALTSÍLD! — samdráttur í magni og lækkun á verði frá því sem var í fyrra i ■ Tekist hefur að ná samningum við Sovétmenn um söluþangað á 100 þúsund tunnum af saltsild á næstu sildarvertíð. Er þetta samkvæmt heimild- um sem Timinn telur áreiðanlegar. Hér mun vera um fastan samning að ræða, þannig að ekki verður um að ræða frekari sölu til Sovétrikjanna að þessu sinni. í fyrra keyptu Sovétmenn um 160 þúsund tunnur af þeim 270 þúsund sem saltaðar voru, þannig að sam- drátturinn i þessum viðskiptum er verulegur. Vegna mikillar hækkunar dollarans umfram Evrópu- myntir undanfarna mánuöi reynist erfitt að semja um sölu- verð i dollurum um þessar mundir. Mun samninganefndin hafa orðið að sæta þvi að semja um allt að 10% lægra verð i dollurum en á siðastliðnu hausti. Þess ber þó að gæta, að 10% verðlækkun miðað við doll- ar getur á hinn bóginn jafnast á við 10-15% verðhækkun ef samið væri um verð miðað við ymsa Evrópumyntir, eins og gjald- eyrisþróunin er nú. Til viðbótar þessu munu hafa tekist samningar um sölu á 20-30 þúsund tunnum af sild til Finn- lands. Samningar við Svia eiga hins vegar að hefjast siðari hluta ágústmánaðar. Einn sildarverkendanna er Timinn talaði við taldi ekki ólik- legt að þeir yrðu nokkuð súrir i þeim samningaviðræðum, til að byrja með. Sænskir sildarkaup- endur hafi ekki ennþá komist yfir þá gremju, sem það olli þeim á siðastliðnu hausti þegar islensku sildarbátarnir seldu ferska sild á „spottpris” i Dan- mörku eftir aö þeir höfðu undir- ritað kaupsamningana við ls- lendinga á saltaðri sild héðan. HEI ■ Litlar likur virðast nú vera til þess, að það takist að ljúka gerð úti- taflsins i miðbæ Reykjavikur fyrir þann tima sem til var settur, en forráðamenn borgarinnar höfðu von- ast til þess að unnt yrði að taka taflið i notkun á afmælisdegi Reykja- vikurborgar, þann átjánda þessa mánaðar. Telja má fullvist, aö lokið verði við alla steypuvinnu við tafliö vel fyrir þann tima svo og við gerð taflborðsins sjálfs. Hins 1 vegar er gifurleg vinna eftir viö hellulagningu á svæðinu fyrir neðan Torfuna þar sem tafliö er auk þess sem næsta litlar likur eru taldar til þess að lokið verði við steinhleöslur við taflið fyrir afmælið. Steinhleðslur þessar sem mynda kanta á þrjár hliðar tafl- svæðisins, svo og hleðslur við taflborðiö sjálft, eru bæði mikiö verk og vandasamt. Þarf að höggva hvern stein tiltölulega mikið og taka af nibbur og aukakanta til þess að allt falli saman. Sjá nánarbls. t HV Skrifað og skrafad: ■ Hún lét ekki deigan siga I steinhögginu þessi hnáta I gær, en tæplega fær hún þó 25% kaupaukann sem lofað var ef útitaflinu yrði lokið fyrir 18. ágúst. Timamynd: Róbert Viðtal við Ólaf Vfti til varnaðar — bls. 23 Ógn og skelfing — bls. 22 — bls. 8-9 Matar- nýjungar — bls. 10 TflFUÐ TÆPAST TILBÚK)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.