Tíminn - 07.08.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. ágúst 1981 B I»ótt önnur úrslit hafi ef tii viil komið meir á óvart á hestamót- inu. sem haldið var á Vindheima- inelum i Skagafirði um verslunarmannahelgina, er þó vafalaust að besta afrek mótsins var nvtt islandsmet, sem Skjóni, tlelga Valmundarsonar, setti i 150 nietra skeiði, cn hann fór vega- lengdina á 13.9 sekúndum, sem er þrem tiundu úr sekúndu betri timi en fvrra islandsmet. Óvæntustu úrslitin voru þó lik- lega i 250 metra skeiðinu, þar sem Skjóni varð að láta sér lynda annað sætið, en Fannar, Harðar G. Albertssonar, skaust fram fyrir.hann og náði timanum 23.1 sekúndu. Skjóni skeiðaði 250 metrana á sama tima i úrslita- keppninni, svo og Eljar, einnig i eigu Harðar G. Albertssonar, en Fannar átti bestan samanlagðan tima og náði þvi fyrsta sætinu. 1 350 metra stökki var það Stormur, Hafþórs Hafdal, sem sigraði, á 24.3 sekúndum, annar varð Tvistur, Harðar G. Alberts- sonar, á sama tima, þannig að sjónarmunur réði, en i þriðja sæti varð Sindri, Jóhannesar Þ. Jóns- sonar. í 800 metra stökki sigraði Cesar, Herberts Olasonar, á 57.9 sekúndum. 1 öðru sæti varð Reyk- ur, Harðar G. Albertssonar, en i þriðja sæti Þróttur, Sigurbjörns Bárðarsonar. í brokki varð hlutskarpastur Faxi, Eggerts Hvanndai, á 1.39.5 minútum, i öðru sæti Tritill, Jó- hannesar t>. Jónssonar, en i þriðja sæti Tinni, Stefáns Frið- rikssonar. 1 A-flokki gæðinga sigraði Koi- skeggur, Ragnhildar Óskars- dóttur, með einkunnina 8.32. Ann- ar var Tenór, Siguröar Ingimars- sonar, en i þriðja sæti Svala, Ingi- bjargar Steíánsdóttur. t B-flokki varð hlutskarpastur Gimsteinn, Sveins Jóhannssonar, með einkunnina 8.46. Annar i B-flokki varö Svipur, Sveins Jóhannssonar, en i þriðja sæti varð Lúkas, Jósaíats t>. Jónssonar. Hestamótiö stóð yfir laugardag og sunnudag. Fyrri daginn voru gæðingadómar og undanrásir i kappreiöagreinum. i lok fyrri dags var svo haldiö uppboð á folöldum. Siöari dag mótsins fóru svo ■ Tvisýn keppni varö iýtnsum greinum, en þessi baráttumynd er úr 350 metra stökki. fram milliriðlar i kappreiöunum, og lauk mótinu svo meö úrslita- hlaupum þeirra. Ýmislegt fleira var á dagskrá mótsins, svo sem hópreiðar, gæð- ingasýning og annaö. Hæstu verðlaun á mótinu að þessu sinni voru i 250 metra skeiði, eða kr. 5.000.00. 1 heildina tekið voru veitt verðlaun sem svarar tæplega þrjátiu þúsund krónum. ■ Páli Pétursson, alþingismaður var einn af starfsmönnum mótsins, en þarna hvílir Sigurður ólafsson olnboga á öxl þingmannsins. Efstur hesta i B-flokki varö Gimsteinn, Sveins Jóhannssonar, en knapi var Björn Sveinsson. ■ Efstur hesta i A-f!okki varð Kolskeggur, Ragnhildar óskarsdóttur, en knapi var Albert Jónsson. ■ Baráttan var einnig hörð i 150 metra skeiði, bæði i riðlum og I úrslitakeppni..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.