Tíminn - 20.09.1981, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 20. september 1981
í-ða: nEn ég vil sjá
Eiffeí-turninii!”
■ Lestin til Parisar var að leggja
af stað. Leiðinlegur brautarpall-
urinn i Calais. Inni i rúmgóðum,
bólstruöum klefa sátu tvær konur
á aö giska þritugar, vel snyrtar,
vel klæddar — Parisardömur
væntanlega. Takk fyrir, jújú, við
máttum fá okkur sæti, þær kink-
uðu koili. Svo fór lestin af stað.
Þægilegheita lest. Konurnar
störöu þegjandi út um gluggann,
Calais þaut framhjá og það var
komiö upp i sveit. Bleikir akrar,
fögur tún, skógar og litil vötn.
Hvar skyldu skotgrafirnar hafa
verið, ætli bresku hersveitirnar
hafi marséraö þessa leið til fund-
ar við Von Klug? önnur Parisar-
daman svaf, það var fariö að
rökkva. Kenneth Toomey var
nauögaö af ruddafengum sjólið-
um. Svo vaknaði Parisardaman
og sagði við hina: „Ya wann
somethin t’eat?” Þær voru engar
Parisardömur, heldur amerisk-
ar. Á tösku annarrar þeirra stóð
Tatiana Kolnyekova, rússneskar i
þokkabót. Þær gáfu sig á tal viö
okkur, reyndust vera að koma frá
London og minntust þess ekki
ógrátandi. „Aldrei vitað ógeös-
legri borg, subbuleg og skitug og
fólkiö dónalegt og kalt — mér
skilst aö Frakkar séu öðruvisi”,
flissaöi Tatiana Kulnyekova.
Annars voru þær á leið til Spánar,
Spánverjar voru þó ábyggilega
öðruvisi. Ekki svo að skilja, þetta
voru penar stúlkur og Tatiana
hafði klukkuna sina ennþá stillta
á Amerikutima til að geta hringt i
manninn sinn á þeim tima sem
honum hentaði best. Þær voru
ágætir ferðafélagar og björguðu
okkur einu sinni. Gæslumaður
lestarinnar kom inn i klefann að
skoða miða og hann benti okkur
haröneskjulegur á svið á tölustaf-
inn „2” á Interrail-miðunum
okkar — við værum á fyrsta far-
rými. Við bjuggum okkur undir
að yfirgefa þessi mjúku sæti
meðan gæslumaðurinn kannaði
miða Amerikurússanna. Sjá, þær
ryndust hafa annars flokks miða
lika. Þá nennti gæslumaðurinn
ekki að standa i að reka aila út,
fór. Konurnar flissuðu og fliss-
uöu. Þegar viö stoppuðum nokkru
siöar I Amiens og þær sáu gæslu-
manninn spranga um á brautar-
pallinum þá uröu þær aftur á móti
hræddar, drógu tjöld fyrir glugga
og vildu slökkva ljósið. En svo fór
lestin af stað aftur. Nú var orðiö
almykrt úti og enn klukkutimi til
Parisar. Það sagöi vinkona Tati-
önu — aldrei vissi ég hvað hún hét
— alla vega, en allt i einu var lest-
in komin inn I borg og hægði ferð-
ina. Þær Tatiana leituðu á kort-
unum sinum en fundu enga borg á
þessum stað, skyldum við vera
komin til Parisar? „Nei”, sagði
vinkonan ákveðið, „hérna eru
bara blokkir. Það eru áreiðanlega
engar blokkir i Paris”. Hún hafði
sýnilega lesið Veisla i farangr-
inum eftir Hemingway. „En
sjáiði”, hrópaði Tatiana og tókst
á loft, „þaðer kirkja”! Það er svo
mikið af kirkjum i Paris, það veit
ég!” Og þarna var vissulega
kirkja. En hvar var Eiffel-turn-
inn? — átti hann ekki að sjást alls
staðar aö? Tatiana fikraði sig
fram á gang og spurði farþegana
sem allir voru komnir úr klefum
sinum: „This Paris? This
Paris?”Það þurftiekki nema sjá
hneykslunarsvipinn á þeim til að
skilja að við vorum komin til
Parisar.
Hvað gerir
maður næst?
1 flestum ef ekki öllum bió-
myndum frá Paris kemur fyrir
umferðarhnútur og bilstjórarnir
stökkva út úr bilum sinum, hár-
reyta hver annan, æpa og öskra,
og pata út i loftið. Ég hélt i sak-
leysi minu að þetta væri þjóð-
saga.eða aö minnsta kosti ýkjur,
en fimm minútum eftir að við
stigum út úr lestinni sáum við
þetta gerast. Við biðum i röð eftir
leigubil og svertingi nokkur ætl-
aöi að svindla sér út úr röðinni og
inn i næsta bil. Uppfullur af heil-
agri vandlætingu visaði bilstjór-
inn honum á bug. Þá kom þar
aðvifandi annar leigubill og bil-
stjórinn svartur sem sót. Hann sá
ekki betur en þarna væri dæmi
um kynþáttafordóma i verki,
fyrri bilstjórinn vildi ekki aka
blökkumönnum, og rann blóðið til
skyldunnar. Hann snaraðist þvi
úr bilsinum og að fyrri leigubiln-
um, jós bilstjórann skömmum og
munnsöfnuðurinn hefur áreiðan-
lega ekki verið til fyrirmyndar.
Nú sáu aðrir bilstjórar færi á að
gripa gæsina. Leigubilstjórar og
farþegar flykktust að, hinir prúð-
ustu menn skildu bila sina eftir
úti á miðri götu til að geta tekið
þátt i gamninu. Það var mikið
fjaðrafok en svertinginn sem
hafði komið þessu öllu af stað var
löngu horfinn á braut. Hann hafði
smeygt sér inn i leigubil, sem ók
brott á mikilli ferð. Eftir dágóða
stund rann það upp fyrir mönn-
unum á götunni að þeir höfðu ekki
lengur hugmynd um um hvað þeir ,
voru að rifast og samkundan
leystist upp. Þátttakendur voru
rjóðir og sælir á svip, og nú gekk
röðin miklu betur en áður. Þegar
við náðum upp i leigubil vorum
viö ekki prettuð um nema sex
fránka, það er vist ekki mikið af
nýgræðingum i Paris.
Næsta morgun var farið að
skoða heimsborgina. Við þrædd-
um leiöina niöur i bæ eftir metró-
korti og vorum, held ég, ansi túr-
istaleg. Nei, þarna er Pompidou-
safnið! Bara alveg eins og geim-
stöð. Viö sátum og horfðum á
Pompidou-safnið. Já, þetta var
alveg óumdeilanlega Pompidou-
safnið. Hm. Hvað gerir maður
næst? Fer að skoða Eiffel-turn-
inn? Notre Dame? Mónu Lisu?
Eða kaffihúsin þar sem Joyce
var, Pound, Gertrude Stein og
existentialistarnir? Rúmið hans
Prousts? Gröf Jim Morrison? Viö
vorum alveg ráðvillt, ég segi það
satt. Svo við gengum. Gengum og
gengum. Yfir Signu — já, þarna
er Notre Dame — og á Saint
Michel. Siðan „heim”, upp á Rue
Jean-Pierre Timbaud þar sem við
höfðum ibúð i láni. Þetta var fin-
asta ibúð, en Mústafa! — Mústafa
var klósett, viðbjóðsleg hola inn i
skáp frammi á gangi og þar
skriðu silfurskottur og önnur dýr
sem ég kann ekki að nefna. Það
sem Frakkar láta sér lynda.
Mústafa var eina hreinlætisaö-
staðan á staðnum og eftir nokkra
daga i rykugri heimsborginni var
bað orðið aðkallandi. Við vissum
af baðhúsi einhvers staðar i ná-
grenninu en hvar i ósköpunum?
Við svo búið mátti ekki standa,
það var farið að vaxa á mann
hreistur. Ekki gátum við spurt
Frakkana, ótalandi á frönsku og
þeir á ensku. Sem betur fór fund-
um viö i Ibúðinni „Berlitz —
fransk for rejsebrug” og þar
setninguna: „Geturðu visað mér
veginn til næsta veitingahúss?” á
þessari finu frönsku að þvi er séð
i n
varð. I annarri orðabók fundum
við hvað „bað” heitirá frönsku og
vopnaður miða sem á stóö:
„Geturðu visað mér veginn til
næsta baðhúss?” gekk ég milli
nálægra Frakka. Stúlka með litað
hár kom mér til hjálpar. Baðhús-
ið reyndist vera á Rue Ober-
kampf, steinsnar i burtu.
Heimsins
lélegasti
töframaður
Nokkru siöar f jölgaði okkur um
helming (og moskitó-flugunum i
ibúðinni reyndar lika). Mágkona
min og svili voru komin til borg-
arinnar og maðurinn heimtaði
bjór. „Gróssbér.” — ogþjóninn á
kaffihúsinu við Saint Michel
glotti. Allt i lagi þótt hann væri
ekkert hrifinn af túristum en af
hverju glotti helvitis maöurinn?
Svo kom hann með bjórinn — i
tveggja litra tunnu. — og glotti
ennþá meira. Við vorum þarna
næsta klukkutimann að klára
bjórinn og þaö þótt dálitill töfra-
maöur, sem var að galdra fyrir
gesti kaffihússins, fengi sér ööru
hvoru sopa. Þegar við sluppum
loksfráParisvar ekki alveg laust
við að viö værum orðin leiö á
þessum töframanni — eftir að
hafa séð hann fremja sömu töfra-
brögöin að minnsta kosti hundrað
sinnum á ýmsum kaffihúsum og
krám. Og þegar við fórum á úti-
markaö uppá Clignancourt, þá
var hann þar lika. Heldur ekki
nóg með hann. Sæti maður eina
kvöldstund á kaffihúsi, veitinga-
húsi, krá, var áreiðanlegt að að
minnsta kosti fimm eða sex
trúbadúrar, söngvarar, töfra-
menn, eldlistamenn og önnur
álika fyrirbæri heimtuöu af
manni fé fyrir mjög svo mismun-
andi listir si'nar. Töframaöurinn
sem ég minntist á hér aö ofan hef-
urán nokkursvafa veriðlélegasti
töframaður sem sögur fara af,
samt tókst honum að hala inn
álitlega fjárhæö á hverju kvöldi.
Svo mátti finna eitt stykki Bob
Dylan á hverju götuhorni,
Leonard Cohen á öðru hverju,
Bítlarnir voru viöa, Edith Piaf
hér og hvar og inná milli voru
rosknir menn með harmóniku.
Það voru reyndar þeir sem fengu
mesta peninga, aö þvi er ég best
sá. Svo urðu þessir menn ákaf-
lega reiðir ef maður heillaðist
ekki og setti pening i boxið þeirra,
einn rauðhærður afglapi (frá
Astraliu, grunar mig), sem hafði
nauögað Leonard Cohen, Bitlun-
um ogSimon & Garfunkel i einni
striklotu, stökk uppá nef sér og
hrópaði: „Láttu þér vaxa yfir-
skegg. Þá veröurðu alvegu einsog
Hitler!” Hitler, af öllum mönn-
um!
Agúst er vist ekki besti mánuö-
urinn til aö vera i Paris — það
segja mérsérfræðingar — Frakk-
ar sjálfir útá landi i frii og borgin
full af túristum. Engu að siður
var þaö sem kallað hefur veriö
„kaffihúsalif” bara gott, aö
minnsta kosti fyrir þann sem ekki
veit betur.
Pompar
Eiffel-turninn?
— Jæja.hvað eigum viðaögera
i dag?
— Það veit ég ekki.
—Það veit ég ekki.
— Ég vil sjá Eiffel-turninn.
—Nei, ég meina bara sjá hann.
—Til hvers?
—Það veit ég ekki.
—Hann pompar örugglega niö-
ur.
—Pomparniður? Hann er búinn
aö standa siöan sautján hundruð
og súrkál.
—Þess þá heldur.
—Komum i búöir.
—Við erum búin að fara i búðir.
Ég vil fara i fleiri búðir.
Jæja, komum út.
Já. Hvert eigum við að fara?.
—Ekki að skoða Eiffel-turninn.
—Eigum við að koma og skoða
Mónu Lisu?
—Þú getur keypt þér plakat.
—Plakat...
—Nei, ég er alveg til i að koma
og skoða Mónu Lisu.
Æ, er þaö ekki voðalega erfitt?
Louvre risastórt?
—Við skreppum bara inn, för-
um og skoðum Mónu Lisu og för-
um svo út aftur.
—Það er hallærislegt.
—Jæja, farðu þá aö skoöa
Eiffel-turninn!
—Mig langar ekkert að sjá
Eiffel-turninn. En fyrst maður er
i Paris á annað borð, á maður þá