Tíminn - 20.09.1981, Side 5
Sunnudagur 20. september 1981
5
ekki aö sjá Eiffel-turninn?
—„A maður”?
Ja, ég meina...
—Þú ert nú bara plebbi!
—Nei! Vilt þú dtki sjá Mónu
Lisu?
Jæja, komum út.
—Hvert?
Það veit ég ekki.
—Það veit ég ekki.
—Það veit ég ekki.
—Ég vil fara í búðir. Ég á eftir
að kaupa...
Móna Lisa
á hlaupum
Einhvers staðar hef ég lesið að
Louvre-safnið hafi upphaflega
verið reist sem höll handa ein-
hverjum af öllum þessum LUð-
vikum, man ekki hverjum, en
hann siðan kosið að vera annars-
staðar. Kannski hefur byggingin
ekki þótt nögu flott og fin. Þá er
ég feginn að við fórum ekki að
skoða túristaattraksjónina Ver-
sali þvi, eins og þeir vita sem séð
hafa, þá er Louvre-safnið vægast
sagt iburðarmikill kumbaldi.
Leiðindastaður. Við keyptum
miða og iðkuðum svo spretthlaup
eftir göngunum. „The Mona
Lisa? The Mona Lisa? Where is
the Mona Lisa?” var hver einasti
safnvörður spurður og allirbentu
á næsta sal. Salirnir voru óendan-
lega margir.
„Nei sko, þarna er Rafael,” og
svo hlupum við áfram.
„Þarna er einn Titian,” og svo
hertum við hlaupin.
„Og Rubens.” Við slógum öll
met.
Það var svo sem ekki erfitt að
finna Mónu Lisu þegar til kom,
þurfti ekki annað en að þefa uppi
hvar fólkið var flest. Móna Lisa
varvendilega varðveitt inn igler-
búri og hún var eina málverkið i
öllu húsinu sem ekki var merkt.
Þess þurfti sýnilega ekki. Mann-
fjöldinn stóð agndofa og horfði á
Mónu Lisu. Sumir leigðu sér
segulband á fránka, það var ilag-
inu eins og simtól og Ur þvi kom
karlmannsrödd — hægt var að
velja um frönsku, ensku,
spænsku, þýsku og kannski ein-
hver fleiri mál, væntanlega
itölsku — sem flutti fjálgan fyrir-
lestur um þetta málverk og sögu
þess. Þjófnaðina og allt það. Já,
skyldi þetta vera fólsun? Nei,
mér sýnist þetta vera handbragð
Leónardós, ég sé ekki betur. Allir
ferðamennimir — við vorum þó
ekki með myndavél, —virtust
aldrei fá sig fullsadda af Mónu
Lisu, þeir gláptu úr sér augun,
struku á sér skeggið eða potuðu i
nefið, já, humm, svo þetta er
Móna Lisa, einmitt já. Fallegt
málverk, já, fallegt, mjög fallegt.
En hvað skyldi vera svona merki-
legt við það? Einmitt já, þetta
bros. En hvað er með það? — er
þetta ekki bara venjulegt bros?
En þetta er falleg mynd, jújú, hUn
er falleg... Hm. Svo var haldið
áfram að horfa. „Jæja, þá eriði
búin að sjá Mónu Lisu. Eigum við
ekki að koma?” „Jú, fyrir alla
muni, komum.” Og við renndum
okkur fótskriðu eftir göngunum
og Ut, þar var götuhljómsveit að
snilíja peninga af gestum safns-
ins,og spilaði kammermúsik eftir
Johan Sebastian Baeh eða ekki
heyrði ég betur og er þó ekki fjöl-
fróður um þessi efni. Fint skal
það vera hjá þessu fina safni. Við
hlupum eins og fætur toguðu burt.
Allt i einu: „Nei, sko! Þarna er
Eiffel-turninn!” Og sjá — toppur-
inn á turninum gægðist uppúr
móskunni hinum megin við Signu.
„Það er ekkert sem heitir. A
morgun förum við og skoðum
Eiffelturninn!”
fsland i stað
Nýja-Sjálands
Ég skal játa að einu sinni laum-
aðist ég til að gægjast i „Berlitz-
fransk for rejsebrug” á veitinga-
húsi til að reyna aðátta mig á þvi
hvaða góðgæti leyndist á mat-
seðlinum bakvið þessi finu
frönsku nöfn,enað öðruleyti vor-
um við lélegir tUristar. Við litum
að visu einu sinni innum dyra-
gættina á Notre Dame og skund-
uðum einu sinni uppá ... þama,
kirkjuna á Montmartre (ég viður-
kenni að ég man ekki einu sinni
hvað hún heitir!), en leiddist þar
svo við fórum strax niður aftur.
Eftir á aðhyggja eruþúsundsöfn,
kirkjur, merkar byggingar, stór-
glæsilegur arkitektúr og fleira
smekklegt sem okkur láðist að
fara og horfa á og það verður að
biða betri tima. Hitt er annað að
við kynntum okkur verslanir af
töluverðri nákvæmni, veitinga-
hús ennþá betur og reyndum eftir
bestu getu að dýfa hendinni i
mannhfið. Þaö var bUið að segja
mér tröllasögur áður en við lögö-
um upp, að Frakkar töluðu sko
ekkert nema frönsku og væru
stoltiraf því, lá viðaðþeir réðust
með ofbeldi á hvern þann sem
dirfðist að ávarpa þá á til að
mynda ensku. Þvi værum við
dæmd til að vera mállaus þennan
tima sem við stæðum við i Paris.
Þetta reyndist vera argasta lýgi.
Frakkar kunnu að sönnu ekki
mikið i ensku og voru tregir til að
brUka það litla sem þeir kunnu en
ef sýnt var að samband næðist
ekki örðuvisi þá létu þeir sig hafa
það og varekki fýlusvipáþeim að
sjá. Hins vegar uppgötvaði ég allt
i einu mér til mikillar skelfingar
að ég var bUinn að týna niður
þessum fina enskuframburði
minum og var farinn að tala
ensku með frönskum hreim. Nei, i
alvöru talað, þá virtist Frökkun-
um þykja bara gaman að tala
ensku og sumum þeirra fannst
fyndið að hitta fyrir Islendinga.
Það var til dæmis þjónn á kUss-
kúss stað við Saint Michel sem
kvaðst vera mikill vinur Islands
og Islendinga og sagði:
„Reykjavfk”, þvi til staðfesting-
ar. Svo kátur var hann að hitta
fyrir þessa vini sina að hann dró
upp penna og teiknaði heims-
kringlu á borðdúkinn til að sýna
okkur hvar tsland væri, kannski
til að við rötuðum áreiðanlega
heim.En þá fór að vandast málið
þvihann setti tsland niður við hlið
Astraliu, þar sem Nýja-Sjáland
er þegar allt er með felldu. Þá
gafst hann upp en sagði:
„Reykjavik” nokkrum sinnum i
viðbót til að sýna að honum væri
nú ekki alls varnað. Þetta var
bestimaður og tsland er fullsæmt
af svona vinum, þegar við vorum
búin að borða laumaði hann leif-
unum i' poka og sagðist ætla að
gefa hundinum sinum. Sumir
voru verri, svertingjarnir sem
börðu bumbur öll kvöld og linnu-
laust á Les Halles, eða maðurinn
sem skar sigá púlsinn á veitinga-
húsi þar sem við átum. Hann
hafði setið einn og einmanalegur
og borðað melónuna sina,svo stóð
hann allt i einu upp og það lagði
úr honum blóð. Hvort þetta var
aðferð hans til að losna við að
borga reikninginn veit ég ekki en
hann var með marga skurði á
handleggjunum . Það var stumrað
yfir honum en heldur ótóttlega
sýndist mér. Loks kom þó maður
sem sagði: „Leyfið mér að kom-
ast að. Ég er læknir.”
Svo þegar við stigum uppi lest-
ina sem færöi okkur aftur til
Calais mundi ég: „En við sáum
aldrei Eiffel-turninn!”
Því meiri kröfur,
sem þú gerirtil
utanhúsmálningar
því meiri
ástæða er til að þú notir
HRAUN
HRAUN, sendna akrýlplastmálningin hefur allt
það til að bera, sem krafist er af góðri utanhúss-
málningu:
Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru
til um meira en 17 ár. Þekur vel — hver umferð
jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plast-
málningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og
gróf, og fæst í fjölbreyttu litaúrvali.
HRAUN stenst allan verðsamanburð.
HRAUN litakortið læst í ölium helstu málningar-
vöruverslunum landsins.
málning