Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 14

Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 20. september 1981 Sunnudagur 20. september 1981 15 ■ Hver er persónan Hjörleifur Guttormsson, aö baki iönaöarráöherr- anum Hjörleifi Guttormssyni? Pólitiskir andstæöingar hans hafa ekki vandaö honum kveöjurnar þann tfma sem hann hefur gegnt embætti isi.ahnrráöherra og fundiö honum flest til foráttu. Hafa þeir gagnrýnt hann fyrir nefndafargan og óskynsamleg vinnubrögö t.d. i Alusuisse- málinu svokallaöa, þó minna hafi fariö fyrir gagnrýnisröddunum aö undanförnu en oft áöur. Meöherjar hans i pólitikinni teija hann hins vegar afar vandvirkan og vinnusaman stjórnmálamann, sem af festu ogdugnaöihafináöaö hrinda ýmsum þýöingarmiklum verkum I fram- kvæmd. Hvers konar mann hefur svo hinn rólegi og yfirvegaöi Hjörleifur Guttormsson aö geyma? Blaöamaöur Timans faiaöist eftir þvi viö Hjörleif aö fá aö eyöa meö honum kvöldstund, þar sem persónan Hjör- leifur og lífsviöhorf hans skyldu rædd og var slikt fúslega veitt. Af- rakstur kvöidsins fer hér á eftir. ■ Aö góöum, islenskum sið bið ég Hjörleif aö segja mér frá uppruna sinum, bernskustöövum og upp- vexti. ,,Hef aðeins átt lögheim- ili á tveimur stöðum á íslandi” ,,Ég er fæddur á Hallormsstaö, i Skógum eins og það er kallað, á Héraöi. Þar fæddist ég 31. október 1935, þannig aö ég er nú 45 ára. Hallormsstaður var heimili mitt, þar til ég flutti til Neskaupstaðar, þannig aö ég hef ekki átt lögheim- ili nema á tveimur stööum á fs- landi. A Hallormsstað ólst ég upp og var meö annan fótinn þar til tvitugsaldurs. Faðir minn var skógarvöröur á Hallormsstaö i 45 ár, og var með búrekstur jafn- hliöa þvi. Móðir min, Guðrún Pálsdóttir frá Þykkvabæ i Land- broti, var seinni kona hans og er- um við Jón Helgason, alþingis- maöur systrasynir. Ég var þvi við búskap frá þvi að ég var hnokki. Ég byrjaöi eiginlega sem fasta- vinnumaður þegar ég var 8 ára gamall, að ég fékk fyrsta oríið og stóð ég m.a. við slátt i 6 eða 7 sumur eftir það. Þá byrjaði ég i skógræktinni sem launavinnu- maður, en viðvikin heima voru að sjálfsögðu ólaunuð. Ég lenti lika i þeirri óhamingju 8 ára gamall að læra að mjólka, þ.e. handmjólka og var það minn starfi i ein 6 eða 7 ár, bæöi kvölds og morgna. Það var aðeins á jóla- dagsmorgni sem við bræðurnir sem þennan starfa stunduðum, fengum fri frá mjöltum. Ég held að mjaltirnar séu sá starfi sem ég hef veriö fegnastur að sleppa frá, þvi yfirleitt var þetta viðbót viö annað dagsverk og ekki sérlega skemmtilegt. Búskaparstörfin, og þá ekki sist heyskapurinn áttu annars vel við mig. Mér þykir það ánægjulegt eftir á, að hafa komist i kynni viö járnöldina, ef svo má segja, þvi þegar ég var að alast upp, þá var enn gamla búskaparlagiö og hestasláttuvél kom ekki á bæinn fyrr en ég var 10 ára. Traktor held ég aö hafi komið á bæinn 1952, þannig að þessi þróun gekk yfir á meðan að ég var þarna enn viðloðandi heima. Ég starfaði svo á sumrin, meðan ég var i menntaskóla við skógræktarstörf, en það voru mjög ljúf sumur, fjölbreyttur starfi bæði við útplöntun úti i skógi og skógarhögg, girö- ingarvinnu og hvað eina sem til féll i skógræktinni. Nú, ég elst upp i stórum systkinahóp, við vorum 9 systkin- in, 5 alsystkin og fjögur hálf- systkin, sem öll ólumst upp á Hallormsstað. Að visu var elsta systir min komin að heiman, þegar ég fer ab muna eftir mér. Enn er einn bróðir minn á Hall- ormsstað, starfandi við skóg- ræktina, en það er Páll Guttorms- son. Faðir minn hætti sem skógarvörður 1952 eða 1953 og þá tók Sigurðúr Blöndal frændi minn þar við. Ætt min hefur þvi um langt skeið haft mikil tengsl við þennan stað. Fyrstur af minni ætt kom þangað séra Sigurður Gunnarsson prófastur, 1861, og var mitt föðurfólk þar lengst af siðan. Sigurður þessi var sér- stakur maður um margt, fékkst við marga hluti og hefur orðið mér nokkuð náinn á seinni árum, þvi ég þykist finna til ýmiss skyldleika með þvi sem hann var aö sýsla við og þvi sem ég hef komið nærri, þó að þar skilji á milli, að ég hef ekki farið i prest- skapinn”. ,, Fra msóknarf lokkurinn átti innangengt hjá föð- ur minum” — Var mikið um heimsóknir á þinu heimili á þinum uppvaxtar- árum? „Já, heimilið var mannmargt, og þangað komu margir gestiij einkum á sumrin. Meðal annars komu ýmsir málsmetandi Fram- sóknarmenn i heimsókn, þvi Framsóknarf lokkurinn átti innangengt hjá föður minum. Var það ekki sist fyrir sumarhátiöir Framsóknarmanna i Atlavik, sem þeir héldu á sumri hverju um langt skeið.” — 1 framhaldi af þvi, hvenær ferö þú að fá áhuga fyrir pólitik? ,,Ég býst nú við að það þyki ýkjur að segja, að ég hafi farið að fá áhuga á pólifik og heimsmál- um þegar ég er um 5 ára gamall. En i sannleika sagt, þá voru þjóð- félagsmál mikið rædd heima hjá mér. Það fór ekki hjá þvi, að menn fylgdust daglega með þeim stóru viöburðum sem voru að gerast úti i heimi eftir að heims- styrjöldin siðari byrjaði. Þau átök tóku mjög hug minn sem barns, og ég fylgdist með fréttum frá þvi að útvarp var keypt á heimilið 1940 og ég held að tilefnið fyrir kaupunum hafi verið heims- styrjöldin, sem þá var skollin á. A þessum árum lærði ég mikið i landafræði, þvi ég fylgdist einnig með gangi striðsins á landakort- inu. Ég las einnig Timann á þess- um árum, sem var annað blaðið af tveimur sem kom á heimilið. Hitt blaðiö var Isafold og Vörður, sem lengi var gefið út sem viku- rit, og hafði að geyma sitthvað úr Morgunblaðinu. Það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1950 sem ég sá Morgunblaðið i fyrsta sinn. Ég hafði mjög snemma mikinn áhuga á gangi heimsmála og minn fróðleik sótti ég, fyrir utan fréttir útvarps, ekki sist i erlend yfirlit Þórarins Þórarinssonar, sem skrifaði þá eins og nú glögg- ar yfirlitsgreinar i Timann um erlend málefni. Þessi yfirlit Þórarins eru mér eitt minnis- stæðasta lesefnið frá þeim tima. Hitt gerðist svo jafnframt, að ég dró dám af þessari lesningu og ég býst við að Timinn og reyndar andrúmsloftið heima hafi haft þau áhrif, að ég taldi mig vera Framsóknarmann og það ákveö- inn. Aðeins 12 ára félagi i Fé- iagi ungra Framsóknar- manna — Hjörleifur segir nánar frá ferli sinum sem Framsóknar- maður: ,,Ég sótti um inngöngu i Félag ungra Framsóknarmanna i S- Múlasýslu þegar ég var 12 ára gamall, en þá var ég reyndar tveimur árum yngri en hæfilegt þótti til inngöngu i þessi æsku- lýðssamtök, en mér var veitt undanþága og komst ég þar meö á skrá 12 ára gamall. Ég hef stundum sagt það i gamni við kunningja mina Framsóknar- menn, að þaö megi vel vera að ég sé enn skráöur i þvi félagi, sem fékk óformleg endalok. Það var auövitað ekki til þess að draga úr áhuga minum á þess- um efnum að fremstu forystu- menn Framsóknarflokksins voru nærri árlegir gestir heima hjá mér á þessum árum. Eysteinn kom auðvitað á hverju ári, m.a. i tengslum við Atlavikursam- komur, en einnig þess utan, þvi hann kunni vel við sig i skóginum. Hermann Jónasson, formaður flokksins kom einnig nokkrum „SOSIALISMI AN FYLLSTU LYÐRETT- INDA FÆR EKKI RISIÐ UNDIR NAFNI” Hjörleifur Gutiormsson i einkaviðtali við Helgar-Tímann sinnum. Þessir menn urðu mér auövitaö minnisstæðir. Ég hef alla tið metið Eystein Jónsson mikils og mér var þaö mikil ánægja að starfa með hon- um aö náttúruverndarmálum uir. árabil og sitja i Náttúruverndar- ráöi undir hans forystu. Það eru mér mjög minnisstæð ár og þar lágu áhugamálokkar saman, eins og reyndar i þjóðmálum einnig að vissu marki, þó að skoðanir væru skiptar og leiðir skildu með mér og Framsóknarflokknum þegar ég var 17 ára eða þar um bil.” „Framsóknarmenn stóðu ekki við fyrirheit sin” — Hvað er það svo sem veldur þvi aö Framsóknarmaðurinn ungi, með eldlega áhugann verður afhuga Framsóknar- flokknum? „Ég fylgdist mjög náið með þeim átökum og umræðum sem voru hérlendis i sambandi við inngönguna i Atlantshafsbanda- lagið, og kosningunum sem komu i kjölfarið haustið 1949. Þá var ég heitur Framsóknarmaður en Framsóknarflokkurinn var klof- inn i afstöðunni til inngöngunnar i NATO. Ég treysti á og tók gildar þær yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins þess efnis, að hér væri aðeins um öryggis- ráðstöfun að ræða, til að gripa til i neyð, og að aldrei myndi koma til hersetu á Islandi á friðartimum. Eins og kunnugt er, þá var ekki staðiö við þau fyrirheit, og það var ekki sist sá atburður sem réð úrslitum um að leiðir skildu með mér og Framsóknarflokknum þetta snemma, þó það kunni að hafa gerst hvort sem var. Ég heyrði það einn vordag, þar sem ég sat i upplestrarleyfi norður á Akureyri fyrir lands- próf, að bandariskur her væri kominn til íslands og gengiö hefði verið frá þeim málum af „lýö- ræðisflokkunum þremur” svo- kölluöu, án þess að þing væri kvatt saman og án þess að þjóöin vissi nokkuð um hvað var að gerast. Þetta snart mig mjög djúpt, eins og ég hygg raunar mjög marga aðra og varö sá brestur sem varð tilefni til þess að ég þá þegar hætti að geta litið á migsem þann Framsóknarmann, sem ég hafði talið mig vera. Eftir þetta var ég milli vita i stjórnmálunum og iökaði ef svo má segja, þrætubókarlist við allt og alla. Þetta var á fyrsta sam- fellda námsári minu i mennta- skóla (M.A.) og taldi ég mig þá utanflokka og var það.” „Sótti fræðsiufundi hjá Æskuiýðsfylkingunni” — Hvenær fer svo hugur þinn virkilega að hneigjast til vinstri? „Þegar ég byrjaði i 4. bekk M.A., var mér boðið að taka þátt i fræðslustarfsemi hjá sósialistum á Akureyri, á vegum Æskulýðs- fylkingarinnar, og án þess að ég liti á mig sem eindreginn sóíalista á þeim tima, og reyndar án þess að ég hefði nokkuð gert upp hug minn i þeim efnum, þá fór ég að sækja þessa fræðslufundi þeirra á sunnudögum, sem urðu ansi margir áður en yfir lauk. Ég gekk svo siðar þennan vetur i Æsku- lýðsfylkinguna og tók að lita á mig sem sósialista upp frá þvi. 1 menntaskólanum fékk ég mina fyrstu eldskirn i félagslegu tilliti þegar ég var kosinn sem formaður i málfundafélaginu i mjög spennandi kosningu, sem Lif af þessu tagi er einmanalegt á köfium ■ Timamyndir — Ella ■ „Mér hitnar i hamsi stundum var hápólitisk kosning, þar sem menn skiptust bara i tvær fylk- ingar — hægri og vinstri.” „Ætlaði alltaf i náttúru- fræðinám erlendis” — Hvað réð þvi svo að þú ákvaðst að fara til náms i Austur- Þýskalandi? „Ég staldraði við hér heima i einn vetur eftir stúdentspróf, en hélt siöan til A-Þýskalands. Astæöan fyrir þvi að ég hélt „austur fyrir tjald” var öðrum þræði forvitni að kynnast aðstæð- um og einnig hitt að þá var tiltölu- lega hagstætt fjárhagslega að stunda nám þar. Ég ákvað það snemma á menntaskólaárum minum að fara utan til náttúrufræðináms siðar, þannig aö ég var raunar að fylgja eftir þeim ásetningi. Það var talsvert um það á þess- um tima að námsmenn færu utan til Þýskalands til náms, bæði til V-Þýskalands og A-Þýskalands, en nú liggur straumurinn meira til engilsaxneska heimsins. Þegar ég kom til A-Þýskalands þá voru islenskir námsmenn þar fáir, en sá hópur átti eftir að stækka, þannig að þegar flest var á þeim árum sem ég var þarna, vorum við hátt i 20.” „Vildi kynnast af reynd þjóöfélagsaðstæðum fyrir austan” — Hvaða skoðun myndaðir þú þér á þjóðlifinu i A-Þýskalandi þessi ár sem þú þar dvaldir? „Ég vildi vissulega kynnast af reynd þjóðfélagsaðstæðum fyrir austan og þessi sex til sjö ár sem ég dvaldi i A-Þýskalandi, j Leipzig, nánar tiltekið árin 1956- 63veittu mér færi á þvi. Ekki get ég sagt að ég hafi farið þarna austurmeð sérstaklega háar hug- myndir um þjóöfélagsaðstæður, hafði enda lesið bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um þjóðfé- lagsaöstæöur þar. Vissulega ól maður þá sem æskumaöur með sér vonir, að i Austantjaldslönd- unum væru menn á skikkanlegu spori, i sambandi við tilraunir i þjóðfélagsmálum. Það verður að segjast að á þeim árum sem ég var i A-Þýskalandi, urðu þar talsveröar breytingar innanlands. Það gekk svona upp og ofan, það var ekki stöðugt ástand.en þaðvar tiltölulega milt andrúmsloft svona fyrst i stað, i hugmyndalegum efnum, svona viss þiöa sem gætti eftir 20. flokksþingið og tengdist Krúsjeff- timanum, en hennar gætti ekki nema um tiltölulega takmark- aðan tima og þeir sem vildu taka upp merkið og bera fram merki lýðræðislegs sósialisma þar innanlands og gerðu kröfur um tjáningarfrelsi og eðlilega um- ræöu um þjóðfélagsmál, menn eins og Robert Havemann, sem hélt einmitt fræga fyrirlestra við Háskólann i Austur-Berlin vetur- inn 1956-57 sem voru mikið sóttir, lentu í andstöðu við stjórnvöld. Þeir voru settir i stofufangelsi eða jafnvel i fangelsi um lengri eða skemmri tima, og við þær að- stæöur býr Havemann enn i dag. Meginviðfangsefni mitt að sjálfsögðu námið „1 A-Þýskalandi var ég i mjög stifu námi, liffræðinámi, og voru gerðar miklar kröfur til okkar stúdentanna, þannig að megin- viðfangsefni mitt þar var að sjálf- sögðu námið. Ég lagöi þarna jafna stund á grasafræði, dýra- fræöi og vistfræði fyrri hluta námsins, en prófverkefni mitt var i grasafræði og smálifverufræði, sem tengdist saman. Þarna lauk ég þvi sem kallað er Diplómpróf i ársbyrjun 1963. Ég á margar góðar minningar frá námsárum minum, bæði frá ánægjulegum kynnum við kenn- ara mina, þýska námsfélaga og námsfélaga frá öðrum löndum, sem voru margir, þannig að það var vissulega alþjóðlegur blær á stúdentalifinu i Leipzig.” „Vorum allir mjög ákveðnir stuðningsmenn borgaraiegra lýðrétt- inda” — Þið sem voruð islenskir námsmenn i Austur-Þýskalandi á þessum árum tölduð þiö ykkur vera fylgjandi sósialisma með tjáningarfrelsi? „Alveg tvimælalaust. Við hag- nýttum okkur lika að sjálfsögðu alltaf slikt tjáningarfrelsi, og engar hömlur voru lagðar á það, enda hefði verið erfitt um vik!” — Nú finnst mér annað koma fram a.m.k. á einum stað i SIA- bréfunum ykkar, sem Heimdallur gaf út sem Rauðu bókina, þvi þar segir orðrétt á einum stað: „Við álitum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósialismans, og þá sizt Þjóðverjum.” Og heldur siðar segir: „Fyndist okkur heiðarlegar að farið, ef valdhafar hér lýstu yfir, að þeir hefðu tekið völdin og létu engan komast upp meö mótmæli, stefnubreytingar eða annað múður”, en þarna eruð þið að fjalla um að kosningafyrir- komulagið i A-Þýskalandi hafi litið gildi, þegar ekki sé um að velja nema mjög þröngt af- markaða stefnu. Hvað vilt þú segja um þetta? „Nú veit ég ekki hvað þú ert vel lesin i þeim gögnum og Rauða bókin svokallaða, sem Heim- dallur gaf út á sinum tima, með sinni ákveðnu matreiðsluaðferð, setur fram okkar skoðanir eftir óskum og hugmyndum Heimdell- inga og slitur það sem við höfðum fram að færa úr öllu samhengi. Við sem vorum þarna við nám, vorum alla tið mjög ákveðnir stuðningsmenn borgaralegra lýð- réttinda og lýðræðishefða. Það sem fór i taugarnar á okkur mjög fljótt, var þessi ákveðna sýndarmennska, sem við sáum i gjörðum stjórnvalda. Við fórum ekkert i grafgötur um, að það voru ákveðnar andstæður milli orða og athafna stjórnvalda i A-Þýskalandi. Við töldum að það væri miklu nær að þau kæmu til dyranna eins og þau væru klædd, og til þess má rekja þau ummæli sem tiunduð hafa verið úr einu bréfa okkar. Matreiðsla Heimdell- inga „Ég held að þeir sem fara i gegnum Rauðu bókina, sjái ekki viðhorf okkar i þvi ljósi sem þau raunverulega voru. Þó held ég að viö lesturá þessum samtiningi og þessum valda útdrætti Heimdell- inga úr okkar bréfum, skini mjög ljóslega i gegn eindregin gagn- rýni á þá þjóðfélagshætti sem þarna riktu, ekki aðeins i A- Þýskalandi, heldur einnig frá fé- lögum okkar sem voru við nám annars staðar i Austur-Evrópu. Um þetta mætti vissulega margt segja. Ég tel aö dvölin þarna, án þess aö ég ætli að draga upp ein- hverja svart-hvita mynd af að- stæðum, eða i stuttu viðtali að kveða upp dóma um þær þjóöfé- lagsaðstæöur sem þarna riktu, og eru mikið til eins i dag, aö það hafi verið mjög lærdómsrikt fyrir okkur að kynnast þessu, og þá ekki sist vegna þess að við höfð- um mikinn áhuga á þjóðfélags- málum. 1 þvi sambandi bárum við saman bækur okkar i bréfum og skýrslum, til þess að hjálpa hver öðrum að greina þjóöfélagsað- stæðurnar, og draga af þvi lær- dóm. Við gerðum forystumönnum sósialista hér heima grein fyrir viðhorfum okkar og gagnrýni og rökstuddum málflutning okkar með ýmsum dæmum, þannig að skýrt kom fram, að margt i þvi stjórnarfari sem við höfðum fyrir augum i Austur-Evrópu og kynnt- umst, væri alls ekki hægt að flokka undir sósialisma eftir okkar hugmyndum. Viö horf min i þeim efnum hafa styrkst heldur en hitt siðan. Enda hefur margt gerst siöan, sem hefur rennt stoð- um undir þá skoðun mina, að miöstýrð og lokuð valdakerfi, sem er aö finna i Austantjalds- rikjum, sé þjóðfélagsform sem ekki sé eftirbreytni vert, heldur bjóöi það upp á margar hættur og gefi mjög takmarkaða möguleika til þess að leysa sinar eigin and- stæður, eins og virðist nú vera að koma fram i Póllandi. Þarna veldur mestu valdaeinokun Sovétrikjanna, Brésneff-kenning- in fræga. Hún kom auðvitað mjög skýrt fram i viðbrögðum við „Vorinu i Prag” og þeirri innrás, sem með grimulausu ofbeldi kæföi það. Ég hef þvi allfaf fyrir- vara á þvi, þegar talað er um sósialisk riki þar austantjalds, þvi það er ekki sá sósialismi sem ég hef fyrir hugskotssjónum sem æskilega framtiðarskipan mála. Ég er þó ekki þar með að segja að allt sé svart sem gerst hefur i þessum löndum. Vissulega fengu lágstéttir i þessum löndum ákveðna möguleika eftir að rót- tæk öfl komu til valda, en á móti þeim jákvæðu þáttum sem til komu, kom svipting lýðréttinda, sem sumar þessara þjóða höfðu' notiö.einsogTékkarog Slóvakar. Ég óttast að það geti orðið mjög erfitt og sársaukafullt fyrir þessar þjóöir að knýja fram þró- un i sósialiska átt, þar sem saman fari að samtvinnuð séu efnahags- leg lýöréttindi og andleg lýörétt- indi. Slikt hlýtur að vera ófrá- vikjanlegt takmark þeirra sem berjast fyrir sósialisma, þegar höfð eru i huga velmegunarriki, eöa rikisem náð hafa langt i efna- hagslegu tilliti. Sósialismi án fyllstu lýðréttinda fær aldrei risið undir nafni. „Ég lit ekki þannig á að sósialismi hafi aðeins efnahagslegt inntak” „I þessu sambandi vil ég taka það mjög skýrt fram, að ég lit ekki þannig á, aö sósialismi hafi aöeins efnahagslegt inntak. Hvaö þá að rikisrekstur, einn út af fyrir sig, sé einhver nauðsynleg for- senda sósialisks þjóðfélags á efnahagssviðinu. Ég tel þvert á móti að austan tjalds, eins og i hinum borgaralegu rikjum, þurfi þróunin að ganga i þá átt, að framleiöendurnir sjálfir fái aukin tökográð á sinum málum, hver á sinum stað og verði með vissum hætti ábyrgir fyrir framieiðslunni og starfsemi á sinum vinnustað. Þetta er þróun sem auðvitaö skortir mikið á að fengið hafi brautargengi á Vesturlöndum og er viöast hvar skammt á veg komin. Margháttuö samvinnu- form eiga einnig samleið með sósialiskum hugmyndum og sjálfur tel ég mig eindreginn stuðningsmann virkar samvinnu- hreyfingar.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.