Tíminn - 20.09.1981, Side 17

Tíminn - 20.09.1981, Side 17
Sunnudagur 20. september 1981 kólfar Alþýðubandalagsins hittist morgun hvern á skrifstofu Svavars Gestssonar, félagsmála- ráðherra og setji þar linu dags- ins? „Nei, þvi er ósköp fljótsvarað. Ég er a.m.k. ekki ihópi þeirra lit- völdu og ef slikir herforingja,- ráösfundir eru haldnir, þá er það án minnar vitundar! Enda er það svo, að starfshættir Alþýðu- bandalagsins eru meðalltöðrum hætti en svo, að það sé einhver einn sem sé tóngefandi, eða að það séfámenn liðssveitsem tekur ákvarðanir fyrir Alþýðubanda- lagið. Flokkurinn leitast við að hafa marga með i ráðum um meiriháttar mál, en gerir ekki kröfur til þess að þeir sem eru í á- byrgðarstöðum, beri almenn og dagleg viðfangsefni undir flokks- stofnanir. Samstarf okkar sem i rikis- stiórn störfum fyrir Alþýðu- bandalagið er auðvitað náið, og ég geri ráð fyrir að svo sé einnig hjá ráðherrum flokkanna. Slikt samstarf er auðvitað nauðsyn- legt, til að stjórnmálaflokkar skili árangri f starfi og geti rækt sitt hlutverk. Ekki æskilegt sem regla að menn verði ellidauðir i stjórnmálum Ég tel að það sé ekki æskilegt sem regla að menn verði elli- dauðir istjórnmálum. Ég held að skipti á mönnum i opinberum for- ystustörfum séu æskileg, þó að vissulega þurfi menn að hafa á- kveðinn tima til þess að reyna sig og láta á það reyna, hvort þeir nái fram málum sem þeir berjast fyrir. Ég hygg raunar að sá timi sé liðinn að stjórnmálastarfsemi verði ævistarf nema tiltölulega fárra. Það held ég að sé aðeins kostur. Menn geta verið þátt- takendur i stjórnmálastarfi sem óbreyttir liðsmenn, jafnvel þótt þeir skjótist fram i fremstu vig- linu stöku sinnum. Ég held að það sé mjög þýöingarmikið i lifandi stjórnmálastarfi, að menn ræki með sér slik viðhorf til þátttöku. Ég hef i minu félagsmálastarfi reynt að tryggja það, að eðlileg hreyfing sé á mönnum og ég hef reynt að losna frá forystustörfum sem ég hefi gegnt i félögum eftir tvö kjörtimabil, eða svo.” ..Ætla dtki sjálfur að dæma árangur af verk- um minum” — t beinu framhaldi af þessum orðum þi'num Hjörleifur, hefur á- rangur sá sem þú hefur náð i starfi sem ráðherra reynst eitthvað i likingu við þær vænt- ingar sem þú hafðir þegar þú settist i ráðherrastól? ,,I ráðherrastarfi hef ég verið liklega eitthvað á þriðja ár, og ég ætla ekki sjálfur að dæma um á- rangur af verkum minum. Per- sónulega hef ég ekki oröið fyrir neinum vonbrigðum með þau af- skipti. Ég hafði heldur ekki gert mér vonir um það i byrjun að leysa nein mál með pennastriki. Ég lit á stjómmálaþátttöku og stjórnmálastarf sem ákveöið þol- gæðisverk, þar sem menn hljóta að þurfa að undirbúa jarðveginn, siðan að sá, áður en þeir upp- skera. Til þess þarf ákveðinn tima. Ég eftirlæt öðrum og reynslunni að skera úr um það hvaða árangri min störf hafi skil- að.” ..Hlýt að spyrja sjálfan mig hvað réttmætt sé i aðfinnslum” — Fær gagnrýni sú sem þú verður fyrir i starfi aldrei á þig? „Miklu minna heldur en ég hygg að þeir haldi sem utan við stjórnmálabaráttu standa. Að sjálfsögðu fylgist ég nokkuð með þvi, sem sagt er opinberlega um mitt málefnasvið og min störf. Ég legg auðvitað mitt eigið mat á það, hvaðég tel réttmætt, þegar um aðfinnslur er að ræða. Það er engan veginn svo að ég láti slikar raddir sem vind um eyru þjóta. Ég hlýt auðvitað að spyrja sjálfan mig hverju sinni, hvað rétbuætt sé i aðfinnslum sem oft heyrast: En þær virka á engan hátt truflandi, eða ræna mig svefni. Þó að oft falli orð sem ekki hljóma kliðmjUkt i eyra, þá er ekkert undan sliku að kvarta. Sé skotið yfir markið i dómum og umsögnum um menn og málefni, þá er það oft svo að það hittir miklu frekar þann fyrir, sem slikt skeyti sendir, en hinn sem þvi er beint að.” .Mér hitnar í hamsi á st undum” — Verður þú einhvern tima svo reiöurað þú missir stjórn á skapi þinu? „Nei, það held ég hafi aldrei komið fyrir mig. Mér hitnar i hamsi á stundum, en ég vænti að ég geti talist umburðarlyndur maður. Ég held að sli'kt sé far- sælla, þegar til lengdar lætur, að geta brugðist viö aðstæðum með sæmilegri rósemi.” — Núhefur þú ákveöna viðtals- eða framsögutækni, þegar þú flytur mál þitt, eða heldur blaða- mannafundi. Þú virðist halda at- hygli áheyrenda þinna með þvi að stofna til svokallaðs „augnakon- takts” og svo áttu það til á ólik- legustustöðum i málflutningi þin- um að brosa. Getur þú skýrt fyrir mér ástæður þessa? „Mér er ekki kunnugt um aö ég hafi tamið mér neina tækni hvorki i sambandi við ræðu- mennsku eða frásögn. Það er ekkert sem er lært eða tamið, heldur eru það einfaldlega þættir, að ég held, sem eru mér eðlislæg- ir og ekki mitt að dæma um það, hvernig það kemst til skila. Ég hef auðvitað, eins og þeir sem eitthvað hafa fengist við kennslu, fengið einhverja þjálfun i þvi að reyna að koma hlutum til skila, en hvernig málflutningur minn kemst til skila á hinum pólitiska velli skal ég ekki dæma um.”' — Att þú þér einhverja póli- tiska fyrirmynd? „Nei, það tel ég ekki vera. Ég hef auðvitað kynnst mörgum á ekki löngum ferli, og lesiö um ennþá f leiri, sem hafa tekið þátt i pólitisku starfi, en það er enginn sem ég lit á sem sérstaka fyrir- mynd, enda held ég að hverjum sé það best að vera hann sjálfur. Það er li'ka svo, aö þó þú teljir að st jórnmálamanni eöa öðrum verkmanni hafi tekist vel upp á tilteknum tíma, þá er engan veg- inn þar með sagt, aö hægt sé aö endurtaka slikt viö allt aðrar að- stæður.” „Þjóðfélagið marg- slunginn vefur” — Aliðiö er orðiö kvölds og ég geri mér grein fyrir þvi að iðnaöarráðherrann Hjörleifur 17 þarf sinn nætursvefn, þótt skammur verði. Eina spumingu langar mig þó aöbera upp aö lok- um, en hún er sU hvort skilja hafi mátt orð þin með kjörtimabilin tvö, nU áöan, sem svo aö þú hyggistdraga þig ihlé frá stjóm- málunum að loknu næsta kjör- timabili „Ég lit ekki á þjóð- félagið sem kreddubundnar viðjar, heldur sem lifandi og margslunginn vef, sem sifdlt verður að endurnýja. Stjórn- málamenn ráða sem betur fer litlu um, hversu lengi umboð þeirra endist. Það er ekki rétt að draga þá á- lyktun, að ég hafi einsett mér að hætta eftir ákveðinn árafjölda. Ég tel hins vegarað t.d. áratugur sé allnokkur timi að standa i fremstu viglinu. Ég lit ekki svo á, að þátttaka i' stjórnmálum tak- markist við það að skipa fremstu ábyrgðarstörf og siðan hverfi menn af vettvangi. En eins og ég gat um i upphafi, þá hef ég frá blautu barnsbeini haft mikinn á- huga á þjóðmálum og ég geri ráð fyrir, að sá áhugi haldist löngu eftir að ég verð horfinn af þvi sviði, sem fjölmiðlar beina sjón- um sinum að, ef mér endist aldur. Það er nú svo, aö ánægju er að finna ekki siður I hinu hljóðláta, daglega starfi sem vinna þarf til að tryggja lýðræðinu inntak. Það er ekki endilega eftirsóknarvert eða hollt fyrir einstaklinginn aö standa á tindi valds og ábyrgðar of lengi. Þá getur fariö svo aö jarðsambandið taki aö rofna.” — Að svo búnu hverfur blaða- maður ábraut, sannfæröurum aö hann veit nU meira um persónu HjörleifsGuttormssonar, en hann gerði áöur en viötal þetta hófst. Vonar blaðamaður aö sú verði einnig raunin meö þá lesendur Timans sem þetta viðtal lesa. —AB VERKTAKAR émmti lllfl íáýf'iMrrH*! Isuzu Pick-Up 4x2 4 cyl. bensinvél 1.8 Itr. 86 ha. palllengd 1855 burðarg. 1245 kg. verð kr. 85.5.00.-. Isuzu Pick-Up 4X4 4 cyl. bensínvél 2,0 Itr. 86 ha. palllengd 1855, burðarg. 1320 kg. verð kr. 99.800.-. Isuzu Pick-Up 4x4 4 cyl. dieselvél 2.0 Itr. 55 ha. palllengd 1855, burðarg. 1120 kg. verð kr. 118.000.- Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Lægsti punktur 20,5 cm ISUZU PICKUP

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.