Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 19
Sunnudagur 20. september 1981
19
Watson og menn hans bent á að
séumvið vakin meðan á drauma-
skeiðinu stendur eöa stuttu eftir
það erum við vanalega hin hress-
ustu i stuttan tima á eftir þó siðan
taki svefninn aö siga á að nýju —
það er að segja ef við höfum ekki
sofið nóg.
En hvað eru þá draumar — ef
við leiðum hjá okk'ur kenningar
Freuds? Eftir að hann leiö er vin-
sælast að lita á drauma sem sál-
fræðilegt fyrirbæri, ef ekki sem
kynhvötá uppleiö, þá sem útlegg-
ingu á hugarástandi okkar — von-
um okkar, ótta og svo framvegis.
Nú oröið eru þeir i heiminn fæddir
sem hafna þessu algerlega og
halda þvi fram að draumar hafi
enga sálfræðilega þýöingu. Nefna
má doktorana J. Alan Hobson og
Robert McCarley viö háskólann i
Harvard en þeir hafa eytt siöustu
tólf árum i aö kanna ástand heil-
ans f svefni og hafa komist að
þeirri niðurstööu að draumar séu
ekkert annaö en tilraun heilans til
að koma skipulagi á þau boð sem
honum berast frá skynfærunum
meðan við erum sofandi. Rétt
áöur en við förum inn á það sem
kallað hefur veriö REM-skeiö
svefnsins (og útskýrt er nánar i
myndatexta) þá hefur hópur
heilasellna alltieinu aö senda frá
sér boð i griö og erg — nokkrum
minútum siðar kemur annar hóp-
ur til skjalanna og „slekkur á”
hinum fyrri. Þessar aðgerðir all-
ar hafa i för með sér ýmisskonar
viðbrögð — augun rótera fram og
aftur og þess háttar. Sá partur
heilans þar sem hugsanastarf-
semin fer fram verður auðvitað
var við lætin og reynir að skipu-
leggja þau svo eitthvert vit fáist
úr. Heilinn býr þvi til „söguþráö”
úr öllu saman. Svo dæmi sé tekið:
Freud hélt þvi fram að þegar
konu dreymdi að hún væri aö falla
þá merkti þaö ekkert annaö en að
hún liti á sig sem „fallna konu”.
Aö visu eru „fall-draumar” al-
gengir bæði hjá körlum og konum
og þeir doktorar, Hobson og Mc-
Carley, hafa komist aö þeirri niö-
urstöðu aö slikir draumar stafi af
ertingu i einhverjum vissum parti
heilans — nefnilega þeim sem
stjórnar jafnvægisskyni okkar.
Eða, halda þeir áfram, ef augun
hreyfast nokkuö reglulega frá
vinstri til hægri og aftur til baka
þá ætti heilinn það til að spinna
upp sögu um tennisleik.
Æfingar i raunveruleika
Þeir visindamennirnir gæta sin
að visu á þvi aö útiloka ekki sál-
fræðilegt mikilvægidrauma. „Sú
túlkun sem heilinn velur — i-
myndirnar, tilfinningarnar,
hreyfingamar — veltur auövitað
á þvi hvernig persónu er um aö
ræða, afstöðu hennar til um-
heimsins, fortiðarinnar og það
hvernig viðkomandi persónu liður
hefur sjálfsagt sitt aö segja
lika.”
Vikjum nú að öðru. Hvað svo
sem draumar eru þá eru sérfræð-
ingar nú þeirrar skoðunar að
mjög hafi verið vanmetið hingað
til hreint praktiskt gildi drauma,
notagildi þeirra sé miklu meira
en nokkurn hafi órað fyrir. Heil-
inn notar iðulega draumana til að
„æfa sig” i þvi sem að höndum
kann að bera og þessar æfingar
komaokkur að miklum notum.
Rannsóknir hafa til að mynda
sýnt aö fólk sem á fyrir að liggja
einhver ný reynsla — segjum að
það sé að fara aö sækja um nýja
vinnu — að þetta fólk dreymir
mun meira en annaö. Þá hefur
einnig komið i ljós að draumar
hjálpa mjög upp á sakimar ef
maöur þarf að ná sér upp úr til-
finningalegri vanliðan. 1 rann-
sóknarstöðinni sinni i Texas kom
sálfræöingurinn David B. Cohen
fyrir útbúnaði sem hræddi til-
raunadýrin (menn, auðvitað)
mjög mikið, réttáður en þau fóru
að sofa. Morguninn eftir
voru allir þátttakendur spurðir
hvort þá hefði dreymt um þessa
reynslu. 1 ljós kom að þeir sem
höfðu upplifað slika drauma voru
algerlega rólegir en hinir voru
ennþá I tilfinningalegu uppnámi.
„Þetta bendir til þess,” segir
Chohen, „að ef maður veltir ein-
hverju vandamáli fyrir sér i
draumi, þá er maöur færari um
að takast á við það vakandi.”
Þvi greindari, því meira
dreymir mann
Dr. Rosalind D. Cartwright i
Chicago hefur fært gild rök fyrir
þvi að draumar hjálpi til við að
leysa vondar tilfinningalegar
flækjur. Hún rannsakaði fjölda
kvenna sem nýverið höföu gengið
igengum skilnaðog komstað þvi
að þær kvennanna sem tekið
höfðu skilnaðinum illa dreymdi
miklu meiraen hinar sem fagnað
höfðu eða sóst eftir skilnaði.
Raunar varð niðurstaöa Cart-
wrights sú aö hinar þunglyndu
konur dreymdi næstum alla nótt-
ina. ,,Það er eins og fram sé aö
fara mikil tilfinningaleg endur-
skipulagning I heilanum,” segir
Cartwright. Hún heldur þvi e innig
fram aö við notum drauma til að
skilgreina það sem við höfum
upplifað yfir daginn og skrásett i
hinu „skemmra minni”, vinsa úr
þaö sem við teljum gagnlegt en
raða hinu I hillur „langtima-
minnisins”. Þannig geti eitthvert
smáatriði sem skipti okkur engu
máli I vöku orðiö þungamiðja
draums.Þaðer fleira sem bendir
til þess að þekkingarsöfnun,
skipulagning og lærdómur sé i
góðum tengslum við svefn og
drauma. Cartwright tók hóp
stúdenta til meðferðar, svæfði þá
og vakti þá svo aftur eftir fimm
tima svefn. Þá voru þeir vaktir og
látnir læra eitthvert tiltekið atriði
utanbókar. Svo voru þeir látnir
fara aö sofa á nýjan leik. Um
morguninn kom i ljós aö þá sem
hafði dreymt eftir lærdóminn
mmdu miklu betur en hinir. Og
mýs sem nýlega höfðu lært eitt-
hvað, þær fór að dreyma mun
meira. Ber þaö að sama brunni og
ungabörnin sem dreymir mjög
mikiö en þau þurfa einmitt að
læra og tileinka sér miklu fleira
en veraldarvanur fullorðinn mað-
ur. Loks sýndu rannsóknir Cart-
wrights að draumatíöni og
greindarvisitala, svo ónákvæmur
mælikvarði sem hún nú annars
er, virtust fara saman þannig að
þvi hærri sem greindin mældist
vera, þvi meira dreymdi við-
komandi manneskju. Væri
manneskjan vangéfin dreymdi
hana minna og æ minna eftir þvi
sem greindin minnkaði. (Eru
þetta slæm tiðindi fyrir unnendur
Tarzans Apabróður. Svo sem les-
endur bókanna um hann munu
muna var jafnan mikiö gert úr
þvi i" bókunum að Tarzan
dreymdi aldrei. Maöurinn hefur
veriö fábjáni!)
Svefn er erfitt ferðalag
Enn skulum við vikja að öðru:
þvihvað likaminn aöhefst meðan
við sofum. Hvað gerist i nótt?
Meöal annars þaö aö andardrátt-
urinn verður stundum óregluleg-
ur og getur jafnvel hætt alveg I
nokkrar sekúndur, likmashitínn
mun hækka og lækka á vixl, blóð-
streymi eykst og minnkar og
maður sér ofsjónir — það er að
segja dreymir. Svefninn er ekki
friðsæl hvild heldur langt og erfitt
feröalag yfir nóttina sem krefst
bæði likamlegrar og sálrænnar
orku.
Flest þurfum við á að giska sjö
ól átta tima „ferð” á hverri nóttu
:il að vera vel starfhæf á daginn.
Þetta erþóekki algilt. Vitað er að
larlar eins og Napóleon,
Friedrich der Grosze og Thomas
\lva Edison sváfu mun minna —
ím það bil þrjár til f jórar klukku-
itundir á nóttu. Dr. lan Oswald,
ikoskur svefnkönnuður, hefur
■annsakaö tvo fullfriska og að
illu leyti eðlilega menn sem
olómstra meö jafnvel enn minni
ivefn. Þeir eyddu viku i rann-
ióknarstöð Oswalds og annar
æirra, 54ra ára gamall, svaf aö
neðaltali 2 klukkustundir og 47
ninútur — hinn, ára, svaf
íokkrum minútum skemur.
Þaö er liffræöileg klukka innan
i heilanum á okkur sem stjórnar
svefninum og sú klukka stoppar
ekki fyrr en við hnigum til mold-
ar. Svefnhringurinn er aöeins
einn afótal „hringlaga” þáttum I
ikamsstarfseminni og það er lit-
ill hópur fruma ofarlega i heilan-
um sem stjórnar þessu. Læknar
hafa fjarlægt þennan frumuhóp
úr dýrum og misstu þau þá allt
skyn á svefn og vöku.
Svo sem liggur í augum uppi
miöast dagur dckar, og þá einnig
svefnhringurinn, við 24 klukku-
stundir. Það erþvi eftirtektarvert
að sé manni haldið I þannig ein-
angrun aö hann viti aldrei hvað
klukkan er þá lengist „svefn-
hringurinn”uns hann nær aö lok-
um yfir 25 klukkustundir. Við
sofnum þvi við þær aöstæöur si-
fellt seinna á nóttu.
Hvað gerðist ef við
„framkvæmdum”
draumana?
Þaö er almennt álitið aö þegar
viö sofum hægi likaminn á starf-
semi sinni. Þetta er satt og rétt i
sumum tilfellum en alrangt i öðr-
um. Meltingarfærin halda áfram
eins og ekkert hefði i' skorist og
við erum þess vegna jafn svöng i
svefni sem i vöku þótt við tökum
minna eftir þvi. Hreyfingar i nefi,
munni og hálsi minnka aö mun og
augasteinarnir dragast
saman.Hjartaslögunum fækkar
um það bil um ti'u slög og i ein-,
stökum tilfellum um þrjatiuslög.
Blóöþrýstingur lækkar og undir
morgun lækkar likamshitinn all-
verulega. Visindamenn hafa
reyndar nýlega komist aö þvi aö
líkamshitinn getur gefið til kynna
hversu lengi við sofum. Tilrauna-
dýr sem sofnuöu þegar likams-
hitinnvartiltölulega hár(enhann
getur rokkað um allt að tvær
gráöur á degi hverjum) sváfu
næstum helmingi lengur en þau
gerðu er þau sofnuðu við lágan
likamshita.
Innan marka 24jastunda svefn-
klukkunnar okkar starfar önnur
og næryfir niutiu mlnútur. Meira
en eitt hundraö þættir likams-
starfseminnar fylgja þessari
klukku. Niutiu mínútum eftir að
við sofnum náum við inn á REM--
skeiðið. Allt ieinu hættum við aö
velta okkur fram og aftur, andar-
drátturinn veröur mjög hægur —
jafnvel hægari en ef viö værum
vakandi og héldum niðri i okkur
andanum. Það slaknar á öllum
likamanum (nema kynfærum!!)
og ef einhver lyfti augnlokum
okkar mætti ætla að viö værum að
viröa eitthvaö fyrir okkur af at-
hygli. Um leið einbeita vöðvarnir
i eyranu sér til hins itrasta. Þaö
er á þessu REM-skeiði sem hinn
órökréttí, tilfinningarfki hægri
hluti heilans tekur völdin af rök-
hugsuninni i vinstri hlutanum og
afleiöingin er flóð af imyndun,
hljóöum og skynjunum. Okkur
dreymir.
Athyglisvert er að á þessu
skeiði eru vöövar llkamans lam-
aðir. Ef svo væri ekki gæti fariö
illa. Heilinn er nefnilega aö senda
boð til allra stöðva likamans um
að bregðast við samkvæmt
daumnum og ef ekki væri fyrir
þetta innbyggöa slökunarkerfi þá
myndu vöövarnir hlýöa. Hvað við
myndum þá gera er algerlega ó-
fyrirsjáanlegt.
— ij. tók saman og þýddi
Leikfanga
húsið Sími 14806
SkólavöröustíglO
NÝTT FRÁ BARB/E
Húsgagnaáklœði
Gott úrval áklæða, ennfremur kögur,
snúrur og leggingar
Hagstætt verð
Póstsendum
B.G. áklæði
Opið frá kl. 1 til 6
Hinir heimsfrægu
Vlado Stenzel
leður æfingaskór
komnir aftur
Póstsendum
Sportvöruvers/un
INGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 44, Sími 11783