Tíminn - 20.09.1981, Side 22
22
Sunnudagur 20. september 1981
Gagnrýnin minningargrein
um Albert Speer
■ A dögunum hvarf Albert
Speer, hiröbyggingarmeistari og
birgöamálaráöherra Hitlers fyrr-
verandi, yfir á veiöilendurnar
miklu. Hann Speer, gamli nasist-
inn, „góöi nasistinn” sem leysti
frá skjóöunni, tók út sina refsingu
og helgaöi sig siöan hugleiöingum
um ljóta fortiö. Breskur blaöa-
maöur, Neil Ascherson, skrifaöi
giska skarplega grein um hlut-
verk Speers i striöinu og aö þvi
loknu i Observer fyrir skömmu.
Lunginn úr hugleiöingunni sem
hér fer er fenginn aö láni þaöan.
Speer siapp út úr Spandau
fangelsinu 1 Berlln 1966 eftir 20
ára einangrunvarvist þar. Allar
götur siöan var hann óþreytandi
viö aö skrifa um Hitlers-Þýska-
land og þátt sinn i mannvonsk-
unni miklu, eins og einhver kall-
aöi þaö á dögunum. Hann var
alltaf boöinn og búinn aö tala viö
blaöamenn og aöra sem vildu
fræöast, gott ef hann vildi ekki
vera viti til varnaöar.
Hann var engan veginn aö
verja Hitlersstjórnina eða geröir
sinar. Speer axlaöi fulla ábyrgö.
En um leið firrti hann aöra nokk-
urri ábyrgö — nefnilega þýsku
þjóðinni. Málflutningur hans var
allur á þann veg aö meginþorri
Þjóöverja hafi ekkert vitaö um
glæpina sem framdir voru i nafni
þúsundárarikisins i striöinu, og
heföu hvort eö er ekkert megnað
til aö koma i veg fyrir þá. Speer
skellti þannig skuldinni á litinn
hóp nasistaforingja, sem hann til-
heyröi reynnarsjálfur. Hann vildi
meina aö þjóöin heföi veriö eins
og viljalaust tól i höndum þess-
ara fugla.
Þvi er samkvæmt Speer ekki
hægt að tala um neina sam-
félags-sekt vegna striösins, kross
sem allir Þjóðverjar verða að
axla i sameiningu. Þaö er litla
klikan sem er ábyrg, almenning-
ur hlýddi bara skipunum sem
komu að ofan — frá Hitler,
Himmler eöa Speer sjálfum —
m.a. skipunum um algera út-
þurrkun gyöingakynstofnsins.
Speer geröist þannig eins konar
syndaselur, flestir hinir nasista-
leiðtogarnir voru jú aldrei þar til
aö svara fyrir gerðir sinar. Þetta
var ekki af neinni illmennsku
—Speer skoöaöi hug sinn i fullri
einlægni. En þetta viöhorf hans
býöur upp á bæöi sögulegar og
siöferðilegar rangfærslur.
í ævisögu sinni segir Speer frá
viöhorfum sinum til Hitlers þegar
halla tók undan fæti — hann, eins
og margir Þjóöverjar — vildi trúa
þvi að Hitler væri ekki sem verst-
ur, hann væri bara i vondum
félagsskap, nótar hans væru
glæpamenn — nótarnir, þar á
meöal, Speer sem tóku að sér að
reka tapað strið. Speer var þá
skipaöur birgðamálaráðherra,
sem ekki er léttvægt embætti hjá
þjóö sem á i striði i heilli heims-
álfu.
Spurningin er hverjir vissu og
hverjir ekki. 1 enskumælandi
heimi er nýútkomin bók eftir
þjóöfélagsfræðinginn Walter
Laqueur, þar sem er fjallað um
hvaö þegnar þriðja rikisins gátu
vitað af útrýmingarbúöum og
annarri óhæfu. Laqueur ku sýna
fram á aö fróöleiksmolar hafi leg-
ið á lausu i Þýskalandi striðsins,
frá hermönnum sem sneru heim
m.a. — þaö þurfti aöeins að raða
þeim saman til að fá nokkuð
glögga heildarmynd af þessum
versta glæp sögunnar. En fólk tel-
ur sig ekkert hafa vitaö, eöa hvort
það vildi ekki vita.
Speer sagöist sjálfur ekkert
hata vitað — en að hann hefði
getað vitað ef hann hefði viljað.
En aðeins hann sjálfur, ekki al-
mennir borgarar sem ekki höfðu
aðgang að æöstu stöðum eins og
hann. Hann vildi sjálfur taka af-
leiöingum fáfræöi sinnar og
skeytingarleysis, en samlandar
hans eru saklausir.
Speer hefur veriö talinn emb-
ættismaður framar öllu — sam-
viskusamur og dugmikill
teknókrati sem varaö mestu laus
viö pólitiskt ofstæki. Aö eigin sögn
var hann ungur og ópólitiskur
arkitekt, afar metnaðargjarn,
sem fékk góö og opin tækifæri.
Tækifæri til aö reisa ásamt striös-
herranum Hitler loftkastala um
Berlin framtiöarinnar og Linz, og
til aö byggja helgan reit nasist-
anna i NUrnberg. Enn fékk hann
svo vafasama upphefö þegar
hann var geröur aö birgöamála-
ráöherra. En hann vildi alltaf
meina aö nasisk hugmyndafræöi
heföi ekki höföað sérstaklega til
hans.og aöhann heföi ekkiheldur
leitt hugann að afleiöingum
gjöröa sinna. Þaö var Speer sem
átti heiöurinn aö þvi aö skipu-
leggja stórfellda þrælavinnu, að
hans fyrirsögn voru óæskilegir
þegnar rikisins fluttir i nauð-
ungarvinnu fjarri heimilum
sinum. Undir lokin varð hann þó
aö horfast i augu viö staöreyndir,
Speer sagöi svo frá á þeim tima
hefði hann m.a.s. gælt við hug-
myndirum aö koma foringjanum
fyrir kattarnef. Gælt við, þaö er
engin leiö aö færa sönnur á þaö.
Tilfelliö Speer minnir óneitan-
lega á ábyrgö sem dugmikiir vis-
indamenn og embættismenn
hljóta að hafa. Hvort þeir eigi
möglunarlaust aö framfylgja
öllum skipunum sem aö ofan
koma. Speer sagöi einhverju sinni
eitthvaö á þá leiö, aö teknókrat-
inn sem ekki heföi þjóöfélagslega
ábyrgðartilfinningu væri aö vissu
leyti ógn viö mannkyniö.
Speer er þannig viti til
varnaðar fyrir unga og
metnaðargjarna visindamenn,
hann var firna greindur,
teknókrati af lifi og sál og meö
afbrigöum metnaðargjarn. Þegar
hann var svo kallaöur til
ábyrgðar hafnaði hann næstum i
gálganum — bjargaði sér likast
til með vasklegri framgöngu viö
réttarhöldin..
Spurter hvortSpeer hafi i raun
verið svo afhuga stjórnmálum?
Spurning sem í raun er hægt að
spyrja alla þýsku pjóöin^ Um sem
undir nasistum sat. Speer haföi
vissulega nokkra ást á for-
ingjanum, sem hóf hann upp til
skýjanna á glæstum byggingar-
áformum, rétteins og hann ætlaði
aö hefja Þýskaland upp til
skýjanna, en ekki fyrr en hann
var búinn að útrýma gyöingum og
leggja undir sig Rússland. Það er
ekkert sem bendir til þess að
Speer hafi veriö ákafur gyöinga-
hatari eða aö hann hafi ágirnst
RUssland framar ööru. Hiö
rikjandi vitiiorf i Þýskalandi
þessa tima var bara það aö lýð-
ræðiö heföi endanlega siglt i
strand, nasismanum tækist að
vinna bug á glundroöanum. Þetta
voru rikjandi skoöanir um alla
Evrópu, en hvergi eins og i Þýsk-
alandi þar sem lýöræöishefö er lftil
og léleg. Að vera skoðanalaus á
þessum árum, aö tilheyra þögla
meirihlutanum, þýddieinfaldlega
aö hafa þessa skoðun, sem er
kjörinn jarðvegur fyrir upprenn-
andi haröst jóra. Þaö má leiða að
þvi getum að maður á borð við
Speer hefði laðast að Hitler, jafn-
vel þóttþeirhefðu aldreihaft nein
samskipti sin á milli.
Syndaselurinn AlbertSpeer lést
sumsé um daginn. Hann tilheyröi
kynslóð og hópi manna sem óöum
er að týna tölunni. Ritverk hans
eru holl lesning — með ofan-
greindum fyrirvörum — þar er
sögö varasöm saga af góðum
dreng sem kemst i vondan félags-
skap og fremur óhæfuverk án
þess að sjá nokkuð rangt við það.
Hann hlýddi skipunum, það er
alltaf einhver sem skipar fyrir,
eða hvaö? En gerandinn hlýtur
h'ka að vera ábyrgur, það er
engan veginn út i bláinn aö tala
um samfélagssekt.
Egill Helgason
skrifar
U JfttUlwrKíuL .
.^ ^
INNRITUN
fer fram i MIÐBÆJARSKÓLA
mánud. 21. sept. kl. 18—21.
KENNSLUGREINAR:
íslenska
fyrir útlendinga,
fslenska
420.-
Danska
Enska
Norska
Sænska
Þýska
Franska
ítalska
Spænska
kennslugjald kr.
Latína
Rússneska
Færeyska
Finnska
Reykningur
Vélritun
Bókfærsla
Leikf imi
Kennslugjald í fyrrgreinda flokka er kr. 315.-
nema ísl. f. útl.
Bótasaumur, kennslugjald kr. 315,-
Myndvefnaður, kennslugjald kr. 420.-
Hnýtingar, kennslugjald kr. 230.-
Teikning og akrýlmálun, kennslugjald kr.
420,-
Sníðar og saumar, kennslugjald kr. 620.-
Barnafatasaumur, kennslugjald kr. 620.-
Postulínsmálun, kennslugjald kr. 620,-
Hjálp í viðlögum, kennslugjald kr. 160.-
Formskrift, kennslugjald kr. 315.-
NÝJAR GREINAR VETURINN 1981—1982
Frímerkjasöfnun, kennslugjald kr. 315.-
Batík, kennslugjald kr. 420.-
Listprjón, kennslugjald kr. 420.-
Tölvukynning, kennslugjald kr. 620.-
KENNSLUGJALD greiðist við innritun.
ATH. Innritun í Laugalæk, Árbæ og Breiðholt
auglýst 23. september í öllum dagblöðum.
Námsflokkar Reykjavíkur
I
aiýi mxicöLm Sími52996
'Á* INNRITUN
stendur yfir i sima 52996
ki. 1-6 virka daga
Takmarkað í hvern tíma
BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR
mm ■ mmmm ■ ■■■■■ ■ m ■ ■■■ ■ ■■■
UPPLYFTIN
Nútíma vörudreifing byggist á
hraÖa, öryggi og sjálfvirkni. Með
bílpallslyftunni frá HMF verður lestun
og losun leikur einn.
Notkunar- og hreyfimöguleikar
hennar eru margir sem stjórnast frá
fœranlegri stjórnstöÖ.
• Lyftigeta 1OOO kg. og 1500 kg. *
• Eigin þyngd 250 kg. og 390kg.
• Hentar öllum vöru-
flutningabílum.
• AuÖvelt í ásetningu.
PALL-
LYFTUR
SALA- VIÐHALD • ÞJÓN USTA
LANDVÉLAR HF.
Smiðjuvegi 66.Sími:76600.