Tíminn - 03.10.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 03.10.1981, Qupperneq 2
Laugardagur 3. október 1981 2 spegill ÞAU ERU HÆTT AÐ ELSKAST ■ Sjálf lýsir hún sér á eftirfarandi hátt: — Ég er ósköp hversdagsleg, með skögultennur, of langa fótleggi og engin brjóst! Engu að siður varð Jane Birkin kyntákn og eftirlæti gjálifisfólksins. Hún gekk fram af siö- prúöu fólki með nektar- senu i kvikmyndinni Blow-Up. 18 ára giftist hún tónskáldinu John Barry, eignaðist dóttur, Kate, og skildi svo við John I snarheitum. 1 Paris tók hún upp ■ Serge þykir ekki smáírlöur maður, en Jane segir um hann: —Hann kom mér til aöhlæja. sambúð með franska skáldinu Serge Gains- bourg. Og þar afrekaði hún það, sem lengst hefur haldið nafni hennar á lofti. Ásamt Serge gerði hún plötuna Je T’aime (Ég elska þig), þar sem fátt heyrist annað en frygðarstunur og dæs- ingar. Vakti platan svo mikla hneykslan að páf- inn og BBC bannfærðu hana. Engu að siður komst hún ofarlega á vin- sældalista. I 12 ár komu þau Jane og Serge sér með jöfnu millibili á forsiður blaða með alls konar undarleg- um uppátækjum. Að visu þótti ekki fegurðinni fyrir aðfarahjá honum, en hún hafði unnið sér þann ein- staka sess, að bera fræg- asta flata barm i Evrópu, sem hún var iðin við að sýna i þeim u.þ.b. 20 itölsku og frönsku kvik- myndum, sem hún tók þátt i. Nú er öllu þessu lokið. Serge býr i Paris, en Jane hefur dregiö sig i hlé og býr nú 1 afskekktu húsi i Normandy með dætrum sinum, Kate og Charlotte, dóttur Serge. Nú býr Jane I afskekktu húsi uppiisveit meðdætrum sinum. Frægasti flati barmur Evrópu! AFI ÞYKKNAR UNDIR BELTI ÞEGAR VON ER Á BARNI í FJÖLSKYLDUNNI ■ Bill Bennett og kona hans Grace hafa eignast fimm dætur og tvo syni. Nú eiga þau 22 barnabörn og 9 barnabarnabörn. Þegar elsta dóttir þeirra hjóna, June, átti von á sinu fyrsta barni, tók Bill eftir þvi, að buxnastrengurinn hans var oröinn nokkuð þröng- ur, og siðan eftir þvi sem dóttirin gildnaði þá þykknaði hann undir belti lika. Þetta þótti mjög-ein- kennilegt, og kona Bills bað hann að fara til læknis. Læknirinn fann ekkert sérstakt að, en sagði honum aö hreyfa sig meira, og sjá hvort þetta lagaðist ekki. Nú varð June léttari og um sama leyti fór faöir hennar að renna. Smátt og smátt varð umfang hans eðlilegt og allir vörpuðu öndinni léttar. Ensiðan gerðist þetta æ ofan i æ, — alltaf þegar fjölgunarvon var i fjöl- skyldunni tók Bill að gildna lika. Konan hans hefur varla haft viö aö vikka og þrengja bux- urnar hans til skiptis! „Ég veit ekkert af hverju þetta gerist”, sagði Bill við blaðamann sem talaöi við hann um þessi undur, „ætli þetta sé ekki bara einhvers konar „samúöar-ólétta” hjá mér” sagði hann, og sýndi á málbandinu mis- muninn á mittismáli sinu frá siðasta „meðgöngu- tima”. Mismununurinn var um 40 sm. Læknar hafa skoðað Bill Bennett nýlega, og sögðu aö hann væri við hestaheilsu af 79 ára gömlum manni að vera, og enga skýringu gátu þeir gefið á þessu sér- kennilega fyrirbrigði. • „Þetta er munurinn á mittismáli minu, frá þvi að ég siðast gildnaði undir belti”, sagði Bill Bennett.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.