Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 7
I Sunnudagur 6. desember 1981. á bókamarkaði Sigrún Eidjárn GLEYMMÉREI Þórarinn EUJjárn Ijóðskreytí* Sk ja Idbökubækur fyrir yngstu lesendurna ■ Bókaútgáían Salt hefur serft frá sér svonefndar Skjaldböku- bækur, sem ætlaðar eru yngstu lesendunum eða til lestrar fyrir þá. Eru bækurnar seldar sex saman i öskju eða hver bók fyrir sig. I bókunum segir gamla skjald- bakan sonar-sonar-syni sinum Hægfara ýmsar sögur og má draga einhvern lærdóm af hverri sögu. I bókarlok er bent á hvers kyns sá lærdómur er og er þar t.d. minnt á nokkrar af dæmisögum Bibliunnar. Sheila Groves er höf- undur textans en myndirnar SEX SKJALDBÖKU- BÆKUR í ÖSKJU teiknaði Gordon Stowell. Skjaldbökubækurnar heita: Allra fugla frerfistur, Bjalla bætir ráð sitt, Broddi og boðorðin, Leyndardómur Kalla, Speki Saló- mons og Stökkfimur snýr aftur. Bækurnar eru gefnar út i sam- vinnu við Angus Hudson i London. Setning texta fór fram hérlendis en prentun þeirra i Bretlandi Hjarta er tromp ■ Einnig er komin út hjá bókaút- gáfunni Skuggsjá ný bók eftir Barböru Cartland, sem nefnist Hjarta er tromp. Þýðingu ann- aðist Sigurður Steinsson. Þetta er 8. bókin eftir Barböru Cartland, sem Skuggsjá gefur út. //Gleymmérei", barnabók eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn ■ Úterkominhjá Iðunni barna- bókin Gleymmérei eftir Sigrúnu Eldjárn, Þórarinn Eldjárn ljóð- skreytti. — Þetta eru myndir af litilli stúlku og er ætlast til að börnin liti myndirnar. Hverri opnu fylgja rímaðir textar og hafa myndirnar þann tilgang aö kenna litlum börnum að þekkja ýmsa nauðsynjahluti sem nota þarf I daglega lifinu. — Texti við fyrstu mynd er til dæmis þannig: „Buxurnar Gleymmérei hefur á hælum,/ haldast þær uppi með limi? Með nælum?/ Hún þarf ekki að grufla svo langt út í löndin,/ þvi lausnin er heima:” — Svarið kemur svo með mynd ef blaðinu er flett: „Axlaböndin”. Gleymmérei er prentuð og bundin hjá Guðjónió hf. Njósnanetið ■ Komin er út hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi ný bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Bókin heitir Njósnanetiö og kom fyrsta út i Bretlandi haustið 1980. Þetta er nútima njósnasaga. Breska leyniþjónust- an, CIA-njósnarar og KGB-menn eru á fullri ferð. Gissur Ó. Erlingsson þýddi bókina, sem er 204 bls. Hún er prentuð og bundin i Prentverki Akraness hf. Prisma teiknaði kápuna. Bræóraborgarstíg 16 Simi 12923-19156 Islensk sagna- skemmftun íslensk sagnaskemmtun í upprunalegri mynd AF JÖKULDALSMÖNNUM OG FLEIRA FÓLKI eftir sagnaþulinn Þorkel Björnsson frá Hnefilsdal er óvenju skemmtileg syrpa þjóölegs fróöleiks í upprunalegustu merkingu þess orðs, sagnir og minni sem varöveist hafa i munnlegri geymd kynslóöum saman. Minningar, sagnir, kímnisögur og þjóðsögur Jón Hnefill AÖalsteinsson annaöist útgáfu þessa safns og ritar aö því formála. Þar segir hann meöal annars: „Hér eru saman komnir allir helstu flokkar þjóösagnaefnis, minningar, sagnir, kímnisögur og þjóðsögur, auk bundins máls... Hér birtast allar þessar sögur og sagnir í þeim búningi sem Þorkell bjó þeim. Sögurnar hefur hann heyrt hjá ýmsu eldrafólki og varö- veitt þar til nú aÖ hann kemur þeim á fram- færi. Sagnimar hefur hann dregiö saman úr ýmsum áttum og miölar þeim nú eins og hann veit þær ítarlegastar og næst raunverulegum atvikumJ AF JÖKULDALSMÖNNUM OG FLEIRA FÓLKI eru skemmtilegar frásagnir sem fólk mun lesa sér til ánœgju, hvar sem er á landinu. Allmargar myndir prýöa bókina. Stjörnur jólanna . Hljómplata og litabók ad au!': 1 1J LJV^llUUI V^l Biörgvin Haildórsson Róbert ! Arnfinnsson Gísli Rúnar Jónsson Jóhann Helgason Ragnhildur Gísladóttir Laddi M FÁLKINN Póstsendum - Símí 84670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.