Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. desember 1981. 15 skák: Max Euwe 1901-1981 iFrá Amsterdam berast þær fréttir að Max Euwe, fyrrver- andi heimsmeistari i skák, sé látinn, áttræður að aldri. Dánarorsökin var hjarta- sjúkdómur sem lét fyrst á sér kræla en Euwe tefldi fjöltefli i Rotterdam. Strax á eftir tók hann næturlestina til Munchen og flaug þaðan til ísrael þar sem hann hugðist leita sér lækninga gegn húðsjúkdómi. Hann fékk engan nætursvefn, loftslagið breyttist verulega, og er hann kom til ísrael var hann mjög veikur. Það má segja að hann hafi verið i fullu fjöri sem skák- maður fram undir það siðasta. Fyrir um það bil ári siðan tefldi hann fyrir klúbb sinn, Volmacs, i klúbbakeppni Evrópu og atti þá m.a. kappi við John Rödgaard hjá skák- klúbbi Árósa. John var hepp- inn að ná hálfum vinningi úr tveimur skákum. Euwe var sterkasti skák- maður Hollands frá þvi um tvitugt en geta ber þess að um þær mundir var Holland ekki mikið skákland. Hann nam stærðfræði en lagði jafnframt stund á skákina og fór fljót- lega að tefla á opinberum vettvangi. Náði hann fljótt ágætum árangri og árið 1926 sá Alekhine ástæðu til að tefla við hann æfingaeinvigi , en Alekhine var þá að þjálfa sig fyrir einvigið við Capablanca. Arið 1928 keppti Euwe á móti sem haldið var i tengslum við ólympiuskákmótið i Haag og sigraði, hlaut þar svokallaðan áhugamannaheimsmeistara- titil i skák, sem nú hefur verið lagður niður. 1 einvigjum sigr- aði hann bæði Collemann og Spelmann/en tapaði fyrir Bogoljubow og Capablanca. Eftir að Alekhine var orðinn heimsmeistari neitaði hann að tefla annað einvigi við Capa- blanca/en valdi sér léttari andstæöinga. Fyrst sigraði hann Bogoljubow tvisvar létti- lega og tefldi siðan við Euwe. Sem vann! Euwe tapaði hins vegar öðru einvigi tveimur ár- um siðar og var þvi aðeins heimsmeistari á árunum 1935- 37 og margir hafa siðan tönnl- ast á þvi að hann hafi ekki átt heimsmeistaratignina skilið. Eftir stendur þó að hann var sá eini sem tókst aö sigrast á Alekhine. Euwe hefði heldur aldrei hlotið titilinn ef sérstök nefnd i Hollandi hefði ekki tekið aö sér aö safna fé henda honum en Alekhine kraföist hæarra verölauna sem áskorandinn varö að sjá um að útvega Þaö er aftur á móti ljóst að um miðjanfjóröa áratuginn er enginn skákmaður sem getur með sanngirni talist hafa ver- ið sterkari en Euwe. Það var tómarúm milli eldri kynslóð- arinnar — enAlekhine, fæddur 1892, var yngstur i þeim hópi — og ungu mannanna sem fæddust um eða eftir 1910 Bot- vinnik, Reshevsky, Kers o.fl. Capablanca var sjúkur mað- ur, Rubinstein sestur i helgan stein, Bogoljubow var á upp- leið eftir slæmt timabil — og Alekhine hafði eyðilagt sjálfan sig. (En árið 1937 drakk hann bara mjólk!) Nimzowitsch dó i ársbyrjun ’35. Það var þvi pláss á topnnum fyrir Euwe og það pláss nýtti hann sér með heiðri og sóma, ýtti mjög und- ir skáklif i Hollandi. Perlan frá Zandvoort Um einvigið áriö 1937 hefur verið sagt að Euwe hafi tapað þvi vegna mikils afleiks i 6. skákinni sem Alekhine tókst með brögðum að vinna. Ollu sálfræðilegri skýring væri að Euwe hefði komist að þvi að heimsmeistaratitillinn færti honum enga ánægju. Sumum þykir Euwe hafa verið heldur litlaus skákmað- ur enþvi er ekki fyrir að fara i eftirfarandi skák, 26.skák ein- vigis hans viö Alekhine árið 1935. Hún er kölluð „Perlan frá Zandvoort”, og Euwe hef- ur hvitt. 1. d4-e6 2. C4-Í5 3. g3-Bb4+ 4. Bd2-Be7 5. Bg2-Rf6 6. Rc3-0-0 7. Rf3-Re4 8. 0-0-b6 9. Dc2-Bb7 10. Re5-Rxc3U. Bxc3-Bxg2 12. Kxg2-Dc8 13. d5-d6 14. Rd3-e5 15. Khl-c6 16. Db3-Kh8 17. f4-e4 18. Rb4-c5 19. Rc2-Rd7 20. Re3- Bf6? Auðvitað stendur biskup a c3 vel og auövitað undirbýr hvitur árás með g3-g4. En það var ekkert að svörtu stöðunni. Alekhine hlýtur að hafa yfir- sést eftirfarandi fóm. mm m m 4 4 4 1 11 H&sia i n u , JMSf WW: A WÆ - 21. Rxf5!-Bxc3 22. Rxd6-Db8 23. Rxe4-Bf6 24. Rd2-g5 Gagnsókn. Er miðborð hvits kemst á hreyfingu er ekki mikiö hægt að gera. 25. e4-gxf4 26. gxf4-Bd4 27. e5-De8 28. e6-Hg8 29. Rf3? 29. exd7 gekk ekki vegna De2 en 29. Dh3! var rétti leik- urinn. 29.. . -Dg6 30. Hgl-Bxgl 31. Hxgl-Df6? 31.. ..-DÍ5! og svartur nær sennilega jafntefli. 32. Rg5!!-Hg7 Eða 32...-h6 33.Rf7+-Kh7 34. Dd3+-Hg6 35. Re5-Rf8 36. e7! eöa 35. ..-Rxe5 36. fxe5-Dg7 37. e7. 33. exd7-Hxd7 34. De3-He7 35. Re6-He8 36. De5-Dxe5 37. fxe5-Hf5 38. Hel (?) Greinilega timahrak. Hg5 og sigurinn er tryggður. 38.. ..-h6? 39. Rd8-Hf2 40. e6~ Hd2 41. Rc6-He8 42. e7-b5 43. Rd8!-Kg7 44. Rb7-Kf6 45. He6+-Kg5 46. Rd6-Hxe7 47. Re4+ og svartur gafst upp. Svo Euwe vann þessa skák og einnig einvigið. Bent Larsen, jH stórmeistari, skrifar um skák ); á bókamarkaði Garðagróður ný og endurbætt útgáfa Garðagróður, hin mikla og vinsæla bók Ingólfs Daviðssonar og Ingimars Öskarssonar, kemur nú út I endurbættri útgáfu á veg- um Isafoldar. Þetta er eina is- ienska bókin þar sem tegundum i göröum er lýst nákvæmlega og greiningarlyklar eru til að ákveða þær. Margvislegar leiöbeiningar um ræktun trjáa og jurta ásamt leiöbeiningum um skipulag garða eru i bókinni sem er prýdd fjölda mynda. Eldri útgáfan er uppseld fyrir alllöngu og er ekki að efa að þessi verði vel þegin af öllum þeim sem unna fögrum gróðri og vilja prýða garð sinn og um- hverfi. Bókin er 578 blaösiöur, prentuð i tsafoldarprentsmiðju. BRUVIK LOFTRÆSTIKERFI GlobUSi! LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 N fyrirliggjandi i ýmsar stæröir gripahúsa. Getum einnig útvegað loftræstikerfi i kartöflugeymslur og iðnaðarhúsnæði. Margs konar aukabúnaður fáanlegur t.d. sjálfstilltur inntaksventill, sjálfvirkur raf- knúinn snúningshraðastillir og handstýrð- ur 6 þrepa hraðastillir. Mike Pollock er þekktastur fyrir starf sitt í Utangarösmönnum. Mike sýnir á sér nýja hlið á plötunni Take Me Back. Hann hverfur aftur til einfaldleikans og syngur stórgóöa texta sína viö kassagítar undirleik af mikilli tilfinningu. ■ v - '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.