Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 4
k *L3Lí lj a; í a J mt mxamiMUJE ooffinxaxmf oaaxiojomwum •iMitiaii -ti Francis Sakoian & Louis S. Acker: The Astrologer’s Handbook Penguin 1981 ■ Liklega trúa fæstir á stjörnuspeki i raun og veru — þeir eru aftur á móti fáir sem ekki hafa einhvern tima skemmt sér i riki stjörnuspá- dóma7 merkjafræði og þess háttar fyrirbrigöa. Hér er komiö nákvæmt kynningarrit eftir tvo af postulum nútima- stjörnuspeki, bók þeirra Sakoians og Ackers mun reyn- ast áhugamönnum ómetanleg, hvort sem er til gagns eða gamans. Stjörnukort eru kynnt og plánetupælingar eru riflegar — nákvæmlega er skýrt frá þýðingu afstöðu plánetanna og öðru sem ku skipta máli i þessum fræðum. Handhæg bók-ef maðurhefur áhuga! TIM PATCOOG/W THE ERA Jean Genet: Querelle Grove Press ■ Genet á merkilegan feril að baki. Hann er Frakki, fæddur árið 1910 og lenti fljótlega á refilstigum samfélagsins — fyrst af nauösyn siðar af nautn. Hann skrifaði fyrstu skáldsögu sina i fangelsi og hún vakti athygli Jean-Paul Sartres sem, með samstilltu átaki mennta- og listamanna, fékk þvi til leiöar komið aö Genet var látinn laus og hefur siðan helgaö sig ritstörfum. Glæpir af nautn hafa löngum verið Genet hugleiknir, hann þykir skrifa um „ljóta” at- buröi fagurlegar en aðrir lýsa blómum i ljóði... Mætti segja mér að þessi þýöing nái ekki fyllilega töfrum Genets, a.m.k. er eins og eitthvað vanti á. Querelle er annars sjómaður, launmorðingi, opiumsali, kynvillingur, þjóf- ur, svikahrappur og aðskiljan- legur pervert. Genet er á heimavelli — bók mun ekki láta marga ósnortna. En djöfull er þessi pappirskiljuút- gáfa ljót og leiöinleg... I'.xpaiki'd ;mtlup-it.ií<itc(lífMH»i 'íistu! fhelvsf aml mosi jntimaJtcaorounC ÍSS NKWSTATlsSMAN, S Tim Pat Logan: The I.R.A. Fontana 1981 ■ Bók þessi kom fyrst út árið 1970 og öölast þá feiknavin- sældir enda var hún einna fyrst bóka til að freista þess að gera sér grein fyrir þvi hvaö Irski lýðveldisherinn stendur i rauninni fyrir, annaö en manndráp og hryöjuverk. Að visu fylgir ekki meö að höf- undurinn hafi samúð meö bar- áttuaðferöum I.R.A. en hann hefur altént reynt að gera sér grein fyrir þvi hvað hreyfir þessi umdeildu samtök. 1 fyrra endurskoðaði Logan bók sina og færöi hana til nútim- ans enda mikið gerst siðustu tiu ár og færir það bókinni auðvitað aukið gildi. Bókin er löng og ýtarleg sýnilega árangur af mjög nákvæmri heimavinnu og höfundur reynir aö forðast sleggju- dóma. Talsverður fjöldi mynda er einnig i bókinni. Kaflinn um upphaf I.R.A. er sérlega vel þeginn, atburöir siðustu ára eru e.t.v. of nærri i timanum til að hægt sé að krefjast óaöfinnanlegs sagn- fræðirits. Helen MAClNNES THEHIDDEN TARGET ‘Thr qt»ecn wríte Helen Maclnnes: The Hidden Target Fontana / Collins 1981 ■ Að minnsta kosti ein bók eftir reyfarahöfundinn Helenu hefur komiö út á islensku — „Sambönd i Salzburg” fyrir allnokkrum árum og þótti góð. Frúin er nú orðin roskin vel en lætur engan bilbug á sér finna i þessari nýjustu bók sinni. Segir sagan frá Ninu O’Connell sem telja má til „jet-settsins” i veröldinni og hvernig hún flækist meira eöa minna óviljandi inn i alþjóð- legt samsæri hryðjuverka- manna sem segir sig sjálft að eru hin verstu fól og láta stjórnast af illum hvötum. Láta persónurnar berast um heiminn og sifellt flækist veslings Nina meir og meir i skuggalega atburði uns leiðin út er aðeins ein... Still og frá- sagnaraðferð Maclnnes er á lægri nótum en tiökast helst nú til dags, færir það bókinni þokkafyllri svip en við eigum að venjast af reyfurum. Og spennan helst bókina út i gegn... Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar I Eymundssonar. Að vera einn.. — „Einbjörn Hansson” eftir Jónas Jónasson Jónas Jdnasson: Einbjörn Hansson Vaka 1981 ■ Hver Einbjörn er? Jú, hann gæti verið maðurinn i næsta húsi, segir á bókarkápu. Annars er hann, þegar sagan hefst, rúmlega fertugur og einstæðingur. Barn- æska hans var tiöindalitil, nema fyrir sifellda flutninga, og hann varð fljótt sér á parti, náði ekki sambandi við annaö fólk, börn. Eftir aöhafa misstforeldra sina i bilslysi er hann alveg einn og hann lærir þá list, hefur litiö eöa ekkert til annars fólks aö sækja. Stundar sina vinnu, fer heim á kvöldin og er einn. Auðvitað fellur honum þaö ekki, auövitað vill hann félagsskap manna, en þaö ernú svoað hann veitekki hvern- ig hann á að bera sig eftir honum. t hálfgert ómeðvituðum ein- manaleik sinum tekur hann að skrifa sjálfum sér bréf — það myndi vera þessi bók, reyndar fyrsta skáldsaga Jónasar Jónas- sonar, sem fyrst og fremst er þekktur af útvarpsþáttum sínum. Einnig ein af fyrstu bókunum sem nýstofnaö forlag, Vaka, gefur út. bað er margt vel ger t i þessari bók og sér i iagi féll mér fyrri hlutinn prýðilega. Þar er lýst lifi Einbjörns i fólksfæöinni og hvernig hann reynir að halda sér vitibomum einnmeð sjálfum sér. tmyndunarafl hans er rikt og hann spinnur upp samræður við fólk sem óvarterekkitil: eittsinn er hann meö hund i pössun um áramót og ætlar með hvutta aö skoða brennurnar þegar honum dettur í hug stæðilegur lögreglu- þjónn sem ef til vill muni gera athugasemdir við tilveru þeirra beggja, hundsins og Einbjörns. Hann veröur hræddur í huga sér og fer hvergi. Einnig má nefna senu þegar Einbjöm kaupir jóla- gjöf handa sjálfum sér, rakvél en merkir pakkann skrúfjárn til að koma sjálfum sér á óvart. Sam- ræöur hans viö manninn i búöinni eru einnig bæði skemmtilegar og lýsandi. I þessum hluta koma kostir Jónasar sem prósahöfund- ar vel i 1 jós: still hans er lágróm a og svolitiö ljóörænn á stundum, jafnframtglettinn sem mér finnst þó stöku sinnum fara næstum úr hófi fram. Einbjörn verður ástfanginn I siðarihluta bókarinnar verður Einbjörn Hansson ástfanginn. Það flytur nýtt fólk I hverfiö, for- eldrarmeð dóttursínaíhjólastól. Þvi hvernig Einbjörn Hansson festir smátt og smátt ást á stúlk- unni, sem er jú ekki i ólikri aðstöðu og hann sjálfur, er framan af vel lýst og skemmti- lega en eftir þvi sem á liður þyk- ir mér Jónas ganga of langt. Til- finningarnar veröa ýktar, fyrir minn smekk. Þetta fólk, Einbjörn og stúlkan Guðrún, fara að tala tilfinningaþrungna speki sem á engan veginn viö þær raunveru- legu persónur sem Jónas var aö enda við að skapa. Og maður sem fram að þvi hefur legiö oni bil reynist og enn einn stofuheim- spekingurinn. Bókin endar á þvi að Einbjörn og stúlkan ganga i' það heilaga, þau eru dálitið hrædd eins og gengur um að þetta muni ekki lukkast en bæði vita samt aö allt muni fara eins og i sögu. Og Ein- björn Hansson er einmitt saga. Ég hygg að þrátt fyrir ofan- greindar aðfinnslur muni margir lesa þessa fyrstu skáldsögu Jónasarsértilgamans og jafnvel gagns. Hún boðar hluti sem heldur sjaldgæft er að finna i bókum nú til dags — á þessum siðustu og verstu timum — bjart- sýni, kærleika, ást og skilning og h'kasttil er ekki nema gottum það að segja. Haldi Jónas áfram á sömu braut, sem mér sýnist hann hafa alla burði til, er þó rétt að hann gæti sin á þvi að ofbjóða ekki sjálfum lögmálum bók- menntanna. Illugi Jökulsson ■ Jónas Jónasson. t ritdómi seg- ir m.a.: „Ég hygg aö margir muni iesa þessa fyrstu skáldsögu Jónasar sér til gamans og jafnvcl gagns...” ■ Hamhleypan skrifar smásögur — „Flýgur fiskisagan” eftir Hrafn Gunnlaugsson Hrafn Gunnlaugsson: Flýgur fiskisaga Smásögur Almcnna bókafélagiö 1981 ■ Hamhleypa hann Hrafn. Hann gerir kvikmyndir, sjónvaps- myndir, skrifar ljóö, leikrit, skáldsögur og smásögur. Hér er komiö smásagnasafn uppi hend- urnar á mér, sögur«iar eru tólf og visast hafa ýmsar þeirra birst áöur, að minnsta kosti man ég eftir að hafa lesið söguna um englakroppana i Kópavogi ein- hvers staðar áður. Sú saga, um englana sem komu til jarðar að lita eftir fyrir guð en ánetjuðust súkkulaði, mjólkurhristingi og öðrum syndum uns þeir urðu svo feitiraðþeir gátu ekkiflogið aftur til guðs og voru drepnir af þrem- ur harðsviruðum pipulagninga- mönnum, er raunar harla ein- kennandi fyrir ýmislegt af því sem Hrafn hefur áður skrifað, en varla fyrir þessa bók i heild. Hér og hvar sleppir Hrafn af sér beisl- inu og lætur imyndunaraflið hlaupa um viðan völl, annars staðar hefur hann taumhald á sér og setur á blað fastmótaðar, sterkar sögur. Þannig er til að mynda fyrsta sagan i þessu kveri, um farþegann frá Gautaborg til Reykjavikur sem að lyktum grip- ur tíl örþrifaráða vegna dópleys- is. Inn i söguna fléttast önnur af Gisla stýrimanni sem á um sárt að binda. Þessi saga lýtur öllum þeim lögmálum sem slfkar sögur einattgera, hún er realisk á sinn háttog að minu mati góð. Nokkr- ar sögur má telja til sérstaks hóps, Silfurkross áhvitasunnu en einkum Desember kaldur og ég með hita, og Hún er einhver önn- ur. Þar hefur sögumaður greini- lega brugðið sér I liki Hrafns Gunnlaugssonar og segir sög- urnar i hans nafni — i Desember kaldur... ráfar hann um ibúð sina, með hita, og reynir að einbeita sér að þvi aö skrifa. Hver hug- myndin fæöist á fætur annarri en ekkert verður úr, sögumaður hengslast fram og til baka, hugs- anirnarráða ferðinni.HUn er ein- hver önnur ersvipaðs eðlis. Þess- ar sögur tvær eru ritaðar i hálf- kæringi á yfirborði, ég held það sé stutt á alvöruna. Imyndunarveiki i alvöru gerist i Stokkhólmi, þar sem sögumað- urinn er við nám, og Eldgosið á bókasafninu sömuleiðis. I báðum sögunum þykir mér að Hrafni takist býsna vel að sameina i- myndun, skáldskap og það sem svo glettilega er nefnt „raunveru- leiki”, eða hvi gerir hann sjálfan sig að persónum i þessum sög- um? Tröll á fjöllum Hrafn er einnig til staðar i sög- unum Sannleikanum vitni og Handritið sem hvarf en þar sér hann um að koma handritum sem hann hefur fundið á prent. Svip- aðar brellur hefur Jorge Luis Borges notað mikið sem kunnugt er. Nema hvað: handrititin bæöi eru töluvert fantastisk, ég held það fari fyrst og fremst eftir smekk manna hvort þeir hafa gamanaf þeim. önnur er lýsing á ferðalagi sem lýkur með undar- legum hætti.hins segirfrá manni sem sér tröll á fjöllum uppi. Þá má nefna söguna Umfjöllun sem er að formi til ritdómur um bók sem annar hefur skrifað: þunga- miöja sögunnar er hvernig þær skarast, sagan sem til umfjöll- unar er (minnir einhverra hluta vegna á sögu eftir Daphne du Maurier sem ég man ekki hvað heitir), og hin sem ritdómarinn setur á blað. Þá eru ónefndar tværsögur: Tæknibrella sem ger- ist á tveimur sviðum eins og svo margar sögur i kverinu, maður situr á Mokka og segir stúlku nokkurri sögu með óvenjulegum hætti, sagan er um hvernig hann og vinur hans voru gabbaðir af ■ Hrafn Gunnlaugsson. 1 ritdómi segir m. a.: „Hugmyndaflug Hrafns hefur aldrei látið að sér hæða. Það kemur skýrt fram i þessari bók stundum eftirminni- lega”. ósvífnum tannlækni, og Þjófa- bálkur sem er skemmtileg saga af grunnhygginni konu sem verður fyrir þvi að veski hennar er stolið á skemmtistað. Hugmyndaflug Hrafns Gunn- laugssonar hefur aldrei látið að sérhæöa. Það kemur skýrt fram i þessari bók stundum eftirminni- lega. Eins og við var að búast eru sumar sögurnar betri en aðrar, en ég fæ ekki séð að það fari eftir formgerð sagnanna. Þarsem frá- sagnargleðin nýtur sin skiptir formið ekki máli. Margar sagn- anna eru beintínis skemmtilegar, aðrar til þess fallnar að einhverj- iropni augu sin og sjái frásagnar- efni Hrafns i öðru ljósi. Má ég bæta hér viðp.s.? Hvað er orðið af nóvellu þeirri sem Hrafnbirtifyrirallmörgum árum sem framhaldssögu i Lesbók Morgunblaðsins? Þar var sko glatt á hjalla og ef ég man rétt var sagan öldungis skemmtileg. lllugi Jökuisson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.