Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 06.12.1981, Blaðsíða 22
■ A þeim drum er spæjarinn mikli, Sherlock Holmes og félagi hans, Watson læknir, hófu göngu sina á siöustu öld, var imynd sú, sem Iesendur fengu af þessum söguhetjum eingöngu byggö á lýsingum höfundarins sjálfs I sög- unum. Fljótlega kom þó teiknar- inn Sidney Paget lesendum til hjálpar meö myndskreytingum sinum, og drættir höfuöpersón- anna í lögreglumálasögum Art- hur Conan Doyles uröu enn skýr- ari. A þessari öld kom nýr miöill til sögunnar, sem hefur að veru- legu leyti mótað hugmyndir manna um Utlit Sherlock Holmes og Watson lækni : kvikmyndin. En enginn þeirra fjölmörgu sem leikið hafa Sherlock Holmes i kvikmyndum, hefur oröiö jafn samruninn sögupersónunni og breski leikarinn Basil Rathbone. Þegar kvikmyndahúsgestir eða sjónvarpsgláparar viöa um heim heyra nafn Holmes nefnt, þá kemur samstundis upp í huga þeirra andlit Basil Rathbones. 1 hugum margra þeirra er hann hinn eini sanni Sherlock Holmes Þaö hafa hins vegar margir leikarar fariö meðhlutverk þessa konungs spæjaranna i' kvikmynd- um allt frá timum þöglu mynd- anna og fram til sjónvarpsþátta samtimans. t þessari grein verður ferill Sherlock Holmes og Watsons læknis á hvita tjaldinu rakinn í meginatriöum og skýrt frá nokkrum þeim leikurum, sem náðu aö túlka spæjarann vel i kvikmyndum. Fyrsta kvikmyndin sterð aldamótaárið Fyrsta kvikmyndin, sem vitað er til að gerð hafi veriö um Sher- lockHolmeser bandarisk og nefn- ist „Sherlock Holmes Baffled”. HUn var fyrst sýnd 24. febrUar 1903, en talið, að hún hafi verið gerö i' april áriö 1900. Þetta er hvorki löng mynd né merkileg — sýningartimi aöeins hálf minúta — og ekki kemur fram, hver fór þar meö aðalhlutverk Fyrsta kvikmyndin þar sem fyrirliggur hver fer meö hlutverk Holmes var frumsýnd i septem- ber 1905, en sennilega kvik- mynduð tveimur árum áöur. Sú nefnist — eins og svo margar Holmes kvikmyndir siöari ára — ,,The Adventures of Sherlock Hotmes”eba ..Ævintýri Sherlock Holmes”. Meö hlutverk Holmes fórMaurice nokkur Costello, sem lék í fjöldamörgum kvikmyndum um ævina. Þessi mynd var mjög stutt, aöeins 725 fet. Nordisk Film Compagni gerir Holmes-mynda- flokk Þaö varekki fyrr en hið þekkta danska kvikmyndafyrirtæki Nor- disk Film Compagnifór að huga aö Holmes, aö fariö var að fram- leiða kvikmyndir um spæjarann mikla i heilum myndaflokkum. Það var Viggo Larsen einn af sporgöngumönnum danskrar kvikmyndageröar, sem leikstýröi fyrstu mynd Nordisk Films um Holmesog nefndist hún „Sherlock Holmes i livsfare”. Hann lék einnig aöalhlutverkið, Holmes sjálfan. 1 þessari mynd, og sumum öörum sem á eftir komu, var per- sónu nokkurri sem mágur Conan Doyle — Hornung aö nafni — haföi búið til í bókum sinum og nefnt Raffies, skotiö inn i\ Þetta var bófi sem Holmes var látinn eiga í útistöðum viö, jafnframt þvi sem hann barðist gegn Moriarty. Söguþráðurinn i mynd- inni var hugarsmið Larsens og svo varreyndar um siöari myndir Nordisk Films, þóttsumar þeirra væru mjög lauslega byggöar á einhverjum afsögum Conan Doy- les. „Sherlock Holmes í livsfare” var frumsýnd áriö 1908, tveimur árum eftirstofnun Nordisk Films og næstu árin kom hver myndin af annarri. Þær voru yfirleitt 10- 20 minútna langar og sýndar i mörgum löndum, auk Danmerk- ur, þar á meöal i Bretlandi og Bandarikjunum, og gengu þar undir ýmsum nöfnum. Viggo Lar- sen lék Holmes i öllum þessum myndum, en taliö er að Alwin Neuss hafi fariö meö hlutverk Watsons. Siöasta kvikmyndin, þar sem Viggo Larsen fór meö hlutverk Holmes fyrir Nordisk Films, var „The Gray Dame”, sem var fimmta Holmesmyndin i þessum flokki.Nordisk Filmshélt hins vegar áfram gerð slfkra mynda fram til 1911, en meö Otto Lagoni, Holger Rasmussen og áðurnefndan Alwin Neuss i hlut- verki Holmes. Þýskur og breskur Hlolmes Astæða þess, að Viggo Larsen hætti aö leika spæjarann fyrir Nordisk Films, var einfaldlega, að hann færöi sig um set til Þýskalands og hóf þar fram- leiðslu sams konar kvikmynda fyrir þýskt fyrirtæki. í fyrsta slika myndaflokkinum voru fimm myndir um Holmes samtals 92 minútur að lengd. Þar fór Viggo Larsen enn meö hlutverk spæjar- ans. Höfuðandstæðingur hans nefndist Arsene Lupin og það sem meira var — glæpamaöurinn átti yfirleitt i fullu tré við meistarann sjálfan nema i siöasta þættinum, þar sem Holmes fór með sigur af hólmi. Þjóöverjar geröu nokkra aðra myndaflokka um Holmes á árun- um fra m t il 1920 og eftir þvi' sem á leið uröu einstakarmyndir lengri. En Sherlock Holmes var að sjálfsögöu breskur og fyrsta breska kvikmyndin um kappann var frumsýnd áriö 1912. Sú var gerð eftir sögunni „The Speckled Band” og Georges Treville lék Holmes Bresku myndimar urðu aö þessu sinni átta talsins, allar frumsýndar sama áriö, 1912, yfir- leitt 20 til 40 minútur aö lengd. Ariö 1914 var frumsýnd i Bret- landi og sföar sama ár i Banda- rikjunum „A Study in Scarlet” og var sU mynd byggð á fyrstu sög- unni um Holmes — en hún gerist aö verulegum hluta til meðal mormóna i Bandarikjunum. Mynd þessi var 96 minútur og fylgdi i meginatriöum sögu- þræðinum, nema hvaö hlutur Holmes viö lausn morðgátunnar kom i seinni hluta myndarinnar en er I fyrri hluta sögunnar. Meö Úutverk Holmes fór al- gjörlega óreyndur leikari, James Bragington að nafni. og gerði þaö þokkalega. Framleiðandi myndarinnar Samuelson, haföi lengi leitað að leikara i þetta hlut- verk, en fann siðan Bragington á skrifstofunni i fyrirtæki sinu! Samuelson framleiddi siöan aöra mynd, sem gerö var eftir sögunni „The Valley of Fear”, áriö 1916, en þá var H.A. Saints- bury í aöalhlutverkinu. Um sama leyti gerði Universal i Banda- rikjunum mynd eftir „A Study of Scarlet”, mjög frjálslega þó þar sem fyrirtækið áttí engan rétt til aö kvikmynda söguna. Francis Ford, bróöir leikstjórans fræga, John Fords, fór meö hlutverk Sherlock Holmes. WUliam Gillette vinsæll vestra Sherlock Holmes hlaut miklar vinsældir i Bandarikjunum i leik- gerö William Gillettes, sem jafn- framt fór meö hlutverk meistar- ill hluti verksins snýst um ástar- ævintýri hans og ungfrú Alice Faulkner sem aö sjálfsögöu heföi aldrei komiö Conan Doyle til hug- ar aö skrifa um. Þetta leikrit var kvikmyndaö árið 1916 og varð þar af tveggja klukkustunda kvikmynd undir nafninu „Adventures of Sherlock Holmes”. Gillette fór þar einnig meö aðalhlutverkiö eins og i leik- ritinu á sinum tima en Majorie Kay var hin hamingjusama unn- usta og siðar eiginkona hans. Þessi rómantiski Holmes gekk svo aftur imörgum kvikmyndum næstu árog jafnvel áratugi á eftir og leikritið var reyndar sýnt á Broadway við góða aösókn fyrir fáeinum árum. Gillette hafði leikið Holmes á leiksviði i nftján ár þegar hann lék i þessari kvikmynd, sem reyndar varöeina mynd hans um Holmes. Hann hélt áfram f önnur nitján ár aö leika Holmes á leik- sviði og i Utvarpi og svo virðist, sem Gillette hafi haft mikil áhrif á ímynd manna, a.m.k. i Banda- rikjunum, af Sherlock Holmes. Lék Holmes i 47 kvikmyndum Sá, sem sennilega hefur leikið Holmesi flestum kvikmyndum, er breski leikarinn Eille Norwood. Hann fór meöhlutverk spæjarans i samtals 47 kvikmyndum, en flestar þeirra voru aö visu aðeins um hálftima langar. ■ Basii Rathbone i fullum skrúöa Sherlock Holmes. ans. Söguþráöurinn f leikritinu var að vi'su siikur aö sannir Holmes-aödáendur fá fyrir hjartaö. Þannig var Holmes nánast geröur aö ástföngnum unglingi ileikritinu, þar sem mik- ■ Félagarnir Basil Rathbone sem Sherlock Holmes og Nigel Bruce sem Watson læknir i annarri myndinni, sem þeir léku saman i, „Ævintýri Sherlock Hoimes". Hún var frumsýnd 1939. SHERLOCK HOLMES Á HVÍTA TJALDINU Síðari hluti samantektar um spæjarann mikla við Bakarastræti, Sherlock Holmes

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.