Tíminn - 13.12.1981, Side 2

Tíminn - 13.12.1981, Side 2
Sunnudagur 13. desember 1981 2______________ Ijós vikunnar „Grút- spæld- nr” ■ Við ætlum aö veita Gunnlaugi Astgeirssyni, bókmenntagagn- rýnanda Helgarpóstsins, kerti þessarar viku. Þykir okkur Gunn- laugur vera „ljós vikunnar” fyrir mjög svo nýstárlegan „ritdóm” sem aö visu er birtur i formi greinarkorns en ekki heföbund- innar gagnrýni. Leiftrandi speki þessa fyrrverandi stýrimanns hefur aldrei veriö augljósari en nú! „Ég verö aö játa aö ég er grút- spældur yfir aö hafa ekki fengið aö skrifa i blaöiö ritdóm um fyrstu skáldsögu mins gamla og góða vinar Kristjáns Jóhanns Jónssonar. Meö þvi aö láta bók- ina, Haustiö er rautt, i hendur vandalausra hafa minir ágætu ritstjórar brotiö áratuga ef ekki aldagamla löghelgaöa hefö i gagnrýni á okkar kæra landi. Viö Kristján erum aldavinir og eins konan hans. Auk þess erum við i meginatriöum sammála i pólitik þó hann sé reyndar heldur róttækari en ég. Þaráofan erum viö skólabræöur og kollegar i starfi. Og það má mikið vera ef við erum ekki einnig skoöana- bræöur i viöhorfi til lista og bók- mennta. Af öllu þessu er augljóst að það er meiriháttar skandall að ég skrifi ekki ritdóm um bókina. Hina löghelguöu hefö hefur ekki minni maöur en hiö ágæta skáld Jón úr Vör staöfest meö eftir- minnilegum hætti i svari viö spurningu Gisla J.Astþórssonar i siöasta Sunnudagsþjóövilja. Og auövitaö fór þetta illa. Bæöi hér i blaðinu og útvarpinu, einnig i Morgunbiaöinu, fékk bókin heldur slæma dóma. Nú er alls ekki við þau Jón Viöar, dr. Ey- stein og Jóhönnu Kristjónsdóttur aö sakast: þau fjalla aö sjálf- sögðu heiöarlega um bókina út frá sinum forsendum en þeirra forsendureru bara alls ekki nærri þvi eins góöar og minar. Þau þekkja til dæmis ekki kimnigáfu okkar Kristjáns, sem er alveg sér á parti og skiíja þarafleiöandi ekki lesendabréfin sem þau gera að aðalatriöi i sinni umfiöllun en þau eru tómt háö og spe um rit- höfunda, gagnrýnendur og hátt- virta lesendur. Svo eru þau lika svo gamaldags aö vera aö heimta söguþráð sem gengur alveg upp, en þannig er lifið ekki: lifiö gengur ekki upp. Lifiö er eins og hver önnur umferðarmiðstöð þar sem fólk hittist og kveðst. Þau fatta einfaldlega ekki pointiö i bókinni. Annars finnst mér, i fullri al- vöru, aö bókin sé þrælgóö og athyglisverö nýjung. Menn eiga ekki að vera svo rigbundnir við heföbundinn söguþráð aö fyrtast' viö þegar útaf honum er brugðiö. Nei, þaö kann ekki góöri lukku að stýra þegar fornar heföir eru hunsaöar meö öllu eins og gerst hefur I þetta skipti.” Og viö höfum tekið fram splunkunýtt kerti. Þaö biöur Gunnlaugs, ljósrikt. á bókamarkadi Táknmálsbók með æfingaspilum ■ „Við tölum taknmál” er leið- beiningabók i táknmáli heyrnar- daufra, ætluð fyrir byrjendur, aö- standendur heyrnardaufra og aöra sem umgangast þá. Bókin er lika tilvalin fyrir alla aðra sem hafa áhgua á aö læra táknmál. Útgefandi bókarinnar er For- eldra- og styrktarfelag heyrnar- daufra, en Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins styrkti út- gáfuna. Sigurlin Hermannsdóttir gerði skýringarmyndir og Sigurður Þorgeirsson tók ljós- myndir á forsiöu. Uppsetningu bókarinnar og vinnslu önnuðust Björk Þorsteinsdóttir Málfriöur Gunnarsdóttir og Unnur Mdller Bjarnason. öll vinna var unnin i sjálfboðavinnu og þeim ágóöa sem kann aö veröa af bókinni er ætlað aö renna til áframhaldandi uppbyggingar og kynningar á málefnum hey rnardaufra. Þetta er fyrsta bók sinnar teg- undar sem gefin er út á Islandi, og það er vel viö hæfi, aö hún kemur út á ári fatlaöra. Málefni heyrnardaufra og táknmál þeirra hafa lika vakið sérstaka athygli aö undanförnu vegna kynningar á þvi í barnatima sjónvarpsins. Það er von aöstandenda bókar- innar, aö útkoma hennar veröi til þess að enn fleiri heyrandi leggi sig eftir þvi að kynna sér tjáningarmáta heyrnardaufra. Bókinni „Við tölum táknmál” er ætlaö tviþætt hlutverk. Henni er ætlað aö vera til stuönings fyrir heyrnardauf böm, sem eru aö byrja aö læra táknmál, og fjöl- skyldur þeirra. En henni er lika ætlað að ná til fleiri, t.d. til fólks á leikskólum, i skólum, á sjúkra- húsum og yfirleitt sem allra flestra. Nái þessi bók að stuðla aö þvi aö rjúfa þá einangrun sem heyrnardauf börn búa viö hefur hún náö tilgangi aöstandenda hennar. Það ættí ekki að þurfa að geta þess hve jákvætt það er fyrir börn meö þessa fötlun sem hafa eðli- legust samskipti viö heyrandi frá fyrstu tiö. I bókinni eru 120 tákn, sem flest geta staðið ein, en veröa fyllri með látbragöi og bendingum, og viöa eru orðaskýringar til frekari útlistunar. Val táknanna miðast við dag- legar þarfir yngri barna, á heim- ilum og utan þeirra, t.d. á leik- skólum eöa I pössun. Stærð bókarinnar setur fjölda tákna nokkrarskoröur, en fái hún góöar viötökur er hugmyndin aö auka við oröaforöann meö fleiri heftum. Meö bókinni fylgja fjögur táknaspil, sem eru misjafnlega erfið og henta þvi mörgum aldursflokkum. I spilunum eru fjögur grunnspjöld meö átta táknum á hverju og 64 laus spil, þ.e. tvö spil með hverju tákni, og fylgja þeim spilareglur. Bókina er hægt aö fá með spilunum eöa án þeirra, hvort heldur sem fólk vill. Bjallan s/f sér um dreifingu bókarinnar. VIÐ TÖLUM TCIKNINQAR SIÖURllN HERMÁNNSDÖTTIR EPUI hendlnni haldlö el uten um epli og borln el v munnlnum ÚTQEFANDI FOREl.DRA OG STYHKTARFCLAG HEYRNARDAUFRA drekka ÞAR SEM DJÖFLAR OG PÚKAR GANGA LAUSIR lsaac Bashevis Singer: Sautján sögur. Hjörtur Pálsson islenskaöi. Setberg 1981 ■ Fólk fer kannski aö verða þreyttá öllu þessu bókadómaflóöi sem ekki er flóafriöur fyrir i dag- blööum um jólaleytiö. En hvaö getum við aö þessu gert, viö blaöamenn, viö gagnrýnendur — þótt helst vilji ég foröast aö viö- hafa svostóra nafnbót um sjálfan mig. Ekki skrifum viö bækurnar! Ekki gefum viö þær út! Likt og lesendur erum viö bara fórnar- lömb. Hjörtur Pálsson, Utvarpsmaöur meö meiru, situr viö likt og fyrri daginn og þýöir verk Isaacs BashevisSingers, nú iþriöja sinn. Singer fer aö veröa einhver mest- þýddi höfundur á islensku hin siöariár, sem er gott, ásamt meö dönskuskrifandi höfundunum William Heinesen og Deu Trier Mörch — að gleymdum og gröfn- um öllum reyfarahöfundunum. Hvað um það, hér er það Singer sem er til umfjöllunar. Áður hefur Hjörtur þýtt Töframanninn frá Lúblin og 1 föðurgarði tvær skáldsögur, af mestu prýði held ég megi segja, þótt Arni Berg- mann hafi eitthvað fettfingur út i þýöingar á oröum jiddiskrar og sér-gyðinglegrar merkingar. Singer er höfundur sem geldur þess aö vera ekki lesinn nana i þýöingum. Hann er skrifandi full- trúi jiddiskunnar, deyjandi tungu, sem ekki nema örfáir geir- fuglarkunna aö lesa, eins og hann gefur svo oft i skyn i verkum sin- um. En það er þó huggun harmi gegn aö Singer er til i ágætum enskum þýöingum, þar sem hann hefur oftastnær hönd I bagga sjálfurog þaöan er hann svo kom- inn yfir á islensku. Enþaö jafnast ekkert á viö frummáliö segjum viö frummálasnobbin gjarna. Aumingja Singer — þaö er fátt dapurlegra en deyjandi tungu- mál. Frásagnamáti gyöingsins aldna er mjög blátt áfram, episkur — ef þaö útlenska orö segir fólki eitthvaö. Hann hefur sjálfur i kostulegu viðtali viö bókatímaritiö „Paris Review” gert litiö úr skáldsögum sem ekki segja sögu og þaö er vist aö Sing- ereralltaf aö segja sögu — og oft- astnærgóöa sögu. öllframvindan i verkum hans er mjög eölileg og heföbundin og laus viö alla stil- leikfimi sem svo oft jaörar viö hreina tilgerö. Þvi er svo mikil unun aö lesa hann, hann vekur alltaf með manni einhverja barnslega spennu. „Hvaö kemur næst”, „hvaö geröist svo” eru spurningar sem vakna af sjálfu sérviö lesturbóka hans— alltsvo, þaö sem maöur leitaöieinna helst eftir i bókum á barndómsárun- um, áöur en maöuruppgötvaöi aö heimsbókmenntirnar geröu oft annað (og stundum meira) en aö segja sögu, veitir Singer manni ótæpilega. Atburöirnir tala sfnu máli og lesarinn hrifst meö inn i kynjaheim. Þaö er torvelt aö skipa Singer á ákveöinn bás rithöfunda kannski einna helst meöal djúpt sjáandi realista I9du aldarinnar, en þó hef ég grun um aö hans pláss sé innan gyðinglegrar sagnaheföar sem okkur utanaðkomandi er sem lokuð bók. I verkum.hans eru ljóslifandi yfirskilvitleg öfl, hjá- trú og hindurvitni, djöflar og púk- ar i bland viö staka heillavætt — Singer segir frá sliku eins og það sé jafn raunverulegt og manneskjur af holdi og blóði, ég og þú. Jafnframt skin i gegnum sogurnar hans, kannski einkum þær sem gerast á hinu nýja heimilihans i vesturheimi, þessi fræga gyðinglega frústrasjón, sem okkur krossmönnum veröur eiliflega að hlátursefni, tilað- munda i kvikmyndum Woody All- ens, sem flestar eru tilbrigöi við óleysanlegar flækjur gyöingsins. Hann geturaldreisetiö rólegur að sinu, er alltaf uggandi um sinn hag, alltaf eitthvaö sem nagar hann innvortis, þaö eru alltaf ein- hver ósköp yfirvofandi, einhvers konar örlagadómur, þótte.t.v. sé ekki nema ismáum stil. Og þegar honum er loks fullnægt, likt og gerist yfirleitt i sögum Singers, er honum tekið eins og réttlátri refs- ingu,einhverjusempersónan átti inni, með jafnaöargeöi. Mér lætur ekki vel að skýra hvers eðlis það er þetta demóklesarsverð gyöingsins en þaö er flókiö fyrir- bæri og forvitnilegt og á sér djúp- ar rætur i sögu og uppeldi þessar- ar merku þjóðar. Singer, já. Þaö eru sautján sög- ureftirhann sem Hjörtur Pálsson hefur snaraö á islensku aö þessu sinni. Þær eru valdar úr þremur smásagnasöfnum, „A Friend of Kafka”, „A' Crown of Feathers” og, .Passions”. Sögurnar gerast á ■ Isaac Bashevis Singer, höf- undur vixl i hinum útþurrkuðu heim- kynnum gyðinga i Póllandi, Lit- haugalandi og Rússlandi og fyrir vestan, í New York, þar sem drjúgur hluti af gyöingum heims- ins lifði af. Það er litil ástæða til að reyna aö tiunda nánar hverja sögu fyrir sig, hér er hrein- ræktaöur Singer á ferö og ekki verður betur séö en að Hjörtur Pálsson hafi valið af mikilli kost- gæfni. Og þýðingin, á henni finn ég engan umtalsverðan löst, hún er misfellulitil og umfram allt ágætlega læsileg. Hjörtur á þakk- ir skildar fyrir að koma þessu ný- uppgötvaða trötti tuttugustu ald- ar bókmennta á islensku. Fáa veit ég rithöfunda aöra sem ættu aö geta höföaö til jafn breiðs hóps lesenda. Aö lokum. Margt er sagt Nóbelsnefndinni til lasts, en hún má eigaþað að haf a dregið Singer fram úr holtaþoku bókmenntaof- framboðsins. EgilIHelgason ■ Hjörtur Pálsson, þýöandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.