Tíminn - 13.12.1981, Side 6

Tíminn - 13.12.1981, Side 6
6 Sunnudagur 13. desember 1981 ALMANAK JÓÐVINA- FÉLAGSINS Kafli úr bók eftir Ólaf Hauk Símonarson ■ ólafur Haukur Símonarson hefur viöa komið viö á ritvellinum. Hann hefur ort Ijóö/ skrifaö skáldsögur, smásögur og leikrit— já, meira að segja samið dægur- lagatexta. Sennilega er þekktasta bók hans til þessa Vatn á myllu kölska, sem kom út fyrir nokkrum árum, en i fyrra kom út skáldsaqan Galeiðan sem einnig vakti töluverða athygli. Nú fyrir þessi jól kemur út eftir ólaf Hauk bókin Almanak Jóð- vinafélagsins, og er óhætt að segja að hér kveður við annan tón en menn eru vanastir frá þessum höfundi. Helgar-Timinn hefur fengið leyfi til að birt? hér kaf la úr þessari bók, útgefandi er Mál og menning. ■ Kveður við nýjan tón hjá Ólafi Hauki i þessari bók... Hið einstaka er ekki dæmigert fyrren hið dæmigerða er orðið einstakt. Kötturinn skriður inn lafmóður eftir æf- intýri næturinnar. — Þér er nær, segi ég, er nú ástarþráin alveg að drepa þig? Sjá á þér feldinn! — Mjá, segir kötturinn, mjááááá! Enþað útleggst: Hættu þessu þvargi og geföu mér ýsu og mjólk. — Hérna færðu ýsu og mjólk frekju- hlúnkur, segi ég. Viltu ekki éta okkur útá gaddinn, gjörðu svo vel. — Ertu ekki i góðu skapi vinur minn? spyr stúlkan og litur uppúr dagblaðinu. — Ef þetta ynni nú fyrirsér, segi ég arg- ur, en hér hefur ekki sést mús siðan 1941. Stúlkan horfir á mig. Ég horfi á hana. Hún brosir. Ég brosi ekki. Svo byrjar hún aftur að lesa i blaðinu. Ég virði fyrir mér köttinn slafrandi i sig. Hann malar einsog pólitikus á framboðsfundi. Það er kökkur i hálsinum á mér. Þá litur stúlkan upp. — Hvað ertu að hugsa? spyr hún. — Jæja,segi ég, hvaðgerir maður þegar þannig stendur á að heiminum er ætlað að farast i kjarnorkustyrjöld eftir 1050 daga? — Hvaðan hefurðu það? segir stúlkan. — Daniel Ellsberg telur öruggt að það muni gerast innan 35 mánaða: hann var innsti koppur i bUri i Pentagon. Hvað gerir maður? — Það má ýmislegt gera á 1050 dögum, segir stúlkan, það má til dæmis nota 1050 daga til að reyna að koma i veg fyrir heim- styrjöld. — Ef það mistekst? — Þá er ekki hægt að segja að þú hafir ekki reynt, segir hún. — Hver ætti að segja það? spyr ég. — Skiptir það máli? — Já,auðvitað, segi ég, vissulega skipt- ir það máli hver talar vingjarnlega um mig, ég er hégómlegur einsog aðrir menn. — 1050 dagar, segir hún, heldurðu að við höfum tima tilað skreppa uppá loft? — Það vona ég svo sannarlega, segi ég. — Það vona ég lika, segir hún. Komum. Ég sofna ekki, heldur sofnar hún og ég öf- unda hana dálitiö, þvi hún brosir og virðist fullkomlega afslöppuö. HUn á að jafnaði betra meö að slaka á en ég. Ég sofna semsé ekki, heldurferég eina feröina enn aö viröa fyrir mér uppáhaldskvistinn minn i viöar- Mæðningunni. I rauninni er þetta enginn kvistur, heldur skógarpUki sem blæs i klarinett, einsog getur um i sumum æfin- týrum. Veslingurinn hefur að likindum ver- ið aðæfa sig imesta grandaleysi.en sofnað, og ekki vitað fyrritil en hann var staddur hér á hafnarbakkanum i Reykjavik. Sá hef- ur vaknað upp við vondan draum. Ég erað hugsa um mig og stúlkuna sem sefur þarna við hliðina á mér. Okkur og af- gánginn af heiminum. Okkur i heiminum. Þóviðséum við, en ekki einhverjir aðrir, og hér en ekki þar, þá komumst við stutt án af- gangsins af heiminum. Þessvegna hlýtur heimurinn að koma okkur við, að við kom- um við hann. Heimurinn er partur af mér, vafinn inni mig. Kina er vöðvi i lærinu á mér, Amerika er ákveðinn bletturá bakinu á mér, Istanbul er fruma i fingurgómi löngutángar hægri handar. Samt — samt vanræki ég bæði heiminn og likama minn. Ég ýti við stúlkunni sem rumskar og opn- ar grænslikju augun til hálfs. — Ég hef verið að reyna að komast að niðurstöðu, segi ég. — Það er ánægjulegt, segir hún, hvernig gengur. — Minniöurstaða er þessi, segi ég, heim- urinn kemur mér við afþvi heimurinn kem- ur við mig, og ég kem heiminum viö afþvi ég kem við heiminn. Hún kinkar kolli hugsandi. — Nú skulið þið báðir, heimurinn og þú hvila ykkur segir hún svo. Viö morgunverðarborðið er ég að muldra eitthvað. HUn litur upp og brosir. — Afhverju ertu að brosa? spyr ég. — Þú varst að tuldra, segir hún. — Ég var að telja, segi ég. Ekki nóg með það, ég er f arinn að efast um að ég sé rétti maðurinn tilað koma i veg fyrir kjarnorku- styrjöld. — Þú átt við að ég þurfi að telja i þig kjark? — Það þarf áreiöanlega alveg sérstaka manngerðtilað koma i veg fyrir kjarnorku- styrjöld, segi ég. Um daginn fór ég i fót- bolta og varð lafmóður á svipstundu. Tilað leyna þvi þóttistég misstiga mig. Hvernig á úthaldslaus fyrrverandi knattspyrnumaður að koma i veg fyrir kjarnorkustyrjöld? — Hver er óvinurinn? spyr hún. — Úthaldsleysið, segi ég. — Einmitt, segir hún. Yfir uppvaskinu hugleiði ég hvernig mér megi auðnast að koma i veg fyrir kjarn- orkustyrjöld. Ég hef 1049 daga til stefnu. í fyrsta lagi: Hver er óvinurinn? Það hlýtur að vera sá sem stefnir að kjarnorkustyrj- öld. Hvernig fer ég að þvi að finna hann? Ekki geng ég um göturnar og spyr: Ert þú með eða á móti kjarnorkustyrjöldum? Nei, varla dugir það. Satt að segja segir fólk ekki alltaf satt. Ég verð að koma óvin- inum iopna skjöldu, standa hann beinlinis að verki: Jæja, karlinn, þarna ertu að und- irbúa þig undir meiriháttar hasar! Er það kjarnorkustyrjöld? Þvottalogurinn búinn. — Er til þvottalögur? — Nei, segir hún. — Hvernig á ég að vaska upp fituga diska ef ég hef engan þvottalög? — Vertu ekki argur útaf smámunum, segir hún, ert þú ekki maöurinn sem ætlar aö koma i veg fyrir kjarnorkustyrjöld? — Jú, segi ég. Svo tæmi ég ruslafötuna og gef kettinum soðna ýsu. Kötturinn er búinn óvenjulega glæsilegum hæfileikum tilað torga soöinni ýsu. Ég skrúbba baðkarið og kemst að ýmsum misjafnlega merkilegum niður- stöðum um aöskiljanlega hluti. — Veistu hvað, segi ég, þaö er ýmislegt sem mælirgegn þvi aö mér takist að bjarga heiminum. — Þóþað nú væri, segir hún, sólin endar sem litiU, hvitur dvergur og enginn getur komiö i veg fyrir það. — Ég hef sérstakan hæfileika til þess að leiða hjá mér vandamáUn uns þau hafa vaxið mér yfir höfuð og eru orðin óleysan- leg . Aðeins eðlisleg óbeit min á tima- bundnum lausnum, varanlegum lausnum og lausnum yfirleitt kemur i veg fyrir að ég örvilnist. — Vinur minn, segir hún, það er að flæða útúr baðkarinu. Það er gott og örvandi aö komast að niðurstöðum, segi ég þegar ég er búinn að bjarga okkur frá flóðinu, jafnvel þóaö nið- urstöðurnar séu véfengjanlegar. Að komast að niðurstöðu er svipaö þviað vinna i happ- drætti. — Erþað nU alveg rétt,segir hún, maður þarf aö leggja eitthvað á sig til þess að komast að niðurstöðu. — Maður kemst ekki beinlinis að niður- stöðu, segi ég, það er fremur einsog niður- staðan komist að þér. — Nú er ég ekki alveg sammála þér vin- ur sæll, segir hún. — JU, segi ég, þetta er svona álika og maður segir: Ég varð fyrir happi. Niður- stöðurnar renna niðrimótieinsog vatn. Þær koma til þin. — Þú verðurað skúra,segirhUn. t dag er þinn skúringadagur. Ég er lika dálitið skri'tin innanum mig. — Við skulum leggja okkur smástund, segi ég, mér gengur betur að hugsa i lá- réttri stellingu. — Já, vinur, segir hún. MjUkur og heitur handleggur hennar á brjósti minu. — Mér gengur betur að rökræða við sjálfan mig iláréttri stellingu, segi ég, Ósk- ar Wilde og Sigurður Nordal voru báðir þeirrar skoðunar að gáfur þeirra næðu há- marki i láréttri stöðu likamans. — Þú ert mikill rökræðari, segir hún. — Fremur finnstmér að ég sé leiksoppur rökræðunnar, segi ég. I gegnum höfuðið á mér þjóta orð og setningar, vegast þar og bitast, eða komast að samkomulagi, lenda aftur uppá kant. Það er á engan mann leggjandi nema sjálfan mig að rökræða við mig um sjálfan mig. — Hvað ertu að rökræða i augnablikinu? spyr hún. — Það er nú þetta til dæmis, segi ég, hvernig mér hefur tekist furðanlega að sannfæra sjálfan mig um að yfirburðir minir væru einkum fólgnir i þeim styrk- leika minum að opinbera veikleika mina. 1049 dagar til stefnu. óvinurinn hvergi i sjónmáli. Ég tek ákvöröun um að reima á mig skóna. Ég hitti kunningja minn útá götu. — Má ég bjóða þéri kaffi á Mokka? spyr hann. — Jú, þakka fyrir, svara ég. — Hvað segirðu þá? spyr hann þegar við erum sestir að rjúkandi kaffinu. — Það er erfitt aö segja, svara ég, við þessar aðstæður er erfitt að segja það sem þarf að segja. Hann skimar i kringum sig. — Það er enginn að hlusta, segir hann. — Það er nú einmitt það, segi ég. — Hvað áttu við? spyr hann. — Það hlustar enginn, segi ég, sama hvað sagt er. Hann dregur annaö augað i púng, kinkar kolli samsærislegur á svip. — Lángar þig að skandallsera? spyr hann með vonarglóð i augum. — Hvað er eiginlega skandall i þessum heimi? segi ég. í annan stað hef ég aldrei dugað tilað skandalisera. — Það er rétt, segir hann, þar er einhver eyða í þér. Heyröu — ertu i einhverjum pæl- ingum? — Já, svara ég, ég er að velta þvi fyrir mér afhverju ég sé svona djöfulli langt niðri. — Ég meinti það nú ekki þannig, segir hann. — Jæja, segi ég. — Ég hélt kannski að þú værir ástfáng- inn, segir hann. Ertu ástfánginn? — Nja, svona þannig, kannski, það er að segja, ég, hvað á maður að segja, hvað kallast það? — Það er bara svona, segir hann, af hverri? — Ég veit það ekki alveg uppá hár, segi ég- — Hvað heitir hún? — Nei, þvi miður, segi ég, það veit ég ekki. — Veistu ekki hvað hún heitir? — Nei. — Hvernig li'tur hún Ut? — Það er nú misjafnt, segi ég. — Misjafnt? — Ég veit það ekki. — Heyrðu mig, segir hann, ertu eitthvað að ruglast? — Ég er ekki alveg með sjálfum mér þessa dagana, viðurkenni ég. — Þúhlýturað vita hvernig manneskjan litur út, segir hann. Hafið þið sofið saman? — Nei, segi ég. Og þó. Kannski. — Vartu fullur? — Ég drekk ekki þannig. — Þú hlýtur að vita hvort þú hefur sofið hjá manneskjunni. Afhverju ertu svona undarlegur? — Ég er bara smávegis óhress með ým- islegt. — ÞU ertheldur betur utanvið þig, segir hann. — Það er nU einmitt það, segi ég allshug- ar feginn, ætli það sé ekki bara það. Ég er hér og þó ekki hér. Það er einsog ég sé að búa mig undir að fara, en sé þó bæði ókom- inn og farinn. — Þúert meira en litið ástfanginn, segir hann og horfir á mig alvarlegum augum, menn verða ekki svona ruglaðir nema þeir hafi verið i striði eða séu sjúkir af ást. — Og ekki hef ég verið í striði, segi ég, ekki enn. — Hemmingway lýsirþessu svo vel, seg- ir hann, honum leið svona þegar hann var að koma Ur strfði. — Hefur þú verið ástfánginn? spyr ég. — Nei, Guð forði mér frá þeirri ógæfu, segir hann, en ég hef pælt i þessu ástandi, þekki það mjög vel fræðilega. Þú ert ást- fánginn uppfyrir haus, þaðleynir sér ekki. Ég get ómögulega gerstsvo vanþakklát- ur að launa honum kaffisopann með þvi að ljóstra þvi upp að ég sé með hugann við yfirvofandi ragnarrök. Ég kinka kolli hóg- værðin sjálf þegar hann itrekar: þú ert ást- fánginn karl minn! Ekkert annað! — Ætli ég sé það ekki, segi ég. — En af hverri? segir hann og rosir und- irfurðulega. Út með það! — Gústu, segi ég tilað róa hann. Agústu Jónsdóttur. ÞU þekkir hana örugglega ekki. Hún eraðaustan. Nýkomin ibæinn. Annars er ég bara hrifinn af mannfólkinu yfirhöf- uð. — Hvað segirðu? — Þaðersyndog sköm að fólk skuli ekki fá lengri frest, segi ég. — Ertu i vanskilum? spyr hann. — 1049 dagar eru of litið, segi ég. Fólk á rétt á þvi' aö fá lengri frest. Það hljóta að vera einhverjir sökudólgar. Hver er óvin- urinn? — Heyrðu, segir hann, ég held ég kannist við þessa GUstu. — Það getur ekki verið, segi ég, hún er ekki til, ég elska hana ekki baun. — Vister hún til, segir hann, heldurðu að ég þekki ekki hana Gústu, hún er af Fá- skrúðsfirði. — Nei, segi ég, þá er það örugglega ekki hún, þessi er af Stöðvarfirði. — Já, hún er fædd þar, segir hann, en foreldrar hennar fluttu tilil Fáskrúðsfjarð- ar. Þetta er helviti magnaður kroppur. — Þakka þér fyrir kaffið, segi ég. — Maður á kannski ekki að segja svona- lagað uppi opið geðið á félaga sinum, segir hann,en það er einsgottað þú vitir það, hún hefur sko ekki veriö við eina fjölina felld hún Gústa. — Ég gef skit I það, segi ég, Gústa er fin stelpa. Þaö er alveg rétt, viðurkennir hann, hún þarf ekki að vera verri þó hún hafi reynt ýmislegt. — Ég elska hana bara meira fyrir það, segi ég og ris á fætur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.