Tíminn - 13.12.1981, Blaðsíða 8
■
1881 ndmsísb fl niSEbunnaa
Sunnudagur 13. desember 1981
utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfssón. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnárfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Mignússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agústsson, Elin Ellertsdottir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins-
dottir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 1S, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387. 86392. — Verð í lausasölu
6.00. Askriftargjald á niánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaðaprent hf.
Sauðkindin,
landið
Aukning
kafbátaflotans
■ Allar fréttir af vigbúnaðaráætlunum kjarna-
vopnarikjanna innan Varsjárbandalagsins og
Atlantshafsbandalagsins benda til þess, að þau
muni i náinni framtið auka stórlega þann kaf-
bátaflota sinn, sem er búinn kjarnavopnum.
Um þetta liggur fyrir allglögg vitneskja
varðandi kafbátaflota Natorikjanna, en Varsjár-
rikin flika yfirleitt ekki fyrirætlunum sinum.
Það er þó vitað, að Rússar hafa i smiðum
nokkra eldflaugakafbáta af svokallaðri Delta III
gerð. Þetta eru fullkomnustu eldflaugakafbátar,
sem þeir hafa smiðað til þessa og hefur hver um
sig 48 kjarnaodda. Þá eru Rússar að hefja smiði á
nýrri kafbátagerð, sem ber nafnið Typhoon, og
verður enn fullkomnari en Delta III. Hver
Typhoon-kafbátur mun geta flutt 72 kjarnaodda.
Alvarlegast i sambandi við kafbátaflota Rússa
er þó sennilega það, að kafbátsstrandið i Sviþjóð
virðist hafa leitt i ljós, að þeir búa svokallaða
árásarkaíbáta sina sprengjum með kjarnaodd-
um. Gizkað er á, að Rússar hafi um 50 eldflauga-'
kafbáta, en 120 árásarkafbáta, en hlutverk þeirra
er að granda skipum og eyðileggja hafnir og flug-
velli. Það eykur ekki litið kjarnavopnavæddan
kafbátaflota Rússa frá þvi, sem áður var álitið, ef
þeir búa árásarkafbátana yfirleitt kjarnavopn-
um.
Þá er að vikja að fyrirætlun Natórikjanna. 1
þeirri vigbúnaðaráætlun Reagans, sem Banda-
rikjaþing er i þann veginn að samþykkja, er ráð-
gert að smiða a.m.k. sjö eldflaugakafbáta af svo-
kallaðri Trident-gerð á árunum 1981-1987 en þetta
verða fullkomnustu eldflaugakafbátar i heim-
inum og getur hver flutt um 192 kjarnaodda.
Þá er gert ráð fyrir að framleiða nokkur
hundruð nýrrar stýriflaugar, sem koma má fyrir
á árásarkafbátum, ofansjávarskipum og flugvél-
um og mun hún geta flutt kjarnavopnið, sem
mest verður kappkostað að framleiða i framtið-
inni. Rússar muni á næstu árum leggja allt kapp
á að fullkomna stýriflaugar sinar, en þeir eru
taldir standa Bandarikjamönnum langt að baki á
þessu sviði.
Bretar hafa nú 4 eldflaugakafbáta, sem taldir
eru að séu að verða úreltir. Brezka stjórnin ráð-
gerir að endurnýja þá með þvi að fá fjóra banda-
riska kafbáta af Trident-gerð. Það myndi i reynd
margfalda kjarnavopnastyrk Breta.
Frakkar hafa fimm eldflaugakafbáta, en ætla
nú að bæta þeim sjötta við. Jafnframt ætla þeir
að fara að endurnýja þá gömlu.
Nær allri þessari miklu fyrirhuguðu eflingu
kafbátaflotans mun ætlað að vera á Norður-
Atlantshafi.
Slysahættan eykst að sjálfsögðu i sama hlutfalli
og kjarnavopnabúnum kafbátum og skipum
fjölgar. Þetta eru sannarlega iskyggilegar fram-
tiðarhorfur fyrir íslendinga.
Þ.Þ.
og þjóðin
■Bókaútgáfan Bjallan hefur
sent frá sér athyglisveröa bók,
sem ber heitið Sauðkindin, landið
og þjóðin. Höfundur bókarinnar
er dr. Stefán Aðalsteinsson, bú-
fjárerfðafræðingur. Hann er
löngu kunnur bændum og bú-
visindamönnum og öllum, sem
lesa ti'marit og bæklinga um land-
búnaðarmál, fyrir ritgerðir sinar
um rannsóknir og tilraunir, sem
hann hefur unnið að um aldar-
fjórðungsskeið.
Vegna starfa höfundar og
framannefndra ritsmiða hans,
mætti búast við, að hin nýút-
komna bók hans væri hagnýt
kennslubók eða fræöirit sérstak-
lega ætiuð bændum og þá einkum
þeim, sem sauðfjárrækt stunda.
En svo er ekki. Bókin er fyrst og
fremst skrifuð fyrir fólk, einkum
börn og unglinga, sem litiö eða
ekkert þekkir til sauðfjárbúskap-
ar, nema þáð sem öðru hverju
birtist i fjölmiðlum einkum frá
áhugamönnum um skógrækt og
eigendum illa girtra skrúðgarða
eða sumarbústaöa, þá jafnan i
óvinsamlegum tón. 1 formála
bókarinnar segir höfundur meöal
annars: ,,En bókinni er ætlað að
brúa það mikla bil sem myndast
hefur á siðustu áratugum, þar
sem annars vegar eru fornir at-
vinnuhættir dreifð búseta og ein-
angruð bændamenning, en hins
vegar visinda- og tækniþekking
siðustu áratuga, búseta i borgum
og bæjum og flæði menningar-
áhrifa úr öllum álfum heims með
sifelldri aukningu i fjölmiðlum.”
Höfundi hefur tekist að halda
þessu megin markmið og það
meö þeirri snilld, að bókin er
ánægjuleg og fræðandi lesning
fyrir alla, sem hug hafa á þjóð-
háttalýsingum og menningarsögu
þjóðarinnar.Finnstmér, að bókin
sé tilvalið lesefni i siðari hluta
grunnskóla og i fyrrihluta fram-
haldsskóla. ^
Efni bókarinnar er.uigerð glögg
skil i stuttum köflum i léttu og
skýru máli. Stillinn ersvo lipur og
frásögnin svo ánægjuleg, að les-
andinn hlakkar til að lesa næsta
kafla og lýkur þvi bókinni á
skammri stundu. Bókin er mikið
myndskreytt, sem er kostur, þvi
erminna aðlesa, en meira aðsjá.
Ekki er ástæða til að rekja efni
bókarinnar hér, en geta má þess,
að fyrstu 6 kaflarnir eru léttur
fróðleikur og verður án efa til
þess að varðveita ýmis ágæt orð
frá glötun. Næstu 3 kaflarnir, 7.
Sambúð manns og sauökindar á
Islandi i 1100 ár, 8. Fjárhús og 9.
Beit sauðf jar.eru aðalefni bókar-
innar, og isenn þarfur froðleikur
og þjóðháttalýsing. Þessir kaflar
eru ritaðir af slikri hlutlægni, að
ég hygg, að þeir valdi ekki
ágreiningi, þótt i 9. kafla sé
fjallaö um eitt viðkvæmasta mál,
er landbúnaö okkar varðar.
í næstu 6 köflum tekst höfundi
að gera miklu efni skil i fáum
orðum, en að sjálfsögðu verða þá
ýmis áhugaverð atriði homreka,
t.d. i 13. kafla: Fengitimi, frjó-
semi áa og sauðburður.er fengi-
tima gerð of litil skil. Ekki er
minnst á snuðrara og að áður fyrr
var fáti'tt að hleypa hrútum laus-
um i ær, heldur jafnan leitað með
snuðrara á degi hverjum aö þvi,
...
hvaða ær vildu þýðast hrút þann
daginn, þær teknar frá og hverri
þeirra haldiö undir þann hrút,
sem eigandi taldi heppilegastan
til að fá æskilegt lamb, forðast
skyldleikarækt o.fl. Að sleppa
hrút lausum i ærhúsiö á fengitið,
er siðari áratuga fyrirbæri til
vinnusparnaðar. 16. og síðasti
kafli bókarinnar Fé i sögnum og
skáldskap, er skemmtilegur og
sniðuglega valinn.
1 þessari bók er drepið á ótrú-
lega mörg atriði, sem varða sauð-
kindina, landið og þjóðina, sér-
staklega áður en nUtima þekking
og tækni kom til sögunnar. Samt
er mörgu markverðu sleppt
vegna rUmleysis. Má t.d. nefna i
1. kafla, þar sem sagt er frá að
hrútlömb séu stundum gelt, er
þess aðeins getið, að gelt hrút-
lömb heiti geldingar á fyrsta ári,
en sauðir úr þvi. Þetta er of stutt-
araleg skýring á þessum leiða, en
þó þá brauðnauðsynlega verkn-
aöi, geldingunni. Sauðirnir voru
höfðingjar hverrar hjarðar,
foröabúr heimilisins og banki eig-
andans. Gerður var greinar-
munurá þvi', hvort lömb vorugelt
á vorin eða á haustin. Haustgeld-
ingar voru oft kallaðir kyrningar
og þeir hyrndu voru alla ævi auð-
þekktir frá vorgeldingum á þvi,
að þeir höfðu miklu sverari horn
og nokkru sterklegra höfuð.
Gaman heföi verið að skýra
þennan mun með mynd. Tvær
aðferðir við vorgeldingu lamba:
fjaðrir i bæði eistnahólfin eða
skorið neðan af pungnum i einu
hnifsbragði til þess aö ná eistun-
um út. Hinsvegar var haustgeld-
ing oftast framkvæmd með þvi að
binda svo fast fyrir punginn með
sterkumog mjúkum spotta, að öll
blóðrás til eistnanna stöðvaðist.
Dó þá pungurinn með öllu inni-
haldi og var jafnan numinn burt
með beittum hnif skömmu eftir
geldingu. Væri það ekki gert, féll
þá pungurinn með öllu af nokkr-
um dögum siðar og var þá gróið
fyrirsárið. Þessi aðferðvarog er
kölluð að reyra undan. Ekki er
það allskostar rétt, aö geldingur
hafi alltaf þýtt gelt lamb. Aður
fyrr voru fullorðnir sauðir oft
nefndir geldingar. Sést það all-
víða ifornsögumog örnefni benda
til þessa. Þá minnist höfundur
ekki á frægeldinga. Þeir voru
geltir á þann veg, að þeir héldu
hrútseöli og hornalagi hrúta, en
voru ófrjóir. Þóttu þeir hvimleiðir
fyrir, hvað þeir fitnuðu treglega,
en sumum f járhirðum þóttu gott
aö hafa einn frægelding með án-
um á jólaföstunni, svo að þær
hlypu ekki úr haga í leit að hrút,
er ær beiddu. Fyrst höfundur
getur nokkurra sauðfjársjúk-
dóma i ll.kafla, hefði hann átt að
nefna júgurbólgu, liklega elsta
þekkta sauðfjársjúkdóminn, sem
hefur þurft að berjast við. Aður
fyrr, og af ýmsum ástæðum enn i
dag, var þessi sjúkdómur nefndur
undirflug eða undirhlaup og or-
sökin ýmistkennd hinum fagra og
meinlausa spörfugli steindepl-
inum eða hinni imynduðu skað-
ræðisskeppnu tilberanum, sem
stundum var nefndur snakkur.
Þjóðtrúin krafðist skýringar á
hlutunum áður en visindin komu
til sögunnar. Steindepillinn verpti
oft I holu á kviavegg og var þvi
stundum aö flögra um kviarnar á
meðan verið var að m jólka ærnar
og fýrir mun hafa komið að fugl-
arnir skutust undir á og á, á leið i
hreiðriö sitt. Héldu þá m jaltakon-
ur, að þessir fuglar væru aö totta
ærnar eða gogga i júgrin, svo aö
þau bólgnuðu orsakaði það undir-
flug. Þjóðtrúin skapaði tííberann
áþann hátt, að sumar húsmæður,
sem eignuðust mikið smjör, voru
taldar göldróttar, þó búsæld
þeirra hafi vafalaust verið eðli-
leg, og var talið að þær gerðu til-
berann og gæddu hann lifi og
þeirri náttúru að skjótast um
haga nágrannanna og hlaupa
undir ær þeirr, sjúga Ur þeim
mjólkina og bera hana i strokk
húsmóður sinnar. Var talið að
þessi kvikindi hengju fast á ær-
spenunum, að júgrin bólgnuðu.
Var það undirhlaup kallað. Eyrir
daga fúkklyf ja olli undirhlaup oft
dauða ærinnar. Sauðasmjör sem
illa strokkaðist, þ.e. var með
smá-meyrnun i, var kallað til-
berasmjör. Illa gert skyr, þ.e.
kornóttskyr var nefnt graðhesta-
skyr. Lesendur sem vilja kynnast
tilberanum, geta fundið lýsingu á
honum i þjóðsögum Jóns Árna-
sónar.
Hér skal staðar numið með
upptalningur á þvi, sem mér
finnst að ávinningur hefði verið
aö hafa i þessari ágætu bók. Ég
hiröi ekki um að telja upp þau fáu
atriði sem höfundur nefnir öðru-
visi en ég á að venjast. Hann
notar eðlilega orð og málvenjur
úr átthögum sinum eins og hann
tekur fram.
Ég veit að mikil sala verður i
þessari bók, og hún verður þvi
fljótlega endurprentuð. Þá mun
höfundur bæta 5-10 blaðsfðum við
lesmálið um sum atriðin, sem ég
hef nefnt og annað, sem ávinning-
ur væri að fá i svona bók. Þetta er
ágætt byrjunarverk, sem ég óska
höfundi til hamingju með.
HalldórPálsson.
ÆF*-
'f~~
Halldór
Pálsson skrifar um bókmenntir: klkÉ