Tíminn - 13.12.1981, Page 10
Sunnudagur 13. desember 1981
10
leigupennar í útlöndum
■ Þann vetur sem rnl er að líða
eru um þrjátlu Islendingar viö
nám i Parisarborg: ungar konur i
meirihluta. Hvorki er það meira
né minna en hefur veriö allra
siðustu ár, en til lengri tíma litið
fer fækkando. Þaö nám sem þessi
þrjátiu leggja stund á er marg-
vislegt, en þó heldur fábreytt.
Margir eru aö læra frönskuna
eina: annaðhvort tilundirbiínings
frekara námi eöa þá til þess eins
að læra hana og vera hér vetrar-
langt. Annars eru það helst svo -
nefnd mannvisindi: leikhúsfræði,
listfræði, heimspeki, málvis-
indi, bókmenntir, sagnfræði: eða
þá fagrar listir, pianó, flautur,
kvikmyndagerð og þar fram eftir
götunum. Þeir sem hafa verið hér
lengur en eitt eða tvö ár þekkjast
flestir og vita hver af öðrum,
nema einstaka huldufólk sem
ekki er i útlöndum til að hitta
landa sina. Það hafa myndast,
það myndast og það eru að mynd-
astminnihópar þar sem fólk um-
gengst meira innbyrðis en á milli
— sami menntaskóli, nábýli,
tengt nám og fleira veldur. En
hvað sem þvi liður þá berast
alltaf fréttir og spurnir um allt,
þannig að flestir vita svona upp
og ofan af hinum: A haustin er
fylgst með þvi hverjireru komnir
og hvort komi nyir, fyrir jól er
aöalmáliö það hverjir fari heim
og hve lengi þeir veröi þar, eöa
annars hvort þeir verði í bænum
eða fariannað og svo framvegis.
Siðan er alla daga haft um hönd
meinlaust og litilvægt slaöur og
snakk, og sagðar sögur þegar til-
efni gefast: Þaö er fullt að gerast.
Select er fyrir bi
Það er sjaldan að námsmenn
■ Staðurinn sú sögufræga „La Coupole
■ Greinarhöfundur og trúnaðarmaður SÍNE gerir upp
reikningana.
■ Barinn á ,,La Coupole
1. desember
hittist allir saman á einum stað:
liðin er sú tið að ganga mátti aö
tslendingum um helgar á kaffi-
húsinu og barnum ,,Le Select”.
Fundir i Samtökum islenskra
námsmanna erlendis — SINE —
eru eitt tilefni og oftast haldnir
tvisvar á ári, en það nenna aldrei
allir að mæta á þá og of tar en ekki
aðeins fáir. Undanfarin ár hefur
og verið reynt að efna til óform-
legri samfunda, þá í sambandi
við það sem fólk er að gera hérna
eða telur sig vera að gera, en á-
rangur er litill. Fyrir nokkrum
árum var þó til að mynda haldin
listsýning! Annað tilefni eru boð
Sendiráðsins, sem þangað til I
fyrra hafa þótt ánægjanlega ti'ð,
auk þess sem einn sendiráðs-
starfsmanna um nokkur ár hélt
að eigin frumkvæði miklar veisl-
urog góðar. t fyrravetur voru boð
Send'ráðsins haldin milli jóla og
nýárs — þegar flestir námsmenn
eru úr bænum — og aftur þjóðhá-
tiöardaginn — þegar margir eru
farnir eða eru i prófum. En það
skiptir ekki máli, það er engan
veginn hægt að ætlast til þess að
Sendiráðið sjái fyrir sliku og um
slikt. Það er okkar sjálfra: Fyrir
rétt rúmu ári siðan, þegar ljóst
var orðið aö Sendiráðiö byöi ekki
heim i tilefni 1. des., kom það til
tals meðal stúdenta aö útvega sér
húsakynni fyrir litinn gleöskap.
Það varð úr að panta átti sal á
veitingahúsi nokkru miðsvæðis i
borginni. Þegar svo veitingahúsiö
tók þvi fálega og neitaði, duttu á-
ætlanir upp fyrir og ekkert varð
úr, nema helst einhverskonar
einkasamkvæmi innan dyra.
Núna i nóvember siðastliðnum
var enn farið að ráöa ráðum:
hvort ekki bæri að athuga með aö
halda upp á daginn. Og á SÍNE-
fundi um miöjan mánuð var á-
kveöiö að panta borö fyrir eins og
fimmtán til tuttugu manns á
veitingastaönum ,,La Coupole” á
Boulevard Montparnasse, beint á
móti Select. Veitingahúsið tók
pöntuninni vel og fólk var látið
vita. Eftir stóð að sjá hvað yrði
úr.
1. des. 1981. Sextiu og þrjú ár.
Dagurinn rennur upp sem og aör-
ir dagar, íengu frábrugðinn deg-
inum i gær eöa deginum á morg-
un. Fyrir frökkum og Parisarbú-
um er hafinn nýr mánuöur, sá
siðasti i árinu, og jólin ber að.
Ariö 1918 er þeim eitthvaö allt
annaö, fyrir þrem vikum að verða
var haldið upp á Vopnahléið. A
Islandi er forsetinn kona og það
vaxa ekki tré. Veður er þægilegt,
það er skýjað og ekki kalt! Lifið
gengur sinn gang.
,,La Coupole” —
hvel fingin
Umáttaleytið varég sestur við
barinn á ,,La Coupole”. Þvi er
þar háttað þannig aö barnum
sjálfum fylgja borð og stólar, h'kt
og á kaffihúsi. Þarna biða gestir
eftir boröi i' veitingasalnum, eða
koma til þess eins að fá sér i glas.
Ég var ekki alveg fyrstur, en
mjög nálægt þvi, og smá saman
týndist fólk að, safnaöist saman
við nokkur borð, bekk og stóla og
fékk sér aperitif: martini,
campari, sherry, pastis og fleira
gott og verra. Rétt um niu þótti
sem nógu margir væru komnir,
og sest var til borð6. Matsalurinn
er griðarstór og tekur fleiri
hundruð manns i sæti. Okkur
hafði verið úthlutaður einskonar
bás i einu horninu þar sem kom-
ust fyrir rúmlega þrjátiu manns.
Til að byrja með voru þar og
franskt par sem fór fljótlega og
annaö sænskt sem sátu lengur.
Kona sú rekur listmunabúð á
Ibiza eöa þar og býr i Paris
nokkra mánuöi á ári. Eftir að þau
fóru vorum við ein.
Þaö komu fleiri en búist var
við: þrjátiu létu sjá sig, flest stú-
dentar — sumir með öllu áður
óþekktir —en aö auki einn starfs-
maður Sendiráðsins, einn fransk-
ur eiginmaður, ein systir i heim-
sókn og einhverjir sem hafa verið
hér við nám en eru það ekki
lengur, búa héreða áttu leið um.
Ekki fengu heldur allir sér að
borða: einn hvarf af barnum og
hafði ekki tima i að eyða heilu
kvöldunum við sumbl, annar
staldraði við skamma stund og
fékk sér súpu og iöinn námsmað-
ureinn og áhugasamurkom undir
miðnætti og hafði verið i skólan-
um. Mér telst þvi til að tuttugu og
sjö manns eða svo hafi verið við
borðhaldiö. En það komu alls ekki
allir sem hefðu átt að koma eða
hefðu getaö komið — það voru
forföll: Sumir eru blankir, aðrir
sitja heima yfir börnum, enn aðra
langar ekki hætishót. Allavega:
þeirkomu sem komu og voru sem
voru, á meöan þeir voru. Þaö
væri að æra óstöðugan og ekki
ætlandi nema skáldum og
Islendinga i París
snillingum að gera slika grein að
nægði fyrir öllum þeim afstæðum
og aðstæðum sem birtast i ekki
meiri atburðum milli fárra sem
voru og urðu þessa kvöldstund.
Ég held áfram að gera mitt besta.
Skilyrt og takmörkuð á-
byrgð þjóna
Þegar viö vorum sest til borðs
við tvö langborð að kalla má,
báru þjónar okkur matseðlana —
„les menus". Allt kvöldið snerust
þeir svo þrfr í kringum okkur,
sérhver meö ákveðið og afmark-
að verksvið, og skilyrta og tak-
markaða ábyrgö á verkum sinum
og hinna — gott ef ekki einn var
hvítklæddur, annar í svörtum
jakka og hvitum buxum og sá
þriðji svartklæddur. Þeir stóðu
sig vel og voru stéttarfélagi sinu
og vinnustað til mikils sóma. En
það voru matseðlarnir: Þann
tima sem það tók fyrir alla aö á-
kveða sig og panta — þvi staður-
inn er finn og kannski jafnvel
frekar dýr — kom mjög greini-
lega íljós að ekki aöeins erum viö
misvel efnum búin aö fé, heldur
erum við iika misgjörn á aö eyöa
peningum okkar i mat og annaö
honum tengt. Umræður og bolla-
leggingar tóku engu að siður
enda, og sá elstur þjónanna gekk
á milli og tók niöur pantanir á
miöa. Þau djörfustu gestanna
fengu sér forrétti: krabbasalöt,
smárækjur og viðlika, en hinir
dreyptu á vini sinu eða öðrum
drykkjum á meðan.Eftirþvihver
aðalrétturinn yröi var keypt hvit-
vineða rauðvi'n — allt ágætar teg-
undir að reyndist vera: einkum
og sérilagi ein flaska á aldur við
systur minar hálfvaxnar og
kunnáttumaður hafði valiö. Ein-
hver fékk sér og kók i vatni.
Þjónar kunna flestir sittfag, og
engum var borinn aðalréttur fyrr
en forréttír voru komnir á sinn á-
fangastað. Smám saman jafnt og
þétt bárust hverjum og einum
diskur með mat: alltfrá hógvær-
um kjúklingsvæng við franskar
kartöflur og kannski einhverja
sósu: um súrkál og þýska pylsu,
lambakjöt og hrisgrjón i karrý,
kjötkássur frjálslega fram-
reiddar og veturgengnar lúöur:
yfir i kjötkrásir valinna likams-
hluta, sérbakaðar og seiðandi
kartöf'ur og göfugustu ilmsósur.
Þessu voru gerð góö skil með litl-
um hljóðum, en i einfaldri gleði
og auðmýkt yfir undri sköpunar-
innar og gjöfum skaparans. En
allt tekurenda og máltiðinni lauk.
Að frönskum sið fengu þjónar
gestum sinum aftur matseðlana
svo við gætum fengiö okkur eftir-
rétt og allt eins meira að drekka.
Það varð Ur að þyrstir fengu sér
bjór og nýri'kir kampavin,
mæddirfengu sérvatn og þreyttir
kaffi, en léttlynda og lifsglaöa
langaði iterturog is. Ogallir voru
ánægðir og sáttir með sitt og
sessunauta sinna. Hvað er hægt
að fara fram á meira.
Góða stund enn var setiö, og
sýndist mér gamansemi sitja i
fyrirrUmi og glatt vera á hjalla.
Hvaö nákvæmlega var skrafað
um á hverri stundu og hverju
varpaö fram úr hverju sæti kann
ég litt aö fara með hinsvegar, en
þar kemur á móti aö ekki var
haldin nein ræöa — þvi ræðu-
maður fékkst enginn og hefði
heldur ekki náð hljóði fyrir
hávaða f salnum — né heldur var
deginum skálaö skipulega.
Uppúrmönætti fóru þeir fyrstu
að fara: einhverjum leiddist
meira en liinum og aörirþurftu aö
ná lestum og strætó. Klukkustund
siðar var ákveðið aö fara að huga
að brottför og athuga með annan
stað að fá sér drykki að bæta
meltingu, kæta hjartað og auð-
velda svefn. Þarmeö kom að
skuldadögum. Sérhverjum var
gert aö gera upp við sig og reikna
fyrir sig, og fá trúnaðarmanni
SINE og veisluhöldi (sem er og
var ég) upphæðina. Nokkrar
flækjur og málalengingar urðu
við Utreikningana, þvi enginn vill
borga meira en hann telur sér
skylt og borgar fyrir vikið of lítið.
Við fyrsta uppgjör vantaöi uppá
,og eftir þóf, þras, hótanir og allt
að því illdeilur tókst aö skrapa
saman þeirri upphæð sem þurfti.
Um það leyti voru og
kápur jakkarog frakkar komin til
okkar og fatahengisstúlkum full-
nægt meö drykkjupeninga. Mál
var að fara. Við dyrnar út var
kominn og stóð gamall maður
með húfu sér öfuga i hönd og hélt
fyrirokkur dyrunum opnum. Hafi
einhver ekki gefið honum smá-
aura þá kemur það sjálfsagt af
ótta við að eiga ekki nóg fyrir
næsta glasi og leigubil heim.
Gleðilok
Á þeim tima nætur sem við
gengum Ut er litill hörgull á
börum, og fannst einn fljótlega
rétt handan við breiðstrætið. Þar
fengum viö að sitja i rUman hálf-
tíma eöa tæpan klukkutíma og
drekka limonaði, kakó, bjór og
konfak: Það leiöaö lokum. Aftur
undir opnum himni var kallað á
leigubila og kvaöst i bróðerni m eð
vinarhug viö kossa og faðmlög.
Fáeinar eftirlegukindur stóðu
eftir og vildu meira, en þaö tókst
ekki með nokkru móti að finna
hentuga staði að setjast á: það
var hætt að hleypa inn, það var
fullteða það voru engir spilakass-
ar. Að gengnum mörgum og löng-
um götum enn var numið staðar
við bakka Signu og sóttir leigu-
bi'lar aðfara iheim. Ég stóð einn
eftir á gangstétt, og gekk áleiðis
heim: framhjá Notre-Dame
kirkjunni — sem er fegurst húsa,
yfirá hinn bakkannog upp götuna
mina. Sofnaður var ég rúmlega
fjögur.
„Gott og vel” (I. Mós. 11 3-4).
tslenskir námsmenn i Paris
gerðu sér glaðan dag i tilefni
Fullveldis þjóðar sinnar, og þó
engir þeirra hafi annað en notið
gæðanna sem af þvihafa flotið og
sem við getum ennþá ekki verið
nema þakklát fyrir, biö ég les-
endur aö virða viölits þó ekki sé
nema viðleitni okkar og vilja til
að gera lifvænlegri veru okkar er-
lendis og lifa upp saman þjóöerni
okkar.
M.J.
Már Jónsson Öj
skrifar frá Paris