Tíminn - 13.12.1981, Side 22

Tíminn - 13.12.1981, Side 22
22 Sunnudagur 13. desember 1981 ■ 1 kjulfar kattafársins I Bandarlkjunum eru alls kyns teiknimyndasögur um ketti nú mjög vinsælar þar vestra. Meöal annars var gefin út bókin „101 aö- ferö til aö nota dauöan kött” og er myndin til vinstri úr þeirri bók. Þó teiknarinn væri mikill kattavinur fyrtust sumir viö og einn þeirra ákvaö aö svara I nafni kattanna. Hann sendi þvi frá sér bókina 101 aöferö til aö nota dauöa manneskju” og er myndin til hægri tekin þaöan. sýnt að kettir eru ekki sfður rat- visir en hundar, sem annálaðir eru í þvi tillitieinsog hundur Jóns Hreggviðssonar. Læða nokkur vestur i Ameriku sem Pooh heitir fór eitt sinn á flakk og er hún sneri aftur voru eigendurnir flutt- ir 200 milna vegalengd. Um það bil ári siðar var mjálmað fyrir ut- an húsdyrf jölskyldunnar.þar var Pooh mætt og lét sem ekkert væri. ■ Kettir. MUhameö spámaður skar ermina af kirtli sinum frem- ur en að trufla vin sinn sem lá á henni sofandi. Richelieu kardináli arfleiddi kettina sina fjórtán af drjúgum hluta eigna sinna. Smer- djakov, ein söguhetja Dostoév- skijs i Karamazov-bræðrum, hafði gaman af þvi að hengja ketti þegar hann var strákur. Hemingway sat til borðs meö köttunum sinum. Albert Schweitzer á sér tvær leiöir til aö slaka á, spila á orgel eða leika sér við ketti. Jón Helgason, prófess- or, má ekki sjást á götu i Kaup- mannahöfn að það flykkist ekki að honum hópur af köttum. Og þegar Einar Guðmundsson, rit- höfundur, passaði köttinn fyrir Astu og Kidda lá hann fremur hreyfingarlaus heilu næturnar en að trufla dýrið sem svaf ofan á honum... Kettir hafa frá upphafi vega höfðað til mannskepnunnar á ein- hvern undarlegan hátt. Sumir elska ketti út af lifinu, aðrir hata þá eins og pestina. Fæstum er sama um þá. í Egyptalandi hinu foma voru þeir tignaðir sem guð- ir væru, meðan á hinu evrópska galdrafári stóð voru þeir álitnir útsendarar andskotans. Það eru nú fimm þúsund ár siðan köttur- inn féllst á að verða húsdýr mannsins, enn hefur maðurinn ekki kynnst honum nema sæmi- lega. Og varla það. Eftirfarandi samantekt er aö mestu byggð á grein i bandaríska fréttaritinu TIME, en i henni kemur fram aö i Ameriku gengur nú yfir eitt mikið kattafár og sér ekki fýrir endann á þvi. Má nokk- uð marka útbreiðslu fársins að TIME, tiltölulega virðulegt rit, leggur forsiðu sina alla undir kettina — sem sé aöalefni blaðs- insþá vikuna. Ogviðará Vestur- löndum eykst hróður kattarins, nægir að minna á geysivinsælan söngleik sem nú gengur við fá- dæma vinsældir i London, „Cats” tónlist Andrew Lloyd Webbers við ljóðT.S. Eliots, þess mikla skálds sem elskaði ketti og orti i fri- stundum sinum smellnar visur um þá. Bandarikin eru land verslunar- innar, það mun óhætt að segja það. Hefur enda farið svo að hin augljósustu merki kattafársins þar vestra eru, er alls kyns dót sem lengi hefur verið á boðstólum en þykir nú viö hæfi að sé merkt köttum: handklæöi með katta- myndum eru mikiö keypt, daga- töl með brjóstgóðum stúlkum hafa fallið i skuggann fyrir daga- tölum með sætum kettlingum að leika séraö hnyklum, armbands- úreru nú seld með kattarásjónu, bolirmeð glottandi köttum seljast betur en aðrir, bréfsefni með til- svarandi myndum sömuleiðis. Snyrtistofur fyrir ketti spretta upp eins og gorkúlur, súpermark- aöir meö kattavörum hafa veriö settirupp og málari nokkur i New York tekur ekki nema 2500 doll- ara fyrir stórt oliumálverk af köttum stoltra eigenda. Katta- mótel er til i Illinois þar sem kett- irnir njóta meiri þæginda en mannverurá flestum öðrum mót- elum,bréffrá eigendum i frii eru lesin upp fyrir kettina, sem aö visu láta ekki á sér skilja hvort þeim liki betur eða verr. Og i Kaliforniu eru heilsuræktarstööv- ar fyrir ketti, hvíldarheimili fyrir roskna ketti, hjónabandsmiðlun fyrirkettiog þarer hægt að leigja sérkött eina kvöldstund eða svo. Keppnir eru haldnar til að á- kvaröa hver köttur mjálmar fag- urlegast. Sérstakar auglýsingar i sjónvarpi eru miðaðar við áhorf- endur af kattakyni. Allt ber að sama brunni — Bandarikin eru að verða kattasjúk. Kettirnir eru reyndar farnir að ógna stöðu hunda sem hingað til hafa verið lang vinsælustu gælu- dýr Bandarikjamanna. Kettir eru nú taldir vera 34 milljónir og hef- ur fjölgað um 55% á siðustu tiu árum, hundar eru aftur á móti 48 milljónirog hefur fjöldi þeirra að mestu staðiö i stað. En hvers lags kettir eru þetta? 1.8 sekúndu að snúa sér við í loftinu Attatiu prósent allra katta i Bandarikjunum eru ekki af neinu sérstöku kyni, þeir eru bastaröar éins og flestir kettir islenskir. Þó kyn i'slenskra katta hafi ekki ver- ið kannaö sérstaklega er næstum vist að hér á landi sé prósentutala „kynlausra” katta enn hærri en i Bandarikjunum sennilega upp undir 95% eða meir. Enda leggja fáar þjóðir jafn mikið upp úr göf- ugum ættum katta sinna og Ame- rikumenn, kattasýningar þar i landi voru 400 á siðasta ári og verða liklega 450 á þessu ári. A viðhafnarmestu sýningunum verða jafnan margir frá að hverfa. Og allt þetta vegna smá- dýrs sem oft á tiðum vill sem minnst hafa saman við manninn að sælda! Nú dregurenginn dul á að kettir eru merkileg dýr. Tökum til að mynda liðugheit þeirra. Sé ketti snúið við og hann látinn falla úr aðeins eins fets hæð tekur það hann aðeins 1.8 sekúndu að snúa sér við i loftinu, og alltaf lendir hann á öllum fótunum sinum fjór- um. Næmi katta er með afbrigð- iim, það býr i veiðihárunum og sendir hraðboð til taugahnoða undirhúðinni. Þá hafa rannsóknir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.