Tíminn - 31.12.1981, Side 9

Tíminn - 31.12.1981, Side 9
Fimmtudagur 31. desember 1981 útvarp og sjónvarp um áramótin *f*AÍS Svipmynd úr Tromp á hendi. Áramótamyndir sjónvarpsins: Tromp á hendi og Tom Jones ■ Tvær kvikmyndir verða á dag- skrá sjónvarpsins laugardags- kvöldið 2. jan. en það eru mynd- irnar A Big Hand For the Little Lady (Tromp á hendi) og Tom Jones. Tromp á hendi er bandarisk gerð af Fielder Cook 1966 og f jall- ar um hjón á leið til Texas þar sem þau ætla að festa sér jörð fyrir aleiguna. A leiðinni koma þau við i bæ einum þar sem æðis- gengið fjárhættuspil er i gangi en eiginmaöurinn er ástriðufullur fjárhættuspilari og brátt hefur hann lagt aleiguna undir i spilinu. Mikill fjöldi góðra leikara prýð- irþessa mynd þeirra á meöal eru Henry Fonda, Joanne Woodward og Jason Robarts. Myndin Tom Jones er gerð af einum besta leikstjóra Breta Tony Richardson en sumir muna ef til vill eftir mynd hans Josep Andrews sem sýnd var hér i Tónabiófyrirekki löngusiðan. Tom Jones eins og Josep Andrews byggir á einni af sögum Henry Fielding og fjallar um strákinn Tom Jones sem elst upp á virðu- legu ensku sveitasetri hjá fólki af góðum ættum. Hann verður brátt myndarpiltur sem gengur mjög i augun á kvenfólkinu og eignast af þeim sökum marga öfundar- menn. Um ættir hans sjálfs og upp- runa er allt á huldu og i sambandi kemur margt athyglisvert upp á yfirborðið. Með helstu hlutverk i þessari mynd fara Albert Finney og Sus- annah York. — FRl Alfreð Clausen ásamt hljómsveit Aage Lorange. Útvarp á gamlársdagsnóttina: „Þá vantaði ekki fjörið” — þáttur um dægurtónlistina á árunum 1950-’55 ■ „Þetta er svona lausleg upp- rifjun á dægurtónlist á árunum 1950-55,, en þá vantaði ekki fjörið — og ég bregð á fóninn plötum meðþeimsem voruhelstu dægur- lagasöngvarar okkar á þeim tima”, sagði Arnbjörg örnólfs- dóttir isamtali viðTimann en hún hefur umsjón með stuttum tón- íistarþætti i útvarpinu á nýárs- nótt og hefst hann kl. 01.40. Arnbjörg er vel kunnug þessu timabili i dægurtónlist hérlendis þar sem hún söng sjálf á þessum árum.kom fyrstfram 1953 i Aust- urbæjarbiómeð KK sveitinni góð- kunnu. „Stærstunöfniná þessumárum voru Haukur Morthens, Alfreð Clausen, Sigrún Jónsdóttir, Ellý Vilhjálms svo eitthvaö sé nefnt. Auk þess að leika tónlist þess- ara ára ætla ég aðeins að rifja upp skemmtanalifiðá þessum ár- um, danshúsin og fleira, en það er óhætt að segja að fjörið hefi veriö mikiö á þessum árum, sveiflan i fullum gangi.” —FRI „Kampa víns- tón- list” ■ „Ætlunin er að tóna mann- skapinn aðeins niöur fyrir ára- mótaávörpin”, sagöi Jón öm Marinósson tónlistarstjóri Út- varpsins i samtali við Timann en hann hefur umsjón með stuttum tónlistarþætti kl. 11 á Gamlárs- kvöld og hefur þátturinn hlotiö nafnið Brennumúsik. ,,Ég er ekki alveg klár á af- hverju þetta nafn er notað á þátt- inn, segja má að þetta veröi eins- konar „kampavinstónlist” eða eitthvaö i þeim dúr. Það verður mest tónlist eftir Strauss og Offenbach sem spiluð verður i þættinum.” Áramótaskaup útvarpsins: „Frjálst” útvarp ■ Höfundar áramótaskaupsins fara mjög huldu höfði þessa dag- ana og ómögulegt er að fá uppgef- ið hjá stofnuninni hverjir þeir eru en eftir því sem Timinn kemst næst eru það innanbúðarmenn sem veg og vanda hafa af skaup- inu. Flestir þeirra sverja hins vegar af sér að hafa lagt hönd á plóginn en i skaupinu verður plægður ak- ur helstu merkis,,viðburða” árs- íns. Eftir þvi sem við höfum komist næst þá mun skaupið veröa „frjálst” útvarp sem starfsmenn stcrfnunarinnar hafa enga stjórn á, og er alls ekki á ábyrgð stofn- unarinnar. Áheyrendur fá væntanlega aö kynnastþessu „frjálsa” útvarpi i kvöld og ef að likum lætur ætti það að vera meinfyndiö. Áramótaskaup sjónvarpsins: ■ Tónlistarmaður ársins I viðtali við Friöil Friðleifsson I skaupi sjón- varpsins. Eins og sjá má þá prýöirýmislegt tónlistarmanninn, exi i höfö- inu, skæri i öxlinni og ef að likum lætur spjót I bakinu. Sem sagt ósköp venjulegur pönkari. innan ■ „Við höfundarnir notum okkur •það að við erum með þennan mið- ilí höndunum, þ.e. sjónvarpið, og vinnum prógrammið út frá þvi. Við búum til sjónvarpsdagskrá með öllu tilheyrandi, fréttum, veðurfregnum, auglýsingum, i- þróttum, söngva- og spurninga- keppnum o.s.frv. þannig að þetta verður nokkurs konar dagskrá innan dagskrárinnar”, sagði Gisli Rúnar Jónsson leikstjóri og einn af höfundum áramótaskaups sjónvarpsins i ár i samtali við Timann. „Skaupið gengur sem sagt fyrir sig eins og sjónvarpsdagskrá, að visu ekki „strang-lógiskt” en með öll þessi minni sem fólk hefur af sjónvarpinu. Sem tengiliði efnis notum við svo „andlit” sjónvarpsins sem flestum ættu að vera góðkunn, að visu ekki frumútgáfurnar heldur paródiur af þessu fólki.” Alls eru 60 atriði i skaupinu og ef þau eru öll i stil við það sem á- horfendur sáu i dagskrárkynn- ingu sjónvarpsins fyrir skömmu ætti engum að leiðast yfir skaup- inu. Höfundar efnis auk Gisla eru Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson. Aðrir þátttakendur i skaupinu eru m.a. Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Guðmundur Klemenzson, Þórhallur Sigurðs- son og fl. en hljómsveit skaupsins eru Galdrakarlar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar. — FRI Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri óskar starfsfólki og viðskiptaviiium farsœldar á komandi ári l>akkar gott samstarf og viðskipti á árinu. seni er að liða Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri Gleðilegt nýtt ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum ánægjulegt samstarf og viðskipti á árinu, sem er að líða. Hraðfrystihús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga HOFN. HORNAFIRÐI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.