Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 7 ■ Baldur Þorsteinsson og Guöjón Helgason við nokkrar af Ursus dráttarvélunum. tonna. Þessir vagnar seljast al- veg geysilega mikið. Við höfum selt svona 40 til 50 vagna á ári og sá minnsti hefur selst hvað mest. Þessir vagnar eru svokallaðir sturtuvagnar, eða málar- flutningavagnar og i' raun og veru má flytja hvað sem er á þeim. 5 tonna vagnarnir hafa selst mikið til bænda, en verktakar hafa frek- ar keypt stærri gerðirnar”. — Þú segir að þið seljið 40 til 50 svona vagna á ári, en hvað með dráttarvélarnar? ,,í ár seljum við einhvers staðar á milli 100 og 150 vélar. Þegar við byrjuðum fyrir tæpum 10 árum, þá seldum við fyrsta árið 8 dráttarvélar annað árið 41 vél, þriðja árið 82 og siðan það var höfum við selt svona um og yfir 100 dráttarvélar á ári hverju, þannig að við höfum aldrei verið stærri en einmitt nú og erum enn að auka við okkur”. — Nú eru Ursus vélarnar frá Póllandi. Hefur ástandið i Pól- landi upp á siðkastiö ekki sett neitt strik i reikninginn hjá ykkur varðandi viðskiptin? „Það hefur i raun og veru engin áhrif haft á okkur. Við höfum fengið vélar siðan að herlögin voru sett á og við höfum fengið telex frá þeim að visu ritskoðuð telex i gegnum pólska utanrikis- ráðuneytið en allt hefur staðist. Við erum ekkert smeykir við að viðskiptin við Pólverja gangi ekki, þrátt fyrir ótryggt ástand þar i landi. Við vitum frá reynslu annarra, eins og t.d. Zetor um- boðsins að það gerðist ekkert ÞAU ERU HEIT-BUNDIN yUMFERÐAR ráð y / úetta umlerðarmerki í l 3 táknar W að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. ) varðandi viðskiptin þegar ástandið var sem verst i Tékkó- slóvakiu”. — Hvernig er varahlutaþjón- ustan hjá ykkur? ,,Ég held ég megi fullyrða að varahlutaþjónustan hjá okkur sé mjög góð. Ég held að við höfum orð á okkur út um land allt fyrir það að vera með góða varahluta- þjónustu endahöfum við stundum bjargað öðrum umboðum með varahluti þegar við höfum verið aflögufærir. Einmitt núna erum við að stækka fyrirtækiö hjá okkur og fá nýja menn inn. Það má segja að við förum út i þessa stækkun undir slagorðinu: „Gerum góða þjónustu betri”. Vegna stækk- unarinnar og hins ótrygga ástands i Póllandi þá erum við einnig að byrja að flytja inn nýjar dráttarvélar. Þær heita IMT og eru frá Júgóslaviu. Þessar vélar eru framleiddar með hliðsjón af Ferguson. Það byrjaði þannig að þeir i Júgóslaviu fengu leyfi frá Ferguson i Bretlandi til þess að framleiða minnstu tipurnar af Ferguson þannig að þær væru framleiddar samkvæmt breskum staðli, en nú er framleiðslan al- farið á ábyrgð IMT. IMT fram- leiðir vélar frá 44 hestöflum og allt upp i 400 hestöfl en við erum ekki alveg búnir að gera upp hug okkar hvaða tipur við ætlum að flytja inn”. — Hvað má reikna með að einn traktor á meðalstórum bóndabæ endist lengi hér á landi? „Samkvæmt opinberum regl- um hér á landi þá á hann að end- ast i 15 ár, þvi menn fá ekki stofn- lán út á vélar sem eru yngri en 15 ára ef þeir eiga tvær svoleiðis vél- ar. Við höfum flutt Ursusinn inn i 10 ár og það er enginn Ursus sem hefur gefið sig, þeir eru allir i gangi enn. En ég held að það sé i rauninni ekki hægt að gefa út neina ákveðna tölu um það hve lengi traktorar eigi að endast þvi endingin fer að sjálfsögðu óskap- lega mikið eftir meðferð”. — Hafið þið þá einskorðað ykk- ur við sölu á dráttarvélum? „Nei, við erum með fyrir utan þetta heilmikið úrval af alls kyns fylgitækjum, t.d. ámoksturstæki, bæði Ursus og IMT, þá erum við með jarðtætara sem hafa verið geysilega vinsælir. Þeir eru frá Póllandi. Við höfum selt um 70 jarðtætara á ári undanfarin ár. Þá seljum við plóga einnig pólska og svq erum við með dráttar- vélartengdar rafstöövar og sala i þeim hefur verið mjög vaxandi. Þetta eru breskar rafstöðvar, þær hafa reynst alveg sérstaklega vel. Eins og ég sagði þér áðan þá er- um við að stækka verulega við okkur, m.a. erum við aö byggja upp sölu- og þjónustustöðvar um land allt, þannig að það má segja að viðséum á timamótum á þessu ári, enda kannski vel við hæfi á 10 ára afmæli fyrirtækisins”. _AB Nú eru þeir komnir lyftararnir frá Útvegum allar gerðir rafmagns vörulyftara frá Japanska fyrirtækinu NÝR * Eigum á lager 2f5 tonna NyR* ELE8TFIG FCFKUFT TFU8K8 VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavfk S. 38 900 MáTTUR HINNA MOMU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.