Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 11. febrúar 1982 Tryggja öruggt, heilsusamlegt starfsumhverfi — Farið þið þá yfir þetta stóra svæði á kefisbundinn hátt? Þór: „Já og nei, viö ökum um, og þar sem viö veröum varir viö vél, þar stoppum við ogskoðum hana. Við leitum mest á þeim svæðum þar sem uppbygging eða undir- búningur fyrir hana fer fram. Það er t.d. mikið af vinnuvélum þar sem á að fara að byggja upp ný ibúðahverfi. Það að við getum ekki, eins og þeir hjá Bifreiða- eftirlitinu, stefnt vélinni á ákveð- inn stað til skoðunar gerir þetta allt talsvert erfiðara. Við höfum reyntað hringja i eigendur vinnu- vélanna, þvi við höfum þær á skrá hjá okkur, og höfum þá spurt hvar vélar þeirra væru niður- komnar en allt of oft vill það bregðast aö vélarnar séu á til- teknum stað þegar við komum til þess að skoða þær. Þær eru auð- vitað fluttar á milli vinnustaða og okkur hefur gefist betur að leita þær uppi, heldur en að reyna að skipuleggja skoðunina i samráði við eigendurna”. Ekki algengt að vélar séu teknar úr umferð” — Er það algengt aö þið þurfið aðtaka vélar úr umferð þegar þiö eruð búnir að skoða þær? Þór: „Nei, það er ekki algengt, en þegar slikt kemur fyrir, þá eru það annað hvort bremsur eða stýrisbúnaður sem eru i lélegu ásigkomulagi. Oftast eru þær at- hugasemdir sem við gerum við tækin, vegna ljósaútbúnaðar, raf- kerfisins og þess háttar, og þá veitum við ákveðinn frest til þess að bætt sé úr þeim atriðum sem okkur finnst vera ábótavant”. — Fyrst þið farið svona um svæðin og skoðiö vélarnar, getur þá sú staða ekki auöveldlega komið upp, að þiö séuð að skoða sömu véiina oftar en einu sinni? Þór: „Það getur komið fyrir að slikt hendi en viö eigum aö sjá ■ Þessi mynd er talandi dæmi um það hvernig ekki á að vinna með lyftara... Bæði er iyftarinn of mikið og rangt hlaðinn, þannig að útsýni stjórnandans er ekkert og auk þess eru svona iyftarar alls ekki hannaöir með farþegaflutn- ing i huga. það á vélinni hvort hún hefur verið skoðuð eða ekki, þvi við setjum sérstaka limmiða á vélarnar, þegar skoðun er lokiö. Limmiðar þessir eru mismunandi eftir þvi hvort vélin hefur fengið fulla skoöun, eða gerðar hafa verið athugasemdir við útbúnað hennar”. — Ertu þeirrar skoðunar Þór, að þessi störf ykkar eftirlits- mannanna hafi mikil fyrirbyggj- andi áhrif? „Já,éger það. Þvi að þó að það Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Nokkrum vélum á sérstöku kynningarverði enn óráðstafað. Oö n™ $ Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagaröi 5 — simi 85677. f g. $ ■ Eins og kemur fram I greininni, þá eru siys tengd lyfturum, algeng- ustu farandvinnuvélaslysin hér á landi og þessi mynd sýnir einmitt dæmigerðan aðdraganda eins sliks slyss. séekki nema i eitt skiptiá ári sem tæki kemst i lag, vegna starfs okkar, þá er það samt sem áður þýðingarmikill áfangi”. — Hvers konar slys eru algeng- ust á vinnuvélum? Þór: „Það verða flest vinnuslys vegna lyftaranna. Slik slys eru yfirleitt heldur smærri slys og ekki eins alvarleg og þau sem verða við stærri vélarnar. Það er þá yfirleitt fólk sem er fyrir lyfturunum sem slasast. Á tima- bilinu 1977 til 1979, urðu t.d. tveir þriðju þeirra slysa sem teljast vinnuvélaslys i einhverju sam- bandi við lyftara. Þessi mikla tiðnislysa viðlyftarana er i sjálfu sér skiljanleg þvi lyftarar eru alls staðar, þar sem fólk er að störf- um, enda eru þeir beinlinis til þess að létta fólki störfin. Jarðýt- ur t.d. eru alltaf einar sér að vinna og yfirleitt litið um að fólk sé þar nærri. Lyftarar eru mikið i fiskvinnslunni, við höfnina og annars staðar þar sem margt fólk vinnur”. — Tengið þið þessa slysatiðni á lyfturum að einhverju leyti þvi að á lyfturunum starfa oft óreyndir og jafnvel réttindalausir menn? Garðar: „Já, þvi er ekki að neita. Það eru svo geysileg ör manna- skipti á þessum lyfturum oft á 'tiöum, að yfirmennirnir sjá sér oft ekki fært að útvega menn á lyftarana sem eru reyndir og hafa réttindi. Verkstjórar á vinnu- stöðum eins og i frystihúsum og á þessum mannmörgu vinnu- stöðum, kvarta oft undan þvi að mannaskiptin séu svo ör að þeim sé það nánast ómögulegt að þjálfa upp ákveðinn hóp i þessi störf. Oft sé ekki fyrr búið að veita þeim þá þjálfun sem til þarf, en þeir séu hættir. Það er alveg ljóst mál, að at- vinnurekendur og verkstjórar eiga i erfiðleikum með að manna þessi tæki og þvi hygg ég að þeir freistist oft til þess að fara i kringum reglugerðina. Við höfum dæmi um það að farið hafi verið i kringum þetta, bæði hvað aldur snertir, en yngri en 17 ára mega ekki vinna á þessum tækjum, og svo það að stjórnendurnir hafa verið réttindalausir”. ,,21 banaslys sem tengjast landbúnadar- störfum á árunum 1970-1980” — Hafið þið eftirlit meö vinnu- vélum i landbúnaðinum einnig? Vigfús: „Landbúnaðurinn hefur ekki verið undir okkar eftirliti fyrr en með nýju vinnuverndar- lögunum. Það vantar þvi enn reglur fyrir landbúnaðarvélar. Þó eru ákvæði um að dráttarvélar eigi að vera útbúnar með öryggis- grind”. Garðar: „Þegar nýju lögin tóku gildi 1. janúar i fyrra, þá féll eftirlit með landbúnaðarvinnu- vélum undir Vinnueftirlitið en á þessu ári sem liðið er, hefur ekki mikið áunnist á þessu sviði. Við höfum ekki fengið neina nýja starfskrafta en þó höfum við fengið mann til þess að vinna að frumathugunum um land- búnaðaröryggismál en það er Haukur Sölvason kennari við Bændaskólann á Hvanneyri”. Vigfús: „Það er gengin i gildi reglugerð um vinnueftirlit i land- búnaðinum og samkvæmt henni hefur nú nýverið verið skipuð 5 manna stjórn vinnueftirlits i landbúnaði. Hana skipa 3 menn úr stjórn Vinnueftirlits rikisins, 1 frá Búnaðarfélagi Islands og 1 frá Stéttarsambandi bænda. Þessi stjórn hefur það verkefni að ákveða fyrirkomulag og fram- kvæmd þessa vinnueftirlits. Slikt er augljóslega mikið starf og veröur ekki unnið á einum degi. En úr þvi að við vorum að tala um slys á vinnuvélum áðan, þá er rétt að taka það fram, að sam- kvæmt árbókum Slysavarna- félagsins voru banaslys sem tengdust landbúnaðarstörfum, 21 á árunum 1970 til 1980. Langflest þessara slysa voru dráttarvéla- slys. Reyndar er hæpið að flokka öll þessi slys sem vinnuslys á sama veg og þau sem eiga sér stað á vinnustöðum i þéttbýli þvi að i landbúnaði er heimili og vinnustaður á sama stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.