Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G H rávara hefur hækkað um 60 til 100 prósent milli ára. Tíðind- in eru váleg fyrir framleiðslu- fyrirtæki af ýmsum toga, sem standa frammi fyrir því að velta að minnsta kosti hluta af þeim hækk- unum út í verðlag. Ekki eru tíðindin betri fyrir almenning, sem horfir upp á vöru- verð hækka í kjölfar aukins rekstrar- kostnaðar. Hér á landi eru tíðindin kannski sérlega slæm því ofan á verðhækkanir bætist stýrivaxtarefsivöndur Seðlabank- ans, sem beitt er óspart í von um að slá á væntingar um enn aukna verðbólgu. Matvælaiðnaður hefur ekki farið var- hluta af hækkunum á ræktuðu hráefni hvers konar. Sér í lagi hefur verð á marg- víslegu kornmeti rokið upp. Ein afleið- ingin er að verð á fóðri til bænda hækk- ar og rekstrarkostnaður búa þeirra þar með. Þar skilar svo hækkunin sér út í af- urðaverð. Þá hefur verð á hveiti og sykri hækkað mjög og bætist þar ofan á kostn- aðarauka vegna gengisfalls krónunnar hjá fyrirtækjum sem þann varning nota. ALLT LEGGST Á EITT VIÐ HÆKKUN MATVÆLAVERÐSINS Nýjar tölur sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur tekið saman sýna að í mars á þessu ári hafði hveiti á heimsmark- aði hækkað um tæplega 121 prósent á tólf mánuðum, hrísgrjón um tæp 78 prósent og maís um tæp 38 prósent. Lífrænar olíur af ýmsum toga hafa að jafnaði hækkað um tæp 74 prósent. Þarna spilar inn í hækkun á verði olíu því hún hefur rekið á eftir framleiðslu eldsneytis úr kornolíu. Aukin eftirspurn eftir korni til þeirrar framleiðslu hefur svo aftur ýtt upp verðinu. Skiptar skoðanir eru um hversu ráðlegt sé að leggja þetta mikla áherslu á lífreynt eldsneyti, en vestanhafs hefur verið þrýst sérstaklega á að sú leið verði farin. Þannig er til meðferðar hjá Kanadíska þinginu frumvarp til laga þar sem kveðið er á um lágmarkshlutfall lífræns eldsneytis sem nota skuli í bensín og dísilolíu. Þá er í Bandaríkjunum lögð mikil áhersla á fram- leiðslu etanóls úr maís og stefnt á að sjö- falda þá framleiðslu til ársins 2017. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), telur markmið Bandaríkjamanna í etanólframleiðslu aug- ljóslega misráðin. „Eigi þetta markmið þeirra að nást þarf öll núverandi uppskera af maís að fara í etanólframleiðslu,“ segir hann og bendir á að í Evrópu hafi meira verið lagt upp úr framleiðslu á lífrænni dísilolíu, en til þeirrar framleiðslu þarf korn. „Raunar hefur Evrópusambandið veitt bændum sem framleiða korn til þess- arar framleiðslu styrki. Þannig myndast hvati til að framleiða ekki fyrir matvæla- iðnað og markaðurinn bjagast. Allt leggst þetta á eitt við að hækka matvælaverð,“ segir hann og bætir við að nýverið hafi forvígismenn Evrópusambandsins viður- kennt að endurskoða þyrfti stefnuna enda ljóst að afleiðingarnar væru alvarlegar. SKÓLABÓKARDÆMI UM KOSTNAÐARVERÐBÓLGU Bjarni Már segir þær aðstæður sem uppi eru núna skólabókardæmi um kostnaðar- drifna verðbólgu á samdráttartímum, sem á ensku er nefnd stagflation. „Allt hrá- efnaverð hækkar, sem hefur þau áhrif að þarna eru verðhækkanir sem koma sam- hliða stöðnun í efnahagslífinu. Þetta er ill- víg verðbólga og ekki almenn samstaða um hvernig bregðast skuli við henni,“ segir Bjarni og bendir á að í Bandaríkjunum hafi stýrivextir til að mynda verið lækk- aðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á verðlag vegna hækkana bæði olíu og matvöru. „Í Evrópu hafa seðlabankar tekið hinn pól- inn í hæðina,“ segir hann og telur alveg ljóst að aðgerðir Seðlabankans hér fái í engu breytt þessum hækkunum. „Meira að segja Seðlabanki Bandaríkjanna telur sig engu geta breytt.“ Bjarni bætir þó um leið við að einnig sé að því að huga hvort stýri- vextir hér séu nú fyrst farnir að bíta þegar aðgengi að erlendu fjármagni er takmark- að vegna lausafjárkreppunnar. Bjarni bendir á að miklar hækkanir á ýmsum matvælum á heimsmarkaði hafi ekki skilað sér nema að litlu leyti til neyt- enda hér og segir ljóst að matvælafram- leiðendur hér hafi frestað því í lengstu lög að velta hækkununum út í verðlagið. „Í janúar á þessu ári hafði verð á matvöru í landinu lækkað um 3,5 prósent frá fyrra ári og verð á brauði og kornvöru um 1,4 prósent. Þetta gerist þrátt fyrir að heims- markaðsverð á hveiti hafi hækkað um 91 prósent síðustu tólf mánuði,“ segir hann. Ljóst er þó að áhrif aukins framleiðslu- kostnaðar eru að koma fram í landbúnaðar- vörum hér, en um mánaðamótin mars- apríl tók til að mynda gildi verðhækkun mjólkurafurða um 14,6 prósent. Mjólkur- lítrinn hækkaði þá úr um 87 krónum í ná- lægt hundrað krónur í verslunum. VILJA EKKI HVEKKJA VIÐSKIPTAVINI UM OF Hafliði Ragnarsson, framleiðslustjóri hjá Mosfellsbakaríi, segir hækkanir hjá bak- aríum sumpart komnar fram. „Hveiti hefur hækkað gríðarlega, um allt að 100 prósent á smátíma. Svo dynja á okkur hækkanir frá heildsölum, aðallega út af gengismálum,“ segir hann og kveður mik- inn línudans að stýra verðlagningu í ár- ferði sem þessu. Bakarar vilji eðlilega ekki hvekkja viðskiptavini sína um of. „Við höfum þannig fremur reynt að halda aftur af okkur með hækkanir,“ segir hann og kveðst vonast til þess að svigrúm verði til að lækka verð aftur þegar gengi krónunnar styrkist. „Annars óttast maður að það sama gerist og árið 2006 þegar krónan veiktist, því þá skiluðu sér ekki lækkanir með styrkingu hennar.“ Bjarni Már segir svo á móti koma að ef til vill sé nú kominn tími á ákveðna leiðréttingu matvælaverðs, sem síðasta aldarfjórðung hafi verið lágt í sögulegu samhengi. „Markaðir hafa einkennst af offramboði matvæla í hinum vestræna heimi, verð til framleiðenda hefur farið lækkandi á meðan búverndarstefnu hefur verið viðhaldið víða. En aðstæður í heim- inum hafa breyst ört á fáeinum árum og efnahagslegur uppgangur stórra landa, svo sem Kína, Indlands og Brasilíu, hefur mikil áhrif á markaðinn. Eftir því sem velmegun eykst í slíkum löndum eykst krafa um betri matvæli og neysla á kjöti, brauði og mjólkurvörum eykst hratt.“ Afleiðingu þessa segir Bjarni vera stór- aukna eftirspurn og hækkandi verð. „Fátt bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram.“ Hrávaran kyndir verðbólgubálið Verðbólga nú er skólabókardæmi um kostnaðardrifnar verðhækkanir á samdráttartímum, en ekki hækkun vegna eftirspurnar. Seðlabankar bregðast við þessum aðstæðum með ólíkum hætti. Í Bandaríkjunum eru vextir lækkaðir þrátt fyrir verðhækkanir, en í Evrópu hafa vextir fremur verið hækkaðir. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér þróun á hrávörumörkuðum heimsins og áhrif hér innan lands. BRAUÐMETI Í FRAMLEIÐSLU Matarverð hefur hækkað mjög í heiminum, en þar býr að baki aukinn fram- leiðslukostnaður vegna hækkana á margvíslegri hrávöru. V Í S I T A L A H R Á V Ö R U V E R Ð S 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 20 06 ja n 20 06 m ar 20 06 m aí 20 06 jú l 20 06 s ep 20 06 n óv 20 07 ja n 20 07 m ar 20 07 m aí 20 07 jú l 20 07 s ep t 20 07 n óv 20 08 ja n 20 08 m ar ■ Hrávara önnur en eldsneyti ■ Matvæli ■ Málmar Vísitölur hrávöru, 2005=100. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.