Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T F yrsta flug Icelandair til Toronto, stærstu borgar Kanada, síðastliðinn föstudag markaði ákveðin tímamót hjá félaginu og er liður í áherslubreytingum á flugi vestur um haf, en sem kunnugt er er stutt síðan félagið lagði af flug til Baltimore. Toronto er langstærsta borg Kanada og helsta samgöngumiðstöð landsins. Í kjölfar loftferða- samnings milli Íslands og Kanada er nú auð- veldara en áður fyrir ís- lensk flugfélög að bjóða upp á flug til borga í Kanada, boðið var upp á flug til Halifax á nýjan leik í fyrra og nú standa vonir forsvarsmanna Ice- landair til þess að Tor- onto muni njóta mikilla vinsælda. „Kanada er auðvit- að gríðarlega stór og spennandi markaður sem getur falið í sér marg- vísleg tækifæri. Í Kan- ada eru miklar tenging- ar við Ísland í sögulegu samhengi og við finnum mikinn velvilja. Ég er því mjög bjartsýnn á þennan markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Gunnar Már segir að tilgangur breytinganna sé að skapa Icelandair sérstöðu á meðal flug- félaga með því að leggja áherslu á tenginguna við Ísland, en einnig aukin gæði þjónustunnar og að skapa eftirminnilegt flug í lengri eða skemmri ferðum. „Samkeppnin í alþjóð- legu flugi fer sífellt harðn- andi og við töldum mikil- vægt að skapa félaginu sérkenni og ímynd um- fram önnur flugfélög sem við berum okkur saman við. Vitaskuld þurfa allir sem reka alþjóðleg flug- félög að standa sig í skil- virkni, öryggi og sann- girni í verði, en við vild- um fara þá leið að bæta enn frekar þjónustuna við okkar farþega, gera flugið að sérstakri upp- lifun þannig að þeir sæk- ist eftir því að koma til okkar aftur,“ segir Gunn- ar Már og bendir á að Ice- landair geti ekki keppt við alþjóðleg lággjalda- félög eins og olíuverð og annar kostnaður við flug hafi þróast að undan- förnu. Af þeim sökum þurfi að bjóða upp á sér- staka og öðruvísi þjón- ustu til að geta réttlætt hærra verð. „Við berum okkur alls ekki saman við lággjalda- félögin. Við sækjumst fremur eftir þeim sem kann að meta þjónustuna og er tilbúinn að borga fyrir hana,“ bætir Gunnar Már við. FJÁRFESTING SEM BORGAR SIG Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir að vitaskuld sé um mikla fjárfestingu að ræða og hún komi ekki á besta tíma, nú þegar einhver tegund af heimskreppu ríði yfir og olíuverð sé í hæstu hæðum. „Við verðum hins vegar að horfa til lengri tíma, því auðvitað fer afleitlega saman að horfa á slíka fjárfestingu upp á seinni partinn í þrjá millj- arða í slíku árferði og gæti virst sem óðs manns æði. Til lengri tíma er hins vegar ljóst að kominn var tími á viðhald flugvéla að innan og við töldum um leið þörf á að poppa aðeins upp félagið og ímynd þess,“ segir Björgólfur, sem tók nýlega við stóli forstjóra af Jóni Karli Ólafssyni eftir að hafa verið forstjóri Icelandic Group og einnig formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Björgólfur bendir jafnframt á að ekki megi gleyma því að aðalatriðið sé að auka tekjur í rekstri félagsins og samkeppnin sé hörð. Undir þetta tekur Gunnar Már og bendir á að enn þurfi að auglýsa og halda uppi öflugu markaðsstarfi í fjölmörgum löndum. „Þegar krónan veikist verður álitlegra fyrir út- lendinga að sækja Ísland heim. Þegar einn mark- aður fær á sig högg getur rofað til á öðru svæði. Icelandair hefur aðeins um þrjátíu prósent af sínum tekjum frá Íslandi. Allt annað kemur að utan og við finnum engar meiriháttar breytingar enn, þótt eflaust sé farið að kreppa að víða,“ segir hann. FLEIRI VERÐA AÐ KOMA AÐ KYNNINGU Á ÍSLANDI Í ÚTLÖNDUM Icelandair ver um einum milljarði króna á ári hverju til auglýsinga og markaðsstarfs um allan heim. Um árabil hefur þungamiðjan í því kynn- ingarstarfi falist í hreinni og beinni markaðssetn- ingu á Íslandi sem ferðamannastað. Á aðalfundi fyrirtækisins nýlega, lýsti Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður félagsins, því yfir að ekki væri hægt að ætlast til þess að fyrirtækið legði eitt og sér svo mikið af mörkum til land- kynningarinnar, fleiri þyrftu þar að koma að. „Við munum áfram leggja áherslu á að kynna landið og þjóðina í okkar markaðsstarfi,“ segir Gunnar Már. „En ég held að í þessum efnum séu margir hér innanlands orðnir of góðu vanir. Við megum ekki gleyma því að áratugum saman hefur þetta fyrirtæki, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, verið langstærsti aðilinn í markaðssetningu á Íslandi erlendis. Ég held að menn verði að gæta sín á því að sofna ekki á verðinum, því ferðamennskan er mest vax- andi starfsgreinin á Íslandi og felur í sér geysileg tækifæri til framtíðar. En það kostar mikla pen- inga að kynna land og þjóð erlendis, því öll önnur lönd eru einnig að höfða til ferðamanna og bjóða upp á spennandi möguleika. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einkafyrirtæki beri þær byrðar að mestu leyti, en aðrir njóti fyrst og síðast góðs af. Við munum fyrst og fremst horfa til hagsmuna félagsins í þessum efnum til framtíðar og taka auðvitað þátt í að markaðssetja Ísland, en við ætl- umst um leið til þess að aðrir komi með myndar- legri hætti að því borði.“ New Icelandair: Risavaxin fjárfesting sem hugsuð er ti Þessa dagana er ráðist í umfangsmikla endurskipulagningu og uppstokkun á ímynd og útliti Icelandair. Kostnaður við örðum króna. Ekki hætt við þrátt fyrir erfitt árferði. Nýir markaðir að opnast, nú síðast með beinu flugi til Toronto. B vestur um haf, fjallar um breytingarnar og ræðir við stjórnendur félagsins sem hefur verið mikið í fréttum vegna brey Björgólfur Jóhannsson, sem tók nýlega við starfi forstjóra Icelandair Group, segir að vissulega hafi umræða um eignarhald félagsins ávallt áhrif á starfsemi þess, en nýlega kom fram í fréttum að stórir hluthafar í Icelandair, undir forystu Finns Ingólfssonar í eignarhaldsfélaginu Lang- flugi, væru að leita að kaupendum fyrir bréf sín og hefðu meðal annars átt viðræður við SAS í því sambandi. Björgólfur telur erfiða rekstrarstöðu SAS ekki benda til þess að raunhæft sé að telja það líkleg- an kaupanda að Icelandair. „Það er að mínu mati ekki gott að slík óvissa sé uppi, en þetta fylgir því að vera með félag skráð á markaði. Þá er hlutverk okkar stjórnenda að haga málum með þeim hætti að reksturinn gangi eins vel og unnt er og minnka þannig líkur á einhverjum meiri- háttar breytingum,“ segir Björgólfur enn frem- ur og bætir við að ef rétt sé að stórir hluthafar í félaginu vilji selja sinn hlut voni hann auðvit- að að í staðinn komi traustir aðilar sem horfi til lengri tíma. Hvað varðar möguleg kaup erlendra aðila á fé- laginu segir Björgólfur það sína skoðun að mjög hollt væri ef unnt væri að hafa Icelandair áfram í eigu Íslendinga, að minnsta kosti sjálfan flug- reksturinn, enda skipti hann sköpum fyrir sam- göngur til og frá landinu. „Ég vil þess vegna skora á okkar sterku lífeyris- sjóði að koma að rekstri þessa félags og tryggja þannig að það verði áfram í eigu landsmanna,“ bætir hann við. DULIÐ EIGIÐ FÉ Í DREAMLINER Fyrir nokkrum vikum ákvað Icelandair að hætta við fyrirhuguð kaup og leigu á fjórum Airbus- fraktflugvélum frá fyrirtækinu Avion Aircraft Trading og bar meðal annars því við að þetta væri gert til að draga úr áhættu í rekstri fyrir- tækisins. Björgólfur viðurkennir að hann hafi talið nauðsynlegt að hætta við umrædd kaup í ljósi gjörbreyttra aðstæðna á markaði og þreng- ingar á lánamörkuðum. „Við áttum möguleika á að hætta við og það var eina vitið fyrir okkur. Sjálfsagt hefði félagið getað klofið þennan stóra samning, en ég taldi enga skynsemi fólgna í því að binda stórar upp- hæðir í staðfestingargjöld þremur árum áður en nokkrar tekjur færu að koma á móti.“ Forstjórinn segir á hinn bóginn að annar stór flugvélasamningur hafi reynst félaginu dýrmæt- ur. Þá er hann að vísa til fyrirframpantana Ice- landair á nýrri framtíðarþotu Boeing-flugvéla- framleiðandans, Dreamliner. „Félagið tók mikla áhættu á sínum tíma með því að panta slíkar þotur áður en nokkur vissi hver reynslan yrði af þeim eða aðstæður í flugrekstri. Nú er hins vegar ljóst að mikil eftirspurn er eftir þessum vélum og þá er valréttur okkar orðinn mikils virði. Ég tel ljóst að fyrstu vélar okkar, sem áttu að koma 2010 en tefjast líklega í afhendingu til 2012, fara ekki í notkun hjá okkur, heldur í fram- leigu annars staðar. Það getur gefið mjög vel af sér. Hvað seinni vélarnar varðar er of snemmt að segja til um nú, en þó er ljóst að það var rétt ákvörðun að kaupa vélarnar á sínum tíma.“ En hvernig finnst forstjóranum nýja að skipta úr slorinu í flugið? „Það er mjög skemmtilegt, en einnig mikil við- brigði. Þetta er ekki eins rekstur. Nú þegar þarf að horfa í hverja krónu er kannski ágætur tími til að stimpla sig inn. Í þeim efnum getur verið gott að horfa til sjávarútvegsins, þar eru menn vanir miklum sveiflum og þekkja mikilvægi þess að fara ekki á taugum yfir því.“ Væri mjög hollt að hafa félagið áfram í eigu Íslendinga Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON GUNNAR MÁR SIGURFINNSSON Icelandair skilgreinir sig sem íslenskt flugfélag sem starfar á alþjóðlegum mörk- uðum. Undir merkjum New Icelandair er áherslan lögð á það sem Ísland stendur fyrir. Með markaðsrannsóknum og þátttöku starfsfólks í undir- búningsvinnu hafa verið þróuð ákveðin gildi (e. Inspiring, Creative og Refreshing) sem eru þau gildi sem höfð verða að leiðarljósi við þróun á þjón- ustu félagsdins, sölustarfsemi og markaðssetningu. Afrakstur þessarar vinnu er langur listi af hugmynd- um sem hrint verður í fram- kvæmd á næstu mánuðum og misserum. Þessar hugmynd- ir spanna allt frá þróun á vef- svæðum og viðskiptamanna- gagnagrunnum félagins, yfir á þjónustu á flugvöllum, um borð í vélum félagsins og að fluginu loknu. Þær hugmyndir sem fyrst verða kynntar eru: ■ Ný sæti og afþreyingarkerfi þar sem lögð er áhersla á upplifun af Íslandi, t.d. með íslensku efni, íslensku- kennslu og upplýsingum um land og þjóð. ■ Nýir búningar á áhafnir sem eru hannaðir af Stein- unni Sigurðardóttur og hafa sterka íslenska skírskotun. ■ Frumsamin tónlist sem inni- heldur íslenska náttúru- stemningu, t.d. fugla- söng. Höfundar hennar og flytjendur eru Einar Örn, Curver, Skúli Sverrisson og Finnbogi Pétursson. ■ Nýtt nafnaþema fyrir flug- flotann – en hann verður nefndur eftir íslenskum eld- fjöllum. Breytingin í hnotskurn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.