Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 13
 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR 13MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N Verð á eldsneyti fer hríðhækk- andi; olíufatið komið í 120 dollara og bensínverð hér innanlands í 150 kr. lítrinn. Það eru ekki mörg ár síðan fatið fór niður undir tíu dollara. Vissulega kann spákaup- mennska að knýja verðið upp nú um hríð en að flestra mati stefnir eldneytisverð til lengri tíma litið einungis upp á við. Olíufurstarnir hlusta ekki á andmæli íslenskra vörubílstjóra þótt hátt hafi. Við Íslendingar ættum þó ekki að þurfa að örvænta, meðal ann- ars vegna þess að við flytjum nú þegar meira út af orku í formi áls en inn er flutt af olíuvörum. Raforkuverðið hlýtur að þrýst- ast upp líka, einnig það verð sem bundið er áli. Ábatinn mun skila sér í þjóðarbúið og getur jafnvel vegið upp aukinn kostnað af olíu- innkaupunum. Þrátt fyrir þessa stöðu eigum við að gera allt sem skynsam- legt er til að draga úr notkun á innfluttu eldsneyti. Markmiðið í þeim efnum er tvíþætt: Að gera okkur óháðari erlendum olíu- birgjum og síhækkandi olíuverði en ekki síður að draga úr hinni miklu losun okkar á hjúplofti, gróðurhúsalofttegundum. Sumir eru efins um að eitthvað sé á sig leggjandi vegna loftslagsvand- ans, en þeir mega halda sinni trú þar sem markmiðin fylgjast að. Varla eru þeir sömu á móti því að losna úr klafa olíunnar ef þess er hagkvæmur kostur. ORKUSPARNAÐUR OG INNLEND ORKA Langstærsti olíunotandinn er bíl- arnir og hefur notkun þeirra farið hríðvaxandi. Fiskiskipin koma næst í röðinni en notkun þeirra hefur þó farið minnkandi. Þétt á eftir skipunum koma flugvélar. Brýnast er því að minnka elds- neytisnotkun bílaflotans. Í því neysluæði sem gripið hefur þjóð- ina hafa verið keyptir æ stærri bílar; meðal annars risajeppar sem sjást hvergi á götum Evrópu nema hér. Þarfir flestra má upp- fylla með mun minni og neyslu- grennri bílum. Ekki er eftir neinu að bíða. Hiklaust má ná fram 15- 25 prósenta sparnaði með vali á bílum þótt fullt tillit sé tekið til þarfa stórra fjölskyldna. Í bættu aksturslagi og annarri hegðan er ámóta mikið að hafa. Þá eru sí- felldar framfarir í gerð bíla. Í ný- legri skýrslu breskra stjórnvalda er spáð um þrjátíu prósenta sam- drætti í orkuþörf bíla með bættri tækni einni á næstu 5-15 árum og það án byltingarkenndra nýjunga á neinn máta. En stóra spurningin er hvern- ig við getum látið innlenda orku koma í stað innflutts eldsneytis. Umræða fer nú fram um þetta en hún er einatt á reiki. Ruglað er saman orkugjöfum og orku- berum og fátt sagt um kostn- að og hagkvæmni. Mikilvægt er að átta sig á að við eigum í meginatriðum tveggja kosta völ um innlenda orkugjafa í samgöngum: Rafmagns og lífræns eldsneytis. Annað, eins og vetni og metanól, er orkuber- ar fyrir rafmagn. Lífræna leið- in kann að vera þyrnum stráð, a.m.k. ef rækta á eldsneytisgróð- ur hér í okkar norðlæga landi. Hauggas frá sorpurðunarstöðv- um er þó lífrænn kostur sem þegar er nýttur á hagkvæman hátt. Í þessum greinarstúf er ekki tóm til að fara nánar út í lífrænu kostina en sjónum beint að raf- magninu. RAFMAGN EÐA VETNI Eldsneyti er í raun lakur orkugjafi í samgöngum. Aðeins um fimmt- ungur af orkuinnihaldi bensíns- ins skilar sér að lokum út í hjól- in. Afgangurinn rýkur út í loftið í formi hita. Með því að nota raf- magn næst mun meiri nýtni; þre- falt til fjórfalt meiri. Orkunýtnin getur farið í allt að 90% á leiðinni frá raftengli til hjóla. Fyrir þjóð sem býr enn við gnótt vistvænna kosta til að afla raforku er vart til ákjósanlegri leið til að leysa olíuna af hólmi. Af hverju hefur það þá ekki löngu verið gert? Ástæðan er vandinn við geymslu á raforkunni; hvernig á að geyma hana frá því að hún er sótt í rafkerfið og þar til henni er skilað út í rafvél bílsins. Þrátt fyrir að rafgeymar hafi verið til í tvær aldir hefur þróun í gerð þeirra verið hæg og geymslu- getan er enn rýr. Rafbílar hafa því ekki náð fótfestu í neinum mæli. Horft hefur verið til vetn- is sem milli liðar í þessu skyni; að umbreyta rafmagni í vetni, geyma það í farartækjunum, og breyta því þar aftur í rafmagn með efnarafölum. Vetnisbílar af ýmsum gerðum eru nú prófaðir hér á landi. Hængurinn við vetnis- ferlið er sá að það er flókið og enn í þróun auk þess sem vetn- isleiðin kallar á nýtt afgreiðslu- kerfi á orku og allur kostnað- ur er enn mikill. Náist að koma kostnaðinum niður situr samt eftir að orkutap er mun meira eftir vetnis ferlinu en með beinni nýtingu raforkunnar geymdri á rafhlöðum. Það þarf langleiðina í eina Kárahnjúkavirkjun til að framleiða vetni til að knýja bíla- flotann en takist að fara beinu rafleiðina þarf vart meira en fjórðung þess raf- magns. Nú er tvennt að gerast sem vekur væntingar um beina nýt- ingu rafmagns í bílum. Annars vegar eru loksins að verða veru- legar framfarir í gerð rafhlaðna af ýmsu tagi. Allir hafa orðið varir við framvinduna í vasasím- um og far tölvum, þar sem raf- hlöðurnar eru augljóslega mun geymslumeiri nú en var fyrir ára- tug eða svo. Þessa framvinda er á fleygiferð en mestar vonir eru bundnar við svokallaðar liþíum- jóna-rafhlöður. Ekki er ljóst hve- nær tæknin verður slík að rafbílar með rafhlöðum sem einustu orku- geymslunni verða raun hæfur val- kostur. En þá er það hin bylting- in sem kemur til bjargar. Það er tvinnvélatæknin, en með henni munu brátt bjóðast bílar, svo- kallaðir tengiltvinnbílar, þar sem orkugjafinn getur að mestu átt uppruna sinn í okkar vistvæna raforkukerfi; sjá rammagrein. Byltingin með tengiltvinnbíl- unum er ekki aðeins tæknileg heldur öllu frekar hugarfars- leg. Það sem staðið hefur raf- bílum fyrir þrifum er sú eðli- lega krafa að unnt sé að aka 300-500 km á einni orkuáfyllingu án þess að bíllinn sligist undan þunga rafgeyma. Þessa kröfu hefur ekki enn verið unnt að uppfylla. Tvinnvéla tæknin leys- ir okkur úr þessari úlfakreppu. Ekki þarf lengur að gera kröfu um að hið átappaða rafmagn dugi nema fyrir svo sem dagsakstri sem í fæstum tilvikum er lengri en 50 km eða svo. Endur hleðslan fer síðan fram á næturstað bif- reiðarinnar. Þurfi að aka lengra en bolmagn rafgeymis ins leyfir er venjulegur eldsneytishreyfill tiltækur þannig að enginn þarf að verða stranda glópur. Verkaskipt- ingu rafvélar og sprengihreyf- ilsins er stýrt af tölvu án þess að bílstjórinn þurfi að grípa inn í. HVAÐ NÚ? Brýnast er að endurskoða skatt- lagningu bifreiða og umferðar til að auka hvata til að velja elds- neytisgranna bíla og nota þá sparlega um leið og hyglað sé bifreiðum sem ganga fyrir inn- lendu eldsneyti. Einfaldast er að láta öll gjöld miðast við losun hjúplofts. Vissulega er skattkerf- ið nú þegar af þessum toga, en þó með ýmsum frávikum og sér- ákvæðum. Til dæmis njóta sumar vistvænar lausnir ríflegra skatt- fríðinda en aðrar ekki. Skattkerf- ið á ekki að gera upp á milli leiða, eða eins og Deng sá kínverski sagði þá er það sama hvernig kötturinn er á litinn bara ef hann veiðir mýs, eða í þessu tilviki: Ávinninginn á að mæla í minni notkun jarðefnaeldsneytis, ekki því hvort til þess eru notaðir raf- geymar, vetni, lífrænt eldsneyti eða bara sparleg notkun. Breyt- ing skattkerfisins í þessa veru þarf ekki að leiða til breytingar á heildarskattlagningu. En allar breytingar koma samt við kaun- in á einhverjum; kannski þeim sem vilja nú að ríkið fari að niður- greiða olíu og bensín með skatta- lækkunum. Slíkt væri skamm- góður vermir. Hér hefur verið vakin sérstök athygli á kostum þess að rafvæða bílaflotann. En seint verður sama leið fær í fiskiskipum og flugvél- um. Þar kann að vera rétta tæki- færið fyrir vetni sem orkubera eða kannski öllu heldur metanól; nú eða lífrænt eldsneyti. Meira má lesa um það sem hér hefur verið sagt í nýrri skýrslu sem iðnaðarráðuneytið og Orku- stofnun hafa gefið út og finna má á vefsíðu ráðuneytisins: http:// www.idnadarraduneyti.is/. Rafmagn á bílana! Í tvinnbíl er rafstöð sem knúin er með sprengihreyfli en sjálf drifvélin er rafmótor sem knýr hjólin. Á milli rafstöðvar og drifmótors er rafhlaða, frem- ur lítil, til að jafna út álagið. Það sem vinnst er að sprengi- hreyfilinn má reka með nokkuð jöfnu og hagkvæmu álagi. Að auki má láta drifmótorinn halda við þegar bremsað er og safn- ast þá upp drjúgur hluti þeirrar orku sem ella fer forgörðum. Tvinnbílar hafa verið á mark- aði í um áratug og ein tegund þeirra, Toyota Prius, náð tals- verðum vinsældum hér á landi. Næsta gerð tvinnbíla kall- ast tengiltvinnbílar (plug-in hybrids), en for- skeytið vísar til þess að þá má setja í samband við venjulegt raf- kerfi og ná þaðan í viðbótar- orku. Rafgeymirinn er talsvert orkurýmri en sá í venjulegum tvinnbíl. Geyminn má hlaða á næturstað bílsins þannig að nægt rafmagn sé til aksturs 50- 100 km. Fyrst þegar hleðsluraf- magnið er uppurið grípur elds- neytisrafstöðin inn í svo að aka má bílnum jafnlangt og hverj- um öðrum bensínbíl. Aksturs- munstur flestra heimilisbíla er slíkt að jafnvel þó að einungis sé unnt að aka 50 km á rafmagni á degi hverjum má ætla að raf- magnið spari um ¾ af því elds- neyti sem ella væri eytt. Þar sem eldsneytið nýtist auk þess vel í tengiltvinnbíl, allt eins og í venjulegum tvinnbíl, er þess að vænta að meðaleldsneytis- notkun fari niður fyrir tvo lítra á hverja 100 km. Talið er að þess sé skammt að bíða að stóru bílaframleið- endurnir, svo sem Toyota eða GM, bjóði upp á tengiltvinn- bíla, en síðarnefnda fyrirtæk- ið segist koma með slíka bíla á markað haustið 2010. Nú þegar fæst á óháðum markaði búnað- ur til að breyta Toyota Prius í tengil tvinnbíl. Einn slíkur er í reynsluakstri hérlendis. Tengiltvinnbílar Þorkell Helgason Formaður stýrihóps ráðuneyta um verkefnið Vistvænt eldsneyti O R Ð Í B E L G V E R K E F N I N Æ S T U Á R A T U G I Orkusparnaður Rafv æðin g bíl anna Lífeldsneyti Tengil- tvinnbílar Hreinir rafbílar með rafgeymum eða vetni O R K U G J A F A R O R K U M I Ð I L L O R K U G E Y M I R O G D R I F V É L U M B R E Y T I N G Rafleið Rafmagn Rafgeymir Rafmótor Efnarafall Vetnisleið Rafgreining Vetni T.d. háþrýstikútur Lífræn leið Lífrænn orkugjafi Tilbúið eldsneyti Innflutt Olía og bensín Eldsneytistankur Sprengihreyfilleldsneyti O R K U K O S T I R F Y R I R B Í L A : F R Á O R K U G J A F A T I L D R I F V É L A R Tvinnvélatæknin leysir okkur úr þess- ari úlfakreppu. Ekki þarf lengur að gera kröfu um að hið átappaða rafmagn dugi nema fyrir svo sem dagsakstri sem í fæstum tilvikum er lengri en 50 km eða svo. Endurhleðslan fer síðan fram á næturstað bifreiðar- innar. Þurfi að aka lengra en bolmagn rafgeymisins leyfir er venjulegur eldsneytishreyfill tiltækur þannig að enginn þarf að verða strandaglópur. Verkaskiptingu rafvélar og sprengi- hreyfilsins er stýrt af tölvu án þess að bílstjórinn þurfi að grípa inn í.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.