Fréttablaðið - 29.10.2008, Side 18

Fréttablaðið - 29.10.2008, Side 18
SNJÓSLEÐAFERÐIR , ísklifur, flúðasigling og hópeflisferðir eru á meðal þess sem fyrirtækið Hvataferðir býður upp á. Fyrirtækið tekur á móti hópum og ferðast með þá vítt og breitt um landið. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.hvataferdir.is. Þær fregnir bárust frá Dalvík í lið- inni viku að þar væri búið að opna skíðasvæðið. Slíkt heyrir að sjálf- sögðu til frétta, enda ekki mjög algengt að nógu mikill snjór sé á landinu til að hægt sé að opna skíða- svæði svo snemma. Þó hljóta margir að vera farnir að leggja á ráðin um skíðaferð seinna í vetur og því ekki úr vegi að minnast á nokkra ferðamöguleika innan- lands. Á Ísafirði má finna eina skíða- svæðið á Vestfjörðum. Þar var neðri hluti svæðisins opnaður í gær. Úlfur Guðmundsson forstöðu- maður telur líklegt að Íslendingar muni sækja í auknum mæli í skíða- ferðalög innanlands í vetur. „Ég held að flest skíðasvæði á landinu reikni með auknum fjölda heim- sókna í vetur enda hagstæðast fyrir Íslendinga að ferðast innan- lands um þessar mundir. Ég hef sjálfur orðið var við talsverðan þrýsting á að opna svæðið sem fyrst og það er því ánægjulegt að það skuli hafa snjóað almennilega jafnsnemma og raun ber vitni.“ Ýmsir möguleikar eru á gistingu á Ísafirði. Gamla gistihúsið við Mánagötu 5 er í hjarta miðbæjar Ísafjarðar og Gistiheimili Áslaug- ar er elsta starfandi gistihús bæj- arins. Skíðamiðstöð Austurlands er í Oddskarði. Svæðið hefur enn ekki verið opnað vegna snjóleysis, en vænta má að nánari upplýsingar um starfsemi í vetur liggi fljótlega fyrir. Skíðaferð í Oddskarð er góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að kanna Austurland betur, en í Fjarðabyggð má finna skemmtilegt úrval gistihúsa og annarrar ferða- þjónustu. Stefnt er að því að opna skíða- svæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri í lok nóvember. Akureyri er skemmtilegur bær heim að sækja enda býður hann upp á margvís- lega gisti- og afþreyingarmögu- leika. Á vefsíðunni www.visitakur- eyri.is má finna greinargóðar upplýsingar um ferðaþjónustu og viðburði á Akureyri. Ekki má gleyma að minnast á skíðasvæðið í Bláfjöllum, en enn sem komið er hefur svæðið ekki verið opnað. Fylgjast má með þróun mála þar, sem og á öðrum skíða- svæðum landsins, á vefsíðunni www.skidasvaedi.is. Upplýsingar um gistingu og ferðaþjónustu víða um land má svo nálgast á vefsíð- unni www.gistihus.is. vigdis@frettabladid.is Skelltu þér á skíði Vegna kulda og vetrarveðurs undanfarið hefur opnast óvenjusnemma fyrir þann möguleika að skella sér á skíði innanlands. Fjölmörg skíðasvæði um land allt veita vandaða þjónustu. Höfuðborgarbúar og aðrir hafa lengi skemmt sér á skíðum í Bláfjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.