Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 29. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
O R Ð S K Ý R I N G I N
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson,
Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG:
rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@
posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni.
Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@
markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is
Um miðja síðustu viku hófst uppgjörstímabil þriðja ársfjórðungs í
Kauphöll Íslands með því að Nýherji skilaði inn ársreikningi sínum,
fyrst skráðra fyrirtækja líkt og svo oft áður. Í gær bættist svo Össur
í hópinn. Þar á bæ er ekki gert ráð fyrir að sveiflur á fjármálamörk-
uðum hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins, enda starfi Össur innan
heilbrigðisgeirans. Hagnaður félagsins eykst um rúman helming á
þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, ef frá er tekinn ein-
skiptishagnaður af sölu á einni af vörulínum félagsins. Hlýtur það
að teljast dágóður árangur og vonandi fyrirboði um það sem koma
skal hjá öðrum þeim fyrirtækjum sem ekki verða fyrir beinum áhrif-
um af sviptingum fjármálamarkaða hér
heima og erlendis.
Óhætt er hins vegar að segja að annar
bragur verði á uppgjörstíma þeim sem
nú fer í hönd miðað við það sem áður
var, þar sem bankarnir hafa borið
höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í
hagnaði. Fjármálafyrirtæki hafa vegið
þungt í Kauphöll Íslands, raunar mun
þyngra en í öðrum kauphöllum, og stað-
ið undir stórkostlegum vísitöluhækkun-
um síðustu ár. Nú er öldin önnur og full
ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð
kauphallarviðskipta hér.
Skráðum félögum fækkar óðum í
Kauphöllinni. Þau eru núna 18 á lista, en standa væntanlega eftir
14 þegar búið verður að taka út Kaupþing (Glitnir og Landsbankinn
eru þegar horfnir) og kemur að afskráningu Existu sem í stefnir og
Vinnslustöðvarinnar sem stefnt hefur verið að um skeið og Atorku. Þá
ríkir óvissa um framtíð fleiri félaga. Raunar er búið að skrúfa kaup-
hallarviðskipti hér aftur í árdaga þeirra, en árið 1991 voru hér tvö
skráð félög, 11 árið eftir og 17 árið 1993.
Jafndramatískir atburðir og fall fjármálakerfis heillar þjóðar, jafn-
vel í skugga alþjóðlegrar fjármálakreppu, hljóta að kalla á viðamikið
uppgjör við fortíðina, hvort heldur það snýr að regluverki eða stjórn-
málum og um leið gagngera endurskoðun á því umhverfi sem fyrir-
tækjum er hér búið. Um leið er mikilvægt að missa ekki taktinn í um-
bótum sem þegar hefur verið blásið til. Þar má nefna heimild til að
skrá hlutabréf í evrum í Kauphöll Íslands og tengingu uppgjörskerfis
kauphallarinnar við stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu með liðsinni
Seðlabanka Finnlands. Eftir þau áföll sem dunið hafa yfir má Kaup-
höllin hér ekki við því að fæld verði úr landi burðugustu fyrirtækin
af þeim sem eftir standa.
Víðar mætti gera kerfisbreytingar sem strax yrðu til bóta. Til
dæmis þyrfti ekki langan aðdraganda að því að auka gagnsæi ákvarð-
anatöku í Seðlabanka Íslands, líkt og oft hefur verið haft orð á, með
því að birta fundargerðir bankastjórnarinnar. Fordæmi eru fyrir
slíku verklagi annars staðar frá og færa mætti fyrir því rök að óvíða
væri mikilvægara að hlutir gerðust fyrir opnum tjöldum, en þar sem
vafi leikur á hvort bakgrunnur og pólitísk fortíð spili inn í ákvarðan-
ir bankans.
Í því uppgjöri sem í hönd fer ríður á að bæta samfélagið og stór
þáttur í þeirri viðleitni er aukið gagnsæi og upplýsingagjöf, hvort sem
það er hjá stofnunum ríkisins, fyrirtækjum sem það hefur tekið að sér
að stýra, eða annars staðar. Upplýst umræða er forsenda lýðræðis-
legra ákvarðanatöku. Og núna þarf að taka réttar ákvarðanir.
Fyrirtæki Kauphallarinnar taka nú að skila inn reikn-
ingum sínum. Víðar í þjóðfélaginu dregur til uppgjörs.
Uppgjörstímabil að
hefjast af þunga
Óli Kristján Ármannsson
Í góðæri síðustu ára hafa marg-
ar mikilvægar grunnstoðir at-
vinnulífsins, svo sem sprota- og
hátæknifyrirtæki, átt erfitt upp-
dráttar. Vextir hafa verið háir,
viðvarandi skortur verið á hæfu
starfsfólki og gengi krónunnar of
sterkt. Vegna þessa hefur sam-
keppnishæfni og staða útflutn-
ings- og samkeppnisgreina verið
erfið – drifkraftur góðærisins var
erlend lántaka, einkaneysla og
útrás.
Í kjölfar hruns bankanna og
þeirra efnahagslegu hremminga
sem nú ganga yfir landið er ljóst
að breytinga er þörf.
Með skynsamlegum aðgerðum
verður að virkja þann drifkraft
sem fólginn er í íslenskum iðn-
aði, lágmarka þann efnahagslega
skaða sem orðið hefur og um leið
treysta stoðir efnahagslífsins til
lengri tíma.
VELJUM ÍSLENSKT
Iðnaðurinn hefur þá sérstöðu að
vera í senn gjaldeyrisaflandi og
gjaldeyrissparandi. Með því að
flytja inn hráefni sem umbreytt
er í fullunna vöru minnkar þörf á
innfluttri vöru og gjaldeyrir spar-
ast. Um leið verður til innlendur
virðisauki og innlend störf. Með
því að velja íslenskt leggjum við
öll lóð á vogarskálarnar og stuðl-
um að uppbyggingu íslensks efna-
hagslífs.
Iðnaðurinn er mikilvæg upp-
spretta gjaldeyrisöflunar í land-
inu. Fyrstu 8 mánuði ársins voru
fluttar út vörur að verðmæti 272
milljarðar. Þar af var útflutn-
ingur á iðnvörum 143 milljarð-
ar, stærstur hluti vegna stór-
iðju 111,6 milljarðar. Margvísleg
önnur iðnframleiðsla vegur einn-
ig þungt s.s. lyf, lækningatæki og
margvíslegur vélbúnaður til mat-
vælaframleiðslu. Í þessum tölum
er ekki tekinn með útflutningur
á hvers kyns hugbúnaði og tölvu-
leikjum en sá hluti verður sífellt
stærri og mikilvægari.
AUKIN NÝSKÖPUN
Bandaríski hagfræðingurinn og
nýkrýndur nóbelsverðlaunahafi í
hagfræði, Paul Krugman, sagði
eitt sinn að framleiðni væri ekki
allt en „til lengri tíma litið er
framleiðni næstum allt. Geta sam-
félagsins til að auka lífsgæði yfir
lengri tímabil eru byggð á getu
þess til að auka framleiðsluverð-
mæti hvers starfsmanns.“
Besta leiðin til að ná þessu fram
er fólgin í nýsköpun í atvinnu-
lífinu. Til skamms tíma litið er
hægt að stíga mikilvæg skref til
að treysta stoðir nýsköpunar í
fyrirtækjum. Eitt þeirra væri að
tryggja að fjárfestingarsjóður-
inn Frumtak verði að veruleika
en hann er samstarfsverkefni
Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,
viðskiptabankanna þriggja og líf-
eyrissjóðanna. Annað mikilvægt
skref væri að efla Tækniþróunar-
sjóð og Nýsköpunarsjóð atvinnu-
lífsins.
Mikilvægt er að láta þessar
stoðir ekki verða undir í fjár-
málakreppunni heldur virkja þær
og treysta þannig hagsæld okkar
til langframa. Í þessu ljósi er rétt
að minna á fordæmi Finna og Svía
þegar þessi lönd lentu í kreppu
á níunda og tíunda áratugnum. Í
kjölfarið voru rannsóknir og þró-
unarstarf fyrirtækja sett í for-
gang og að nokkrum árum liðnum
blómstruðu nýir og arðbærir at-
vinnuvegir.
VIRKJUN MANNAUÐS
Síðustu vikur og mánuði hefur
efnahagslíf okkar einkennst af
miklum fjármagnsflótta frá land-
inu sem birtist í gengisfalli krón-
unnar. Slíkan skaða er hægt að
bæta og raunar miðar aðstoð Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins við Ísland
að því að skjóta styrkari stoð-
um undir gjaldeyrismarkaðinn á
ný. Á meðan atvinnuleysi eykst
hröðum skrefum eykst hættan á
mannauðsflótta frá landinu. Þann
skaða getur verið erfitt að bæta.
Það er einnig dýrt að hafa vinnu-
fúsa og hæfa einstaklinga at-
vinnulausa. Mesti kostnaðurinn
er ekki fólginn í bótagreiðslum
heldur í þeim verðmætum sem
vinnufúsar hendur gætu skapað
en gera ekki.
Nú skiptir sköpum að bregðast
hratt við og nýta vel þann mann-
auð sem losnar og finna honum
nýjan farveg. Ýmsar möguleg-
ar aðgerðir má nefna s.s. að gera
tímabundna samninga við At-
vinnuleysistryggingasjóð og að
taka upp endurgreiðslu rannsókn-
ar- og þróunarkostnaðar eins og
Samtök iðnaðarins hafa lengi bar-
ist fyrir. Laust húsnæði í eigu rík-
isins kann einnig að skapa sóknar-
færi í þessu sambandi.
ESB OG EVRA
Óhjákvæmilegt er að velta upp
þeirri spurningu hvað taki við
þegar efnahagsstorminn sem nú
geisar lægir. Samtök iðnaðarins
hafa árum saman bent á nauðsyn
þess að hér ríki stöðugleiki í víð-
tækum skilningi þess orðs. Hann
er forsenda þess að hér þrífist
arðbær atvinnustarfsemi.
Það er lítið gagn í metnaðarfull-
um aðgerðum til að efla atvinnu-
lífið ef vextir verða áfram háir,
verðbólga mikil og gengi krón-
unnar eins og korktappi í ólgu-
sjó. Metnaðarfull áætlun um end-
urreisn efnahagslífsins hlýtur því
að fela í sér aðild að Evrópu-
sambandinu og upptöku evru eins
og Samtök iðnaðarins hafa árum
saman bent á.
FINNUM KRÖFTUM
OKKAR RÉTTAN FARVEG
Áfallið sem nú dynur yfir efna-
haginn felur í sér tækifæri til að
beina kröftum okkar að þeirri hlið
atvinnulífsins sem skapar mest
verðmæti fyrir þjóðarbúið í lengd
og bráð. Hagsæld okkar mun í
framtíðinni byggjast á því að hér
þrífist atvinnulíf sem hannar og
framleiðir eftirsóttar vörur og
þjónustu. Hagsæld er ekki feng-
in að láni. Við þurfum að vinna
fyrir henni. Með því að virkja
mátt hugans og nýta auðlindirnar
og tækifærin vel verður sú vinna
auðveldari og arðbærari.
Á síðust árum hafa hátæknifyr-
irtæki, sprotafyrirtæki og mörg
útflutnings- og samkeppnisfyrir-
tæki ekki búið við góð starfsskil-
yrði. Mikilvægt skref á leið okkar
út úr þeim efnahagsþrengingum
sem við stöndum frammi fyrir er
að bæta úr því.
HÁTÆKNISTÓRIÐJA Hér sjást tvö af netþjónabúum bandaríska netleitarrisans Google,
hvort um sig á stærð við knattspyrnuvöll. Greinarhöfundur bendir á að nú sé mikilvægt
að missa ekki sjónar á nýsköpun í íslensku atvinnulífi sem stuðli að auknum útflutningi.
MARKAÐURINN/GETTY IMAGES
Hagur okkar allra
Jafndramatískir
atburðir og fall fjár-
málakerfis heillar
þjóðar, jafnvel í
skugga alþjóðlegr-
ar fjármálakreppu,
hljóta að kalla á
viðamikið uppgjör
við fortíðina.
Í umræðu um hrun fasteignamarkaðarins í Banda-
ríkjunum hefur athyglin mjög beinst að því sem á
ensku er kallað „predatory lending“ og má þýða
sem varglán. Varglán eru ævinlega okurlán.
Fólk tekur okurlán yfirleitt vitandi
vits, oft í stundarneyð, en varglán eru
seld á fölskum forsendum með
gylliboðum sem glepja.
Stór hluti svokallaðra „und-
irmálslána“ voru í raun varg-
lán. Athyglin hefur einkum
beinst að lánum á breytilegum
vöxtum og lánum sem báru lága
„kynningarvexti“, sem hækkuðu
að ákveðnum tíma liðnum.
Mörg fasteignalánafyrirtæki
hafa verið sökuð um að hafa selt
slík lán án þess að gera lántakend-
um ljóst hver raunverulegur kostnaður þeirra
væri. Þá hefur verið bent á að skilmálar margra
þeirra hafi verið það flóknir að óvanir og ómennt-
aðir lántakendur hafi ekki haft tök á að skilja þá,
og þannig verið glaptir til að taka lán sem
þeir réðu ekki við.
Fasteignalánafyrirtækin sem veittu
lánin höfðu tekjur sínar fyrst og
fremst af ýmsum lántökugjöld-
um og seldu lánin áfram til
fjárfestingarbanka sem breyttu
þeim í verðbréf og seldu í flókn-
um skuldavafningum. Í útboðslýs-
ingum þeirra ábyrgðist útgefandi
lánsins yfirleitt að lántakendur
myndu ekki lenda í greiðsluvanda
minnst tólf mánuði eftir lántöku, það
er, áður en vextirnir breyttust.
„Varglán“ eða „predatory lending“
Bjarni Már
Gylfason
hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins
O R Ð Í B E L G
Ótrúlegt verð!
1.795 kr.
Ó
! ·
1
2
0
8
0