Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 5. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Gengisvísitala krónunnar mun tímabundið toppa í 200 stigum en ná jafnvægi í kringum 170 stigin. Þetta kemur fram í spá stjórnenda Novators, fé- lags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem kynnt var fyrir seðlabankamönnum samhliða greina- gerð um þróun nokkurra hávaxtamynta, í tvígang í janúar og október árið 2006. Spáin hvað krónuna varðar gekk eftir á þessu ári og rúmlega það. Ekki liggur fyrir hverjir sátu fundina. Tímasetningar var ekki að finna í gengisspá Novators. Í bæði skipti var bent á að viðskiptahalli, skuldsetning þjóðarinnar og útistandandi jöklabréf væru svo mikill baggi á krónunni að hætta væri á að hún myndi gefa hratt eftir. Gengi krónunnar stóð í rúmum 119 stigum um síð- ustu áramót en tók að veikjast hratt í byrjun mars. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir rauf hún 218 stiga múrinn í gær. Fyrir mánuði voru stjórnendur Novator sakað- ir um að hafa staðið á bak við fall krónunnar. Heið- ar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novators í Bret- landi, vísaði því á bug í samtali við Markaðinn í okt- óber. Kenndi hann Seðlabankanum um enda hafi hann hvorki aukið peningamagn nægilega í umferð og ekki létt á vöxtunum, né heldur lið- sinnt bönkunum með erlend- an gjaldeyri eins og hlutverk hans segi til um. - jab Novator varaði við gengisfallinu Ingimar Karl Helgason skrifar „Við létum stjórnvöld vita með því að senda þeim ritgerð okkar, þegar fyrsta uppkast lá fyrir í apríl,“ segir Willem H. Buiter, prófessor við London Business School, í svari við fyrirspurn Markaðarins. Hann skrifaði svarta skýrslu um íslenska banka- kerfið ásamt Önnu Sibert, sem meðal annars hefur setið í skuggabankastjórn breska Íhalds- flokksins. Í skýrslunni kemur fram að íslenska bankakerfið var ekki lífvænlegt. Einu leiðirn- ar til framtíðar hefðu verið að megnið af starf- seminni yrði flutt úr landi eða Íslendingar tækju upp evru. Þau segja að í janúar á þessu ári, þegar þau hófu skoðun á íslenska bankakerfinu, hafi strax orðið ljóst að bankakerfið væri ekki lífvænlegt. Þau segja að þessi vandamál hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs, en ekki síður í hittifyrra, árið 2004, jafnvel árið 2000. Þetta skýrist af því að lítið land með eigin mynt geti ekki borið stjór- ar alþjóðlegar fjármálastofnanir. Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna. Þar lögðu þau meðal annars til að til skemmri tíma þyrftu íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dóttur- félögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkom- andi seðlabönkum. Einnig þyrftu stjórnvöld strax að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu fjár- magni í erlendum gjaldeyri. Það hefði mátt gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi að- gang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eign- ir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Því til viðbótar bætir Buiter nú við: hefðu Íslendingar getað beðið til guðs. Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt í þröngum hópi hér á landi í sumar. Landsbankinn, sem greiddi fyrir skýrslugerðina, ákvað að hún yrði ekki birt. Buiter og Sibert birta skýrslu sína í október- hefti Policy Insight. Þar segir í nýjum inngangi að stjórnvöld og sérstaklega Seðlabankinn hafi gert fjölmörg mistök í hruni bankakerfisins og aðdraganda þess. Þau nefna sérstaklega kaup ríkisins á 75 pró- senta hlut í Glitni í lok september. Þar með hafi alvarlegum bankavanda verið breytt í ríkisvanda. Blessunarlega, segja Buiter og Sibert, hafi bank- inn farið í skiptameðferð áður en hluthafarnir gátu samþykkt gjörninginn. Enn fremur nefna þau tilraun Seðlabankans í byrjun október til að festa gengi krónunnar „án fullnægjandi gjaldeyr- isforða“ eða annarra ráðstafana. Þetta hafi verið ein skammlífasta gengisfesting sögunnar. Buiter og Sibert fordæma aðgerðir Breta, sem beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbanka og Kaupþings þar í landi. Skýringar Breta á aðgerðunum standist ekki skoðun. Buiter og Sibert benda á að önnur ríki glími við svipuð vandamál og Íslendingar; ríkin séu smá, með stór bankakerfi, eigin mynt og ríkin búi yfir takmarkaðri getu til að glíma við greiðsluerfið- leika bankakerfisins. Þau nefna Sviss, Danmörku og Svíþjóð, jafnvel Bretland. Írland, Belgía, Hol- land og Lúxemborg búi við þann kost að nota evru sem gjaldmiðil. Því verði greiðsluerfiðleik- ar banka ekki vandamál. Hins vegar megi efast um getu ríkisvaldsins í þessum löndum til að tak- ast á við vanda. Stjórnvöld fengu Buiterskýrsluna í vor Stjórnvöld voru mistæk í bankahruninu. Buiter og Siber vöruðu við strax í vor. Vandinn var ljós fyrir löngu. Veðsetning orku- linda, aðstoð IMF og bænir til guðs voru einu úrræðin í sumar. Besta viðskiptahugmynd Í HEIMI Vantar fjárfesta 697 3737 „Forsætisráðherra Ís- lands, Geir Haarde, ít- rekaði stuðning sinn við formann bankastjórnar Seðlabankans á þriðju- dag.“ Svo hljóðar upp- haf fréttar á fréttavef Forbes, sem skrifuð er upp úr skeyti frá frétta- veitunni Reuters. Geir er sagður hafa ítrekað stuðninginn í kjölfar yfirlýsinga samstarfsflokksins, Samfylking- arinnar, um andstöðu við banka- stjórnina. Vitnað er í viðtal við Geir í útvarpsfréttum þar sem hann segir að stjórnarflokkarnir séu ekki sammála um allt og ekkert sé óeðlilegt við það. Hins vegar hafi upp- lýsingar lekið frá ríkis- stjórninni og það eigi sér engin fordæmi. Þá er í fréttinni greint frá gagnrýni á störf Davíðs Oddssonar í Seðla- bankanum, auk þess að mótmælafundir hafi verið haldn- ir og þekktir stjórnmálamenn hafi krafist afsagnar hans. Enn fremur er greint frá því að Geir hafi verið staðfastur í stuðningi sínum við Davíð, sem áður hafi verið forsætisráðherra í þrettán ár. - ikh Stuðningur vekur athygli DAVÍÐ ODDSSON Dregið hefur úr verðbólguhraða í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Verðbólga á ársgrundvelli í sept- ember var 4,5 prósent miðað við 4,7 prósent í ágúst. Verðhækk- un olíu og matvæla vegur þungt í vísitölunni. - msh Hægari verð- bólga í OECD Olíudreifing var eini bjóðandinn í útboði Ríkiskaupa á olíubirgða- stöð Atlantshafsbandalagsins í Helguvík. Ekki hefur verið geng- ið frá samningum við Olíudreif- ingu, sem er í eigu N1 og Olís. Tilboð voru opnuð hjá Ríkis- kaupum upp úr miðjum septemb- er, en upphaflega stóð til að út- boðið yrði haldið í vor. Því var frestað, sögðu Ríkiskaup, vegna athugasemda frá erlendu olíu- fyrirtæki. Guðrún Gunnarsdótt- ir hjá Ríkiskaupum greindi frá miklum áhuga á olíubirgðastöð- inni í Helguvík í Fréttablaðinu um miðjan júní. Nefnd voru al- þjóðleg olíufélög, indversk, kan- adísk og frönsk. Geymslustöðin í Helguvík er illa farin. Olíudreifing þarf nú væntanlega að gera við hana og sjá um viðhald. Átta geymar eru í Helguvík og sex til viðbótar á Keflavíkurflugvelli, þar af á ríkið þrjá. Alls er hægt að geyma hátt í 130 þúsund rúmmetra af eldsneyti í geymunum. Það dugar fyrir alla flugumferð um Kefla- víkurflugvöll í sex ár. - ikh Einn bauð í Helguvík Vika Frá ára mót um Alfesca 10,5% -39,4% Atorka -16,7% -94,9% Bakkavör -8,0% -91,5% Eimskipafélagið 3,1% -96,1% Exista 0,0% -76,6% Icelandair -0,5% -52,1% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel 2,3% -28,9% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 0,0% -53,1% Össur 5,4% -8,7% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 644. Gengisvísitala krónunnar 218,7. Hagnaður Marel Food Systems nam 4,5 milljónum evra, jafn- virði 688 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Til saman- burðar tapaði félagið 5,7 milljón- um evra á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 14,5 milljónum evra samanborið við 1,8 milljónir í fyrra. Sala fyrirtækisins nam 170,6 milljónum evra á tímabilinu sam- anborið við 66,1 milljón á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 158,1 prósents aukningu. Hörður Arnarson, forstjóri fyr- irtækisins, er hæstánægður með afkomuna og segir hana í sam- ræmi við markmið. - jab Tap í hagnað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.