Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 5. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T H luti af því að endur- vekja traust á hag- stjórn landsins er að bankastjórn Seðla- banka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skugga- bankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdótt- ir, hagfræðingur hjá Landsbank- anum, Ólafur Ísleifsson, lekt- or við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Það er meðal annars vegna óvissu um framvindu efnahags- mála, meðan beðið er þess að birt verður aðgerðaáætlun sú sem lögð hefur verið fyrir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), sem skuggabankastjórnin segir ekki hægt að mæla með breyt- ingu á vöxtum nú. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í 18 prósent 28. októb- er síðastliðinn á viðbótarvaxta- ákvörðunardegi. Þar áður var vöxtum einnig breytt utan hefð- bundinnar dagskrár 15. októb- er þegar þeir voru lækkaðir í 12 prósent, úr 15,5 prósentum. SEÐLABANKINN OG FJÁR- MÁLAEFTIRLIT SÆTI ÁBYRGÐ Ólafur Ísleifsson bendir á að vextir séu nú ákveðnir í sam- ráði stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. „Deila má um rétt- mæti hækkunar stýrivaxta í 18 prósent en markmiðin sýnast skýr: Að skjóta stoð undir gengi krónunnar og koma áleiðis þeim skilaboðum til sjóðsins og ann- arra lánveitenda að stjórnvöld hiki ekki við að grípa til erfiðra aðgerða til að ná markmiðum í efnahagsmálum.“ Ólafur segir að endurreisa þurfi traust á Íslandi á alþjóðleg- um vettvangi. „Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinber- lega um leið og hún hefur hlot- ið staðfestingu sjóðsins,“ segir hann. „Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarumsóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarf- inu svo fljótt sem verða má og Íslendingar eignist um leið bak- hjarl í Evrópska seðlabankan- um. Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræðishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfir- stjórn Seðlabanka og Fjármála- eftirlits og sameina svo þessar stofnanir.“ Fjórða skrefið segir Ólafur svo vera að gangast fyrir óháðri rann- sókn á íslenska efnahagshruninu með atbeina erlendra aðila. „Verja þarf heimili og fyrir- tæki eftir því sem frekast er kostur. Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram um þetta markverð- ar tillögur sem stjórnvöld verða að taka mið af,“ segir Ólafur og bætir við að kveikja verði ljós sem vísi þjóðinni veginn til auk- innar hagsældar. „Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er fyrsti neistinn því það verður ekkert traust reist á krónunni,“ segir hann. ÓÐS MANNS ÆÐI AÐ BREYTA VÖXTUM NÚ Þórður Friðjónsson segir skemmst frá því að segja að við núverandi aðstæður séu ekki for- sendur til að breyta vöxtum. „Það vantar einfaldlega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapn- um eftir fall fjármálafyrirtækj- anna og þær ráðstafanir í efna- hagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum,“ segir hann og bendir á að fyrir viku síðan eða svo hafi Seðlabankinn hækkað stýrivexti um sex prósentustig. „Þessi ákvörðun var byggð á þrí- hliða samkomulagi ríkisstjórn- arinnar, Seðlabanka og IMF. Að baki þessu samkomulagi liggja útreikningar og áætlanir sem ekki hafa verið birtar opinber- lega. Að svo stöddu er því afar erfitt að hafa rökstudda skoðun Á FUNDI SKUGGABANKASTJÓRNAR Á meðan ekki er allt uppi á borðinu varðandi aðgerðir í efnahagsmálum og aðkomu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF) eru ekki forsendur til að breyta hér stýrivaxtastigi, að mati skuggabankastjórnar Markaðarins. MARKAÐURINN/GVA Óbreyttir vextir á óvissutíma Skuggabankastjórn Markaðarins segir vexti þurfa að vera óbreytta enn um sinn. Ekki eru forsendur til að leggja mat á þróun efnahagsmála. Skipta verður um bankastjórn Seðlabankans. Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson settust niður með skuggabankastjórninni. S K U G G A B A N K A S T J Ó R N M A R K A Ð A R I N S Stjórn Seðlabankans víki Í því vandasama verkefni sem fram undan er verða Seðlabanki og ríkisstjórn að ganga í takt. Kreppan er grafalvarleg og við þurfum fumlaus vinnubröð. Sú staða mun koma upp að grípa þurfi til aðgerða sem þykja óþægilegar í bráð, en eru nauð- synlegar fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Misvísandi skilaboð Seðlabanka og ríkisvaldsins eru óásættanleg. Trúverðugleiki er nauðsynlegur. Því er eðlilegt að yfirstjórn Seðlabankans víki. Vextir verða óbreyttir þar til heildaráætlun í efnahagsmálum verður lögð fram. Klúðrið í síðustu viku kann hins vegar að valda því að vextir þurfi enn að hækka þegar gjaldeyrismarkað- ur opnar að nýju. Ný og trúverðug yfirstjórn í Seðlabankanum myndi minnka þörfina á slíkri aðgerð. Óðs manns æði að breyta nú Skemmst er frá því að segja að það eru ekki forsendur til að breyta vöxtum við núverandi aðstæður. Það vantar einfald- lega yfirlit um stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum eftir fall fjármálafyrirtækjanna og þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem áformaðar eru í samstarfi við IMF. Að mínu mati væri óðs manns æði að breyta vöxtum nú án þess að tengja slíka breytingu við heildaráætlun í efnahagsmálum […] Trúverðugar aðgerðir nú í samvinnu við IMF gætu leitt til þess að forsendur sköpuðust skjótt til vaxtalækkana. N I Ð U R S TA Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R Vestrænar lýðræðishefðir ráði Endurreisa þarf traust á Íslandi á alþjóðlegum vettvangi. Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mikilvægt skref í þá átt. Birta þarf hana opinberlega um leið og hún hefur hlotið staðfestingu sjóðsins. Annað skref er að leita eftir því við Evrópusambandið að á grundvelli aðildarum- sóknar fáist aðild að evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem verða má […] Þriðja skrefið er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og umheiminum verði sýnt að hér ríki vestrænar lýðræð- ishefðir í þessu efni. Byrja verður á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og sameina svo þessar stofnanir. N I Ð U R S TA Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R E D D A R Ó S K A R L S D Ó T T I R Ó L A F U R Í S L E I F S S O N Vextir styðji við gjaldeyrismarkað Eins og staðan er nú er fátt annað í stöðunni en að halda vöxtum óbreyttum. Nú er beðið eftir samþykkt Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á láni til Íslendinga samhliða því að sameiginleg efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar birtist. Mál mál- anna er að koma gjaldeyrismarkaðinum í lag – og þar verða vextirnir að styðja við. En það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir fjármagnsflótta út úr hagkerfinu. Síðan um leið og krónan hefur komist á flot og betra jafnvægi hefur náðst á gjaldeyris- markaði er nauðsynlegt að lækka vexti eins hratt og hægt er. N I Ð U R S TA Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R Á S G E I R J Ó N S S O N Þ Ó R Ð U R F R I Ð J Ó N S S O N N I Ð U R S TA Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.